Þjóðviljinn - 17.12.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.12.1982, Síða 4
4 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 17. desember 1982 uodviuinn Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir■ Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Simavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir Kristín Pétursdóvtir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaþrent h.f. Verjum þá verst settu • Þær launabætur sem menn fá sendar heim þessa dagana, verða greiddar um 50 þús. einstaklingum, og verður meðal- greiðslan nú í desember um 1100,- krónur. Samtals verða það um 3.500.- krónur, sem að jafnaði koma í hlut hvers og eins þessara 50 þús. lágtekjumanna, þegar tvær síðustu greiðslurnar hafa einnig verið borgaðar út í mars og júní n.k. • Fyrir meginþorra þessa fólks nema bæturnar 5-7% af útsvarsskyldum tekjum síðasta árs, en það samsvarar um 4% af tekjum þessa árs, sé gert ráð fyrir 50% krónutölu- hækkun tekna milli ára. • Ásamt þeirri lengingu orlofs, sem ríkisstjórnin hefur flutt frumvarp um, og svarar til rösklega 2% í kaupi, - þá eiga þessar launabætur til lágtekjufólks að vega nokkurn veginn á móti tekjuskerðingu af völdum bráðabirgðalaganna hjá lægst launaða fólkinu. Þjóðhagsstofnun telur, að hjá því láglaunafólki,semekkinýturláglaunabóta muni kaupmátt- ur kauptaxta verða um 6% minni ánæsta árien á þessu, ef hvorki koma til nýjar verðbótaskerðingar eða nýir samning- ar um grunnkaupshækkanir. Og sú tala sem Alþýðusam- band íslands gefur upp í þessum efnum er svipuð, eða 6-7%. • Til skýringar varðandi launabæturnar eru þrjú dæmi: • Barnlaus einhieypingur með 70.000,- krónur í tekjur á síðasta ári en litlar sem engar eignir hlýtur 1.650,- kr. í launabætur nú í desember. Hafi tekjurnar hins vegar náð 75.000,- krónum fara launabæturnar lækkandi hjá slíkum einstaklingi, ogfjara útvið98.200,- króna árstekjur ásíðasta ári, en það eru nær tvöfaldar árstekjur fyrir dagvinnu sam- kvæmt 7. taxta A hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún. • Einstætt foreldri með 1 barn með 80 þús. króna árstekjur á síðasta ári og nettóeign upp á 300 þús. krónur fær 2.000,- króna launabætur nú í desember. • Hjón með 3 börn, þar sem annað hafði 100 þús. krónur í árstekjur 1981 en hitt 50 þús. kr. fá samtals um 1.600 kr. í launabætur í desember. Er þá miðað við að nettóeign við- komandi hjóna sé um 750 þús. krónur á síðasta skattafram- tali. • Eins og sj á má af því sem hér hefur verið rakið, þá eru það ekki eingöngu tekjurnar, sem hafa áhrif á upphæð launabót- anna, og það hverjir fá greiddar bætur og hverjir ekki. Eigi menn verulegar eignir þá rýrnar bótarétturinn, og einnig hafi menn fengið námsfrádrátt við álagningu skatta. Að öðru jöfnu skerðast bætur ef hrein eign var umfram kr. 326.250,- hjá einstaklingi en uinfram kr. 652.500,- hjá hjón- um. Til samanburðar má nefna að fjögurra herbergja meðal- íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík var metin á í kringum 450 þús. um síðustu áramót. • Hafi menn fyrir börnum að sjá eykst bótarétturinn, og er miðað við, að hámarkstekjur án skerðingar hækki um kr. 10.000.- fyrir hvert barn og skiptist sú fjárhæð til helminga milli hjóna. k Til minnis • Vegna um ræðna um álmálið síðustu daga og um frum- hlaup fulltrúa Framsóknarflokksins á þeim vettvangi, þá minnum við enn á eftirfarandi. • Fyrsta: Sagt er að iðnaðarráðherra hafi ekki lag á að ná samningum við Alusuisse. Við minnum á, að það var ál- viðræðunefnd með Guðmund G. Þórarinsson innanborðs. sem á þessu og síðasta ári reyndi árangurslaust í marga mánuði að komast að samningum við Alusuisse. Þær við- ræður sigldu í strand vegna óbilgirni Alusuisse, en ráðherra tókst að koma á nýjum viðræðum, og þá beint milli Alu- suisse og iönaðarráðherra. Þeim viðræðum hefur enn ekki verið slitið. • Annað: Hjörleifur Guttormsson hefur frá því fyrsta lagt alla áherslu á kröfuna um verulega hækkun raforkuverðsins. Fullyrðingar um annað eru hreinar falsanir. • Þriðja: Guðmundur G. Þórarinsson rauf samstöðuna á viðkvæmasta augnabliki, og færði þannig víglínuna frá Alu- suisse yfir á innlendan vettvang. Tillögur hans um byrjunar- hækkun, um grundvöll frekari viðræðna um orkuverð og um önnur atriði komu allar eins og eftir pöntun frá Alusuisse. k. klippt Ólafur gegn Alþýðubanda- lagi 1 fréttaskýringu um Framsókn- arflokkinn í Þjóðviljanum í gær var minnst á þann möguleika, að Ólafur Jóhannesson og hans