Þjóðviljinn - 09.12.1982, Qupperneq 10
10 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. desember 1982
bókmenntir
Hverju reiðast goðin?
Umhverfi, búnaður, klæðnaður og landslag er vel og skemmtilega dregið í þessari bók. Jafnvel furðulands
lagi eins og Bifröst og Aski Yggdrasils er skemmtilega og trúverðuglega lýst.
Bergþora
Gísladóttir
skrifar
Vcðmál Óðins, Goðheimar 3.
Höf.: Per Vadmand, Hans Rancke-
Madsen og Henning Kure.
Teikningar: Henning Madsen.
Þýðandi: Guðni Kolbeinsson.
Útg. Iðunn, 1982. Bókin er prentuð i
Belgíu.
f þriðja sinn sendir Iðunn frá sér
bók um goðin. Efniviður er sóttur í
Eddurnar, en frjálslega með farið
og bætt við eftir þörfum, þegar svo
ber undir. Sagan segir frá því, þeg-
ar Óðinn sættir sig ekki lengur við
þær liðleskjur, sem Valkyrjur
draga heim til Valhallar að Hildar-
leik loknum. Lét hann orð falla
um, að hann „gæti fundið þrjá
kappa, sem gætu lagt þessa brjóst-
mylkinga að velli fyrir morgun-
verð“. Við það varð hann síðan að
standa og um það stóð veðið. Fór
hann nú í mikla ferð til að leita
kappanna. Greinir sagan frá ferð
þeirri og eins hinu, sem henti í Ás-
garði á meðan.
Um list og
góðan málstað
Því er þannig farið með list og
góðan málstað, að það er engu lík-
ara en hvorttveggja þoli hvaða
meðferð og hártoganir sem vera
skal. Hversu oft hefur ekki faðir-
vorinu verið snúið upp á Satan
sjálfan, Rauðhettusögunni í klám,
myndin af Monu Lísu afskræmd
eða málstaður friðarsinna túlkaður
sem undirróðursstarfssemi eða
barnaskapur? Ýmsum verður á að
hlaupa upp til handa og fóta og
hrópa vanhelgun. En hvað gerist?
Öll slík ráð og tiltæki virðast verða
til þess eins að vekja athygli á góðu
listaverki eða útbreiða góðan mál-
stað. Þannig hugsaði ég að loknum
lestri bókarinnar um Vcðmál
Oðins. Það er líklega á sínum stað
að taka það fram hér, að ég fylli
ekki þann flokk, sem er sjálfkrafa á
móti öllum myndasögum og telja
þær undantekningalítið af hinu illa.
Ekki nema síður sé. Ég hef hið
mesta dálæti á góðum mynda-
sögum og les þær mér til mikillar
ánægju. En hvað um þessa? Nú átti
ég einfaldlega erfitt með að gera
upp minn hug. Ekki vegna þess að
sagan væri ekki vel og fagmannlega
gerð, heldur vegna hins að ég átti
erfitt með að sætta mig við að slíkt
efni væri haft í flimtingum. Það sit-
ur í manni að vera meira alinn upp í
trú á land og þjóð en nokkurntíma
Biblíuna.
En hvað um það. Um þessa bók
er það að segja, að þótt engum
dyljist að höfundar hafa haft til að
bera staðgóða þekkingu á efninu,
sem þeir styðjast við, er sagan
undarlegt sambland af Lukku Láka
og Ástríki, sem við flest þekkjum.
Um það er reyndar ekki neitt nema
gott að segja, en verra er að það er
eins og höfundarnir hafi ekki getað
gert það upp við sig hvort þeir séu
að fræða okkur um goðin eða gera
grín að persónum sínum, því margt
er það í fari ása, sem verður ærið
kímilegt, sé það skoðað út frá
þröngu sjónarhorni nútímamanns-
ins. Þótt erfitt sé að bera höfundum
rangfærslur á brýn, vegna þess
hvernig er að sögunni staðið, er
langur vegur frá að andi goðsagn-
anna náist. Og hin gráa glettni sem
sögurnar eru svo fullar af er látin
víkja fyrir annarskonar gamni.
Samskipti Óðins við Einherja í
Valhöll minna t.d. mest á þegar
kennari á erfiðum stundum lendir í
að munnhöggvast við nemendur
sína. Og jötnar eru síður en svo
ægilegir.
Það er vissulega margs að sakna
við lestur slíkrar bókar fyrir þann,
sem einhverntíma hefur skynjað
þó ekki sé nema ögn af þeim guð-
dómlega heimi. En trúlega er til
nokkuð mikils mælst, að fá þann
heim skáldskapar og fræða til-
reiddan og borin fram í mynda-
söguformi. Enda aldeilis óvíst að
slíkrar trakteringar væru við hæfi
barna. Og að allri viðkvæmni
slepptri fyrir hönd ása, er þetta læs-
ilegasta bók. En - af því ég átti bágt
við að komast fram hjá inngreyptri
lotningu minni fyrir goðmögnun-
um, lét ég einn níu ára lesa bókina.
