Þjóðviljinn - 06.01.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 06.01.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. janúar 1983 Minning Skafti Hinn 14. _okt. s.l. andaðist í Reykjavík Skafti Magnússon, átt- ræður að aldri. Hann hafði nær helming ævi sinnar átt heima á Sauðárkróki áður en hann fluttist til Reykjavíkur 1969. Skafti var fæddur að írafelli í Lýtingsstaðahreppi 17. ágúst 1902. Foreldrar hans voru: Magnús Jóns- son, bóndi í Gilhaga og Guðbjörg Guðmundsdóttir, lausakona á íra- felli, eins og skráð er í kirkjubók. Skafti ólst upp með móður sinni á írafelli til 8 ára aldurs en árið 1910 réðist Guðbjörg ráðskona til Pét- urs Björnssonar bónda íTeigakoti og þar var Skafti meö móður sinni fram yfir tvítugt. Á æskuárum mínum kynntist ég Skafta og urðum við góðir vinir þá þegar. Teigakot er næsti bær við Sveinsstaði en yfir háls að fara, sem Eggjar heita og klt. gangur. Ég var ungur sendur yfir að Teigakoti. Þar voru þá Guðbjörg og Skafti og Pétur bóndi og móðursystir hans, Ingibjörg Pétursdóttir. Ég veit að ég var 6 ára þegar ég fór þessa ferð, því ég man eftir Ingibjörgu Péturs- dóttur, en hún andaðist haustið 1911, nær áttræð að aldri. Baðstof- an var þröng, stutt á milli rúma og torfgólf, sem ég man hvergi eftir annarsstaðar. Skafti var glaður og gestrisinn, leiddi mig um hlöð og sýndi mér hitt og þetta. Hann var þrem árum ekiri en ég og þó vorum viö jafningjar. Fundum okkar Skafta bar oft saman á þessum árum og man ég sumt. Pétur Björnsson í Teigakoti var kallaöur sérvitur en þó merkism- aður. I lann hafði stærðfræðigáfu svo mikla að fágætt var taliö. Hann reiknaði hitt og þetta sér til gamans ogkunni fingrarím utanbókar. Pét- ur hafði ekki stórt bú en notagott svo ekkert skorti til heimilis. Hann var nákvæmur og vandvirkur við André Leroi-Gourhan: The Dawn of European Art. An Intrnduction to J’alacolithic Cavc I’ainting. Translatcd by Sara Champion. Antonio Beltrán: Rock art of the Spanish Levant. Translatcd by Margaret Brown. - The imprint ol' Man cditcd hy Kntmanucl Anati. Cambridge Univcrsity Prcss 1982. Bæði bindin eru gefin út í ritröð frá Cambridge um frumlist, þ.e. fyrstu tilburði manna til listsköp- unar, ritröðin nefnist „The Imprint of Man" Rit Leroi-Gourhans fjallar um hellamálverkin frá steinöld í Frakk- landi og víðar. Höfundurinn er heimskunnur fyrir rannsóknir sínar á þessum verkum, en þessi verk eru lykill til skilnings á uppruna og kveikju listar og trúarbragða mannkynsins. Steinaldarlist var uppgötvuð upp úr miðri 19. öld. Hellamálverkin voru uppgötvuð síðar. Altamíra hellamálverkin fundust 1879, en voru ekki viður- kennd sem steinaldarverk fyrr en í upphafi 20. aldar. í fyrstu veltu menn mjög fyrir sér frá hvaða tím- um þessi málverk voru og hvers- vegna þau voru gerð, aftur á móti var lítt rætt um aðferðirnar og tæknina. sem notuð var við gerð þeirra. Það er meira en líklegt að listræn tjáning hafi ekki aðeips ver- ið einskorðuð við gerð hellamál- verka, listaverk hafa vitaskuld ver- ið unnin ofan