Þjóðviljinn - 09.12.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Page 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. desember 1982 síðan 1200fletskur um tíman Fóroja Bjór hevur í ár framleitt hálvaaðru millión flóskur av sterkum 0li. Hetta er gjórt við eini orku upp á 1200 flpskur um tíman. Hesa tíð hevur brýggjaríið goldið sjey milliónir krónur í framleiðslugjaldi. íögy^Bjór’ Tórshavn tlf. 13434 Leirvík tlf. 43038 Klaksvík tlf. 55454 Tvoroyri tlf. 71025 SÍCAN 1888 Tákn færeyska bjórsins, sauðkindin, hvernig svo sem það má nú vera. Sunrnn- póslurinn ogFjölnir Það var sitt af hverju sem gerð- ist hér árið 1835 ekki síst á sviði útgáfustarfseminnar. Má þar nefna, að Sunnanpósturinn hóf nú ferðir sínar. Var ritstjóri hans Þórður Sveinbjörnsson, yfir- dómari. Síðan Klausturpósturinn andaðist árið 1826 hafði ekkert tímarit verið gefið út á íslandi. Og frá því að Ármann á Alþingi hætti útkomu hafði aðeins eitt tímarit verið gefið út á íslensku, Skírnir, tímarit Bókmenntafé- lagsins, sem gefið var út í Kaup- mannahöfn. En fleira var í efni. Fjölnir byrjaði að koma út undir ritstjórn þeirra fjórmenninganna, Brynj- ólfs Péturssonar, Jónasar fíall- grímssonar, Konráðs Gíslasonar og Tómasar Sæmundssonar. Vakti hann mikia athygli þótt um efnið greindi menn á. - En hverfum nú frá andlegheit- um og til hinna efnislegu þátta. Þetta ár, 1835, veitti stjórnin frú Guðrúnu Guðmundsdóttur Si- vertsen í Reykjavík 400 ríkisdala styrk úr Jarðabókarsjóðnum. Var það áskilið, að Guðrún út- vegaði þrjá prjónavefstóla, gerða af járni, lærði vefnað og kenndi hann síðan í Suðuramtinu. Krieger stiptamtmaður hafði nú endurreist Skólavörðuna eins og fyrr hefur verið að vikið, og lagt veg upp að henni. Þótti þá ekki mega minna vera en að bær- inn sæi um viðhald vörðunnar, þótt að því kæmi raunar, að hún færi forgörðum, eins og ýmislegt annað í þessum bæ, sem eftirsjá er að. Jafnframt var ákveðið, að bærinn sæi um viðhald „Skóla- vörðustígsins" og skyldi hver hús- ráðandi leggja til hans eitt dags- verk að vori og annað að hausti. - mhg Minningar- sjóður Jóns Þorsteinss. í lok nóvembcr var á Akureyri haldinn stol’nfundur minningar- sjóðs Jóns Júlíusar Þorsteins- sonar, kennara. Tilgangur sjóðsins er að gefa út kennslugögn Jóns fyrir hljóðlestrar-, tal- og söngkennslu. Hér er um að ræða hljóðstöðumyndir, íslensk mál- hljóð og leiðbeiningar við hljóðlestrarkennslu ásamt við- bæti Árna Böðvarssonar, cand mag. þ-e. hljóðasambönd og skýringar. Sjóðurinn veitir viðtöku minn- ingargjöfum og öðrum gjöfum, en stofnfé hans er 25 þúsund krónur. Stofnendur eru skráðir 230 og eru þeir sem eftir eiga að skila heimsendum gíróseðlum vinsamlega minntir á að gera það fyrir 15. janúar n.k. Stjórn sjóðsins skipa: Erla Kristjánsdóttir, tækniteiknari, formaður, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, yfirkennari, varaformaður, Sigurður Flosa- son, yfirkennari, gjaldkeri og meðstjórnendur Vilberg Alex- andersson, skólastjóri og Atli' Guðlaugsson, skólastjóri Gcetum tungunnar Heyrst hefur: Þetta mál skal kruf- ið til mergjar. Rétt væri: Þetta mál skal krufið. Eða:... brotið til mergjar. (Ath.: Bein eru brotin til þess að ná úr þeint mergnum.). Anna t.h. og Hildur höfðu í nógu að snúast við að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir Torgsöluna. - Mynd - eik. Skemmtilegur heimilisiðnaður 'Þær sátu við eldhúsborðið scm var hlaðið alls kyns varningi sem og reyndar eldhúsið allt. Þetta var afrakstur mánaðar vinnu vin- kvennanna Önnu Björnsdóttur og Hildar Bolladóttur. Þær ætla með varninginn niður á Lækjar- torg á föstudaginn og selja hann þar á útimarkaðinum. „Við erum aðallega að búa til vörur sem eru nytsamlegar, eitthvað sem