Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. desember 1982 ; ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Áhersla á gæðí og góða hönnun sem þarna hékk uppi og sann- færðumst um að þessi framleiðsla stenst fyllilega samanburð við það besta sem maður fær erlendis frá. Við spurðum Úllu Magnússon deildarstjóra í hönnunnar- og vöruþróunardeild hvernig gengi að selja þessa vöru erlendis. „Það gekk erfiðlega um tíma, en við vonum að salan fari vaxandi á komandi ári. Við höfum gert átak í kynningu á þessum vörum er- lendis, ekki síst í Bandaríkjunum og Kanada. í tengslum við Scand- inavia Today og ferðir Vigdísar forseta bæði til Evrópulanda og Bandaríkjanna hefur athygli manna beinst í mjög auknum mæli að íslenskri fataframleiðslu. Nú höfum við eigin lager í Bandaríkj- unum og einnig höfum við náð í sölumarkaði á Spáni, Portúgal og írlandi. En þetta er erfiður róður, þar sem ísland er hákostnaðarland og við verðum að leggja sérstak- x lega áherslu á hönnun og fæði. Fat- aframleiðslan er öll að færast hin- um megin á hnöttinn og það má teljast merkilegt að við skulum geta haldið úti fataframleiðslu sem stenst samanburð við erlenda", sagði Úlla. þs fatahönnuður, þegar við heimsótt- um hana upp á Alafoss, þar sem hún er að leggja síðustu hönd á fatnaðinn, sem seldur verður á næsta ári. Þessi fatnaður kemur fljótlega í verslanir hér á landi, en stærstur hluti af honum er seldur til útlanda. Þetta eru fyrstu flíkurnar, sem Malín hefur hannað, sem fara í sölu, en hún hefur unnið hjá Ála- fossi sem hönnuður í u.þ.b. eitt ár. „Hugmyndirnar að þessum fatn- aði þróuðust eftir að ég fór til Kan- ada og Bandaríkjanna til að kynna mér það sem þar var að gerast í fataframleiðslu. Nú er ég á förum til Ítalíu og Frakklands, til að skoða sýningar og byrja að undir- búa það sem við munum setja á markaðinn 1984.“ „Er ekki erfitt að spá svona langt fram í tímann?“ „Jú, en það vill svo til að þessi íslenska framleiðsla er ekki svo- kölluð „hátískuvara" þó hún sé vissulega tengd tískustraumum. Öll fataframleiðsla er skipulögð langt fram í tímann og með því að sækja sýningar erlendis sér maður hvaða straumar eru að sækja á hverju sinni. En svo byggir maður auðvitað á eigin smekk og mati. Það er því jafnan erfitt að segja til um hvaðan hugmyndin er raunar komin. Við fengum að líta á fatnaðinn Kristjana Geirsdóttir í flíkum frá Álafossi, sem koma á markaðinn innan skamms. Hlýr vetrarfatnaður frá Álafossi. Mynstrið í jakkanum er gamalt ís- lenskt mynstur. Álafoss leggur mikla áherslu á vetrarflíkur og útiflík- ur, enda er íslenska ullin sérlega hentug í utanyfirfatnað og grófari flíkur. Einnig eru framleiddir kjólar, peysur og barnaföt svo eitthvað sé nefnt. „Það má segja að línan fyrir árið 1983 byggist annars vegar á fatnaði í sauðalitunum, en slíkur fatnaður hefur verið mjög vinsæll erlendis um langt skeið. Hins vegar erum við með nýjungar sem eru í beinum tengslum við tískustrauma og not- um við þar nýja liti með sauðalit- unum“, sagði Malín Örlygsdóttir, Malín, Úlla og Sólveig Eysteinsdóttir. Ljósm. - eik - . Rætt við nýjan hönnuð, Malin Örlygsdóttur, og Ullu Magnúsdóttur, deildarstjóra Fimmta innkaupakarfan: Verð eftir verslunui 55-56 þús. kr. Hagkaup Skeilunni - Viftir Starmýri. 