Þjóðviljinn - 17.12.1982, Side 2
Reykjavík:
419 uppboö
auglýst
419 nauðungaruppboð í
Reykjavík er auglýst í nýjasta
tölublaði Lögbirtingablaðsins.
Hér er um að ræða upp-
boðsbeiðnir vegna kröfu Veð-
deildar Landsbankans skv. heimild í
verðskuldabréfum.
Uppboðin verða sett í skrif-
stofu embættis borgarfógeta 7.
janúarnk. kl. 10.00 hafi greiðslur
ekki borist fyrir þann tíma.
í flestum tilfellum er um frekar
lágar upphæðir að ræða.
-■g-
„Forum” hefur
göngu sína:
Heims-
tímarit frá
Gmndarfirði
Forum heitir alþjóðlegt tíma-
rit, sem hefur aðsetur sitt á
Grundarfirði, er prentað á ís-
landi og i Hollandi, og ætlar sér
að fjalla um tómstundagaman
ýmiskonar og hjálpa fólki til að
finna sér pennavini.
Aðalritstjóri og útgefandi er
Ari Lieberman, fsraeli sem hefur
verið búsettur hér á landi í sex ár,
en honum til aðstoðar er Friðrik
Indriðason. Ritið á að koma út
ársfjórðungslega, og er fyrsta
heftið prentað í 3000 eintökum
fyrir íslenskan markað og í tíu
þúsund eintökum fyrir erlendan.
Pað hefur fengið sér umboðs-
menn í sex löndum.
í fyrsta hefti er fjallað um fönd-
ur, prjón, brúðugerð, frímerki,
myntsöfnun, ljósmyndun, ferða-
lög og fólk hvaðanæfa úr heimin-
um auglýsir eftir pennavinum.
-áb
Gætum
tungunnar
Sagt var: ísraelsmenn og Palest-
ínu-Arabar verða að viðurkenna
tilverurétt hver annars.
Rétt væri: ...verða hvorir að við-
urkenna tilverurétt annarra.
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. desember 1982
Magnus geja
m orgunleikfim ina
út á snældu
Dýr
ávani
Samkvæmt upplýsingum sem ■
lagðar voru fyrir neðri málstofu
breska þingsins nýlega verða ár-
lega um 50 þúsund ótímabær
dauðsföll í Englandi af völdum
tóbaksreykinga.
Meðferð reykingasjúkdóma
kostar heilbrigðisþjónustuna í
landinu 150 milljón sterlingspund
á ári og árlega glatast þar 50 mill-
jón vinnudagar vegna lasleika og
sjúkdóma sem skrifast á
reykingar.
(Úr Takmarki) >
Morgun-
leikfimi
allan
daginn
Mikil
ferðalög
landans
6275 farþegar komu til íslands í
síðasta mánuði sem er unt 400
farþegum færra en á sama tíma
og í fyrra.
Tæplega 4000 þessara farþega
voru Islendingar. Erlendir ferða-
langar eru flestir frá Bandaríkj-
unum Norður Ameríku 915. Frá
Svíþjóð komu 248, 217 Bretar og
212 Danir. Einn farþegi kom hins
vegar frá hverju eftirtalinna
landa: Afganistan, Egyptalandi,
Guatemala, Indlandi, Suður
Kóreu, Singapore, Tanzaníu,
Thailandi og Cape Verde eða
Grænhöfðaeyjum.
Paö sem af er árinu hafa yfir
150 þús. ferðamenn komið til
landsins þar af rúmlega 80 þús.
íslenskir ferðalangar. Það er tölu-
vert meira en 11 fyrstu mánuði
ársins í fyrra en þá höfðu tæplega
73 þús. landar komið heim er-
lendis frá. Fjöldi útlendingar er
hins vegar nær sá sami.
Skák
Það var líka ös fyrir jólin íThomsen Magasíni þjóðhátíðarárið 1874.
Jólaskrá Bókavörðunnar
Ut er komin 19. bóksöluskrá
Bókavörðunnar, Hverfisgötu 52,
en þar fást nýlegar og gamlar
bækur. A forsíðu skrárinnar er
mynd scm er vel við hæfi, - jólaös
í Thomsen Magasíni, þjóðhát-
'ðarárið 1874
f skránni gefur að líta þessu
sinni rúmlega 1000 titla, marga
fáséða. Óvenju mikið er af ljóða-
bókum eldri og yngri skálda, alls
á þriðja hundrað rita eftir „þjóð-
skáldin, höfðskáldin, leirskáldin,
atómskáldin og yngstu skáldin".
Af óvenjulegum bókum, sem
sjaldan er á ferðinni má nefna:
Allar bækur Sölufélagsins, rit
eftir Wiliiard Fiske: Mjög lítill
Skákbæklingur, prentaður á ís-
lensku í Flórens 1901, o.fl.
Hann kom hlaupandi inn gang-
inn og auðvitað brosandi og kát-
ur. Eg hafði undirbúið mig fyrir
komu hans með löngum spurn-
ingarlista og byrjaði að setja mig í
stellingar þegar ég sá hann nálg-
ast óðum skrifborðið mitt.
