Þjóðviljinn - 05.01.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Side 11
Miðvikudagur 5. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurösspn Skíðastökkið í Innsbruck í gær: Tikkanen stökk lengst Ingemar Stenmark og Phil Mahre dæmdir úr leik í svigkeppninni í Parpan í Sviss í gær: Steve Mahre sigurvegari Finninn Matti Tikkanen stökk lengst allra á skíðastökkskeppninni í Innsbruck í gær. í keppni af 90 metra palli flaug hann fyrst 105 metra og síðan 104 metra. Gerðu þessi stökk alls 249,5 stig. Segja má að næstu menn hafi vart komist með tærnar þar sem hann hafði hælana, því að Kanada- maðurinn Horst Bulau átti besta Connors Bandaríski tennisleikarinn Jim- my Connors er sýnilega fremsti tcnnislcikari í hcimi í dag cf marka má stöðuna í stigakeppninni í tenn- is. Það sem vekur athygli, þegar listi yfir 10 hæstu menn er athugaður, er að Björn Borg er þar ekki að fínna. Landi hans, Mats Wilander, klífur hins vegar brattann með miklum hraða og er kominn í 5. stökkið af öðrum keppendum, 103 metra flaug hann. Efstu rnenn: 1. M.Tikkanen (Finnland) 249,5 stig. 2. J.Weissflog (A-Þýskaland) 243 stig. 3. H.Bulau (Kanada) 241,9 stig. 4. E.Vettori (Austurríki) 238,6 stig. 5. P.Kekkonen (Finnland) 236,4 stig. bestur sæti: 1. J.Connors (Bandaríkin) 3355 stig. 2. G.Vilas (Argentína) 2495 stig. 3. I.Lendl (Tékkóslóvakía) 2313 stig. 4. J.McEnroe (Bandaríkin) 2305 stig. 5. M.Wilander (Svíþjóð) 730 stig. -hól. Ingemar Stenmark var með best- an tíma úr báðum ferðum saman- lagt, en í Ijós kom að hann hafði sleppt úr hliði og var dæmdur úr leik. Staðan: Staðan í heimsbikarkcppninni á skíðum eftir svigakeppnina í gær- kvöld. er þessi: 1. P.Múller (Sviss) 80 stig. 2. P.Zurbrigger (Sviss) 78 stig. 3. H.Weirather (Austurríki) 74 stig. 4. F.Heinzer (Sviss) 72 stig. 5. F.Klammer (Austurríki) 60 stig. ó.I.Stenmark (Svíþjóð) 53 stig. Mahre-bræðurnir koma lítið við sögu í baráttunni að þessu sinni, hvað sem framtíðin ber í skauti sér. Af 14 efstu mönnum kemst Steve Mahre aðeins á lista og er hann í 9.-10. sæti með 45 stig. -hól. Steve Mahre, sá Mahre- bræðranna sem minna hefur látið á sér kræla, sigraði í svigkcppninni í Parpan í Sviss í gær. Kcppnin var liður í hcimsbikarkeppninni. Slæmar aðstæður settu svip sinn á kcppnina og urðu til til að nokkrir af hættulegustu keppcndum Steves voru dæmdir úr leik - fyrir að slcppa úr liliði. Tók dómuefndina langan tíma að ákvarða lokaniður- stöðuna, því fara þuril gaum- gæfilega yfir vídeóspólur sem tekn- ar voru. Þokumistur lá yfir brautinni. Phil Mahre, sigurvegarinn úr síðustu heimsbikarkeppni, var með besta tímann úr fyrri utnferð, en í síðari umferð steig hann hliöar- spor; annað skíðið þvældist vit- lausu megin við eitt hliðið, og fyrir vikið var hann dæmdur úr leik. Ingemar Stenmark var að sönnu meö bestan tímann úr umferðun- um tveimur. en hann sleppti úr hliði og var því dæmdur úr leik. Stig Strand sem vann síðustu svig- keppni sem haldin var á Italíu var einnig dæmdur úr leik. Tími Steves Mahre var 1:38,96 mín. og í 2. sæti varð Svisslend- ingurinn .1. Luthy á 1:40,73 mín. Þar sem svo ntargir kunnir skíðákappar voru dæmdir úr leik hafa þessi úrslit ekki teljandi áhrif á keppnina um heimsbikarinn. Ste- ve Mahre er nú í efsta sæti ásamt Ingemar Stenmark og Stig Strand í baráttunni um gullið í sviginu. -hól. Zico setur Maradona tíl hliðar Suður-amerískir íþróttafrétta- menn áttu ekki í vandræðum með að velja knattspyrnumann ársins í Suður-Ameríku frekar en kollegar þeirra í Evrópu. Brasilíska undrið Zico hlaut þennan titil annað árið í röð og hafa argentísku knatt- spyrnustjörnunni Diego Maradona sennilega fundist það þung tíðindi, ekki síst fyrir þær sakir að Zico hreppti þennan titil einnig síðast. Zico fékk 318 atkvæði en Mara- dona 296 og varð í 2. sæti. -hól. Brasilíska knattspyrnuundrið Zico. llann hreppti titilinn „Knatt- spyrnumaður Suður-Ameríku“ annað árið í röð. Brassarnir leika við V-Þjóðverja í júní á þessu ári munu Brasilíu- menn halda upp í landsleikjaferð til