Þjóðviljinn - 07.01.1983, Qupperneq 7
Föstudagur 7. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Forseta íslands afhent
kefli friðarbaráttunnar
A síðustu árum hefur
sprottið fram heimshreyfing
til baráttu fyrir friði og af-
vopnun. Fjöldaaðgerðir um
öll Norðurlönd sýna, að bar-
áttan þar gegn vígbúnaðar-
stefnu og kjarnorkuvopnum
á meiri hljómgrunn nú en
nokkru sinni fyrr. Krafan um
að þessi heimshluti verði
lýstur kjarnorkuvopnalaus
er sameiningartákn nor-
rænnar friðarbaráttu.
Fjöldahreyfingar hafa boriö
kröfuna uppi í Skandinavíu og í
Finnlandi og Svíþjóð er hún opin-
ber stefna stjórnvalda. Upphaflega
var hið kjarnorkuvopnalausa svæði
einungis skilgreint sem Finnland,
Svíþjóð, Noregur og Danmörk, en
fyrir tilhlutan íslenskra friðarsinna,
herstöðvaandstæðinga og þess vísis
að íslenskri friðarhreyfingu sem
upp er risin, hefur nú tekist sam-
komulag við skandinavísku friðar-
hreyfingarnar um, að stefnt verði
að því að öll Norðurlönd verði
innan svæðisins.
orkuvopnalaus Evrópa.
Fulltrúar Samtaka herstöðva-
andstæðinga gengu nú í ársbyrjun á
fund forseta Islands Vigdísar Finn-
bogadóttur. og afhentu henni kefl-
ið. Því fylgja kveðjúr norrænu
friðarhreyfinganna og hvatning til
íslenskra friðarsinna að helga árið
1983 baráttu ívrir ofangreíndum
markmiðum."
(Fréttatilkynning
frá Sha.)
Kjarnorkuvopnalaus svaeði á
Norðurlöndum og kjarnorku-
vopnalaus Evrópa rist á keflið, sem
þjóðhöfðingjar allra Norðurlanda
hafa fengið frá friðarhreyfingum
landa sinna.
Friðarfundurinn mikli
Einn mesti fjöldafundur sem
haldinn hefur verið á Norðurlönd-
um var Friðarfundurinn mikli t
Gautaborg á síðastliðnu vori. Að
honum stóðu hinar litskrúðugu
skandinavísku friðarhreyfingar,
sem samanstanda af kjarnorku-
andstæðingum, kvennahreyfing-
um, verkalýðsfélögum, kirkju-
deildum o.fl. Á fundinum fengu
fulltrúar allra þátttökuþjóða út-
skorin friðarkefli sem afhendast
skyldu þjóðhöfðingjum hvers
lands. Keflin eru tákn baráttunnar
og á þau eru kjörorð hennar rist, en
þau eru: - Kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndum - Kjarn-
Vigdís Finnbogadóttir tekur við friðarkefiinu úr hendi Árna Hjartarsonar, formanns miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga.
Ástríður Karlsdóttir í forgrunni.
Bókun Alþýðubandalagsins við afgreiðslu fjárhagsáætlunar:
öll einkenni hægri stjórnar
„Við afgreiðslu þessarar fjár-
hagsáætlunar, sem er fyrsta fjár-
hagsáætlun Sjálfstæðisfiokksins
eftir fjögurra ára meirihluta vinstri
manna í borgarstjórn, koma mjög
greinilega í Ijós einkenni hægri
stjórnar og dæmigerð íhaldsúr-
ræði“, segir í upphafl bókunar, sem
borgarfulltrúar Alþýðuhandalags-
ins lögðu fram í gærkvöldi þegar
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg-
ar 1983 var afgreidd. Þar segir enn-
fremur:
Samdráttur
í félagslegri
uPpbyggingu
„Þau meginatriði, scm þessi fjár-
hagsáætlun leiðir í ljós, eru:
1. Mjög er dregið úr frantkvæmd-
unt á sviði félagsmála og stefnt
að samdrætti í byggingu dag-
vistarheimila og stöðvun frek-
ari byggingar leiguíbúða auk
þess sem framlag borgarinnar
til byggingar dalarheimila fyrir
aldraða er nú aðeins um helm-
ingur að raungildi þess sem það
hefur verið á liðnum árum.
