Þjóðviljinn - 05.01.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikuclaí>ur 5. janiiar 1983 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis lltgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudaasblaðs: Guöjón FriöriKsson. Auglýsingastjori: Sigríður H Sigurbjöfnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Eínar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir Kristín Pétursdóitir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavik, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Kjör sjómanna og sjávarútvegs • Á gamlársdag tókst að ákveða fiskverð og þar með að tryggja að ekki komi til rekstrarstöðvunar hjá sjávarútveg- inum. • Hið nýja fiskvcrð var ákveðiö nteð atkvæðum oddamanns og fulltrúa útgerðarinnar í yfirnefnd verðlagsráðs, fulltrúar vinnsiunnar sátu hjá en fulltrúi sjómanna greiddi atkvæði á móti. • Fiskverð var hækkað um 14% aðjafnaði. Niðurgrciðsla á olíu var hækkaö úr 22% af olíuverði í 35% olíuverðsins. Kostnaður við slíka niðurgreiðslu á olíunni verður vænt- anlega um 400 miljónir króna á þessu ári og ti! að standa straum af þessum kostnaði hefur ríkisstjórnin heitið að beita sér fyrir setningu laga um 4% hækkun útflutningsgjalds af sjávarafurðaframleiðslu í 9,5%. Fað olíugjald, sem útgeröin hefur fengið af óskiptum afla verður óbreytt. - Sjávarútvegsráðherra hefur auk þess hcitiö, að fisk- vinnslunni verði að fullu bætt kostnaðaráhrif af fiskverðs- hækkuninni svo og tekjutap vcgna hækkunar útflutnings- gjaldsins og munu þær ráðstafanir óhjákvæmilega leiða til nokkurrar lækkunar á gengi krónunnar. • Þessi fiskverðshækkun bætir stöðu útgerðarinnar mjög veruiega, en fyrir fiskverðshækkunina var staða útgerðar- innar slæm. Samkvæmt þeim útreikningum, sem lagðir eru til grundvallar við ákvöröun fiskverðs, þá er reiknað með að halli á botnfiskveiðum báta og togara verði nú í kringum 3% af tekjum, og er það mun minni bókhaldslegur halli heldur cn yfirleitt hefur veriö um að ræða hjá útgerðinni á síðustu 10 árum. Sc litiö yfir 10 ára tímabil frá 1973-982, að báðum árum meðtöldum, þá er hallinn talinn hafa verið minnstur hjá útgcröinni árið 1979 eða um 3,4% en mestur árið 1975, eða 14,2% og álíka á síðasta ári. Að jafnaði hefur hallinn hjá útgerðinni verið milli 10 og 11% samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar, en ætti nú að verða um 3%. • Verði fiskvinnslunni tryggð álíka afkoma á næstu mánuð- um og var á síöasta ári, svo sem sjávarútvegsráðherra hefur lýst yfir, þá ætti rekstur fiskvinnslufyrirtækjanna ekki að ganga almennt lakar en verið hefur að jafnaði síðustu ár. - Þannig er halli á frystingunni (fyrir verðbreytingafærslur) talinn hafa vcrið um 3,8% af tekjum árið 1981 og um 5,6% af tckjum árið 1980. Fyrir fiskverðshækkunina nú var frysting- in hins vegar talin koma út með 1-2% hagnað. Til saman- buröar má enn geta þess, að á árunum 1974-1979 var afkoma fiskvinnslunnar í heild á bilinu frá um 1 % í halla og upp í 4% í hagnað samkvæmt yfirlitstölum Þjóðhagsstofnunar. • Þannig er Ijóst að, miðað við allar aðstæður verður af- korna veiða og vinnslu að teljast viðunandi eftir þá fiskverðs- ákvöröun, sem nú liggur fyrir og þær hliðarráðstafanir, sem hcnni fylgdu. • En hvað þá uni hlut sjómanna? • Á síðasta ári fóru tekjur sjómanna mjög lækkandi vegna minni afla og því cr það fagnaðarefni, að með fiskverðs- hækkuninni nú hefur tekist að rétta hlut sjómanna verulega. - Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar verður fisk- verð til sjómanna, mælt sem hlutfall af almennum kauptöx- tum í landi, nú hærra en það hefur verið nokkurt áranna 1978 - 1982, og t.d. yfir 20% hærra en það var að jafnaði á árinu 1981. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar ættu tekjur sjómanna á árinu 1983 (miðað við sama afla og á síðasta ári) einnig að verða hærri á næsta ári en nokkru sinni síðustu sex ár, séu þær mældar sem hlutfall af tekjum verka- manna og iðnaðarmanna. Engu að síður er skiljanlegt að sjómönnum sé ekki vel við hækkun útflutningsgjaldsins um 4%, en þá verður að hafa í huga, að hinn valkosturinn, sem fulltrúar útgerðar- og fiskvinnslu voru tilbúnir að sameinast um, var hækkun olíugjaldsins, sem tekið er af óskiptum afla úr 7% í 17%. Slík niðurstaða hefði verið langtum ó- hagstæðari sjómönnum. • Sjórnarandstaðan segist enga ábyrgð bera á ákvörðun fiskverðs og ráðstöfunum, sem þeirri ákvörðun fylgdu. En hefur nokkur maður hugmynd um eina einustu tillögu úr þeirri átt varðandi lausn þessara erFiðu mála? klippt Reiknað skakkt Lítið lát er á því, að Framsókn- armenn hafi samband við okkur til að koma með sínar skýringar á því að Guðmundur G. Þórarins- son fari ekki í framboð og til að útlista nýjustu viöburði í Fram- sóknarflokknum. Sagt er að Haraldur Ólafsson hafi ákvéðið að renna skeiðið í félagið með Guðmundi inn á framboðsiistann fyrir þó nokkru. Þá heföu þeir reiknað með því að Ólafur myndi gefa eftir þingsæti sitt, þarsem hann hefur á liðnu kjörtímabili verið fremur þing- maður Helguvíkur heldur en Reykjavíkur. Guðmundur og Haraldur hefðu talið sjálfsagt og eðlilegt að þeir skipuðu fyrsta og annað sætiö að Ólafi brottu gengnum. Braskaraklíkan fer af stað Þá er sagt, að braskaraklíkan, Kristinn Finnbogason, Jón Aðal- steinn, Alfreð í skransölu hersins og fleiri potintátar hins frjálsa framtaks í Framsóknarflokknum hafi gripið til sinna ráða. Þessi klíka peningahagsmuna, herset- unnar og Natósambanda afrek- aði í vinstri stjórnartíðinni 1971- 74 að safna saman 150 Framsókn- armönnum á undirskriftaskjal um áframhaldandi hersetu og af- hentu þáverandi forsætisráð- herra Ólafi Jóhannessyni papp- írsgagnið. Það fór einsog allir vita. Sömu öfl í Framsóknar- flokknum sóttu Ólaf Jóhannes- son til framboðs fyrir síðustu kosningar í Reykjavík til að flokkurinn fengi þá hægri slag- síðu sem klíkunni þóknaðist. Um leið fengi Steingrímur og „vinstra liðið" ekki starfsfrið. Þetta lið er að vonurn ánægt með frammi- stöðu Ólafs í Helguvíkurmálum og getur engan veginn unnt Steingrími þess að efna til vinstri stjórnar af einhverjum toga. Brúðarmeyjar næstu ríkis- stjórnar? Gengið að Guðmundi Guðmundur Þórarinsson hefur aldrei átt uppá pallborðið hjá þessari voldugu Framsóknar- klíku. Á síðustu árum hefur hins vegar borið mikið á honum og hann hefur almennt þótt sjálf- sagöur oddviti Framsóknar- manna í borginni. Afstaða hans til hermála og þokkaleg ntála- fvlgja í friðarmálum hefur farið mjög fyrir brjóstið á þessu liði. Hins vegar var