jarðar, málað á skinn, börk og tré og steina, en margt eyðist á styttri tíma en liðinn er frá því um 8000 f. Kr. en oft er miðað viö þann tíma varðandi tímasetningu þessarar frum-lista- verka. Skreytingar á mammúta- bein frá Úkraínu votta það. Höfundurinn fjallar nákvæm- lega um það sem vitaö er varðandi Magnússon allt sem hann gerði, vandaður til orðs og æðis og vildi í engu vamm sitt vita. Það mun óhætt að segja að Skafti Magnússon átti góðan húsbónda, þar sem Pétur var, á æsku- og uppvaxtarárum sínum. Einu sinni kom ég að stekknum í Teigakoti og var þá verið að rýja. Skafti hélt í gemling en Pétur rúði. Svo var því lokið nema hvað eftir var að reyta einhverja ullarsnepla af bringukolli. Og þá sleppti Skafti gemlingnum, að yfirlögðu ráði, að mér virtist, því hann gat verið glett- inn stundum. Pétri mislíkaði því hann vildi vinna öll verk snyrtilega, en sagði fátt, því hann blótaði aldrei, - og gemlingurinn slapp með sneplana á bringukollinum. Það mun hafa verið sumarið 1914 að ég fór í ferðalag, sem mér er ennþá mjög í minni. Það var fjárrekstur á fjall, frá Sveinsstöð- um og Teigakoti. Á hvorugum bænum var margt fé svo reksturinn var léttur. Frá Sveinsstöðum vor- um við feðgar en Pétur og Skafti frá Teigakoti. Við rákum féð vest- ur á Haukagilsheiði, fórum fram Gilhagadal og rákum vestur yfir fjallið um Tungnárbotna. Mér er enn í minni hið dýrlega útsýni af Nónfjalli um bjarta sumarnóttina, til suðurs og vesturs, yfir sanda og öræfi til jökla. Ég man líka hvað ferðafélagarnir, Pétur og Skafti, voru hugþekkir, þótt ólíkir væru. Það var sannarlega góður félags- skapur. Árið 1922 fór Skafti að búa í Teigakoti með móður sinni og var bóndi þar til 1925. í árslok 1924 andaðist Guðbjörg móðir Skafta, en Pétur Björnsson var dáinn áður, haustið 1923. Vorið 1925 fluttist Skafti að Efra-Lýtingsstaðakoti og var þar lausamaður eitt ár en 1926 keypti hann Þorsteinsstaðakot og fór að búa þar en var þar ekki nema árið því hann veiktist og varð að fara þaðan þessvegna. Árið 1927 fór Skafti að Mæli- fellsá til Jóhanns Magnússonar, bróður síns og var þar næstu 5 árin, fyrst vinnumaður í 2 ár og síðan lausamaður. Jóhann á Mælifellsá hafði löngum mikil umsvif í sínum búskap og á þessum árum unnu þeir bræður við plægingar og voru víða, bæði í sveitinni og annars- staðar. Þá voru jarðabætur unnar með hestaverkfærum, en drátarvél kom ekki í Lýtingsstaðahrepp fyrr en 1930. Gott þótti að hafa Jóhann og Skafta í vinnu. Þeir höfðu góða hesta og afköstuðu miklu verki, en hitt var þó ekki síður, hvað þeir voru skemmtilegir utan vinnutíma, glaðir og kunnu frá mörgu að segja. I Mælifellsá kynntist Skafti konu sinni, Önnu Sveinsdóttur Sveinbjörnssonar. Móðir hennar var Steinunn Sveinsdóttir Gunn- arssonar á Mælifellsá, sem nafn- kenndur var fyrir margt á sinni tíð. Auk Skíðastaðaættar var Anna komin af Árna í Stokkhólma og sr. Birni í Bólstaðarhlíð, þegar lengra er rakið. Árið 1932 fluttu þau Skafti og Anna til Sauðárkróks, með tvo unga drengi, og bjuggu þar síðan. Börn þeirra