Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþrotftir Umsjón: ViðirSigurðssQn „Brasilía ræður ekki við HM" Brasilía er eitt hinna fjög- urra landa sem til greina kem- ur um að halda heimsmeistar- akeppnina í knattspyrnu 1986. Forseti alþjóðaknatt- spyrnusambandsins er brasil- ískur, Joao Havelange, og menn gætu því ætlað að það væri þungt þegar lokaá- kvörðunin verður tekin. Það þarf ekki að vera, sé tekið mið af síðustu umntælum for- setans: „Allir vita hvað BrasiKa er tnikil knattspyrnuþjóð og áhuginn þar fyrir að halda keppnina er gífurlegur en hreinskilnislega sagt held ég að landið ráði ekki við slíka knattspymuinnrás. Samgöngu- kerfið er alls ekki fullnægj andi og það er mikill skortur á hótelum fyrir allan þann fjölda sem landið myndi heimsækja". Þá vitum við það. -VS Serginho til Roma? Serginho, miðherjinn kraftalegi í brasilíska knatt- spyrnulandsliðinu, gæti verið á leið til toppliðsins í ítölsku knattspyrnunni, AS Roma. Serginho hefur lent í deilum við féiag sitt í Brasilíu, Sao Paulo, og er ákveðinn í að fara til Evrópu. Hjá Roma er landi hans, hinn snjalli Roberto Falcao, svo og stjörnu- leikmaðurinn ítalski Bruno Conti. Serginho hefur fengið að líða fyrir það að hann er ekki dæmigerður brasilískur miðherji, þ.e. liðugur og létt leikandi, en hann er stór og sterkur eins og margir bestu miðherjar Evrópu hafa verið og tekur mikla pressu af sam- herjum sínum með fyrirferð sinni og krafti. -VS Landsliðið í borðtennis utan Landsliðið í borðtennis heldur utan 13. janúar til þátt- töku í Evrópukeppni landsliða 3. deild. Að þessu sinni fer keppnin fram á Guernsey. Aðrar þjóðir en ísland og Gu- ernsey sem taka þátt í keppn- inni í ár eru Malta og Jers- ey. Keppt verður Iaugardag- inn 15. og sunnudaginn 16. Liðið sem keppir að þessu sinni er þannig skipað: Stefán Konráðsson Víking 41 landsleikur, Hilmar Konráðs- son Víking 19 landsleikir og Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB 16 landsleikir. Þjálfari liðsins og fararstjóri er Björg- vin Jóhannesson. Kennsla í skíðagöngu Skíðaráð Reykjavíkur og Skíðafélag Reykjavíkur verða með skíðagöngukennslu fyrir almenning í dag frá kl. 18 til 19 og á morgun á sama tíma og á laugardag og sunnudag frá kl. 14 tíl' 16 á Miklatúni. Kennari er Ágúst Björnsson. -hól Anders Dahl, sem hér sést senda þrumufleyg í átt að markinu, hefur varla verið mjög ánægður með frammistöðu sinna manna, þó svo hann viti mæta vel að erfitt er að sýna e-ð gegn liði eins og IR. Engin óvænt úrslit í hikarnum Nokkrum af þeim leikjum sem lauk með jafntefli i ensku bikarkeppninni á laugardag- inn var haldið áfram í gær- kveldi. Úrslit þeirra urðu sem hér segir: Chelsea-Huddersneld 2:0 Man.City-Sunderland 2:0 Newcastle-Brighton 0:1 Stoke-Sheff. Utd. 3:2 Torquay-Oxford 2:1 í 3. deild í gærkvöldi vann Orient Bradford 3:2 á útivelli og í 3. deild gerðu Hartlepool og Peterborough, markalaust jafntefli í spennandi leik. -hól. IR-ingar emi án stigs Þrátt fyrir að KR-vélin hefði ým- ist aðeins verið í fyrsta gír eða hlut- lausum, unnu þeir IR-inga létt í Höllinni í gærkvöld. Hvort sem um ferðaþreytu var að ræða hjá KR- ingum eður ei, þá var þetta þeirra lélegasti leikur í deildinni til þessa. Ekki bætti úr skák að Alfreð gat ekki leikið með vegna meiðsla. Lokatölur 28:13 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:8. Eins og þessar tölur gefa til kynna, tók það KR-inga hálfan leikinn að