Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 13. janúar 1983 Aðalsfmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og81527, umbrot 81285. ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Merk kvik- mynd kemur í leitimar sem Loftur Guðmundsson tók á Alþingis- hátíðinni 1930 Menn vissu að Loftur Guð- mundsson tók kvikmynd af Alþing- ishátíðinni 1930, en þrátt fyrir eftirgrennslan fannst filman ekki, fyrr eh á síðasta ári og þá fyrir hreina tilviljun, sagði Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvik- myndasafns ísiands er Þjóðviljinn ræddi við hann í gær, um þennan merkilega fund filmunnar. Hér er um stór tíðindi að ræða vegna þess að þetta er eina kvikmyndin sem fagmaður tók af hátíðinni og sú eina sem tekin var að því vitað er á 35 mm filmu. Erlendur sagði að nokkrar smá- myndir, teknar af áhugamönnum á 16 mm filmu, væru til, en þessi mynd Lofts væri sú lang- merkilegasta sem til væri. Sýning- artími hennar er hálf klukkustund. Filman fannst fyrir tilviljun í pússi Sigríðar og Eiríks Bjarna- sonar í Hveragerði, en þau hjón ráku þar hótel og kvikmyndahús. Auk þess ráku þau um árabil ferð- akvikmyndahús. Munu þau á sín- um tíma hafa fengið filmuna hjá Lofti til að sýna í kvikmyndahúsi sínu og eintaicið svo orðið eftir hjá þeim. Eftir lát Eiríks var Sigríður að huga að ýmsum munum og rakst þá á filmuna og afhenti hana Kvik- myndasafni ríkisins. Erlendur sagði að hér væri um svo kallaða nitratfilmu að ræða, en slíkar filmur voru eingöngu not- aðar á þeim árum sem myndin var tekin. Þær geymast afar illa og sagði Erlendur að þetta eintak væri raunar óhæft til sýninga, en hægt væri erlendis að taka kópíu af myndinni, sem síðan væri hægt að varðveita og sýna að vild. Til þessa hefur Kvikmyndasafnið ekki fjár- magn, en málið þolið litla sem enga bið, ef filman á ekki að eyði- leggjast. -S.dor. Erlendur Sveinsson í Kvikmyndasafninu í gær (Ljósm-eik-). Kæra Þióðviljans Snemma í gærmorgun barst ríkissaksóknara, Þórði Björnssyni, svohljóðandi kæra: 11. janúar. Til ríkissaksóknara. Þjóðviljinn leyfir sér hér með að kæra til embættis yðar dreifingu á ofbeldismyndinni „Cannibal - Holocaust" á vegum fyrirtækisins „ÍS-VIDEÓ", sem er til húsa í sjoppu einni að Engihjalla 8 í Kóp- avogi. Blaðið fer þess á leit við saksóknara að hann kanni hvort ís- lensk lög nái yfir viðskipti með slík- an varning, og grípi til viðeigandi ráðstafana gegn þessum óhugnaði ef kostur er. Þjóðviljinn vísar til þess, að ' mynd þessi hefur verið gerð upp- tæk í myndbandaleigum í Noregi og Svíþjóð af lögregluyfirvöldum vegna þess að ástæða er til að ætla að hún sýni m.a. raunverulegt morðiog nauðgun. Einar Karlsson ljósmyndari Þjóðviljans fékk umrædda mynd á leigu hjá „ÍS-VÍDEÓ" um kl. 3 e.h. 11. janúar 1983, til eins sólar- hrings. Blaðið biður saksóknara að vera svo vinsamlegan að skila myndbandinu, sem hér fylgir með, til réttra aðila fyrir tilsettan tíma, sjái embættið ekki ástæðu til að leggja hald á það. Þjóðviljinn gerði Rannsóknar- lögreglu ríkisins strax viðvart í gær er blaðið varð þess áskynja að „Cannibal Holocaust" væri í dreif- ingu á íslandi. Af hálfu hennar var á það bent að réttast væri að snúa sér beint til embættis saksóknara ríkisins. Virðingarfyllst. Fyrir hönd Þjóðviljans, Einar Karl Haraldsson ritstjóri. íslendingar voru 234.980 1. des. sl., fjölgaði um 1,46% Mesta f jölgun frá því 1967 íslendingum fjölgaði um 1.46% á síðasta ári, og voru landsmenn alls 1. desember s.l. 234.980, eða 3.372 fleiri en árið áður, samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofunnar. Þetta er mesta hlutfalls- lega