Þjóðviljinn - 05.01.1983, Side 15

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Side 15
Miðvikudagur 5. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV 6 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Gullí mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Þytur“ eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur. Hildur Hermóðsdóttir lýkur lestrinum. 10.30 Sjávarútvegur og siglingar. Urnsjón: Guðmundur Hallvarðsson. 10.45 „Pannan góða“ Guðmundur L. Friðfinnsson les úr óprentuðu handriti sínu. 11.10 Létt tónlist. 11.45 Úr byggðunt. Umsjónarmaður: Rafn Jónsson. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar í fullu fjöri Jón Gröndal kynnir létta tónlist. 14.30 „Leyndarmálið í Engidal“ eftir Hug- rúnu Höfundur les (8) 15.00 Miðdegistónleikar. íslensk tónlist. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Ógnir töfrainannsins“ eftir Þóri S. Guðbergs- son Höfundur lýkur lestrinum (4) 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandinn Finnborg, Scheving, talar við börnin um áramótin og veturinn. Ásgerður Ingi- marsdóttir les fyrsta lestur af sögu sinni um Tobbu tröllastelpu. 17.00 Bræðingur. Umsjón: Jóhanna Harðardóttir. 17.55 Bræðingur Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í urnsjá Gísla og Arnþórs Helgasona. 19.00 Kvöldfréttir. Daglegt mál Arni Böðvarsson flytur þáttinn. Tónleikar. 20.00 Frá alþjóðlegri tónlistarkeppni þýsku útvarpsstöðvanna. 21.40 Útvarpssagan: „Sonur himins og jarðar“ eftir Kárc Holt Sigurður Gunn- arsson byrjar lestur þýðingar sinnar (1) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar 23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 18.00 Söguhornið Umsjónarmaður Guðbjörg Þórisdóttir. 18.10 Stikilsberja-Finnur og vinir hans Finnur strýkur Framhaldsflokkur gerður eftir sögunt Marks Twains. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Áfangastaður Kalkútta Dönsk fræðslumynd frá Indlandi. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir (Nordvision - Danska sjónvarpið) 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi Umsjónar- maður Sigurður H. Richter 21.05 Dallas Bandarískur framhaldsflokkur um Ewingfjölskylduna í Texas. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.50 Við vegíarendur. Umræðu- og upp- lýsingaþáttur um umferðarmál. í þætt- ínum verður m.a. fjallað um Norrænt umferðaröryggisár 1983, ökukennslu, bílbelti og tillitssemi í umferðinni. Um- ræðum stýrir Maríanna Friðjónsdóttir. Upptöku stjórnar Sigurður Grímsson 22.50 Dagskrárlok. Blöö og blaöamennska Sneglu-Halli skrifar: Blaðantennskan hefuróneitan- lega breyst talsvert á síðari árum. Að sumu leyti er sú breyting til bóta, að öðru leyti ekki. Blöðin hafa stækkað, sum svo að rnanni finnst stundum að kom- ið sé fram úr öllu hófi. Kannski er hugsunin á bak við það sú, að eitthvað eigi að vera þar fyrir alla. Morgunblaðið hefur þá sér- stöðu, að vera lang stærst ís- lenskra blaða. Til þess liggja ýms- ar orsakir. Það mátti,lengi vel, teljast cina íslenska dagblaðið. Vísir var að sönnu eldri að árum, en náði aldrei að vaxa upp úr ves- aldómnum fyrr en rétt undir andlátið. Þá gleypti Jónas Vísi og varð ekki meira fyrir en að renna út úr rauðvínsglasi. Og það, senr meira var; hann sporðrenndi Svarthöfða líka og sýnir það, að karli er ekki klígjugjarnt. Margir vildu kaupa dagblað og þá var ekki urn annað að ræða en Morg- unblaðið. Þetta veitti blaðinu mikið forskot, sem það hefur not- ið síðan. Blaðaútgáta er dýr. Pen- ingamenn þurfa að eiga málgagn. Danskir kaupmenn náðu í önd- verðu tökum á Mbl.. Þegar þeir söfnuðust til feðra sinna erfðu ís- lenskir eignamenn blaðið og sú fjárfesting hefur ávaxtað sig vel. Ótakmarkað fjármagn er önnur ástæðan fyrir velgengni MbL. Styrmir og Matthís eru stundum að bera sér það í munn