Þjóðviljinn - 05.01.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Side 3
Miðvikudagur 5. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Snjóruðningurinn kostar sitt: 200.000 króna dagur sagði gatnamálastjórinn í Reykjavík Ég gæti trúað að snjó- ruðningurinn í gær hafi kostað eitthvað um 200 þúsund krónur, helmingi meira en á venjulegum snjódegi, sagði Ingi U. Magnússon, gatnamála- stjóri í Reykjavík. Þetta er langversti dagurinn, enda skóf óvenju mikið. Þetta hefur verið erfið tíð lengi, sagði Ingi, og þó þíðukaflar hafi komið á milli þá hefur snjórinn smám saman hlaðist upp. Snjór- uðningstæki komust ekki að fyrr en upp úr hádeginu enda voru bílar stopp um allan bæ, bæði vegna þess að þeir voru illa búnir og svo vegna blindunnar. Um þrjú leytið höfðunt við náð nokkrum tökum á þessu og hreinsun á aðalgötum var lokið og eftir það var farið að hreinsa í íbúðagötum. Reykjavíkurborg nýtir öll sín tæki í slíkum hrinumog leigir auk þess öll tæki sent hún nær í. Gisk- aði Ingi á að í gær hefðu um 20 tæki verið í gangi en sagði að borgin ætti nú erfiðara með að ná í leigutæki en áður þar sem versl- unareigendur væru búnir að tryggja sér þau með föstum samningum ef eitthvað snjóaði að gagni. Það var ekki sjólagið heldur veður í landi sem varð ti þess að Herjólfur sneri við í gærmorgun. Ljósm. - eik. Herjólfur sneri við í gær: Farþegar hefðu orðið innlyksa í Þoriákshöfn sagði framkvæmdastjórinn Herjólfur sneri við í gær- morgun þegar hann var nær hálfnaður til Þorlákshafnar, - ekki vegna sjógangs eða veðurs á sjó heldur uppi á landi. Með Herjólfi voru milli 70 og 80 farþegar og sagði Ólafur Runólfs- son framkvæmdastjóri útgerðar- innar, að um níuleytið hefði verið Ijóst að farþegar hefðu orðið inn- lyksa í Þorlákshöfn ef lengra hefði verið haldið. Þá hefðu engir komist að skipinu annars staðar frá. Viö vorum búnir að hafa samband við lögreglu og vegaeftirlit í landi, sagði Ólafur, og niðurstaðan varð sú að við hefðum lítið upp á land að sækja í þessu veðri. Siglingin milli Eyja og Þorláks- hafnar tekur venjulega um hálfan fjórða tíma og fer Herjólfur dag- lega frá Eyjum kl. 7.30. Ólafur sagði að þessi farþegafjöldi, 70-80 manns væri ósköp venjulegur á virkunt degi. _ Unglr Ustameiui á Kjarvalsstöðum yngri. Sérstök dómnefnd fjallar um innsend verk. og verður tekið á móti verkunum á mánudaginn kemur, 10. janúar frá kl. 10 - 18. Greidd verða dagleigugjöld fyrir þau verk sem valin verða á sýning- una. Þá verður og veittur ferða- styrkur, og velur dómnefnd úr hópi þátttakenda þann sern styrkinn hlýtur. Dagana 5. - 20. febrúar n.k. verður efnt til sýningar að Kjarv- alsstöðum á verkum ungra mynd- listarmanna. Sýningin er haldin á vegum stjórnar Kjarvalsstaða og er þátt- taka miðuð við listamenn 30 ára og Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur leggur til: Úrsögn úr Verðlags- ráði sjávarútvegsins í samþykkt sem stjórn og trún- aðarmannaráð Sjóinannafélags Reykjavíkur hafa gert í tilefni af fiskverðsákvörðun á gamlaársdag segir: Fundurinn telur að í Ijósi síðustu og ljótustu misbeitingar ríkistjórn- arinnar í skjóli úreltra lagaákvæða, sé óverjandi fyrir samtök sjó- manna að eiga lengur aðild að Verðlagsráði sjávarútvegsins, né að þau ein allra launþegasamtaka séu skyld að taka mið af reiknings- legum rekstrarkostnaði útgerðar og fiskvinnslu. Fundurinn skorar á stjórn Sjó- mannasambands íslands og vænt- anlega formannaráðstefnu að beita öllum tiltækum ráðunt svo náð verði algerri samstöðu sjóntannas- amtakanna um þessa afstöðu. Utboð í milliveggi fyrir Rafmagnsveituna: Vildu útiloka inn- lenda smið Borgarráð hafnaði nýlega eftir langar umræður ósk stjórnar veitustofnana um útboð á milli- veggjum í hina nýju bækistöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut. Astæðan er sú að með útboðinu hetði öll innlend framleiðsla verið útilokuð. Verður stjórn veitustofnana nú að láta gera nýtt útboð sem miðast við að milli- veggirnir séu framleiðanlegir hér á landi. Það var 5. nóvember s.l. að fjórir fulltrúar í stjórn veitustofnana samþykktu útboðslýsingu sem miðaði að léttum, auðfæranlegum veggjum, glerjuðum niður að hurðarhæð með hljóðdeyringu scm nemur 45 desibilum. í stjórn Inn- kaupastofnunar Reykjavíkur var upplýst, þegar úthoðslýsingin kom þar fram, að engir innlendir veggir uppfylltu þessi skilyrði, og sam- þykkti stjórn Innkaupastofnunar að vísa málinu til borgarráðs. Sig- urjón l’étursson sagði í gær að eftir alllangar umræður hefði borgar- ráð einróma hafnað því að útiloka innlenda hönnun við þessar inn- réttingar og því hefði ósk stjórnar veitustofnana verið hafnað. —ÁL Nýr formaður Umferðarráðs Dómsmálaráðherra h e f u r skipað Valgarð Briem hæstaréttar- lögmann formann Umferðarráðs frá 1. janúar nk. að telja út núver- andi skipunartímabil ráðsins, þ.e. til 1. mars 1984. Jafnframt hefur dómsmálaráðherra veitt Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra að eigin ósk lausn frá starfi formanns Um- ferðarráðs frá sama tíma. Bæklingur um kerfið í Köben Ráðgjafahópur íslensku félag- anna í Kaupmannahöfn sem rekið hefur tvö síðastliðin sumur félags- ráðgjafaþjónustu í Jónshúsi, hefur nýlega sent frá sér bækling sem innihcldur gagnlegar upplýsingar um Kaupmannahöfn og kerfið. Höfundar eru þau Guðrún Ög- mundsdóttir, félagsráðgjafanemi, Holger Torp, sálfræðingur, Már Magnússon sálfræðingur og Sig- ríður Sigurðardóttir og Yngvi Sveinsson félagsráðgjafar. Markmið ráðgjafaþjónustunnar og bæklingsins er að gefa sem best svör við þeim spurningum sem upp koma þegar dvalið er í Danmörku. í bæklingnum er fjallað unt skatta- og atvinnumál, atvinnu- leysisbætur, barnabætur, ellilífeyri, sjúkradagpeninga, læknisþjón- ustu, lögfræðiaðstoð, húsnæðis- mál, húsaleiguuppbót, dagheim- ilismál, dönskunám og starfsemina í Jónshúsi, og ýmislegt fleira. Bæklinginn er hægt að nálgast í Jónshúsi í Kaupmannahöfn auk þess sem hann mun liggja frammi hérlendis á skrifstofu ASÍ, Félags- stofnun stúdenta, Félagsmála- stofnun og Norræna húsinu. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.