mannfjölgun síðan 1967, ef frá eru talin árin 1972 og 1974, en þá var mikið um heimflutning ís- lendinga frá útlöndum. Tölur um fólksflutninga milli ís- lands og útlanda á síðasta ári liggja ekki fyrir, en svo virðist sem tala aðfluttra til landsins umfram tölu brottfluttra hafi verið með því hæsta er gerst hefur, ef ekki hærri. Ibúar á Siglu- firði ekki f ærri síðan 1929 Líkt og árið 1981, þá varð fjölg- unin í fyrra meiri á höfuðborgar- svæðinu en utan þess. í Reykjavík varð mesta fólksfjölgunin síðan 1963, fjölgaði um 1.313 eða 1.55%. Til samanburðar má geta þess að síðustu 10 ár var meðalfjölgun íbúa í Reykjavík 0.2%, en fólksfækkun varð í borginni á árunum 1976 til 1978. í öðrum sveitarfélögum á landinu fjölgaði um 3.2% en þar var meðalfjölgun síðustu tíu ára 3.1%. Á Suðurnesjum, Kjalarnesi og í Kjós fjölgaði um 1.8%. Á Vesturlandi var fjölgunin 1%, á Vestfjörðum fækkaði hins vegar íbúum um 0.6% ,en þar var síðast fólksfækkun árið 1974. Á Norður- landi vestra fjölgaði um 0.5% um 0.7% á Norðurlandi eystra, 0.9% á Austurlandi og0.7% á Suðurlandi. í sveitarfélögum með yfir 1000 íbúa varð mest fjölgun í Mosfells- hreppi 6.6% og í Garðabæ 6.1%. í þremur sveitarfélögum fækkaði íbúum á árinu. í Neskaupstað um 1.2% í Vestmannaeyjum um 1.9% og á Siglufirði um 2.1%. Að frátöldum árunum eftir eld- gosið í Vestmannaeyjum hef ur íbú- um þar ekki fækkað jafn mikið síð- an 1946, og á Siglufirði hafa íbúar ekki verið færri síðan 1929. íbúar Reykjavíkur voru 1. des. S.T. 85.782. Næst flestir landsmenn bjuggu í Kópavogi, 14.259, á Ak- ureyri 13.748 og í Hafnarfirði bjuggu 12.463. -lg. farínn að kanna málið enn" sagði ríkis- saksóknari í gær Ríkissaksóknari, Þórður Björnsson, hafði skjót handtök þegar hann hafði at- hugað hina margum- töluðu mynd „Canni- bal Holocaust" sem Þjóðviljinn lét emb- ætti hans í té í gær ásamt kæru þeirri sem birtist hér á öðrum stað í blaðinu. Hann sendi spóluna áfram til Rannsóknarlögreglu ríkisins sem nú fær það verkefni að grennslast fyrir um með hvaða hætti spólan kom inní landið, auk þess sem hún mun kanna hvort efni spólunnar stangist á einhvern hátt á við íslensk lög. B - hól. Atvinmi- leysi 1,3% í desember I desembermánuði s.l. voru 1,3% atvinnufærra manna skráðir atvinnulausir hér á landi. Atvinnu- leysisdagar í mánuðinum voru rúmlega 30.000 á öllu landinu, en það samsvarar því að alls hafí 1412 einstaklingar verið atvinnulausir að staðaldri. Þetta er nokkru meira atvinnuleysi en í sama mánuði í fyrra. Á árinu 1982 voru atvinnyleysis- dagar alls um 200 þús. á landinu öllu. Sé litið sérstaklega á höfuðborg- arsvæðið kemur í ljós, að þar voru 0,4% vinnufærra manna atvinnu- lausir að jafnaði á árinu 1982. Sums staðar úti á landi er þessi tala töluvert hærri, t.d. á Norður- landi vestra þar sem um 1,7% vinn- ufærra manna voru að jafnaði atvinnulausir á árinu 1982. Til samanburðar má minna á, að víða erlendis er atvinnuleysið um 10% af vinnufæru fólki. Rækjuverð hækkar um 28% Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað á fundi sínum í gær lágmarksverð á rækju frá 1. janúar til 28. febrúar. Hækkunin nemur að meðaltali 28,1% miðað við afla- samsetningu í janúar til aprfl 1982. Verðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda gegn at- kvæðatölu kaupenda. Hæsta verð á rækju verður kr. 13,44 kflóið, og eru þá 160 stykki eða færri í kflóinu. Verðflokkarnir eru alls átta og er lægsta verðið kr. 4,20 fyrir kílóið og er þá miðað við 351 stykki eða fleiri í kílóinu. Verðlagningin gildir fyrir óskel- fletta rækju í vinnsluhæfu ástandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.