„Við göngum frá þessu á
hlaupum" hefur leikfimiskennar-
inn sjálfsagt hugsað þegar hann
var sestur niður við borðið og
raunar staðinn upp aftur og
hlaupinn brosandi út áður
en blaðamaður hafði náð að líta
yfir eigin spurningalista.
Hvað var eiginlega um að
vera? Jú leikfimiskennari þjóðar-
in'nar í aldarfjórðung er búinn að
tryggja þessari sömu þjóð aðgang
að leikfimisæfingum sínum um
aldur og ævi svo framarlega að
menn hafi áhuga og áræði til að
fylgja þeim eftir.
Morgunleikfimi þeirra Vald-
imars Örnólfssonar og Magnúsar
Péturssonar er semsé komin út á
snældu. En hvað kom til?
- Það var búið að biðja okkur
Magnús lengi um að korna ein-
hverju efni frá okkur á snældu
eða plötu. Fjöldinn allur af fólki,
bæði þeir sem höfðu ekki aðstöðu
til að taka æfingar með okkur á
morgnana og einnig aðrir sem
vildu æfa þegar þeim datt það í
hug.
Og hvað bjóðið þið uppá?
- Þetta er klukkutíma pró-
gram. Þrír tíu mínútna klassískir
leikfimisþættir teknir beint úr
segulbandasafni útvarpsins, með
gömlu góðu stemmningunni. Þá er
Karpov að tafli - 68
Með vissu millibili fer fram í Sovétríkjunum
einkar athyglisverð sveitakeppni. Þar tefla
3-4 sveitir sem skipaðar eru 8 mönnum og
tveim varamönnum. Sveitirnar eru A-lið
Sovétmanna, B-lið Sovétmanna, og sveit
sem skipuð er sterkustu skákmönnum So-
vétríkjanna meðal yngri kynslóöarinnar.
Karpov var í keppninni 73 á 1. borði ung-
lingasveitarinnar, þó hann að sjálfsögðu
hefði gengið inní A-sveitina ef þannig hefði
staðið á. Frammistaða hans á 1. borði var
frábær. Hann tefldi 4 skákir, við Taimanov
og Spasskí og hlaut 3 vinninga. Árangur
hans gaf mönnum forsmekkinn af því sem
síðan kom á millisvæðamótinu i Leningrad
sem hófst nokkrum mánuðum síðar. I 1.
umferð mætti hann Taimanov með svörtu:
abcdefgh
Karpov hafði fórnað peði snemma í skák-
inni en náð því aftur með vöxtum. Þegar
hér er komið sögu á hvítur í miklum erfið-
leikum ekki síst með tilliti til þess að á
klukkunni lifðu ekki nema örfáar sekúndur:
35. .. Re2-I
36. Dxe3 Hxc1
37. Bxd Dxc1
38. Kh2?
(Tímahrak. Betra var 38. Re1).
38. .. Hxf3!l
39. gxf3 Rh4!
- Hvítur hugsaði og hugsaði en féll svo á
tíma. Staðan er þó töpuð. Besti varnar-
möguleikinn er 40. Hb3 en eftir 40. - Dg5!
41. Df1 Df4- 42. Kg1 Rxf3- vinnur svartur
örugglega.
Valdimar og Magnús á gamla góða staðnum í útvarpssal.
einnig um hálftíma leikfimisþátt-
ur sérstaklega útbúinn fyrir alla
aldurshópa þar sem farið er yfir
allar nauðsynlegustu æfingarnar.
Eiga allir að ráða við þessar
æfingar?
- Já, já. Þetta eru léttar og
skemmtilegar æfingar.
Þú talar um 3 sígilda Ieikfím-
isþættir. Hvað tókuð þið Magnús
upp marga leikfímisþætti saman?
- Þeir hafa verið minnst 300.
Voruð þið lengi búnir að hugsa
um að gefa þetta út?
- Já það má segja að við séum
að láta gamlan draum rætast. Við
byrjum með snælduna og sjáum
til hvort þetta fari á plötu líka.
Þetta er heilsubótargjöf til þeirra
sem hafa fylgt okkur í gegnum
áratugina og um leið áþreifanleg
minning.
Hvernig er svo að vera laus frá
morgunleikfíminni?
- Ég er mjög ánægður. Það er
svo þægilegt að þurfa ekki að
heyra í sjálfum sér á hverjum
morgni í útvarpinu. Nú svo er
komin ágætis arftaki til að halda
uppi merkinu og festa þennan
dagskrárlið í sessi.
Og þú stundar auðvitað
leikfími alla daga?
- Ég er nú hræddur um það.
Hleyp daglega og stunda æfingar
fyrir utan skíðamennskuna.
Ertu búinn að fara í Bláfjöllin í
vetur?
- Ég hef ekkert komist út af
spólunni, en ég er staðráðinn í því
að vera í fjöllunum alla daga í
jólaleyfinu, og að því sögðu var
Valdimar rokinn af stað upp í
leikfimissal Háskólans. -ig.