lið í Framsóknarflokknum vildi í stjórn með íhaldinu sem fyrst. í leiðara Alþýðublaðsins í gær er fjallað um sama mál: „Það hefur vakið athygli að undanförnu, hve Olafur Jóhann- esson hefur gert sér far um að rægja Alþýðubandalagið á alla kanta. Á flokksþingi Framsókn- armanna fyrir skömmu hélt Ólafur eins konar stefnuræðu, sem fjallaði um það helst, að Framsóknarflokkurinn ætti að vera miðjuflokkur, sem hvorki hallaðist til hægri né vinstri. Þetta stangast nokkuð á við yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar for- manns flokksins, sem hefur margendurtekið fleyg orð föður sms, „allt er betra en íhaldið." Nú síðast hefur Ólafur Jóhannesson einnig notað kjördæmamálið sem átyllu til að ráðast á Alþýðu- bandalagið og hann sakar það um óheilindi í því máli. Gengur jafn- vel svo langt að fullyrða að fram- koma Alþýðubandalagsins eigi að jafngilda stjórnarslitum.“ Steingrímur fœr ekki við hann ráðið Leiðarahöfundur Alþýðu- blaðsins, Guðmundur Árni Stef- ánsson segir síðan að þessi dæmi séu framhald margra missera stríðs innan ríkisstjórnarinnar milli Ólafs og ráðherra Alþýðu- bandalagsins. Olafur hafi nú á- kveðið að „láta þessa samstarfs- menn sína í ríkisstjórn fá það ó- þvegið." f framhaldi af þessu rek- ur leiðarahöfundur að Ólafur geti ef til vill orðið eins konar mála- miðlunarlausn milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ef flokkarnir mynduðu ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Ólafur Jóhannesson yrði for- sætisráðherra slíkrar ríkisstjórn- ar. Síðan segir Guðmundur Árni: „Kunnugir segja þetta markmið Ólafs Jóhannessonar; og hví skyldi hann vilja vera minni en Gunnar Thoroddsen í þessum efnurn!" Síðan segir að Steingrímur hafi áhyggjur af þessari framvindu mála. „En eins og fyrri daginn fær núverandi for- maður Framsóknar lítið við fyrr- um formanninn ráðið.“ Engin tilviljun „Hægri hallinn á Ólafi Jóhann- essyni upp á síðkastið er því engin tilviljun. Og Guðmundur G. Þór- arinsson sem mun etja kappi við Ólaf í prófkjöri Framsóknar- manna í Reykjavík á næstunni má ekki minni vera; og hamast gegn Alþýðubandalaginu sem mest hann má.“- Ríkisstjórn forstjóranna Leiðara Alþýðublaðsins lýkur svo þannig: „Það er svo aftur spurning hve launafólki þyki það fýsilegur kostur að fá Ólaf Jóhannesson sem forsætisráðherra fyrir nýrri hægri stjórn, að afloknum næstu kosningum. Ólafur hefur þann vafasama heiður í íslenskri' stjórnmálasögu að koma á óða- verðbólgu hér á landi og viðhalda henni með góðri hjálp flokks- manna sinna á öllum síðasta ára- tug og því sem af er níunda ára- tugnum. Ætli íslenskir kjósendur séu ginnkeyptir fyrir kokteilnum Ólafur Jóhannesson og Geir Hallgrímsson á nýjan leik? Reynslan af þeirri samvinnu varð þjóðinni dýrkeypt í hægri stjórn- inni 1974—1978. Þótt kokteillinn yrði ef til vill í öðrum hlutföllum nú, þá er bragðið það sama; beiskt og vont.“ Svoddan ríkisstjórn kallaði Benedikt Gröndal einmitt ríkis- stjórn forstjóranna, þear hún var mynduð 1974. Eykon í 6. sœti Hefði sömu aðferð verið beitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra og í Reykjavík á dögunum.hefði Eyj- ólfur Konráð Jónsson hafnað í 6. sæti í stað annars. Slík útkoma er ögn skárri heldur en hjá Geir Hallgrímssyni í Reykjavík. Ekki er kunnugt um að Morgunblaðið hafi krafist endurtalningar með Reykjavíkurfyrirkomulagi á kjörseðlum í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Dropinn dýr að vanda Eitt vandaðasta slúðurhorn í dagblöðunum, Dropar á baksíðu Tímans, segir svo í gær: „Dropar fá seint skilið hugsanagang þeirra Þjóðviljamanna." Hreyfing á pólitískum samtökum? Ari Trausti Guðmundson skrifar grein í síðdegisblaðið í gær þar sem hann segir m.a. að það sé uppspuni að hann og félagar hans séu með í stofnun Bandalags jafnaðarmanna, sem Vilmundur hefur boðað að verði stofnað. Ari Trausti fjallar um flokkakerfið og lýkur grein sinni svo: „Hitt er svo annað mál að kommúnistar (ekki { Moskvumerkingu) vilja auðvitað lífsloft - þeir vilja styðja baráttu fyrir góðum málum og vinna stefnu sinni og flokkshugmynd- um heiðarlega fylgi. Þar kemur til greina að taka þátt í samfylkingu á jafnréttisgrunni svo lengi sem þörf er á. Smásamtökin til vinstri við AB geta reynt að halda áfram óbreyttri starfsemi, en þau verða líka að svara með góðum rökum, hvort þau taka þátt í Bandalagi jafnaðarmanna eða útvíkkuðu Alþýðubandalagi innan skamms.“ -óg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.