urðu fjögur: Björgvin, Sveinn, Kristín og Svanhildur. Björgvin andaðist 1958, en hin syst- kinin eru nú búsett sunnan heiða. Anna Sveinsdóttir andaðist fyrir aldur fram árið 1953. Ég þekkti hana ekki neitt, hef líklega einu sinni komið á heimili hennar, en þeir, sem þekktu hana, söknuðu hennar sárt og hjá þeim fékk hún góða dórna fyrir góðvild og greiða- semi. Hún vargreind kona, gestris- in og vildi öllum gott gera. erle Tcikning af hcllamálvcrki í Alt- amíra aðferðir og tækni við gerð mynd- anna og urn myndirnar sjálfar og afstöðu þeirra hvorrar til annarrar og flatarins. Til þess að gera þessar myndir þurfti mikla vinnu, bæði palla úr tré, lýsingu og litagerð, það hafa fundist leifar 130 lampa á einum fundarstaðnum og einnig leifar af pöllum og stillönsum. Það er einnig víst að hópar lista og kunnáttumanna hafa unnið að þessum myndum. Og hver er þýð- ing þeirra tákna eða dýramynda sem sjá má á veggjum fundar- staðanna langt niður í iðrum jarð- ar. Höfundurinn álítur að mynd- irnar séu tákn, sem báru í sér vissa merkingu fyrir þau samfélög sem voru forsenda þess að hægt var að vinna þessi verk og mjög þýðingar- mikil tákn, tengd magíu eða trúar- brögðuin, sem sagt undirstaða til- veru samfélaganna. Beltrán er prófessor í Saragossa og rneðal kunnustu listfræðinga urn steinaldarlist á Spáni. í þessu riti fjallar hann um hellaristur og hell- ismálverk á Austur-Spáni. svæðinu sem Iiggur að Miðjarðarhafi. Hell- ismálverk á Norður-Spáni og í hell- unum á Frakklandi hafa löngum yfirskyggt verin á austurströnd Spánar, en með þessu riti Beltráns er sýnt fram á þýðingu verka þessa svæðis. Myndirnar í skútum og hellum og á klettaveggjum á þessu svæði eru það sérstæðar að samanburður og tengsl við myndir annarra svæða dar b í Evrópu verður vart gerður. Tíma- setning á þessum myndum er einn- ig á reiki. Höfundurinn fjallar um unthverfi og staðhætti og tækni og aðferðir við gerð verkanna, og hann telur að verkin hafi fremur verið unnin af mönnum á safnara og veiðimannastigi, sem hafi um aldir verið einangraðir á þessum svæðum. Bæði þessi rit eru myndskreytt í texta og auk þess fylgja litmyndir. Bókaskrár fylgja í bókarlok. Die Stúcke von Bertholt Brecht in einem Band. Suhrkamp Vcrlag 1981. Fyrstu leikrit Brechts svo sem Ball og Trommeln in der Nacht, 1922, einkennast at' expression- isma og anarkisma, tilraunum og mjög mögnuðu ímyndunarafli. Stíll þessara verka og annarra, sem samin voru fyrir 1928, átti sér fyrir- myndir í verkum Luthers, Villons, Rimbauds, Kiplings og orðtökum og málsháttum. Brecht gerðist marxisti veturinn 1929-30 og hélt blýfast í þá lífsskoðun, seni mót- aðist nieð honum fyrir áhrif þeirrar stefnu. Hann varð frumkvöðull nýrr- ar leiktækni sem birtist í rit- smíðinni „Das epische Theater", sem er birt í þessu riti. Með því vildi hann segja skilið við illusion leiksins, en gera áhorfendur fjar- lægari og jafnframt krítískari á það sem fór fram á sviðinu, með ýms- um fjarlægjandi aðferðum Verf- remdungseffekte, þannig að þeir væru stöðugt