Evrópu. Knattspyrnuáhuga- menn uin allan heim bíða l'crðar liðsins með óþreyju, því að þeir eru ófáir sem telja að þrátt fyrir að ítal- ir haldi hcimsnicistaratitlinum séu Brasilíumenn engu að síður með besta lið heims. í ferð Brasilíumanna var fyrst ráðgert að aðeins yrði leikið við Maradona Nú þykir sýnt að argentíski knattspyrnusnillingurinn Diego Maradona, sem margir telja besta knattspyrnumann heims verður alveg frá knattspyrnuiðkunum út marsmánuð. Hann meiddist í leik nýlega og ofan á meiðslin uppgötv- aðist að kappinn var með lifrar- sjúkdóm og mun hann ekki eiga minnstan þátt í því að halda honuni frá knattspyrnuvellinum. Svía, Portúgáli og Svisslendinga, en nú hefur einnig verið samið um landsleik við V-Þjóðverja. Meðfram landsleiknum við Svía er nú verið að reyna að koma í kring leik milli þessara sömu þjóða skipuðum sömu leikmönnum er léku úrslitaleikinn í HM '58. í þeim leik léku snillingar á borð viö Pelé, Vava, Djalama Santos og Nilton Santos og Garincha. VS/hól. frá út mars Til að bæta upp það ástand sem skapast hefur í herbúðum liðs Barcelona við fjarveru Maradona, hefur framkvæmdastjórnin boðist til að borga 1/2 miljón bandaríkja- dali til að fá brasilíska knattspyrnu- mannin Gonzales leigðan í fimm mánuði frá liði sínu Penarol frá Ur- uguay. Penarol sigraði nýlega Ast- on Villa í úrslitaleik um titilinn „Besta félagslið heims“. VS/hól. Frásögn bandarísku pressunnar „Islenskt lið kemur á óvart” Eins og frain hefur komið í fréttuni hélt íslenska unglinga- landsliðið í körfuknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri til Bandaríkjanna rétt fyrir jólin og lék þar þrjá leiki við bandarísk háskólalið. Það er engum blöðum um það að fletta að Bandaríkjamenn eru langfremstir allra þjóða á sviðið körfuknattleiks og því vekur frammistaða íslenska liðsins nokkra athygli. Þess- um þrem leikjum tapaði liðið að vísu öllum en með litlum mun: 70:73, 70:74 og 82:91. Liðin sem við kepptum við eru frá háskólum í Chicago, en með leikjum stunduðu liðs- menn æfíngar grimmt. Heimsókn íslenska liðsins fór ekki framhjá bandarísku press- unni og í einu blaðanmL, The Rockford Register Star, getur að líta umsögn um nokkra íslensku piltanna og spjall við Einar Bolla- son þjálfara liðsins. Við grípum hér niður á nokkrum stöðum í umsögn blaðsins: „....Valur Ingimundarson og þeir Pálmar Sigurðsson, harðskeyttur bakvörður, og hinn sókndjarfi Axel Nikulásson eru reyndustu menn íslenska liðsins og þeir skoruðu obban af stigum liðsins. Þetta tríó ásamt Jóni Gísl- asyni hafa þegar verið valdir í ís- lenska landsliðið í körfuknatt- leik. Þó eru þeir ekki nógu sterkir líkamlega og e.t.v. ekki nógu sjó- aöir andlega. Þannig reiddist Áx- el Nikulásson ógurlega eftir við- skipti sín við einn dómarann og var kældur af þjálfaranum og lét nokkur þung orð falla sem á am- erísku slangi myndu sennilega þýða: „Ég snerti hann aldrei". Þessi er þó getið síðar í greininni að íslensku leikmenn- irnir hafa ekki alveg áttað sig á dómurunum þar sem leyíð er meiri harka í körfuboltanum á ís- landi. Þá segir í greininni að sýni- lega vanti liðið hávaxna leik- menn. „Eruni hér til að leika við ofjarla okkar“ „Á íslandi er knattspyrnan í- þrótt nr. eitt“, segir Einar Boll- ason í viðtali við blaðið. „Æfingar yfir sumartímann tilheyra ein- faldlega ekki, æfingabúöir og þess háttar á þeim tíma þekkjast ckki. Stundum virðist ekki vera nokkur leið að fá krakka til að æfa körfuknattleik. Horfðu á mig. Aldrei hef cg nú verið knatt- spyrnumaöur". segir Einar í viðtalinu. Og blaðiö heldur áfram: „Ein- ar Bollason lék 34 sinnum í ís- lenska olympíuliðinu (lands- liöinu - innskot). Síðan beitti hann sér að því að miðla þekk- ingu sinni og reynslu til að þjálfa unglinga í körfuknattleik. -hól. Valur Ingimundarson fyrirliði unglingalandsliðsins. Hér í baráttu við Dough Kitzinger Fram. Um Val segir Einar í viðtalinu: „Okkar reyndasti maður, með 27 landsleiki að baki! Á það til að vera full villtur.“.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.