Aðspurður um hvernig honum lík-
aði bókin sagði hann að þetta væri
frábær bók. Krafinn frekari um-
sagnar svaraði hann: Bara- hún er.
bara svo skemmtileg.
Þýðing bókarinnar er vel af
hendi leyst og frágangur allur til
fyrirmyndar.
Þroskasaga ungrar konu
Árni
Bergmann
skrifar
Áslauy Kagnars: Sylvía.
Örn og Örlygur 1982.
Þetta er þroskasaga ungrar
konu, sem gefur bókinni nafn.
Sylvía kemur þar til sögu, að hún er
munaðarlaus orðin, móðirin deyr
skyndilega og faðirinn er genginn
djúpt ofan í alkóhólinn. Þá tekur
sagan undir sig stökk fram til þess
tíma að Sylvía, tveggja barna móð-
ir, hálfvegis á flótta undan dóp-
uðum hippa, sem hún hefur bundið
trúss sitt við, er komin til vinnu út í
Vestmannaeyjar á dögum eldgoss-
ins. í þeim eldi verður hún fyrir
skírslu sem breytir lífsstefnu henn-
ar - nú ætlar hún ekki lengur að
vera þolandi atburðanna heldur
„stjórna ferðinni" sjálf. „Mann-
fólkið skiptist í tvennt - það sem
varð undir og það sem varð ofan
á“. Sylvía ætlar sér að verða ofaná.
Með skjótum hætti skipast veður
í lofti, Sylvía sýnir óvænta harð-
fylgni og útsjónarsemi og hefur á
skömmum tíma komið undir sig
peningafótum í veitingahúsa-
rekstri. En eins og oft hefur gerst í
mannlífi og sögum: þegar hún er
búin að vinna fjár- og framasigra,
og ekur í nýjum bíl til staðfesting-
ar, þá er henni slöngvað niður af
tindinum í alvarlegu slysi. Kannski
mun hún ekki aftur upp rísa. Alla-
vega vill hún nú endurskoða líf sitt
eina ferðina enn og þá til að hafna
þeirri hörku sem hafði lyft henni í
stöðu kapítalista en svipt hana hlý-
ju og vinum.
Þetta er ekki reyfari, sagan sver
sig í ætt við sálfræðiraunsæi og
skynsamlegast að skoða hana frá
þeim sjónarhóli. Óneitanlega
koma þá í Ijós ýmsar misfellur á
sögunni. í fyrsta lagi er frásögnin
rykkjótt, eða gerist of mikið í
stökkum. Hér er átt við það, að
eftir að höfundur hefur gefið sér
allgóðan tíma til að lýsa allýtarlega
ásigkomulagi Sylvíu á vissu skeiði
verða nokkuð svo skyndileg hvörf í
sögunni og ýmisleg fróðleg tíðindi
eru afgreidd mjög hratt og skyndi-
lega. Til dæmis að taka er því lýst
mjög nákvæmlega hvernig Sylvía
fær tortryggna gamla konu til að
leigja sér kjallara undir litla mat-
sölu - þar er enginn asi á höfundi,
Áslaug hefur alla þræði örugglega í
hendi sinni, fyllir vel út í rammann.
En svo er farið í mjög mörgum
stökkum yfir þau ótrúlegu tíðindi,
að á einu ári eða svo hefur þessi
allslausa einstæða móðirgreitt upp
aliar skuldir við að koma upp fyrir-
tæki og er í enn einu stökkinu kom-
in með meiriháttar fyrirtæki undir
sinn hatt.
Höfundi tekst betur að sérkenna
ýmsar aukapersónurnar en Sylvíu
sjálfa. Til dæmis eiginmanninum
Árna, sem neitar í lengstu lög að
verða fullorðinn og trúir því að ein-
hvernveginn muni allt reddast. (En
endurfæðist svo skyndilega utan
meginsögunnar - eitt „stökkið“
enn). Þá er og ýmislegt vel um frá-
ganginn á Jóhönnu, samverkakonu
Sylvíu í Vestmannaeyjum, sem
hefur það hlutverk að hrista upp í
henni öðru hvoru - fyrst að fá hana
til að hætta sjálfsvorkunnsemi og
skella skuldinni á aðra og þá
þjóðfélagið, síðan til að vara hana
við hættum græðginnar. Einkum
verður Jóhanna lifandi í
viðbrögðum við óhappi sem lán-
lítill sonur hennar lendir í. Það er
svo til nokkurrar óprýði, að höf-
undur hefur ekki gætt sem skyldi
að samræmi í málfari Jóhönnu,
sem verður ansi ræðumennskulegt
og bóklegt á köflum.
Bláþráðurinn í lýsingu Sylvíu er,
sem fyrr var á minnst, auðgunar-
sagan, hin óvænta harka. Miklu
betur lætur Áslaugu Ragnars að
lýsa aðalpersónu sinni í hversdags-
amstri einstæðrar móður, í
móðurmissi, í ráðleysi og vonleysi
sem grípa hana bæði eftir slysið og
svo á „krossgötum“ í Vestmanna-
eyjum. Og þar blandast eipmitt
ógn og fordjörfun af eldgosum
skynsamlega saman við hugarvíl
ungrar konu, magnar það með á-
þreifanlegum hætti.