minntir á að þeir væru aðeins að horfa á leik, og með því væri þeim forðað frá að gerast til- finningalega þátttakendur í því sem gerðist á sviðinu, þ.e. gengju inn í leikinn. Tilgangur Brechts með Ekki mun Skafti hafa verið í skóla eftir fermingu, en barnaksóli var góður í Lýtingsstaðahreppi á öðrum tug aldarinnar. Kennarar voru góðir og börn lærðu mikið ef þau vildu og gátu, þótt skólinn væri styttri þá en nú. Skólavist og lestur góðra bóka er gott til að öðlast al- menna menntun en meðfætt brjóst- vit er þó alltaf undirstaða. Þegar Skafti fluttist til Sauðár- króks var kreppa í landi, atvinnu- leysi og naum lífskjör. Engir pen- ingar voru í umferð en ýmsir Sauðárkróksbúar áttu kýr og kind- ur sér til lífsbjargar og heyjuðu handa þeim peningi frammi á Ey- lendi, sem svo var kallað. Skafti átti eitthvað af skepnum á fyrri árum sínum á Sauðárkróki og heyjaði handa þeim á Stóru- Grafarengjum. Skafti gekk í Verkamannafé- lagið á Sauðárkróki og reyndist þar til forystu fallinn. Hann var í stjórn þess og formaður um skeið. Árið 1946 var Skafti kosinn í hrepps- nefnd Sauðárkróks. Skömmu síðar varð Sauðárkrókur bæjarfélag og var þá kosið í bæjarstjórn. Skafti var kosinn í hreppsnefnd af vinstri mönnum og náði ekki kosningu í bæjarstjórn. í hugumýmissavarþá orðið kommúnisti ljótt orð og er jafnvel ennþá. Síðar var Skafti tvö kjörtímabil í bæjarstjórn, fulltrúi Alþýðubandalagsins. Ekki kynntist ég félagsmálastarfi Skafta í Verkamannafélagi og Bertolt Brecht þessu var að kenna þeim að hugsa, hrista þá til og dusta úr þeim vana- doðann og hvetja þá til byltingar gegn samfélagslegu óréttlæti. Leik- rit Brechts hafa margar hiiðar, sum þei rra semiætlaðvar að Verðaiáróður gegn stríði og hetjudýrkun snérust að því er virtist upp í andstæðu sína öðrum þræði, en voru þó jafnframt sá áróður, sem þeim var ætlað að vera. Snilli Brechts sem leikhúss- manns og leikritahöfundar var ein- stök. Hann lifði hverja stund og blés lífi í dauðylfin, hann var galdramaður, óhaminn v og lausbeislaður, og það gat verið skýringin á þessu blýfasta taki sem hann hélt utan um marxismann, þar fann hann þá ögun, sem hann taldi sig skorta. í þessu riti birtast öll leikrit Brechts og í lokin birtast greinar hans um leikhúsið. R.M.Hare: Plato. Past Masters. Oxford 1982. Oxford hefur undanfarið gefið út ritröð um þá menn. sem hafa haft djúpstæð áhrif á meðvitund og skoðanir manna, heimspekinga. bæjarstjórn, en við vorum nokkuð oft saman á aðalfundum Kaupfé- lags Skagfirðinga. Ekki talaði Skafti oft á þeim þingum en þegar hann kvaddi sér hljóðs voru ræður hans stuttar. Hann var raunsær og tillögugóður og framsögn hans glögg svo að eftir var tekið. Fyrstu 23 árin, sem Skafti var á Sauðárkróki, voru kynni okkar sáralítil, en svo var það eitt sinn er ég gekk eftir ^Suðurgötunni að Skafti kallaði í mig og spurði hvort ég ætlaði ekki að líta inn. Jú, ég vildi það og þá var eins og hlið hefði opnast. Éftir þetta kom ég til Skafta í hvert einasta sinn sem ég kom í kaupstaðinn og það var oft og