Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 1
íslenskur rafeindaiðnaður og vélabúnaður í frystihús hefur vakið slíka athygli að pantanir streyma crlendis frá. Sjá 8 janúar 1983 fimmtudagur 48. árgangur 9. tölublað Fá farþegar SVR endurgreidd fargjöld ef lögbann verður sett á 50% hækkunina? „Erfitt í fram- kvæmd" segir lögmaður Verðlagsstofnunar en hvetur fólk til að taka kvittanir fyrir farmiðaspjöldum „Við hljótum að búast við að úr- skurður fógeta í lögbannsmálinu verði kveðinn upp í næstu viku og ef krafa Verðlagsstofnunar um lög- bann verður tekin til greina, eins og ég trúi fastlega að verði, eru Strætis- vagnar Reykjavíkur skyldaðir að selja fargjöld sín á því verði sem gilti fyrir 50% hækkunina", sagði Gísli ísleifsson lögfræðingur verðlagsstofnunar í samtali. Margir hafa velt því fyrir sér hvað taki við þegar og ef lögbannið verður tekið til greina. Hvað með þá farþega sem hafa greitt nýja verðið, fá þeir endurgreitt? Gísli ísleifsson svarar: „Það er ég hræddur um að verði erfitt. Menn hafa auðvitað ekki kvittanir fyrir greiddum fargjöld- um, en auðvitað ættu menn að taka kvittanir þegar þeir kaupa far- miðaspjöld og freista þess síðan að fá mismun gamla og nýja verðsins endurgreiddan ef dómurinn í mál- inu fellur okkur í hag". Þegar úrskurður dómara liggur fyrir, sem eins og áður sagði verður í næstu viku, verður Verðlagsstofn- un að höfða mál á hendur Reykja- víkurborg til staðfestingar lög- banninu. Gísli ísleifsson kvað hér ekki vera um að ræða spurninguna um það hvort réttmætt væri að hækka fargjöldin eins mikið og gert hefur verið, heldur aðeins hvort einhliða hækkun á opinberri þjón- ustu stæðist fyrir lögum. - v. Jólin eru Itöin. 1 gær var norská jólatréö fjarlægt af Austurvelii. Úr greinargerð lögfræðings Verðlagsstofnunar um fargjaldahækkun: Einhliða hækkun er ólögmæt brýtur í bága við lög frá 1978 og 1981 Þegar lögbannskrafa Verðlagsstofnunar gegn borg- arstjóranum í Reykjavík vegna einhliða hækkunar strætisvagnafargjalda um tæp 50%, var lögð fram í fógetarétti Reykjavíkur, vísaði lögfræðingur Verðlags- stofnunar til tveggja lagagreina. Annars vegar laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og hins vegar laga nr. 12/1981 um verðlagsaðhald, lækkun vörugjalds og bindiskyldu inn- lánsstofnana. . Lögfræðingurinn bendir á að Strætisvagnar Reykjavíkur séu háð- ir lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og ólögmæta viðskipta- hætti um verðlagningu fargjalda sinna og vísar í því sambandi til laga nr. 56/1978. Hann segir að á grundvelli þessa hafi SVR um ára- bil verið bundnir hámarksverði á fargjöldum og hafi þeir síðast feng- ið hækkun á þeim hjá Verðlagsráði 15. nóvember sl. um 22%. Nú hafi það hins vegar gerst að þó að Stræt- isvagnar Reykjavíkur hafi ekki verið felldir undan ákvæðum um hámarksverð fargjalda, þá hafi þeir ekki sótt um hækkun á þeim til Verðlagsráðs, heldur hafi borgar- stjórn Reykjavíkur einhliða látið fargjaldahækkunina taka gildi 7. janúar sl. Verðlagsstofnun bendir á að það Frumvarp til laga um bann við ofbeldismyndum Brýnt að frumvarpið nái fram fyrir þinglok sé augljóst að umrædd fargjalda- hækkun sé með tilliti til þessa sem hér hefur verið rakið, ólögmæt enda hefði það ófyrirsjáanlegar af- leiðingar í för með sér ef opinber og/eða einkafyrirtæki tækju verð- lagningu í sínar hendur í stríði við ákvæði laganna frá 1978 með síðari