fólk getur notað, sagði Anna þegar við gengum inní eldhúsið hjá henni í Vestur- berginu í Breiðholti. Við höfum frétt að þær vinkonur hefðu verið önnum kafnar við heimilis- iðnaðarstörf síðustu vikurnar, og þótti því tilvalið að kynna okkur starfsemina. „Hildur er búin að sauma alls kyns fatnað á börn, mussur kjóla og fleira. Svo höfum við útbúið brjóstsykur í skemmtilegum gler- krukkum, smákökur og þessa skemmtilegu jólakransa,“ segir Anna og bendir okkur upp á einn eldhúsvegginn. Við sáum mynd af þessu í amerísku blaði og hönnuðum þetta síðan sjálfar. Jú þetta er búið að vera ofsa- lega gaman, segja þær báðar. „Við höfum verið að vinna í þessu allan daginn og stundum fram á nótt.“ Þær Anna og Hildur eru báðar heimavinnandi húsmæður en áður starfaði Anna sem kennari í 13 ár. „Ég er bara nýbyrjuð í þessu“ segir hún, „en Hildur hefur alltaf verið svo myndarleg í höndun- um; ég læri þetta allt af henni.“ - Og svo ætlið þið að selja afurðirnar á Útimarkaðinum? „Jú, það er ætlunin. Við erum búin að panta pláss í tjaldinu. Þetta er í fyrsta skipti sem við förum út í svona sölustarfsemi. Vitum ekkert hvernig þetta geng- ur en erum bjartsýnar." - Hvernig datt ykkur í hug að byrja á þessu? „Það var eiginlega þannig að við vorum að fara að útbúa jóla gjafirnar, og sáum þá að við höf- um nægan tíma til að gera eitthvað annað skemmtilegt. Mér hefur verið að detta í hug annað slagiðsíðustu 2 ár að það værinú skemmtilegt að gerast sölukona á torginu. Þó það væri ekki annað en að fylgjast með umferðinni og virða fyrir sér fólkið. Svo við slógum til og nú erum við að verða klárar í slaginn.“ - Hvernig hefur ykkur gengið að samræma þcnnan iðnað venju legum heimilisstörfum? „Það hefur gengið mjög vel, höfum haft nægan tíma til að sinna þeim störfum einnig. Það sem er kannski stærsti kosturinn við þetta er að geta unnið að framleiðslustörfum heima hjá sér. Geta fært vinnuna aftur inn á heimilin eins og var hér áður fyrr.“ - Ykkur finnst kannski að fleiri gætu tekið sig til eins og þið hafið nú gert? „Já alveg tvímælalaust“ svara þær báðar. „ Við viljum eindregið hvetja konur sem eru heima við að taka sér eitthvað svona fyrir hendur.“ - Og ef vel gengur nú fyrir jól- in, ætlið þið þá að halda áfram? „Ef vel gengur þá er alls ekki óhugsandi að við látum sjá okkur nokkrum sinnum á ári á Torg- inu“, sögðu þessar hressu vin- konur að lokum.“ . Okkur var hins vegar ekki til setunnar boðið svo við tókum okkur smákökur í nesti og borðuðum á leiðinni heim. Þær smökkuðust ntjög vel. -•g- Mótorsporti Út er komið þriðja tölublað tímaritsins Mótorsports á þessu ári og er enn eitt væntanlegt fyrir áramót. Meðal efnis í þessu tölublaði má nefna frásögn af ísafjarðar- hátíð Sæfara og Hótel Hamrabæj- jar, fréttir af ralli, kvartmílu, tor- færu og sandspyrnu ásamt grein- um um fornbíla og erlendar frétt- ir. Af föstum liðum má nefna bíl mánaðarins og viðgerðarþátt og einnig er kynnt athyglisvert farar- tæki sem tveir flugmenn frá ísa- firði eiga. Er það tveggja manna svifnökkvi. Mótorsport kostar Nýstárlegurtveggjamannasvifnökkvisemtveirísfirskirflugmenneiga 40 krónur í lausasölu. er kynntur í Mótorsporti. Hrefnu- veiðar Undanfarin ár hafa tveir bátar frá ísafirði stundað hrefnuveiðar á sumrin. í surnar sem leið veiddu þessir tveir bátar um 70 dýr en það var sá kvóti sem leyfður var. Þetta kemur fram í spjalli Vest- firðings, blaðs Alþýðubandalags- ins á Vestfjörðum við þá Guð- mund Guðjónsson og Tryggva Guðmundsson. Vertíðin hefst í júníog stendur fram í byrjun október. Myndin hér að ofan sýnir hvar hval er landað í Suðurtanga en þaðan var honum síðan ekið til Brjánslækjar. Nýtt hefti af

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.