Þjóðviljinn - 17.12.1982, Side 14

Þjóðviljinn - 17.12.1982, Side 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. desember 1982 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson íþróttasamband íslands útnefndi í gær íþróttamann ársins í hinum ýmsu greinum. Á mynd - eik - að ofan eru vcrðlaunahafarnir: Aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Bjarnason (knattspyrna)-, Gunnlaugur Jónasson (sigl- ingar), Jón Páll Sigmarsson (lyftingar), faðir Odds Sigurðssonar (frjáls- íþróttir), Einar Ólafsson (skíði), Bjarni Friðriksson (júdó), Sigurður Pét- ursson (golf), Elísabet Vilhjálmsson (fatlaðir), Leifur Harðarson (blak), Carl Eiríksson (skotfimi), Broddi Kristjánsson (badminton), Hjálmur Sig- urðsson fyrir hönd Péturs Yngvasonar (glíma), og Ingi Þór Jónsson (sund). Fremri röð frá vinstri: Móðir Kristjáns Arasonar (handknattleikur), Ásta Urbancic (borðtennis), Kristín Gísladóttir (fímleikar) og Linda Jónsdóttir (körfuknatttleikur). Naumt tap í fyrsta leiknum íslenska landsliðið í körfuknatt- leik, 21 árs og yngri, stóð sig með ágætum í fyrsta leik sínum í Banda- ríkjaferðinni. Leikið var við lið Judson háskólans sem sigraði naumlcga, 73-70. Judson-liðið hef- ur ekki tapað leik í vetur í háskóla- keppninni þar vestra. Valur Ingimundarson var stiga- hæstur í íslenska liðinu með 18 stig. Axel Nikulásson skoraði 16, Pálm- einnig vel og komu nokkuð á óvart. ar Sigurðsson 14 en aðrir minna. Piltarnir æfa daglega og leika í Þessir þrír áttu bestan dag í ís- dag við Rockford College og á lenska liðinu en þeir RagnarTorfa- morgun við Harper College. Þeir son og Óskar Nikulásson léku eru væntanlegir heim á mánudag. LNINGAR- TILBOÐ ÆT NU geta allir farið að lér kemur tilboð sem erfitt er að hafna. ^ Ef þú kaupir málningu fyrir 800 kr. eöa meir færðu 5% afsiátt. 2 Efþú kaupir málningu fyrir 1200 kr. eða meir færðu 10% afsiátt. 2 Ef þú kaupir málningu í heilum tunnum, þ.e. 100 iítra, færöu 20% afslátt og í kaupbætí frían heimakstur hvar sem er á Stór- Reykjavíkursvæðinu. HVER BÝÐUR BETUR! Aukþess ótrúlega hagstæöir greiðsluskilmálar. nnin, laugardag 18. des. kl. 9-22 ■ Þorláksmessu 23. des. kl. 8- 19 aðfangadag 24. des. lokað gamlársdag 31. des. kl. 8-12 BTWl BYGGIMGflVÖRUBl fcwWP HRINGBRAUT120. S. 28806._ Munfð aðkeyrsJunm fri Sófvaflmgötu. lafnt fram- an af, en ••• Aftur fékk ísland slæman skell í alþjóðlegu handknattleikskeppn- inni sem stendur yfir í Austur-Þýskalandi þessa dagana. I gær var leikið við „frændur vora“ Svía, sem virtu allan frændskap að vettugi og sigruðu með átta marka mun, 28-20. í hálfleik var staðan 12-10, Svíum í hag. ísland var yfir framan af leiknum en Svíum tókst að ná forystunni rétt fyrir leikhlé. Jafnræði var til að byrja með í síðari hálfleik en síðan náðu Svíar fimm marka forystu og höfðu leikinn í hendi sér eftir það. Páll Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu, skoraði sex rnörk alls. Alfreð Gíslason og Kristján Arason skoruðu 4 hvor, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Gunnar Gísla- son, Sigurður Sveinsson og Steindór Gunnarsson eitt hver. Ólafur Jónsson og Gunnar Gísla- son meiddust í leiknum og var óvíst hvort Ólafur gæti leikið með gegn b-liði Austur-Þjóðverja í dag. Páll Ólafsson var markahæstur ís- lensku leikmannanna gegn Svíum. Nýliðam- ir í 3. sætinu Nýliðarnir í 1. deild karla í blaki, Bjarmi úr Fnjóskadal, hafa nánast tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni með 3:1 sigri á UMSE í íþróttaskemmunni á Akureyri í fyrrakvöld. Bjarmamenn ciga nú alla möguleika á þriðja sætinu cn fallbaráttan stcndur vísast milli UMSE og Víkinga. Sigur Bjarma er öruggari en töl- urnar gefa til kynna. Bjarmi vann fyrstu tvær hrinurnar 15:12 og 15:13 en UMSE þá þriðju 12:15. Bjarmi vann svo fjórðu hrinuna 15:8 og tryggði sér sigur. Staöan i 1. deild karla: Þróttur..................9 9 0 27:3 18 ÍS.......................9 7 2 23:6 14 Bjarmi..................9 4 5 12:18 8 UMSE....................9 2 7 8:24 4 Víkingur.................8 0 8 5:24 0 Þróttur og Víkingur léku í 1. deild kvenna á þriðjudagskvöldið. Þróttur hafði unnið alla sína leiki en Víkingsstúlkurnar tapað öllum og ekki unnið hrinu. Þær síðar- nefndu náðu sínum besta leik í vet- ur en Þrótti tókst að sigra 3:2, (15:8, 14:16, 12:15, 15:0 og 15:8). Þróttur lék ekki með sitt sterkasta lið að þessu sinni. Staðan í 1. deild kvenna: Þróttur...................8 8 0 24:7 16 ÍS........................8 7 1 23:4 14 Breiðablik................7 3 4 13:13 6 KA........................8 1 7 3:21 2 Víkingur................7 0 7 3:21 0 - vs

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.