að Mbi. sé „frjálst og óháð“. Allir vita þó að þeir eru bara fjósamenn á búinu. Geir getur rekið þá út og sett þá á guð og gaddinn ef hann telur þá skorta stimamýkt í þjónustunni. Dagblaðið þandist út eftir að það át Vísi. Af honum er nú ekk- ert eftir nema Vaffið í blað- hausnum. Þessi blöð voru með vissum hætti keppinautar. Bæði voru rekin af samkeppnis- mönnum. En samkeppnis- mönnum hefur aldrei þótt sam- keppni til nokkurs nýt nema þeir geti grætt nóg á henni. Þess vegna voru þessi tvö blöð gerð að einu og samkeppnin útilokuð. Því miður hefur Dagblaðið að nokkru fallið í gryfju sorpblaða- mennskúnnar, og náð þar góðum árangri. Það veltir sér upp úr alls kyns æsifregnum. Það skirrist ekki við að gera sér sem mestan mat úr slysafréttum og sýnir þar oft ótrúlega ónærgætni og tillits- leysi. Það flennir fyrirsagnir af ómerkilegum atburðum út yfir þverar síður og orðar þær með það fyrir augum að þær veki for- vitni vegfarenda þegar þær eru hrópaðar upp á strætunr og gatna- mótum. Oft kernur því á daginn, þegar farið er að lesa „fréttina“, að þarna er aðeins verið að leitast við að selja nýju fötin keisarans. Svona fréttamennska var óþekkt áður og þetta finnst ntér afturför. En kannski finnst sumum nauð- synlegt að svona „skriflabúð" sé til í hinurn íslenska blaðaheimi. Hitt er til bóta að pólitísk skrif eru nú yfirleitt orðin hófsamari en áður var, meira um málefna- legar rökræður, minna um per- sónulegt hnútukast. Út af því vill þó bregða og er fyrirbæri, sem kallar sig Svarthöfða þar gleggsta og ógeðugasta dæmið, rnann- vesalingur, sent ekki stingur svo niður penna, að hann ausi ekki úr sér óþverranum í allar áttir, enda svo komiö, að enginn vill lengur óhreinka sig á því að virða hann svars. Viðurkenna má svo, að menn verði að fá að þjóna eðli sínu þótt ófélegt sé og sjálfsagt veita þessi skrif Svarthöfða ein- hverja útrás. Á hinu mætti hann átta sig, sjálfs sín vegna, að betra væri fyrir hann að skola þessum pistlum sínum niöur um klósettið með öðrum hliðstæðum úrgangi í stað þess að klína Dagblaðið út með þeim, því það er misskiln- ingur, að ekki geti séð á svörtu. Læt ég þessu spjalli um blöðin lokið í dag en kannski kemur meira um þau seinna. Það er leikur að læra Stafrófs- og skriftar- vísur I gær var hérna í Barnahorninu stafrófsteikniþraut. Nú er ekki víst að allir kunni stafrófið alveg upp á tíu og þess vegna ætlum við að birta gömlu góðu stafrófsvísuna, sem allir eiga að kunna því þá vefst stafrófið ekki fyrir þeim lengur. A) b, c, d, e, f, g, eftir kemur h, í, k, 1, m, o einnig p, ætla ég q þar standi hjá. R,s, t, u, v, eru þar næst, x, y, z, þ, æ, ö. Allt stafrófið er svo læst í erindin þessi lítil tvö. Það eru til margar fallegar vísur um skrift. Nú eru mörg ykkar að byrja að læra að skrifa og þá borgar að vanda sig, því lengi býr að fyrstu gerð. Við skulum sjá hvaða heilræði þessar skriftarvísur leggja okkur til. Skriftin mín er stafastór, stílað illa letur. Hún er eins og kattaklór, ég kann það ekki betur. Nei, ekki viljum við að skriftin okkar sé eins og kattaklór. Svo getur farið ef við vöndum okkur ekki. Sumir kenna hendinni um eins og segir í þessari vísu. Blekið lekur hókfcll á, bítur lítið penni, heldur veldur höndin bág, henni ég um kenni. Hvað getum við þá til ráða tekið? Jú.það segja þessar heilræðavísur okkur. Skrifaðu bæði skýrt og rétt, svo skötnum þyki á snilli, orðin standa eiga þétt, en þó bil á milli. Þínum penna þú svo halt, þrír að gómar stilli, stafina hreina skrifa skalt og skilja vel á milli. Það er ekki amalegur húsbúnaðurinn í herberginu hennar Gunnhildar. Við skrifborðið liggur skólataskan og opin bók á borðinu. Og hvað er lengst til vinstri á myndinni, er það heimiliskötturinn? Hvað skyldi hann nú heita?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.