Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. desember 1982 Fundur friðarsinna í kvöld! Rabbfundur verður í kvöld, fimmtudag, að Grettisgötu 3, og hefst hann kl. 20.30. Guðrún Arthúr Guðrún Helgadóttir alþingismaður segir frá friðarhreyfingu kvenna og umræðum um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Arthúr Morthens formaður ABR segir frá nýafstaðinni ráðstefnu nor- rænnar æsku um afvopnunarmál. Þau verða stuttorð. - Kaffi og kökur í boði. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins. Auglýsið í Þjóð\viljanum, Haraldur Bogason sjötugur f dag, 2. des., verður Haraldur Bogason, umboðsmaður Þjóðvilj- ans á Akureyri, sjötugur. Það er mikið lán fyrir hreyfingu sósíalista að eiga innan sinna vébanda menn á borð við Harald Bogason, sjálf- stæða, trausta og ósérhlífna. Haraldur hefir alla tíð verið stuðningsmaður róttækra við- horfa, en aldrei sóst eftir forystu- hlutverkum. Það mun hafa verið í lok sjöunda áratugsins, þegar klofningurinn á vinstri væng gekk yfir og róttækur málstaður átti í vök að verjast og stóð hvað höllust- um fæ'ti hér á Akureyri, að Harald- ur gekk fram fyrir skjöldu. Síðan hefir hann einkum helgað Alþýðu- bandalaginu starfskrafta sína, en hverju því starfi, sem Haraldur tók að sér, hefir ætíð verið vel borgið. Haraldur var gjaldkeri Alþýðu- bandalagsfélags Akureyrar í all- mörg ár meðan erfiðast var, eftir að forystusveitin mestöll hljópst á brott og með henni stór hópur fé- lagsmanna. En það tókst einkum vegna elju og dugnaðar Haraldar Bogasonar við hin eilífu daglegu störf að láta enda ná saman og koma á skipan aðnýju.Þákomþað einnig í hlut Haraldar að reisa úr rúst dreifikerfi og útbreiðslu Þjóð- viljans hér í bæ, og nú eru þau mál öll sem betur fer í traustum hönd- um hans. Þá hefir Haraldur Bogason haft' veg og vanda af rekstri Lárusarhúss RAÐSTEFNA UM Umhverfismál, skipulag og náttúruvernd verður haldin í Norræna húsinu 3. og 4. desember á vegum Alþýðubandalagsins. Ráðstefnustjórar: Páll Bergþórsson, Birna Bjarna- dóttir. DAGSKRÁ: Föstudagur kl. 17: ÍSLENSKAR AUÐLINDIR - NÝTING OG VERNDUN Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra STAÐARVAL IÐNREKSTRAR - VÆGI UM- HVERFISSJÓNARMIÐA: Þorsteinn Vilhjálmsson, formaður Staðarvals- nefndar MAT Á ÁHRIFUM FRAMKVÆMDA: Gestur Ólafsson, forstöðumaður Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins STJÓRNUN UMHVERFISMÁLA: Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri - Matarhlé - Kl. 20-22: FYRIRSPURNIR OG ALMENNAR UMRÆÐUR Laugardagur kl. 9: NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ ÁHUGAMANNAFÉLÖG Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs FRIÐUN LANDS: Sigrún Helgadóttir, líffræðingur FERÐAMENNSKA - NATTURUVERND: Tryggvi Jakobsson, landfræðingur VEIDIMENNSKA - ÚTIVIST: Finnur Torfi Hjörleifsson, kennari UMHVERFI í ÞÉTTBÝLI: Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt STJÓRN SKIPULAGSMÁLA: Zophanías Pálsson, skipulagsstjóri AÐALSKIPULAG í FRAMKVÆMD: Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Kl. 13—14 laugardag: PALLBORÐ, þátttakendur: Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs, Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarðar, Ólafur K. Pálsson, fiskifræðingur, Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri, Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, Zophanías Pálsson, skipulagsstjóri ríkisins. STJÓRNANDI: Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur. ALMENNAR UMRÆDUR Ráðstefnuslit kl. 16.00 kl. 14.30. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. - Félagsheimili Alþýðubandalags- ins - sem Lárus Björnsson afhenti Alþýðubandalagi Akureyrar að gjöf árið 1974, en með því ger- oreytti Larus alln atstöðu flokksins í bænum. Haraldi Bogasyni hefir einatt verið falin varsla og innheimta fjár- muna í þeim samtökum, sem hann er félagi í. Á unga aldri lagði hann stund á Esperanto, en alþjóða- hyggja var þá ríkur þáttur í viðhorf- um vinstrisinnaðs fólks. Þegar fé- lag Esperantista var stofnað hér í bæ fyrir 7 árum, gerðist Haraldur virkur félagi í því, og einnig þar hefir hann sinnt gjaldkerastörfum lengst af. Ég vil nota þetta tækifæri, Har- aldur, til að þakka þér þín giftu- drjúgu störf í þeim samtökum, sem við erum báðir félagar í, svo og þakka ég af heilum hug hin ánægju- legu samskipti og viðkynningu gegnum árin. Megi þér lengi enn endast líf og heilsa til heilla fyrir þau samtök, sem þú kýst að helga krafta þína. Við Soffía sendum þér bestu kveðjur. Jón Hafsteinn Jónsson Börn í Suðri Börn í Norðri Hjá MÁLI OG MENNINGU er komin út allsérstæð barnabók sem heitir Gatan er fyrir alla og er upp- runnin í Venesúela. Höfundur tex- tans er kona að nafni Kurusa, og Monika Doppert gerði myndirnar við textann. Ingibjörg Haralds- dóttir þýddi. Gatan er fyrir alla er byggð á raunverulegum atburðum sem gerðust í fátækrahverfinu San José de la Urbina í útjaðri borgarinnar Caracas. Börnin höfðu engan stað til að leika sér á og vildu fá leikvöll og lögðu ýmislegt á sig til að fá því framgengt. Þá er komin út ný bók fyrir yngstu lesendurna. Það er bókin Víst kann Lotta að hjóla eftir hinn sívinsæla höfund Astrid Lindgren. Ásthildur Egilsson þýddi bókina. STEENAR J. LÚÐVÍKSSON Þrautgó arauna ðirxiv NÉfundrtalcmdsveóiÚd 1950 1 itJSaísLi. 1 i^i.ipaR . j-K UyBMHHI/ Æ, i 7 ,ír rýí Sjóslysasaga Islendinga Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „Þrautgóðir á raunastund - Björgunar- og sjó- slysasaga íslands“ eftir Steinar J. Lúðvíksson. Er þetta 14. bindið í þessum mikla bókaflokki og fjaliar bókin um atburði áranna 1959- 1961 að báðum árum meðtöldum, en í fyrri bókum bókaflokksins hef- ur verið fjallað um atburði frá aldamótum 1900 fram til 1958. í bókinni er getið margra sögu- legra atburða er urðu á árunum sem bókin fjallar um. En lengsti og veigamesti kafli bókarinnar fjallar um svonefnt „Nýfundnalands- veður“ snemma á árinu 1959, en þá lentu margir íslenskir togarar sem voru að veiðum á Nýfundna- landsmiðum í miklum hrakningum í ofsaveðri og mikilli ísingu og einn togari, b.v. Júlí frá Hafnarfirði fórst með allri áhöfn í veðrinu. Leikir og spilaspár Leikir og léít gamart heitir bók sem séra Sveinn Vikingur tók saman og Hörpuútgáfan á Akranesi gefur út. í þessa bók er safnað leikjum og léttu gamni fyrir fólk á öllum aldri. Ertu í skemmtinefnd? Áttu von á gestum? Hvað viltu gera til þess að skemmta þeim? Leikir og létt gam- an leysir þann vanda. í bókinni eru töfrabrögð, gátur, hópleikir, taflleikir, talnaleikir og ýmiss konar ráðgátur. Þessi bók séra Sveins Víkings hefur veri ófá- anleg um árabil, en er nú komin út í 2. útgáfu. „Draumaráðningar og spila- spá“. Bók þessi er komin út í 2. prentun. Þar er að finna svör við spurningum eins og: Boðar draumur þinn ást, hamingju, gleði, sorg, ágóða, nýja vini? Vilt þú læra spilaspá? „Egó og ljóða- lestur á Borginni Hljómsveitin Egó verður með hljómleika á Borginni í kvöld, en hún sendi eins og kunnugt er frá sér hljómplötuna I mynd nú fyrir skömmu. Auk leiks Egósins munu nokkur Ijóðskáld lesa úr verkum sínum. Dagskráin á Borginni hefst kl. 10íkvöld,enhúsiðeropnaðkl. 9.00. Músiktilraunir í Tónabæ í kvöld Gesturinn Þeyr Nú er komið að 4. kvöldi Mús- íktilraunanna í Tónabæ. Hljóm- sveitin Þeyr er gestur kvöldsins og hefur leik stundvíslega kl. 20.00 í kvöld. Til atkvæða leika: Signaltus, Dron, Medium, Útrás, Trúðurinn og Centaur. Kynnir verður Stefán Jón Hafstein.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.