Guðmundur svo klaufalegur og taktlaust í Alu- suisse málinu nú utan fyrir allt annað, að auðvelda þessu liði aðförina og fá þarmeð „vinstri" frammara einnig á móti sér. Það auðveldaði natóklíkunni leikinn. Ólafur leitar hefnda Þá er sagt að Haraldur hafi fyrir síðustu kosningar verið á bandi braskaraklíkunnar, en með því að gera bandalag við Guð- mund hafi hann kallað yfir sig andstöðu klíkunnar við framboð hans núna. Ólafur Jóhannesson hafi tekið tilboði klíkunnar, sem kom með 150 undirskriftir (eins og 1974 um áframhaldandi hersetu) með áskorun unt framboð nteð því skilyrði að þeir Guðmundur G. og Haraldur Ólafsson yrðu ekki nærri honum á lista. Hvað á að gera við Harald?, er sagt að nat- óklíkan hafi spurt. - Hann tekur því semáð honum er rétt -, segir sagan að Ólafur hafi svarað. Þannig hefur Helguvíkur-Ólafi tekist að ná hefndum á banda- laginu sem hafði verið búið til gegn honum. Guðmundi mun ekki hafa komið til hugar að fara í prófkjör við þessi skilyrði, sem von er. Búlgaríufélagið af stað í prófkjör Ólafur Jóhannesson krefst þess samkvæmt þessari samtímasögu- skýringu, að klíkan finni konu til að skipa annað sætið. Hinn óformlegi sendiherra Búlgaríu á íslandi og í Framsóknarflokkn- um, Kristinn Finnbogason. tók þetta verkefni að sér samkvæmt upplýsingum úr þessum sagna- brunni Framsóknarmanna, sem vér nú ausum af. Leitað var dyr- um og dyngjum að ungri konu sem hugsanlega hefði tilhöfðun til annarra átta en Ólafur. Það er svo gáta dagsins að ráða í hvaða kona fannst í námunda við Búlg- aríufélagið hans Kristins, til að skipa annað sætið á eftir Helguvíkur-Ólafi. Ríkisstjórn Ólafs og Geirs Markmiðið að öllu þessu brötli á svo að vera ný hægri stjórn undir forsæti Ólafs Jóhannes- sonar, því kunnugt er að menn verða metnaðarfullir með aldrin- um. Söguleg tivísun þessa er ráðuneyti Steingríms Steinþórs- sonar 1950-53, ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks þarsem formenn flokk- anna urðu að sætta sig við að verða ekki forsætisráðherra. Sú stjórn fangaði her og Nató og margir ætla að Ólafi takista að endurtaka þennan leik. Það viðrar ekki vel persónupólitískt fyrir þá Steingrím og Geir til for- sætis helmingaskiptastjórnar. En þjóðin getur átt einhverja leiki eftir til að koma í veg fyrir ntynd- un hægri stjórnar Helguvíkur- Ólafs. -óg og skorið Umbóta- sinnaðar ^ kjaraskerðingar Elías Snæland Jónsson er að stæra sig af kjaraskerðingará- formunt Framsóknarflokksins í leiðara Tímans í gær. Segir hann flokkin telja að verði að grípa til „santræmdra efnahagsaðgerða". Síðan segir: „Ljóst er að slíkar aðgerðir hljóta að koma við lífs- kjör landsmanna". Það er ekki verið að skafa utan af því. Al- ntenningur þarf ekki að óttst kreppuna svo mjög heldur efna- hagsaðgerðir Framsóknarflokks- ins gegn henni! KÍykkir leiðarahöfundur út með áskorun til fólks um að kjósa Framsóknarflokkinn: „Það mun ráða miklu um framtíðarþróun ís- lenska þjóðfélagsins, hvort kjós- endur velja ábyrga og umbóta- sinnaða menn þá til forystu, eða hleypa öfgaöflunum óbeisluðum í vaidastólana". Með öðrum orðum eru kjar- askerðingar orðnar umbótasinn- aðar - að ekki sé minnst á umbót- asinna allra tíma, Ólaf Jóhann- esson. k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.