breytingum. Þess vegna beri að láta hið umbeðna lögbann ná fram að ganga. ~v- Guðmundur Vigfússon látinn — segir Þorbjörn Broddason „Menn halda kannski að það sé í lagi að láta þessi mál reka á reiðan- um í nokkur ár í viðbót, en það er niikill misskilningur. Ég vil skora á alþingismenn að afgreiða frum- varp sem menntamálaráðherra hefur lagt fram fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar og leggur til að bann- að verði að selja og dreifa ofbeldis- myndum," sagði Þorbjörn Brodda- son í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann hefur eins og kunnugt er látið myndbandavæðinguna mjög til sín taka. Frumvarp það sem Þorbjörn minnist á var lagt fram skömmu fyrir jólafrí þingmanna, og í 1. grein þess segir svo: „Bannað er að dreifa eða flytja ofbeldiskvik- Þorbjörn Broddason myndir. Sala og dreifing og sýning mynda af þessu tagi er bönnuð í ísíenskri lögsögu frá gildistöku laganna." Ofbeldismyndir merkir í lögum þessum kvikmynd, þar sem sér- staklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar á mönnum og dýrum eða hrottalegar dráps- aðferðir. Síðar í þessari sömu grein segir: „Kvikmynd merkir í lögum þessum myndefni af hvaða tæknibúnaði sem er, hvort sem ætlað er til sýn- ingar í kvikmyndahúsum, sjón- varpi eða öðrum myndflutnings- tækjum." Þorbjörn sagði að ef þetta frum- varp næði fram að ganga myndi það þýða stóraukið starfssvið Kvikmyndaeftirlitsins, en eins og málum er háttað í dag þá nær vald- svið Kvikmyndaeftirlitsins aðeins til þeirra mynda sem sýndar eru í kvikmyndahúsum. Hver einasta videó- og kvikmyndaspóla sem kæmi með eðlilegum hætti inní landið færi í gegnum skoðun hjá eftirlitinu. Kjarni málsins er sá að hér á landi eru mjög ajvarlegir hlutir að gerast í þessum efnum. Börn og unglingar horfa daglangt á vibjóðs- legar ofbeldismyndir án nokkurra afskipta fullorðinna," sagði Þor- björn. Þorbjörn vildi vekja athygli á því að í hinum almennu hegningar- lögum er í raun ekkert ákvæði sem getur komið í veg fyrir að hömlu- lausar ofbeldismyndir gangi á með- al fólks. í barnaverndarlögunum er ákvæði um aldurstakmörk, en að öðru leyti eru börn og unglingar ekki verndaðir fyrir því myndefni sem hér um ræðir. Þjóðviljinn reyndi í gær að ná í Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra til að fá hans sjónarmið fram um þessi mál, en án árangurs. Hann er nú staddur norður á landi. -hól. Guðmundur Vigfússon, fyrrv. borgarfulltrúi í Reykjavík varð bráðkvaddur í gær 67 ára að aldri. Hann var fæddur að Hrfsnesi í Barðastrandarhreppi M.srpt. 1915, sonur Vigfúsar Vigfússonar bónda þar og konu hans Guðbjarg- ar Guðmundsdóttur. Hann var borgarfulltrúi í Reykjavík um 20 ára skeið, 1950-1970, fyrst fyrir Sósíalistaflokkinn og síðan Alþýðu- bandalagið. Hann gegndi fjölmörg- um öðrum trúnaðarstörfum fyrir sósíalista. Guðmundur stundaði verkamannavinnu og verslunar- störf 1933-1943, var erindreki ASÍ 1943-48, skrifstofustjóri fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Rvfk 1948-50, blaðamaður við Þjóðvilj- ann 1950-59, deildarstjóri í Hús- næðismálastofnun ríkisins 1970-72 og aftur frá 1974 til dauðadags. Hann var framkvæmdastjóri í Framkvæmdastofnun ríkisins 1972-74. Eftirlifandi kona hans er Marta Kristmundsdóttir. Þjóðvuj- inn vottar henni, börnum þeirra og öðrum aðstandendum samúð sína. Guðmundar verður minnst í blaðinu síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.