hrista ÍR-inga af sér. Eins og svo oft áður, héldu ÍR- ingar boltanum lengi lengi í sókn- inni (áreiðanlega eina liðið sem kemst upp með slíkt; e.t.v. vegna samúðar dómara), og þegar KR- ingar loks fengu boltann í hendurn- ar, voru lætin svo mikil, að hann lenti oftast í höndum andstæðing- anna, eða utan leikvallar. Þetta lagaðist þó til muna í seinni hálf- leik, enda var uppskera Vesturbæ- inganna samkvæmt því. Ekki er ástæða til að fara mörg- um orðum um leik þennan. ÍR- ingar eru einfaldlega svo miklu lé- legri en önnur lið í 1. deildinni, að vonlaust má telja að þeír fái eitt einasta stig. Raunar eiga leikmenn liðsins skilið hrós fyrir að gefast hreinlega ekki upp.Barátta þeirra er vonlaus. KR-ingar eiga ekki hrós skilið fyrir frammistöðu sína, og mega þeir teljast heppnir með að fá ÍR að þessu sinni því með slíkum leik hefðu þeir varla unnið nokkurt annað 1. deildar lið. Þó má nefna að Jens Einarsson varði af snilld í seinni hálfleik. Dómararnir voru ekki alveg húmorslausir, og má nefna í því sambandi að þeir dæmdu einu sinni töf í leiknum og það á KR!. B/hóI Léttur sigur Vonir Valsmanna um að komast í 4-Iiða úrslitin í Islandsmótinu í handknattleik urðu að engu í gær- kveldi er þeir töpuðu fyrir FH í Hafnarfirði með 23 mörkum gegn 28. FH-ingar á hinn bóginn gull- tryggðu ser þátttökurétt í úrslita- keppninni og er nú sýnt að FH, KR, Víkingur og sennilega Stjarnan halda áfram í úrslitin. Leikur FH og Vals var í upphafi jafn. Valsmenn tóku það til bragðs, rétt eins og Víkingar á dög- unum, að setja mann til höfuðs Kristjáni Arasyni. Gunnar Lúðvíksson fékk það erfiða hlut- verk, en honum tókst ekki jafn vel upp og Páli, því Kristján skoraði alls 11 mörk. Þess' ber þó að geta að Kristján var á allan hátt frískari nú en í Víkingsleiknum og það gerði gæfumuninn Staðan í hléi var 15:12, sóknir höfðu verið stuttar, vörn Vals léleg sem þó fagnaði endurkomu Brynj- ars Harðarsonar í þessum leik. Þessum mun héldu FH-ingar út allan leikinn og var forysta þeirra aldrei í hættu enda liðið í einum gæðaflokki fyrir ofan Val. Svo virðist sem róttækra breytinga sé þörf hjá Valsmönnum. Góðu árin eru að baki. Mörk FH: Kristján 11, Guðjón 6, Hans og Óttar 3 hvor, Guð- mundur 2, Sveinn, Pálmi og Theó- dór eitt mark hver. Mörk Vals: Brynjar 11, Jón Pét- ur og Steindór 3 hvor, Jakob, Gunnar og Þorbjörn 2 hvor. lg/hól. Kristján Arason skoraði 11 mörk fyrir lið sitt í gær. Jóhannes í hópi þeirra bestu Jóhannes Eðvaldsson spjarar sig vel í Skotlandi Jóhannes Eðvaldsson, fyrr- um fyrirliði íslenska lands- liðsins í knattspyrnu, hefur staðið sig með ágætum í skosku úrvalsdeildinni í vetur með liði sínu, Motherwell, og hefur ver- ið jafnbesti leikmaður liðsins að undanförnu. Knattspyrnutímaritið Match gefur leikmönnum einkunnir fyrir hvern leik og tekur saman hverjir hafa staðið sig best í hverjum mán- uði. Eins og sjá má á meðfylgjandi úrklippu sem sýnir efstu menn í nóvember hefur Jóhannes verið þriðji besti leikmaður úrvalsdeild- arinnar ásamt tveimur öðrum, fyrr- um Valsmanninum Jim Bett og Ralph Milne frá Dundee United. Fremri talan sýnir leikjafjölda í mánuðinum, sú síðari meðaleink- unn fyrir þessa fjóra leiki. Ekki eru þeir bresku kannski alveg nógu góðir í stafsetnhtgunni! _ VS Jtm B*tt (rt* !»#•*"¦) (mouim wwl) lUMt MMM IMhIM CMfy Mtimry (HRNHmMH} • T.M S 7.*» 4 7J» 4 7_* 4 JH 4 7.14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.