Stórfelldar
lántökur
2. Fjárhagsáætluninni er lokað
með stórfelldum lántökum.
Auk þess, sem gert er í áætlun-
inni ráð t'yrir lántöku og/eða
tekjuauka að upphæð kr. 57.3
Forsmekkur af
því sem
verður ef
íhaldið nær
völdum í
alþingis
kosningum
í vor
milljónir, er gert ráö fyrir fyrir-
framlöku gatnagerðargjalda að
upphæð kr. 53,7 milljónir, sem
er í raun bein lántaka. Fjárvönt-
un í áætluninni er því urn 111
milljónir króna. Rétt er að
benda á að einn aðaltekjustofn
þessarar áætlunar gatnagerð-
argjöldin, byggir á lóöaút-
hlutun á svæði sem ekki hefur
verið skipulagt og ekki er í eigu
borgarinnar og engir samningar
hafa tekist urn.
Aukin gjöld
á þá sem
minnst mega sín
3. Fasteignagjöld hafa veriö lækk-
Niðurskurður á fé til byggingar dagheimila og annarra félagslegra
framkvæmda.
uö um sem nemur20 milljónum
króna. Sú gjaldalækkun kemur
fyrst og fremst stóreigna-
mönnum til góöa. Jafnframt er
með þessari áætlun gert ráð
fyrir stórhækkun á þjónustu-
gjöldum urn sem riemur tæpum 50
milljónum króna umfram al-
mennar verðlagshækkanir. Þar
rná nefna strætisvagnafargjöld,
aðgang að sundstöðum, barna-
leikvöllum og bókasöfnum,
margföldun á stöðumælagjöld-
um og aukna beina skattheimtu
af Hitaveitu og Rafmagnsveitu.
Þessar gjaldskrárhækkanir eru í
raun bein skattlagning á allan
almenning og leggjast þyngst á
þá sem minnsta mega sín.
Forsmekkur að
leiftursókninni
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins flytja að þessu sinni fáar
breytingatillögur viö gjalda- og
eignabreytingaliði fjárhagsáætlun-
ar og engar við tekjuliði hennar.
Alls staðar í kringum okkur þar
sem hægri (lokkar ráða hefur vax-
andi kreppu verið mætt með niður-
skurði á félagslegri þjónustu.
Greinilcgt er að borgarstjórnar-
meirihluti Sjálfstæðisflokksins ætlar
að feta í þau fótspor og má hér sjá
formsekk af þeirri leiltursókn gegn
lífskjörum sem yrði, ef íhaldið
kæmist til valda eftir næstu alþing-
iskosningar.“
Við erum á
leiðinni
síðasta sýningarhelgi
Nú um helgina lýkur sýningu á
myndum norrænna unglinga í
kjallara Norræna hússins, en
þessi sýning hefur farið um allar
helstu borgir Norðurlanda og
hvarvetna vakið mikla athygli.
í myndunum tjá unglingarnir
skoðanir sínar á þeim málum sem
þeint finnst mikilvægust í nútíð og
framtíð. Á hreinskilinn hátt lýsa
þeir álití sínu á mikilvægi friðar,
náttúruverndar, jafnréttis og vin-
áttu allra manna. Þeir lýsa ótta
sínum viö aö mannkynið sé ef til
vill á barmi glötunar, ótta viö
kjarnorkustríð, mengun og
eyðingu náttúru, ótta viö ein-
ræði, ofbeldi, kúgun, fátækt,
atvinnuleysi. Þeir lýsa vonum sín-
um og draumum um betri fram-
tíð.
Ein af finnsku myndunum á
sýningunni.