Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. jamiar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA3 6. áskriftartónleikar Sinfóníunnar Einleíkur á klarinett Sjöttu áskriftartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands verða í Háskóiabíói n.k. fimmtudag kl. 20.30. Þessir tónieikar voru áður auglýstir 6. janúar, en þeim varð að fresta vegna ófærðar. Efnisskráin er eftirfarandi: Molter: Klarinettkonsert. Páll P. Pálsson: Klarinettukonsert. Brahms: Sinfónía nr. 4. Stjórnandi er Páll Pampichier Pálsson og einleikari Sigurður Ing- vi Snorrason, klarinett. -ekh Leiðrétting: Astæðulaus óttí Orðinu ekki var ofaukið í einni setningu í ræðu Öddu Báru Sigfús- dóttur við umræður um heilsu- gæslu í borgarstjórn Reykjvíkur sem birt var í blaðinu í gær. Rétt hljóðar setningin þannig: „Það sem almenningur óttast er að menn verði að leita til heilsu- gæslustöðvar og megi ekki vera áfram hjá sínum gamla og góða heimilislækni eftir að nýja kerfinu hefur verið komið á. Sá ótti er ástæðulaus, þar sem fólki verður ekki gert að breyta einu né neinu sem það ekki vill." Þá skal þess gtið, að ekki var um að ræða 13 miljón kr. fjárveitingu ríkis til borgarsjóðs eins og nefnt er í greininni, heldur 12 miljónir. Gömul mynd frá Súðavík: Afar snjóþungt hefur verið þar undanfarna daga, og muna elstu menn í plássinu ekki annan eins snjó þar um slóðir. Fréttapistill M Súðavík Snjóflóð valda aUmiklu tjóni Ingibjörg Björnsdóttir fréttarit- ari Þjóðviljans á Súðavík sendi okkur eftirfarandi pistil af veðri og óvæntum uppátækjum náttúru- aflanna þar vestra nú um nýliðin áramót. - Hér á Súðavík hefur verið tíðindalítið það sem af er vetrar þar til aðfararnótt fimmtudagsins 7. janúar að brast á norðan stórhríð sem endaði með snjóflóði og til- Fyrirspurn: Hvar er þetta f élag ti! húsa? Á 12. síðu Þjóðviljans í gær birt- ist grein frá Félagi rækjuvinnslu- stöðva undir fyrirsögninni: „Vill- andi samanburður á rækjuverðinu". Lesandi Þjóðviljans hefur beðið blaðið að koma á framfæri eftirfar- andi spurningum í tilefni af birt- ingu þessarar greinar: 1. Geta menn með því einu að skreyta skrif sín með einhverju félagsheiti skrifað alis kyns óhróður um náungann í blöðin? 2. Hvenær var þetta Félag rækju- vinnslustöðva stofnað? 3. Hverjir eru í stjórn þess félags? 4. Hvar er félagið til húsa? 5. Hver skrifar þessa grein? 6. Með hvaða rétti kemst greinar- höfundur svo að orði, að Matt- hías Garðarsson sé „titlaður sjávarútvegsfræðingur" og „sagður starfa á vegum norska sjávarútvegsráðuneytisins í Bo- dö í Noregi"? 7. Vill höfundur upplýsa hvaða á- hrif það hefur á rækjuverð á ís- landi annars vegar og í Noregi hins vegar, að Matthías Garðarsson er bróðir formanns rækjuútgerðarmannafélagsins á Bíidudal svo sem tekið er fram í greininni? Vegna þessara fyrirspurna tekur Þjóðviljinn fram að, sá sem óskaði birtingar á umræddri grein var Óttar Yngvason og kvaðst hann hafa samið greinina í samráði við formann Félags rækjuvinnslu- stöðva, sem hann sagði vera Eyjóif Þorkelsson á Bfldudal. Að öðru leyti vísast fyrirspurn- unum til viðkomandi félags, en tekið var fram í Þjóðviljanum í gær, að blaðið harmar ódrengi- legar aðdróttanir að Matthíasi Garðarssyni, sem fram koma í greininni. Skákmótið í Gausdal: Margeirí 3. sæti Margeir Pétursson er nú í 3. saeti á alþjóðlega skákmótinu sem stend- ur yfir í Gausdal í Noregi. í gær voru tefldar tvær umferðir á mót- inu og var gengi íslensku keppend- anna heldur slakt. í 5. umferð sem hófst snemma í gærmorgun gerðu Guðmundur og Margeir jafntefli í 30 leikjum eftir æsispennandi skák, Sævar tapaði fyrir Westerinen og Karl Þorsteins gerði jafntefli við Binham. 6. umferð var svo tefld seinni part dags og þá gerði Guðmundur jafntefli við Kudrin eftir mikla hörkuskák þar sem Guðmundur fórnaði tveim hrókum og manni en varð að láta sér lynda skiptan hlut. Margeir gerði jafntefli við Binham og Sævar við Berg. Karl Þorsteins tapaði svo fyrir Svíanum Wedberg. Ögaard og Kudrin eru efstir á mótinu með 4 vinninga og inn- byrðis jafnteflislega biðskák. Margeir Pétursson er í 3. sæti með 4 vinninga. _ nól. finnanlegu tjóni tveggja fjár- eigenda hér í plássinu. Fyrra flóðið mun hafa komið um kl. 7 að morgni. Ruddi það um spenni frá Rafveitunni og tók fjár- hús ásamt hlöðu með sér og fór með það niður undir Túngötu, þar sem það stansaði við tvö ystu húsin við götuna. Vitnaðist fyrst um flóðið þónokkru síðar þegar eigandi innra hússins kom út um morguninn og sá jeppa, sem hann átti, á hliðinni við húsdyrnar hjá sér. Stúlka í húsinu hafði