oft var ég nætursakir. Á annan áratug var það svo, að alltaf hlakk- aði ég til að fara á fund Skafta og blanda geði við hann. Hann var fljótur að bjóða í bæinn. Gestrisni hans, þessi hlýja gestrisni, var frá- bær, enda átti hann ekki langt að sækja það. Á þessum árum var gamall bóndi starfsmaður í Kaupfélaginu um tíma. Eitt sinn spurði hann niig hvar ég héldi til. Ég sagði honum að ég væri hálfur inni í íhaldinu og gistivinur kommúnista og héldi til hjá Skafta Magnússyni. Þá sagði bóndi þessi í meðaumkvunartón: „O, hann er rauður.“ Skafti Magnússon var ekki bylt- ingarmaður. Til þess var hann of mikið góðmenni. Hann var jafn- aðarmaður í þess orðs réttu merk- ingu. Hann vildi veita þeim skjól, sem úti stóðu, þeim, sem erfiðast áttu í lífsbaráttunni. Heimili Skafta í Suðurgötunni var friðsælt og gott. Indíana Alberts- dóttir bjó þar með honum, ágæt kona, sem hugsaði vel um heimilið. Hún var yfirlætislaus, hrein og bein en ekki málskrafsmikil. Málskrafið lingsárum að lömunarveikin lagði um alla heima og geima, landsins gagn og nauðsynjar, menn og mál- efni og oft með kímilegum blæ. Við vorum ekki alltaf sammála en þá kom það eins og af sjálfu sér að við ræddum ekki þar um. Skafti Magnússon er nú allur. í einrúmi á hljóðri stund er gott að minnast góðra vina þegar þeir hafa horfið á braut. Björn Egilssun. skálda og lista- og uppfundninga- manna. Höfundurinn, sem er starfandi við Oxford háskólann, segir í for- mála að bók sinni sé einkum ætlað að vera leiðsögn handa þeim, sem vilji lesa Plato og íhuga kenningar hans og skoðanir. Þetta er mikið vanda- verk, því að skoðanir fræðimanna hvað þá heimspekinga á kenning- um og skoðunum Platós, eru mjög misinunandi. Þá greinir á um túlk- un fjölmargra atriða og það er ekki margt sem þeir eru sammála um að úlka eins. Höfundurinn getur þessara mismunandi skoðana í túlkun sinni og forðast þar með einsýni. Plato á ekki síður erindi við nú- tímamenn, eða ætti að eiga það, en við samtíðarmenn sína. T.d. varð- andi menntun eða fræðslu og upp- eldi eru kenningar Platós jafn tíma- bærar nú eins og þá. í bókarlok er skrá bóka, sem snertir efnið. Þetta er góður inngangur að kenningum Platós, svo langt sem hann nær. Fjodor M. Dostojewskij Dic Brúder Karamasow/Dic Damonen/ Dcr Idiot/Schuld und Súhne. dtv. welt- literatur Dúnndruck-Ausgabe. Deutsc- hcr Taschenbuch Verlag 1981. Karamasov bræðurnir eru þýdd- ir af Hans Ruoff og Richard Hof- fmann. Djöflarnir þýddir af Mari- anne Kegel, Idjótinn þýddur af Arthur Luter og Glæpur og Ref- sing þýtt af Richard Hoffmann. Þýskar þýðingar af Dostojevski hafa þótt vandaðar og þessar þýð- ingar eru taldar með þeim bestu á verkum meistarans. Ýrnsir telja að skáldsögur Dostojevskis séu meðal merkustu skáldsagna heimsbók- menntanna og er óþarfi að fjölyrða unt það. Það er aftur á móti skömm og skaði að þýðingar þessara skáld- sagna hafa enn ekki birst á ís- lensku, þótt ein sé reyndar þýdd þá er það ónýt þýðing (Glæpur og Refsing).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.