Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN__SÍÐA 3 Höfundurinn Lúðvík Kristjánsson ásamt konu sinni Helgu Proppé, sem á mikinn þátt í verkinu, og Bjarna Jónssyni sem hefur teiknað fjölda mynda f bindið. Ljósm.: Atli. r Annað bindi Islenskra sjávarhátta Lúðvíks Kristjánssonar komið út: Höfuðrit þjóðfræða sagði þjóðminjavörður á blaðamannafundi í gær „Ég veit ekki til þess að neins staðar I heiminum hafi verið skrif- að jafn ýtarlega um árabátinn og í þessu riti“, sagði Lúðvík Kristjáns- son rithöfundur á blaðamanna- fundi hjá Menningarsjóði í gær, en þá kom út 2. bindið í hinu geysi- merka verki hans íslenskir sjávar- hættir, en fyrsta bindið kom út fyrir tveimur árum. Annað bindi er 516 blaðsíður í stóru broti og eru alls 482 myndir í því, þar af nokkrir tugir litmynda. Meginkaflar bindisins eru Ver- stöðvatal, íslenski árabáturinn, Vertíðir, Verleiðir og verferðir, Verbúðir og Mata og mötulag. Þór Magnússon þjóðminja- vörður var á fundinum, og sagði hann að þetta væri höfuðrit þjóðfræða og hefði ekkert slíkt stórvirki verið unnið hér á landi síðan íslenskir þjóðhættir Jónasar á Hrafnagili komu út fyrir tæpri hálfri öld. Ekkert sambærilegt rit um sjávarhætti er til annars staðar á Norðurlöndum, og íritdómum um fyrsta bindi íslenskra sjávar- hátta í erlendum vísindaritum er talið að verk þetta sé jafnvel eins- dæmi í Norðurálfu. Lúðvík sagði á blaðamanna- fundinum að heimildamenn fyrir þessu öðru bindi væru 175 og væru þeir nú langflestir látnir, en sá elsti var fæddur 1848. Sagðist hann hafa verið svo snemma á ferðinni að hann náði tali af tveimur helstu for- mönnum í Vestmannaeyjum þegar lóð voru upp tekin þar 10. apríl 1897. Óprentaðar heimildir eru 222, en prentaðar 200. Lúðvík sagði í stuttu samtali að eitt af því sem einkenndi íslenskt sjómannamál væri hversu orðauðugt það væri og mun orðauðugra en t.d. færeyska og norska. Þannig væru t.d. til 66 mis- munandi orð á heilli flyðru eins og hún kæmi upp úr sjónum. Efni í þriðja og fjórða bindið, sem verður það síðasta, er tilbúið, en eftir er að skrifa það síðasta að hluta. - GFr Niðurskurður fjár til Vinnueftirlitsins: „Þetta mál er til skoðunar” segir Geir Gunnarsson formaður f j ár veitinganef ndar „Þetta mál er til skoðunar í tjár- veitinganefnd eins og fjölmörg önn- ur mál sem okkur berast og það hefur engin endaleg afstaða verið tekin til tillögu stjórnar Vinnueft- irlitsins um tjárhagsáætlun fyrir stofnuuina", sagði Geir Gunnars- son formaður fjárveitinganefndar í samtali við Þjóðviljann í gær. Til að standa straum af kostnaði af framkvæmd laganna um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum frá 1980, er fyrirtækjum í landinu gert að greiða í ríkissjóð iðgjald, sem innheimt skal ásamt slysatryggingagjaldi. Iðgjald þetta er ákveðið með hliðsjón af fjár- hagsáætlun Vinnueftirhts ríkisins. Auk þess hefur Vinnueftirlitið tekjur af skrásetningar og eftirlits- gjöldum. Bæði fulltrúar launafólks og at- vinnurekenda í stjórn Vinnueftir- litsins voru einhuga um þá fjárhags- áætlun sem samþykkt var, en nú hefur sá fyrirhugaði kostnaður sem atvinnurekendur hefðu þurft að