Þjóðviljinn - 05.01.1983, Síða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. janúar 1983
Norsk
ráðstefnurúta
Fundarborð
hljóðnemar
veitingar
Turbilsentralen for Oslo og
Akerhus hefur tekiö í notkun
nokkurs konar „ráöstefnubíl"
eða langferöabíl með alls 43 sæt-
um, þar af 20 við fundarborð
með hljóðnemum. Auk þess er
hægt að hafa smá sýningar í bíln-
um og bera fram veitingar.
Hyggst fyrirtækiö m.a. taka að
sér að flytja gesti til ráðstefnu-
hótela í nágrenninu og bjóða þeim
að nýta tírnann tíl fulls meó því að
hefja fundarstörf þegar við brott-
för úr bænum.
Skák
Karpov að tafli - 75
Eitt frægasta endatafl sem um getur í
skáksögunni var teflt i þessari umferö og
þar var Karþov í aöalhlutverki. Hann haföi
svart gegn Mikhael Tal og lenti í gífurlegum
erfiðleikum i byrjuninni og siöar miötafli.
Tal, sem spáö var mikilli velgengni í upp-
hafi móts haföi tapað hverri skákinni á faet-
ur annarri og var eftir 7 umferöir meö 2
vinninga, náöi sér vel á strik og var á góöri
leið með að vinna sína fyrstu skák.
Tal - Karpov
Eftir 5 klst. setu fór skákin í biö í þessari
stöðu, að 41. leik Tals a5 - a6 viðbættum
en það var biðleikurinn. Furman þjálfari
Karpovs skrifaði um biðstöðurannsóknirn-
ar: „Viö athuguðum þessa stöðu nokkuð
og gátum ekki fundið neinn vinning fyrir
hvítan. Eftir það fór Karpov að sofa. Hann
hafði ekki sofið lengi þegar hann tók að
dreyma varíanta tengda þessari skák. 42.
Ha7!, sem er geysisterkur leikur fann hann
í draumum sinum. Besta leik svarts 42. -
g5! fann hann einnig i draumunum. Þá
vaknaöi hann og við héldum áfram að
rannsaka stöðuna...)
41.. . Ha4!
(Þvingaö.)
42. Ha7! g5!
(Tveir draumaleikir í röð!)
43. ha8 Be5
(Eini leikurinn. Hvítur hótaði 44. Hxd6 og
nú strandar 44. Hdd8 á mátinu í borðinu.)
44. g3??
(Tal hítti ekki á besta leikinn sem er 44. (4!
Eftir 44. - Hxf4 45. Hdd8 Bd4+ 46. Kh2
He4 47. a7 Bxa7 48. Hxa7 á svartur við
ramman reip aö draga í endataflinu.
44.. . Ke7!
45. He1 f6
46. a7 Rc7
47. Hh8 Hxa7
- Jafntefli. Eftir 48. f4 á svartur svarið 48. -
Ha1!
- Bent Larsen tapaði þarna sinni fyrstu
skák og andstæðingurinn var Kortsnoj.
Staða efstu manna eftir 8 umferðirl 1.
Kortsnoj 7 v. 2. Byrne! 6V2 v. 3. - 4. Karpov
og Larsen 6 v.
Minnst
„með
virðingu
og
þakklœti”
Árið 1837 urðu stiptamt-
mannsskipti á íslandi. Krieger
stiptamtmaður var ekki heilsu-
hraustur og hentaði loftslagið hér
honum illa. Var honum því veitt
amtmannsembættið í Álaborg og
fór hann utan um sumarið.
íslendingum féll mjög vel við
Krieger og sáu eftir honum.
Fjölnir segir m.a. :
„Mun trauðla annar landsstjóri
hér hafa verið ástsælli lands-
mönnum og verður hans ætíð
minnst í árbókum vorum með
virðingu og þakklæti".
í stað Kriegers kom Carl Emil
Bardenfleth, maður þrítugur að
aldri, áður bæj arfógeti í Fredriks-
sundi. íslendingum leist strax vel
á hinn nýja stiptamtmann og
væntu þess að hann mundi líkjast
Krieger um embættisrekstur all-
an og framkomu við íslendinga.
Nokkra tortryggni vakti það þó
að strax í upphafi gerðist Jón yfir-
dómari Johnsen aðalráðunautur
stiptamtmanns en Jón þótti af
ýmsum ærið gjarn til undir-
róðurs.
Hinn 28. janúar þetta ár var
stofnað „Húss- og bústjórnarfé-
lag fyrir Suðuramtið". Skyldi til-
gangur þess vera að styðja og lag-
færa hússtjórnar- og búnaðarefni
vor með féstyrk og ritgerðum.
Fyrsti forstjóri félagsins varð
Þórður dómstjóri
Sveinbjörnsson.
Og þá var nú í fyrsta sinn skip-
aður sérstakur slökkviliðsstjóri
fyrir Reykjavíkurbæ. Var það
Robert P. Tærgesen faktor við
Knudzonsverslun. Gegndi hann
embætti slökkviliðsstjóra næstu
10 ár og þótti hinn nýtasti í því
starfi.
- mhg
Gætum
tungunnar
Oft er sagt sem svo: Petta svarar
til annars.
Ýmsum þykir það óþarflega
dönskulegt.
Góð íslenska væri: Þetta sam-
svarar öðru.
Það er ekki úr vegi, nú
skammdeginu og í lok jólahátíðar
að segja örlítið frá spilunum sem í
hugum margra eru nátengd jóla-
hátíðinni. Hvaðan koma þau spil
sem við þckkjum best í dag og
hvernig er útlit þeirra og nöfn til-
komin?
