Þjóðviljinn - 05.01.1983, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur S. janúar 1983
Allt
í hvass-
viðrinu
sem gekk
yfir
landið
í gær
Rétt uppúr kl. 8 í gærmorgun
skall yfir sunnanvert landið
hvassviðri, rétt eins og hendi
væri veifað. Hinn mikli snjór,
sem faiiið hafði dagana á
undan, þyrlaðist upp og á ör-
skömmum tíma urðu vegir og
götur með öllu ófærar vegna
skafrennings, auk þess sem kóf-
ið var svo svart að ekki sá útúr
augum. Á Suður- og Vestur-
landi fór allt úr skorðum,
skólum og ýmsum öðrum stofn-
unum var lokað og margir
komu seint til vinnu sinnar,
jafnvel ekki fyrr en á hádegi, en
þá birti til.
Þetta mikla óveöur gekk svo
áfram yfir landiö úr vestrinu og síð-
degis í gær var svipað ástand á
Noröurlandi og verið haföi hér
syöra um morguninn. Aö sögn
Trausta Jónssonar veðurfræðings
fór
úr skorðum
Kröpp lægð
væntanleg uppað
landlnu í dag
Loks birti upp um síðir og snjóruðningur hófst af fullum krafti.
var búist viö aö veörið gengi yfir
Austurland í gærkveld en aö nokk-
uö yrði þá farið aö draga úr vindi.
Trausti sagði aö í dag væri von á
mjög krappri lægö uppað landinu
og gæti hún fært okkur hvasst
veður og þá allnokkurn skafrenn-
ing. Þó varla eins mikinn og í gær.
þar sem lausamjöllin sem þá lá yfir
væri nú fokin og hefði fest í
sköflum.
- Vegna þess hve veðrið skall
snögglega yfir í gær, urðu margir að
þola erfiðleika á höfuðborgarsvæð-
inu, Suðurnesjum og á Suðurlandi.
Fólk sem lagði af stað til vinnu
sinna’r rétt fyrir kl. 8 fékk bylinn
yfir sig og fékk lítið að gert. Festust
bílar í sköflum um allt höfuðborg-
arsvæðið þannig að langar raðir
bíla mynduðust, til að mynda var
samfelíd röð frá Miklubraut í
Reykjavík og suður í Garðabæ, of-
an úr Breiðholti og niður á Miklu-
braut og víðar. Reykjanesbraut
varð ófær, svo og vegurinn austur
yfir fjall.
Vegna þess hve margir litlir bíl-
ar sátu fastir á götunum, gekk
snjóruðningur verr en ella. Þó var
orðið fært um allar helstu götur um
eða uppúr hádeginu. - S.dór.
Bílar sátu fastir um allar götur og töfðu þá sem betur voru búnir til aksturs í snjóþyngslunum (Ijósm. Atli).
Algeng sjón í gær cftir að veðrinu slotaði - rcynt að ná bíl úr skafli (Ijósm. Atli).
i'uu vi ima
W uuuil. IIU Ultgui Ulguiuui Wlgtll MUl
bíl Braga Ingibergssonar uppúr skafli í Hallarmúlanum í gær
(Ijósm. Atli).
„Svo festist
maðursjálfur
Rabbaö við tvo önnun-
kafna sendiferöabílstjóra
Það verður allt vitlaust að
gera hjá okkur, þegar svona
veður skellur yfir; draga bíla
útaf bifreiðastæðum, og uppúr
sköfium, koma bílum í gang og
jafnvel annast venjulega fólks-
fiutninga, þegar leigubílarnir
komast ekki lengur ferða sinna,
sögðu þeir Sigurður Olgeirsson
og Bragi Ingibergsson, sendibíl-
stjórar, þegar tíðindamenn
Þjóðviljans hittu þá á förnum
vegi í gær.
Þeir sögðust hafa verið að allan
morguninn. Það væri nú einu sinni
svo að sendibílastöðvarnar héldu
uppi þjónustu og þá þýddi ekkert
að hverfa af braut, þótt veður og
færð versnuðu. Þá fyrst væri þörf
fyrir stærri og kraftmeiri bíla.
Við hittum þá félaga í Hallar-
múlanum, þar sem annar bíllinn
varfasturí skafli, eftirað hafa
aðstoðað smábíia, og hinn var- að
draga hann upp. Svona er það,
sögðu þeir félagar, maður hamast
við að draga aðra upp og svo festist
maður sjálfur.
- S.dór.