bera, verið skorinn niður í fjárlag- afrumvarpinu. „Við stefnum að því að afgreiða fjárlögin fyrir jól og þá kemur í ljós hver niðurstaða þessa máls verð- ur,“ sagði Geir Gunnarsson for- maður fjárveitinganefndar að síð- ustu. - v. „Vonast eftlr leiðréttingu” segir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins „Ég vonast fastlega eftir því að fjárveitinganefnd Alþingis fari að einróma samþykkt stjórnar Vinnu- eftirlits um fjármagn til stofnunar- innar á næsta ári“, sagði Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftir- lits ríkisins í samtali í gær. Upphæð sú sem stjórn Vinnueft- irlitsins hefur ákveðið, og þar með fulltrúi atvinnurekenda í stjórn- inni, en þeir greiða iðgjöld til að standa undir rekstrinum, hefur verið skorin niður um 40%, að sögn Eyjólfs, við gerð fjárlaga- frumvarpsins sem liggur nú fyr- ir Alþingi. Menn hafa undras þetta þar sem ríkissjóður á ekki ac bera þessar greiðslur. „Frá því Vinnueftirlit ríkisiní tók til starfa hefur lítið sem ekkerl tillit verið tekið til þeirrar umfangs- miklu starfsemi sem Vinnueftirlit- inu er gert að gangast fyrir sam- kvæmt lögum. Enn er verið af framreikna fjárveitingar sem á sín- um tíma voru til gamla Öryggiseft- irlitsins, nema að því varðar beinari launakostnað við eftirlitið. Þetta gerir það að verkum að við eigum stöðugt erfiðara með að gegna okkar hlutverki," sagði Eyjólfm Sæmundsson forstjóri Vinnueftir- litsins að lokum. Edda Eriends- dóttir leikur með Sinfónnumi Fimmtu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói í kvöld kl. 20.30 Efnisskráin er svo hljóðandi: Segerstam: Orchestral Diary Sheet no. 11A, Beethoven: Píanókonsert nr.2, og Sibclius: Sinfónía nr. 4. Stjórnandi á þessum tónleikum er finnski hljómsveitarstjórinn Leif Segerstam (f. 1944). Hann stund- aði nám við Sibelíusar Akademí- una í Helsinki 1952-53 og lauk það- an prófum í fiðluleik og hljóm- sveitarstjórn. Einleikarinn er Edda Erlends- dóttir. Hún hóf nám í píanóleik í Reykjavík hjá Selmu Gunnars- dóttur. Hún stundaði síðan nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og voru kennarar hennar Hermína Kristjánsson, Jón Nordal og Árni Kristjánsson og lauk hún einleikar- aprófi 1973. Hún hlaut franskan styrk til að stunda nám við Tónlist- arháskólann í París og lauk þaðan prófi vorið 1978. Kennarar hennar voru Pierre Sancan í píanóleik og Jacques Parrerin í kammermúsík. Edda hefur haldið tónleika í Reykjavík og á fleiri stöðum hér á landi. Einleikari á selló í verkinu eftir Segerstam er Alexandra Bachtiar. Hún kemur hingað til landsins með tónskáldinu. Hún var ein- leikari þegar Orchestral Diary She- et no. 11A eftir Segerstam var frumflutt í Helsingborg í janúar á þessu ári. SKÁK- HÚSIÐ Laugavegi 48 sími 19768 Dragiðekki kaupin til morguns. Við sendum í póstkröf u strax! sem er samboðin öllum skákmönnum SC-2 er þýsk, í fallegri tösku. Þessi sending leyfir okkur að bjóða þér hana á aðeins 6,480.00 kr. Það eiga allir skákáhugamenn leið í Vorum einnig að fá örfá stykki af tölvu-klukkunni Verð kr. 2.100.00 í tösku kr. 1.950.00 án tösku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.