56-57 þús. kr. Hólagarður Lóuhólum 2-€ - Kaupfélag Kjalarnesþlngs - Kjötmiðstöðin Laugalæk 2 - Kostakaup Reykjavlkurvegi Hf. - KRON stórmarkaður Skemmuvegi Kóp - Vörumarkaðurinn Ármóla 1. 57 - 58 þús. kr. Ásgeir Tindaseli 3 - Breiðholtskjör Arnarbakka 46 - Fjarðarkaup Hólshrauni 16 Hl. - Gunnlaugsbúð Freyjugötu 15 - Hagkaup Laugavegi 59 - Kjörbúðin Laugarás Norðurbrún 2 - S.S. Iðulelli 4 - S.S. Laugavegi 116 - Teigakjör Laugateigi 24 - Vörðufell Þverbrekku 8 Kóp. 58-59 þús. kr. Arbæjarmarkaðurinn Rolabæ 39 - Brekkuval Hjallabrekku 2 Kóp. - Drifa Hliðarvegi 53 Kóp. -Freyjubúðin Freyjugötu 27 - JL-búsið Hringbraut 121 - Kaupfélag Hafnfirðinga Miðvangi H(. - Kjörbúð Vesturbæjar Melhaga 2 - Kjörval Moslellssveit - Kjöt og fiskur Seljabraut 54 - KRON Álfhólsvegi 32 Kóp. - KRON Eddufelli - KRON Hllðarvegi 29 Kóp. - KRON Tunguvegi 19 - Langholtsval Langholtsvegi 174 - Matvælabúðln Elstasundi 99 - S.S. Austurveri Háaleitisbraut 68 - Straumnes Vesturbergi 76 - Teigabúðin Kirkjuteigi 19 - Verslunin Kópavogur Hamraborg 12 Kóp. 59-60 þús. kr. Allabúð Vesturbraut 12 Hl. - Árbæjarkjör Rolabæ 9 - Ásgeir Elstalandi 26 - Arnarkjör Lækjarfit 7 Garðabæ - Austurborg Stórholti 16 - Dalmúli Siðumúla 8 - Finnsbúð Bergstaðastræti 48 - Grensáskjör Grensásvegi 46 - Hamrakjör Stigahlið 45 - Herjólfur Skipholti 70 - Holtskjör Langholtsvegi 89 - Hringval Hringbraut 4 Hf. - Kaupgarður Smiðjuvegi 9 - Kjörbúð Hraunbæjar Hraunbæ 102 - KRON Snorrabraut 56 - KRON Stakkahlið 17 - Skerjaver Einarsnesi 36 - Skjólakjör Sorlaskjóli 42 - Snæbjörg Bræðraborgarstig 5 - S.S. Glæsibæ - Valgarður Leirubakka 36 - Versl. Þórðar Þórðarsonar Suðurgötu 36 Hl. - Víðir Austurstræti 17 - ÞinghoH Grundarstig 2. 60-61 þús. kr. Dalver Dalbraut 3 - Hagabúðin H|arðarhaga 47 - Kársneskjör Borgarholtsbraut 71 Kóp - Kaupfélag Hafnfirðlnga Garöabæ- Kaupfélag Hafnfirðinga Strandgötu 28 H(. - Kjöthöllin Háaleitisbraut 58-60 - LækjarkjÖr Ðrekkulæk 1 - Matval Þingholtsbraut 21 Kóp. - Melabúðln Hagamel 39 - Sundaval Kleppsvegi 150 - Sunnukjör Skaltahlíð 24 - Vogur Vighólastíg 15. 61-62 þús. kr. Álfaskelð Álfaskeiði 115 Hl. — Arnarhraun Arnarhrauni 21 H(. - Baldur Framnesvegi 29 - Ðorgarbúðin Hófgerði 30 Kóp. - Hliðarkjör Eskihlið 10 - Kjötborg Ásvallagötu 19 - KRON Langholtsvegi 130 - Nosval Melabraut 57 Seltj.nesi. - S.S. Halnarstræti 5 - Vegamót Nesvegi Seltj.nesi. - Verslun Guðm. Guðjónssonar Vallargerði 40 Kóp. 62 - 63 þús. kr. Ðorgarkjör Grensásvegi 26 - S.S. Aðalstræti 9 - S.S. Bræðraborgarstíg 43 - S.S. Skólavörðustig 