Þjóðviljinn - 17.12.1982, Side 1

Þjóðviljinn - 17.12.1982, Side 1
UOWIUINN Eru nýir tímar að hefjast í útgáfu bóka um myndlist ? Umsögn um Ragnarsbók í Smára. Sjá 13 desemberl982 föstudagur 47. árgangur:- 284. tölublaö Mikið er þetta fullorðna fólk lengi að hugsa sig um. - Ljósm. Atli. Rafmagnsveita Reykjavíkur: V anskilavextir 2 og hálf milj. vegna sölu- skattsskuldar Hagur Rafmagnsveitu Reykja- víkur er nú með þeim hætti, að fyrirtækinu hefur gengið illa að standa í skilum með greiðslu sölu- skatts og standa mál nú þannig að vanskilavextir vegna ógoldins sölu- skatts nema 2,5 miljónum króna. Eiríkur Briem, ijármálastjóri RR, staðfesti þetta í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær. Hann sagði jafnframt að RR hefði fengið hótun frá ríkinu um stöðvun á raforkusölu til þess ef þessi skuld verður ekki greidd, en á móti kæmi að ríkið skuldaði RR stórfé, þannig að á móti kæmi að hóta að loka fyrir rafmagn til ríkis- ins hér í Reykjavík. Klögumálin ganga sem sagt á víxl. Viðræðureru í gangi milli RR og ríkisins vegna þessa máls og nrun RR hafa hug á einhverskonar skuldajöfnun í málinu. At'tur á móti er það Ijöst að þessa 2,5 milj- ón króna skuld verður að greiða, og auðvitað eru það neytendur í Reykjavík, sem verða látnir greiða þennan skell. Eiríkur sagði að ríkið gengi harðast eftir söluskattsgreiðslum af öllum skattgreiðslum til þess. Fjár- hagsstaða RR hefði verið slæm á árinu, vegna þess að nægar hækk- anir hafi ekki fengist og heldur ekki heinrild til lántöku og því stæði málið svona. Kaupgreiðslur og annað var látið ganga fyrir, en söl- uskatturinn settur á hakann. -S.dór Jólablað II Jólablað Þjóðviljans II fylg- ir blaðinu ídag. Meðal efnis er viðtal við Guðmund Ólafsson um skráningu náttúruminja og sögulegra og þjóðsögu- legra minja á Vestfjörðum. Sagt er frá hátíðarmat í ýms- unr heimshornum, og birt grein André Gorz: Vinnum minna, lifum meira. Sérstakur bridge-jólaþáttur er í blaðinu og verðlaunakeppni fyrir börn og unglinga. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Stjómarskrá í janúar Frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið verður væntanlega lagt fyrir Alþingi í byrjun janúar þegar Alþingi kemur saman að loknu jóla- lcyfi, sagði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Vilmundar Gylfasonar á Alþingi í gær. Gunnar Thoroddsen sagði að og þingmönnum fyrir áramót. í endurskoðun stjórnarskrárinnar máli Gunnars kom fram, að hann væri langt á veg komin og greinar- teldi ekki nauðsynlegt að alls- gerð þar um yrði send fjölmiðlum herjarsamkomulag lægi fyrir um Gunnar Thorodd- sen. kjördæmamálið eða einstök atriði í stjórnarskránni áður en það væri lagt fram. Venjan væri sú, að stjórnarskrárnefndir störfuðu í báðum deildum Alþingis meðan málið væri til meðferðar. Taldi hann að fjórar til sex vikur ættu að nægja þinginu til að fjalla um málið. Vilmundur Gylfason sagðist ef- ast um að þessi tími nægði til að alntenningur gæti sett sig inn í mál- in. Þegar að hann vissi síðast til hefði t.d. vantað veigamikil atriði inn í stjórnarskrána, einsog t.d. um mannréttindamál minnihlutahópa. í fyrirspurn sinni taldi Vilmundur að alltof mikil leynd hefði hvílt yfir störfum nefndarinnar og að í kjör- dæmamálinu hefði myndast póli- tísk blokk allra gömlu flokkanna gegn Framsóknarflokknum. En síðan hefði ekkert orðið úr sam- komulagi. Það hefði átt að bola kjördæmamálinu í gegnum þingið framhjá öðrum sagði Vilmundur Gylfason alþingismaður. -óg Fyrsti hluti láglaunabótanna greiddur: 50 miljónum varið til 50.000 manna Engin verðbótaskeröing hjá þeim sem njóta tekjutryggingar Fjármálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um hætur til lágtekju- fólks úr ríkissjóði og vcrður varið 50 miljónum króna til þeirra fyrir jól. A fyrri hluta næsta árs verður svo 125 miljónum varið til þessa verkefnis til viðbótar. Bæturnar byggjast á skattafram- tölum ársins 1982, þ.e. tekjum síð- asta árs, svo og eignum. Þær renna til um það bil 50.000 einstaklinga sem fá að meðaltali 3500 krónur í þremur greiðslum. Fyrir þorra þessa fólks nema bæturnar 5 - 7% af útsvarsskyldum tekjum ársins 1981. Að öðru jöfnu fá þeir bætur sem höfðu tekjur á bilinu 25 - 100 þús- und krónur. Sérstök áhersla er lögð á fjölskyldufólkið. Þá skaðast bætur ef hrein eign fer framúr á- kveðnum mörkum. Hámarkstekj- ur hækka um 10.000 krónur fyrir hvert barn og skiptast á milli hjóna. Þá er loks gert ráð fyrir því að tekjutrygging hækki verulega þannig að þeir sem hana fá taki ekki á sig neina skerðingu vegna lækkunar verðbóta 1. desember sl. Þá hækka heimilsbætur og vasa- peningar öryrkja og annarra auka- lega, þannig að skerðingarákvæði bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar bitna ekki á því fólki. -v. Metsölulistinn: Kristján og MacLean eru efstír I þriðju könnun bókaútgefenda á söluhæstu bókum, sem gerð var 14. desember, reyndust Æviminningar Kristjáns Sveinssonar auglæknis sem Gylfi Gröndal skráði, áfram í fyrsta sæti og Dauðafljótið, spennusaga eftir Alistair MacLean í öðru. Þriðja bókin var Jólalög í léttum útsetningum, og í sama sæti Per- sónur og ieikcndur. skáldsaga Pét- us Gunnarssonar. í fimmta sæti var Hverju svarar læknirinn, í því sjötta Bréfin hans Þórbergs, í sjö- unda Landið þitt, í áttunda Riddar- ar hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson, í níunda var Borg- firsk blanda og bókin um Albert Guðmundsson eftir Gunnar Gunn- arsson í tíunda sæti. Söluhæst bamabóka var Mömmu- strákur eftir Guðna Kolbeinsson, næst kornu gátur. Walesa í varðhald Pólska lögreglan sótti Lech Walesa, leiðtoga Solidarnosc, á heimili hans í Gdansk í gær og flutti hann í varðhald, þar sem hann var sagður eiga að svara spurningum saksóknara varðandi meinta óreiðu í fjármálum Soli- darnosc, sem nú hafa verið bönn- uð af yfirvöldum. Walesa fékk í fyrradag kvaðningu um að mæta til saksóknara vegna máls þessa, en hafði hana að engu. Fulltrúi stjórnvalda sagði að þau hefðu ekki breytt afstöðu sinni til Walesa og litu á hann sem óbreyttan borgara og „fyrrver- andi leiðtoga fyrrverandi verka- lýðssamtaka". -ólg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.