Þjóðviljinn - 05.01.1983, Page 9
Miðyikudagur 5. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Þorgeir Pálsson rafeindaverkfræðingur þróar nýja hugmynd
Helstu þættir sjálfvirks tilkynning-
akerfis eru merktir með svörtum
deplum á skýringarmyndina. Það
eru staðsetningarkerfi (Loran-C),
gagnaöflunarkerfi um borð í skipi
(Loran-C móttakari, örtölvueining
fyrir gagnavinnslu, og sendir á met-
abylgju og/eða stuttbylgju, móttök-
ustöðvar í landi, móttakari,
gagnasöfnunar- og scndistöð), sím-
alínutenging til miðstöðvar, og loks
miðstöð með tölvuútbúnaði
(Tölvu kerfi og grafískir skjáir).
0
Þorgeir Pálsson rafeindaverk-
fræðingur
JAN MAVEN
HELSTU ÞÆTTIR SJÁLFVIRKS TILKYNNÍNGAKERFIS
ejoe
SASIDUH
Þorgeir Pálsson rafeindaverk-
fræðingur er frumkvöðull þessara
hugmynda um endurskipulagningu
og tæknivæðingu tilkynningaskyld-
unnar en á fjárlögum fyrir
þetta ár er 400 þús. krónum veitt til
þessa verkefnis.
„Þetta mál er rétt á byrjunars-
tigi. Tæknilega er slíkt eftirlitskerfi
framkvæmanlegt. Hins vegar þarf
að vinna heilmikla tæknilega
undirbúningsvinnu og kanna alla
undirstöðu fyrir slíku kerfi. Sú
vinna ætti að taka um tvö ár og að
henni lokinni geta stjórnvöld síðan
tekið ákvörðun um hvort heppilegt
sé að taka slíkt kerfi upp, frá fjár-
hagslegum og öryggislegum sjón-
armiðum", sagði Þorgeir í samtali
við Þjóðviljann.
Móðurtölva í Reykjavík
Sjálfvirka tilkynningakerfið er
þannig hugsað, að gagnasöfnun-
arkerfi sé um borð í hverju fiski-
skipi. Notast sé við Loran-C mót-
takara og staðsetningarkerfi og upp-
lýsingar sendar til og frá skipun-
um á metra- eða stuttbylgju til
strandstöðva Pósts og síma og
þaðan með símalínutengingu til
móðurtölvu í Reykjavík. Á tölvu-
skjám í höfuðstöðvum er síðan hægt
að kalla fram allar uppiýsingar um
feril einstakra skipa, staðsetningu
á hverri stund, hraða og stefnu. Þá
er hægt eins og áður sagði að senda
flotanum og/eða einstökum
skipurn viðvaranir og aðrar upp-
lýsingar. ^
Þannig myndu upplýsingar uni
staðsetningu fiotans birtast á tölvu-
skjám í upplýsingamiðstöð. Ann-
ars vegar öll miðin þar scm hvert
fiskiskip hefur ákveðið tákn eftir
stærð. Hins vegar upplýsingaskjár
þar sem hægt er að kalla fram um-
beðnar upplýsingar um hvert á-
kveðið skip, staðsetningu þess,
stefnu og hraða. Þar fyrir utan er
ákveðið aðvörunarkerfi er eitthvað
ber útaf.
Sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir íslenska fiskiskipaflotann
sem getur fylgst með einstökum skipum þannig að vart
verði við ef hættuástand skapast, aflað og veitt
nákvæmar upplýsingar um staðsetningu flotans hverju
sinni, fundið nærstödd skip er slys ber að höndum á
miðunum, sent viðvaranir til skipa á tilteknum svæðum
og yfirhöfuð fylgst með öllum ferðum fiskiskipaflotans á
miðunum umhverfis landið, er nú í athugun og
úrvinnslu hjá Verkfræðistofnun Háskólans.
Margvíslegir kostir
Aö sögn Þorgeirs eru hclsiu
kostir þessa sjálfvirka tilkynninga-
kerfis þeir að upplýsingar berast
sjálfvirkt frá hverju skipi á fárra
mínútna fresti. Skammur tími þar
til eftirgrennslan getur hafist ef
eitthvaö kemur uppá. Senda má
neyðartilkynningar á örskots tíma.
Öll gögn eru send og móttekin án
marinlegrar íhlutunar. Alag á
starfsmenn strandstöðva minnk-
ar og allar upplýsingar unt skips-
feröir eru fyrir hendi í tölvumið-
stöð.
Aðspurður hvort þessi sjálfvirki
búnaður gæti ekki á vissan hátt
komið landhelgisgæslunni til góða
þar sem hægt er að fylgjast með
öllum ferðum fiskiskipaflotans,
sagöi Þorgeir, aö búnaðurinn væri
fyrst og fremst hugsaður sem ör-
yggisbúnaður en ekki til löggæslu,
þótt vissulega byði hann upp á slíka
möguleika. - lg.
> STS EA3Q1
SKIP TIMI
EA301 14 40
1430
14 20
HRADI
STADSETNING
6600 N 1210 W
SJEFNA
ATHUGAS
Alsjálfvirkt kerfi gæti veitt nákvæmar
upplýsingar um stadsetningu flotans hverju sinni
GRAFISKUR SKJAR
UPPLÝSINGASKJ'AR
□□□□□□□□□□□□□
A AÐVORUNARL JÖS