Margir halda því fram að spilin
eigi upphaf að rekja til Egypta-
lands en aðrir vilja meina að það
hafi verið í Indlandi og enn aðrir í
Kína. Hvað um það, víst er að
Hindúaprestarnir á Indlandi not-
uðu til forna einhvers konar spil
til að spá í og taka við boðum frá
guðunum. Þessi spil sem Hindú-
arnir notuðu líkjast að mörgu leyti
þeim spilum sem við notum enn í
dag. Lögunin var lík en þeir
höfðu hvorki fleiri né færri en 10
litaraðir.
Á Ítalíu fyrir
1000 árum
Vitað er að á Ítalíu spiluðu
menn á spil fyrir 1000 árum. Not-
ast var viö 50 spil sem hvert um
sig bar mynd ákveðins fyrir-
manns, páfa, konungs eða
keisara. Ur þessari spilategund
þróuðust síðan tarot spilin sem
enn eru víða vinsæl. Þau spil sem
við notumst mest við, komu fyrst
fram svo vitað sé í Frakklandi.
Fjórar litaraðir með 13 spilum í
hverri röð. Þar til viðbótar jóker-
inn sem kom frá ítölsku spilun-
um. En hvað táknuðu þessir fjór-
ir litir?
Hjarta táknar að sjálfsögðu
hamingju og ást.
spilin
í Tígull dregur nafn sitt úr forn-
norrænu og merkir ferhyrningur.
Laufið er gamalt gæfumerki.
Hitt er merkilegra að það er
þriggja blaða smári sem er notað-
ur á spilin en ekki óskasmárinn
sem er fjögurra blaða eins og allir
þekkja.
Spaði heitir á frönsku „pique“
og merkir spjót. Spaðatáknið á
að merkja spjótsodd. Á portú-
gölsku heitir sverð Espada og
þaðan höfum við dregið spaða-
orðið.
Sá einstæöi,
frúin, vopna-
sveinninn og
fleiri
kunningjar úr
spilastokknum
Sá staki og frúin
En hvað þá um nöfnin á ein-
stökum spilum.
Ásinn dregur nafnt sitt úr
grísku „Eis" sá staki, sá eini.
Kóngurinn er bara kóngur og
ekkert annað og ber miðaldakór-
ónu á höfðinu.
Drottningin eins og við köllum
hanaerekki drottningheldurfrú,
dregið af franska orðinu „dame“.
Hún var tákn hinna fínu og há-
bornu frönsku kvenna, eins og
allar konur dreymdi um að vera á
þeim tíma eða hvað?? En hvernig
stendur á frúnni eða öllu heldur
frúnum í spilastokknum? Þær
voru þar alls ekki upphaflega.
Konur voru það síðasta sem karl-
menn hugsuðu um þegar þeir
spiluðu á spil. En Frakkar litu allt
öðruvísi á þessi mál. Hin háborna
frú var verðugur fulltrúi kyn-
systra sinna í spilastokknum og
þar á hún enn sitt trausta sæti.
Gosinn á ættir að rekja til nor-
ræna orðsins vopnasveinn eða
riddarasveinn, Sancho Panza
síns tíma. A íslensku hefur hann
verið endurskírður sem einhvers-
konar spilagosi. Hvernig á því
stendur að hann er kominn inn í
spilastokkinn en riddarinn sjálfur
skilinn útundan vitum við ekki,
en Ijóst er að hlutverk gosans er
að koma kónginum eða frúnni til
hjálpar þegar illa stendur á.
Jókerinn kemur eins og áður
sagði fyrst fyrir í ítalska spilastokkn-
um fyrir 1000 árum. Hann hef-
ur aldrei fengið íslenska skírn
heldur tökum við nafnið beint
upp eftir engilsöxum. Hlutverk
jókersins í spilastokknum er
það sama og í samfélaginu forð-
um. Einhver verður að vera til að
skemmta mannfólkinu, líka
mannfólkinu í spilastokknum.
samantekið - lg.
Litteiknari á
Veðurstofuna
Veðurstofa íslands hefur fest
kaup á teiknara frá Hewlett
Packard og tengt VAX-vél Há-
skólans, þar til veðurstofunni
hlotnast frekari tölvubúnaður.
Teiknarinn er bræðingur af svo-
kölluðum Flatbed og Drum plott-
er. Hægt er að kalla á átta mis-
munandi lita penna úr forriti (eða
skrá). Þrjár mismunandi tegundir
penna eru til og fer það eftir
pappír og kröfum notandans til
útlitsins hvaða tegund á við. Þess-
ar upplýsingar má lesa 1' frétta-
bréfi Reiknistofnunar HÍ.
Kúlupennar eru endingarbest-
ir og ganga á flestan pappír. Fi-
berpennar eyðileggjast ef pappír
er ekki sléttur og góður. Draft-
ingpennar eru af mismunandi
sverleikum og nákvæmir en erf-
iðir í notkun (bleksull).
Allan hugbúnað fyrir gamla
Calcomp teiknarann og grafiska
Tektronix 4014 skjáinn má nota á
H.P. teiknarann en sjálfargrunn-
skipanir hans eru einnig mjög
læsilegar og þægilegar og hægt að
slá beint inn í skrá einfalda mynd
og senda á teiknarann með sícip-
unum eins og COPY eða TYPE,
eða skrifa skipanirnar út úr forriti
eins og verið væri að skrifa texta í
skrá. Teiknarinn er tengdur vél-
inni nánast eins og um skjá væri
að ræða.
Hvað
vitum við
um