Og negrabörnin voru
í hákarlsbeitu
Thorkild Hansen: Þrælaströndin
Gissur Ó. Erlingsson þýddi.
Ægisútgáfan 1982.
Þetta er fyrsta bókin í hinum
merka flokki Thorkilds Hansens
um aðild Dana að þrælaveiðum og
þrælasölu. Áður var út komið bindi
það sem lýsir flutningunum vestur
um haf, þrælaskipunum og þeim
herfilegu tíðindum sem á þeim
urðu.
Thorkild Hansen vefur saman
hugvitssamlega samtímaheimildir,
rit þeirra sem í nýlendu Dana á
Gullströndinni störfuðu og ýmisleg
gögn önnur og svo það sem hann
sjálfur sér og heyrir á söguslóðum.
Honum tekst það sem miklu hlýtur
að skipta í bók af þessu tagi: að
gera frásögnina lifandi og koma um
leið til skila skilningi á atburðum,
setja þá í samhengi.
Hugmyndin að baki nýlendu-
rekstri Dana í Afríku var ekki flók-
in. Þetta var þríhyrningsverslun.
Frá Kaupmannahöfn sigldu skipin
með byssur og brennivín og glingur
til Kristjánsborgar þar sem nú er
Ghana. Þar var varningur þessi
seldur Afríkumönnum fyrir þræla,
sem oft voru fangar úr stríðum og
ránsferðum. Skipin sigldu áfram
með þrælana til danskra nýlendna í
Vesturindíum þar sem þeir voru
seldir á plantekrur fyrir sykur, sem
var arðgefandi nýlenduvara heima
í Danmörku.
En auk þess að draga þessa þætti
fram skilmerkilega, sýnir Thorkild
Hansen mjög vel hvernig þræla-
verslunin og bvssurnar og brenni-
vínið lögðu í rúst heil samfélög,
niðurlægðu þau, eyddu menningu
þeirra og lífsmöguleikum. Hann
dregur og fram með mjög skýrum
hætti hinar ýmsu manngerðir sem í
nýlendunni störfuðu: sýnir bæði þá
sem ánetjuðust siðferði þrælasöl-
unnar og þá sem hugðu á umbætur
eða afnám þrælasölunnar, en það
gekk miklu tregar en menn hefðu
haldið. Og hann sýnir einnig, hve
Thorkild Hansen
undarlega lítið þetta langa nýlend-
uævintýri Dana (þeir seldu Bretum
nýlenduna með afslætti á miðri síð-
ustu öld) skildi eftir - annað lík og
kirkjugarða. Tveir af hverjum
svörtum létu lífið áður en þeir
komu yfir hafið (og þar áttu þeir
höfð
flestir mjög skamma ævi). „Hvítu
djöflarnir" féllu í valinn með kann-
ski enn meiri hraða: malarían gerði
þrælagróðann dýrkeyptari í
mannslífum en þátttaka í „normal"
stríði norður í Evrópu var.
Og grimmdin er þarna, þessi
grimmd sem menn vilja víst helst
ekki trúa upp á forfeður sína eða
frændur: „Þrælar sem eru með ein-
hverskonar líkamslýti sem valda
því að ekki er hægt að losna við þá
með hagnaði eru gerðir höfðinu
styttri fremur en að menn geri sér
það ómak að flytja þá heim aftur.
Þegar barnshafandi négrakonur
fæða á ieiðinni til strandar er barn-
inu venjulega fleygt inn í kjarrið,
því að mjólkandi móðir með slap-
andi brjóst og lítil hold er ekki góð
söluvara. Evrópumönnum er held-
ur ekkert um það gefið að negra-
konur hafi ungbörn meðferðis á
leiðinni yfir hafið, þar sem þau
draga þrótt úr móðurinni og deyja
oftast nær. Sjómenn á þrælaskip-
unum hafa sagt að stundum hafi
þeir notað dauð negrabörn í beitu
til að veiða hákarla.
Þýðingin er lipur vel og hæfilega
í anda tímanna. ÁB
Cucjrún Svava Svavarsdóttir
Þegar þú ert ekki
SkUnaðarljóð
Guðrúnar Svövu
IÐUNN hefur gefið út bókina
Þegar þú ert ekki, ljóð eftir
Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. -
„Ljóðin fjalla öll um skilnað höf-
undar við eiginmann sinn eftir sex-
tán ára hjónaband,“ segir á kápu-
baki. „Þau lýsa söknuði og eftirsjá,
höfuðprýði þeirra er einlægni,
hlýja og látleysi“, segir ennfremur.
Myndir í bókinni eru eftir höfund-
inn. Guðrún Svava er kunnur
myndlistarmaður, hefur gert bóka-
skreytingar og leiktjöld, búninga
og brúður fyrir leikhús.