22. Fimmta verðkönnun Verðlags- stofnunar undir heitinu Inn- kaupakarfan sýnir hver heildar- útgjöld meðalfjölskyldu á höfuð- borgarsvæðinu vegna mat- og hreinlætisvöru eru mikil á einu ári eftir því hvar er verslað. í hverri verslun var ávallt miðað við lægsta verð þeirrar vörutegundar sem athuguð var. Var miðað við sömu þyngdar- eða stærðar- einingu í öllum tilvikum. Voru 35 vörutegundir látnar endurspegla heildarneysluna og miðað við það magn í hverjum vöruflokki sem kom fram í neyslukönnun sem gerð var fyrir þremur árum. Reynt var að taka upp verð í öllum matvöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu þar sem vöru- tegundimar 35 fengust alla dag- ana. 22.-26. nóvember s.l. Nokkrar verslananna varð að fella út en eftir standa alls 89 verslanir. Erþetta umfangsmesta verðkönnun sem gerð hefur verið hérlendis og óvíst að önnur eins hafi verið gerð í öðrum löndum. Úr könnuninni má lesa margar athyglisverðar upplýsingar og mun hér drepið á þær helstu. 1. Munurinn á verðinu í þeirri verslun sem var með lægsta heildarverð og hæsta heildarverð skv. ofangreindum forsendum var 15,8% eða 8.759 kr. miðað við ársneyslu. 2. t fyrri könnunum þegar borið hefur verið saman verð á einstökum vörutegundum pakka- og dósavöru í verslunum hefur komið fram allnokkur munur á heildarverði eftir versl- unum. Þar hafa s.k. mark- aðsverslanir skorið sig nokkuð úr hvað lægsta verði viðkom. í þess- ari könnun sem nær til allra mat- vöruflokka þ.m.t. mjólk og mjólkurvörur, kjöt og fiskur, skera markaðsverslanirnar sig ekki verulega úr, en eru þó meðal þeirra verslana sem eru með einna lægst heildarverð. 3. Jafnframt því að kanna lægsta verð á hverri vörutegund í matvöruverslunum skráðu starfs- menn Verðlagsstofnunar hæsta verð á sömu tegundum. Mestur var mismunur innan sömu versl- unar um 20% og nemur það í heildarupphæð um 11.000 kr. á ári. Má í því tilviki segja að sú fjölskylda sem ávallt kaupir dýr- asta vörumerki í þeirri verslun þar sem munur á lægsta og hæsta verði var mestur gæti sparað sér 11.000 kr. á ári með því að velja alltaf ódýrustu vörumerkið. 4. Könnunin undirstrikar það sem Verðlagsstofnun hefur áður bent á að árangursríkasta leiðin til hagkvæmra innkaupa er að bera saman vöruverð innan versl- ana í stað þess að reyna að kaupa hinar einstöku vörutegundir í mismunandi verslunum. Verðlagsstofnun vinnur nú að frekari úrvinnslu á könnuninni og mun birta upplýsingar úr henni síðar. Eins og áður leggur stofnunin ekki mat á gæði vöru né mismunandi þjónustustig versl- ana. Þó má benda á það að þar sem mikill verðmunur er innan sömu verslunar er oft um mikið vöruúrval að ræða. Loks skal á það bent að í nokkrum tilvikum var tekið upp verð á fiski, kjöti eða brauði í sérverslunum í verslunarmið- stöðvum, ef hluti þessara vöru- tegunda fékkst ekki f viðkomandi nýlenduvöruverslunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.