vaknað við einhverjar drunur, svo af þessu samanlögðu gátu menn sér þess til hvað hefði gerst. En þar sem ekki sá út úr augum fyrir hríðarkófi var ekkert hægt að gera fyrr en birti og veðrinu slotaði. Þá var strax farið að leita og fundust 10 kindur lif- andi, 8 dauðar, en 11 er saknað. Meðan verið var að leita skall snjóflóð á öðru fjárhúsi, innar í hlíðinni. Par er enn verið að leita og búið að grafa upp 15 kindur lif- andi, 6 dauðar, og saknað er 14-15 kinda. Elstu menn {plássinu muna ekki svona mikinn snjó, og enginn veit til þess að snjóflóð hafi komið á þessum stöðum, en komið hafa smáflóð hér innar í plássinu, alltaf á sömu stöðum, en þó mjög sjaldan valdið tjóni. Fólk úr einu húsi innarlega í plássinu flutti úr húsi sínu á fimmtudag, en það hús stendur mjög ofarlega í byggðinni. Allt er með kyrrum kjörum í framplássinu, og vonar maður að þessi vandræði séu nú um garð gengin. Annars er fátt í fréttum héðan. Næg atvinna og töluvert um aðkomufólk að venju sem vinnur í frystihúsinu. Haldin var áramótagleði í Frosta og jólaskemmtun fyrir börn á 2. í nýári. Helsta framkvæmd bæjarfélags- ins á liðnu ári var endurnýjun vatns- veitunnar, en það er mikið fyrir- tæki, sem hófst s.l. haust. -I.B.- v Rósberg G. Snædalrit- höfundur er látínn Rósberg G. Snædal rithöfundur er látinn, aðeins 63 ára að aldri. Rósberg var Húnvetningur, fæddur að Kárahlíð í Laxárdal 8. ágúst, 1919. Voru foreldrar hans Guðni Sveinsson bóndi í Kárahlíð, fluttist seinna til Skagastrandar, og kona hans, Klemensína Klemens- dóttir. Rósberg G. Snædal lagði á margt gjörva hönd um ævina. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti veturna 1939-1941 og sótti síðar kennaranámskeið við Háskólann. Til Akureyrar fluttist hann 1941 og átti þar heimili árum saman. Á Akureyri gegndi Rós- berg fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var ritstjóri Verkamannsins, sat í stjórn Verkamannafélags Ak- ureyrar og Sjúkrasamlags Akur- eyrar, formaður Húnvetningafé- lagsins á Akureyri, svo að eitthvað sé nefnt. Þess á milli stundaði hann verkamannavinnu. Hann tók mik- inn þátt í störfum Sósíalistaflokks- ins og var í framboði við alþingis- kosningar fyrir hann. Síðari árin var Rósberg búsettur í Skagafirði og stundaði þar kennslu, til að byrja með á Skagan- um beggja megin sýslumarkanna, en nokkur hin síðustu dvaldi hann á Hólum í Hjaltadal og kenndi við barnaskólann þar. Rósberg G. Snædal var mikil- virkur rithöfundur, jafnvígur á bundið mál og óbundið, félags- hyggjumaður mikill og fluggreind- ur, eftirminnilegur öllum, sem af honum höfðu einhver kynni. -mhg Rósberg G. Snædal Alþýðubandalagið lagði til að barnafargjöld SVR yrðu miðuð við 12 ára aldur í stað 15 ára aldurs Hefði sparað þessum aldurshópi miljónir en tillögunni var vísað frá segir Guðrún Agústsdóttir borgarfulltrúi „Fulltrúar Alþýðubandalagsins í borgarstjórn fluttu um það tiilögu að barnafargjöld með Strætisvögn- um Reykjavíkur yrðu miðuð við 12 ára aldur í stað 15 ára, en þeirri tillögu var vísað frá. Samþykkt þeirrar tiliögu hefði þýtt miljóna sparnað fyrir þennan aldurshóp á þessu ári, en Davíð Oddsson borg- arstjóri taldi þessa krakka betur undir það búna að axla þær byrðar heldur en borgarsjóð", sagði Guð- rún Ágústsdóttir borgarfulltrúi og stjórnarmaður í SVR. „Það hefur verið stefna borgaryf- irvalda um margra ára skeið, líka þegar íhaldið hefur verið við völd í Reykjavík, að fargjöld stæðu undir 2/3 hluta kostnaðar við rekstur SVR. Nú hefur hins vegar skipt um og sú stefna mörkuð að fargjöld Guðrún Ágústsdóttir borgarfull- trúi: Leiftursóknin gegn lífskjörum Reykvíkinga er hafin af fullum þunga. jafngildi 78% kostnaðar. Stefnan er semsé sú að stórhækka alla þá þjónustu sem venjulegt launafólk er nauðbeygt til að kaupa. í þessu tilviki bitnar hin stórfellda hækkun fyrst og fremst á barnafjölskyldun- um, og ef þessi stefna hefði verið ljós fyrir síðustu kosningar er ekki að efa að þær hefðu farið öðruvísi en raun bar vitni," sagði Guðrún ennfremur. „Stjórn Strætisvagna Reykjavík- ur hefur aldrei fjallað um þetta mál, og hugmyndin um að bera ekki 50% hækkun fargjalda undir Verðlagsráð, eins og lög kveða þó ótvírætt á um, er ekki frá stjórninni komin. Ég mun hins vegar á næsta fundi leggja fram tillögur í málinu og bóka mótmæli gegn þessari stór- felldu og ólögmætu hækkun far- gjaldanna. Það verður með ein- hverjum hætti að koma í veg fyrir að þessi nýja leiftursókn íhaldsins í Reykjavík dynji yfir af fullum þunga", sagði Guðrún Ágústs- dóttir. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.