Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. janúar 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Vesturlandi Fyrri umferð forvals vegna röðunar á lista flokksins í komandi alþingis- kosningum skal lokið eigi síðar en 16. janúar næstkomandi. Kjörgögn hafa verið send formönnum flokksfélaganna í kjördæminu. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Hafnarflrði Opinn fundur um húsnæðismál Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til opins fundar um húsnæðismál fimmtudag- inn 20. janúar að Strandgötu 41, kl. 20.30. Framsaga: Ólafur Jónsson stjórnarfor- maður Húsnæðismálastofnunar. Almennar umræður á eftir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Akranesi Fyrri umferð forvals fer fram laugardag og sunnudag 15. og 16. janúar næstkomandi. Allir félagsmenn AB á Akranesi eiga rétt á þátttöku í forvalinu. Nánari upplýsingar varðandi forvalið verða sendar félags- mönnum föstudaginn 14. janúar. Upplýsingar um félagatal gefa þeir Ársæll Valdimarsson s. 1384 og Guðjón Ólafsson s. 1894 á laugardag, en á sunnudag eru upplýsingar gefnar í Rein s. 1630. Kaffiveitingar verða í Rein á sunnudag kl. 15. Félagar! Takið virkan þátt í forvalinu. Drekkið síðdegiskaffi í Rein. Stjórnin Alþýðubandalagið Borgarnesi - nærsveitum Félagsfundur. Forval. Almennur félagsfundur fimmtudaginn 13. janúar næstkomandi í Hótel Borgarnes kl. 20.30. Fundarefni: 1) Tilnefning í fyrri hluta forvals. 2) Röðull. 3) Héraðsmálefni. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna og taka þátt í forvalinu. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra - Fyrri hluti forvals Fyrri hluti forvals Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram í þessari viku. Framkvæmd þess er í höndum uppstillingarnefndar- manna á hverjum stað með aðstoðarmönnum sem félögin tilnefna. Forvalið fer fram sem hér segir: Ólafsfjörður: Að Aðalgötu 1, fimmtudag 13. jan. kl. 20-23. Dalvik: Að Bergþórshvoli, laugardag 15. jan. kl. 13-17. Akureyri: í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, föstudag 14. jan. kl. 17-19 og laugardag 15. jan. kl. 14-18. S-Þingeyjarsýsla: Þar verður kjörgögnum dreift um eða upp úr helginni 9. jan. og þeim safnað saman fyrir 14. janúar. Húsavík: í Snælandi, laugardag 15. jan. kl. 10-12 og 13-16. Raufarhöfn: í Hnitbjörgum, sunnudaginn 9. jan. kl. 16-19. Þórshöfn og nágrenni: Að Vesturvegi 5, þriðjudag 11. og miðvikudag 12. janúar kl. 13-16. Reykjavík Á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3, mánudag 10. og fimmtudag 13. jan. kl. 9-17. Forvalsreglur Atkvæðisbærir eru fullgildir félagsmenn í Alþýðubandalaginu, sem eru skuldlausir á forvalsdegi. Hægt er að öðlast þátttökurétt með því að ganga í flokkinn í síðasta lagi á forvalsdag. Á kjörseöil fyrri áfanga skal rita nöfn fjögurra manna, og fylgi heimilis- fang eða sveitarfélag hverju nafni. Nöfnin eru óröðuð en rita skal nöfn úi fleiri en einni flokksdeild. Kjörseðill er því aðeins gildur að þessum reglum sé fyljú- Atkvæði úr fyrri umferð verða talin á Akureyri 16. janúar hafi þau þá borist alls staðar að. Fyrirhugað er að síðari umferð fari fram fyrstu dagana í febrúar. Uppstillingarnefnd Uppstillingarnefnd skipa Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri, Páll Hlöðversson, Akureyri, Svanfríður Jónasdóttir, Dalvík, Björn Þór Ólafsson, Olafsfirði, Sigurður R. Ragnarsson, Mývatnssveit, Örn Jó- hannsson. Húsavík, Þorsteinn Hallsson, Raufarhöfn, Ragnar Sigfússon, Þistilfirði. Alþýðubandalagið í Reykjavík - Greiðum félagsgjöldin fyrir forval Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld til þess að greiða þau fyrir forvalið 14.-16. janúar. - Stjórn ABR. Utankjörfundarkosningin Unnt verður að kjósa utan kjörfundar á hverjum stað og ber þeim sem þess óska að hafa samband við uppstillingarnefndarmann. Þá er einnig hægt að kjósa hjá því félagi í kjördæminu, þar sem viðkomandi kann að verða staddur á forvalsdegi þess, auk kosningarinnar í Reykjavík sem getið er hér að ofan. Alþýðubandalagið Akranesi Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akranesi verður í Rein laugardaginn 29. janúar. Nú þegar getum við tilkynnt að Helgi Seljan og kona hans verða gestir okkar. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. Klippt F'ramhald af bls. 10. kímnigáfa ÓG sé þar sparlegar beitt en í fyrrgreindum dæmum. Þegar hefur verið minnst á Helgu- vík og Ólaf Jóhannesson í mismun- andi samsetningum. Alfreð Þor- steinsson er aðeins nefndur skran- sali hersins, að vísu nokkuð oft. ÓG þarf að finna nýtt viðurnefni fyrir Alfreð til að halda athygli les- enda. Ein söguleg leiðrétting Nauðsynlegt er að leiðrétta eina söguskýringu í pistlunum. Þar er rætt um offors Ólafs Jóhannes- sonar gegn Alþýðubandalaginu alla tíð. (Þjv. 7 jan). Ólafur er viss- ulega skapmikill og frekur stjórnmálamaður og hann hefur sýnt þennan eiginleika sinn flestum eða öllum andstæðingum sínum og samherjum í stjórnmálum ein- hvern tíma. Vissulega er ástæða til að gagnrýna Ólaf Jóhanneson fyrir eitt og annað, t.d. frammistöðu hans í Helguvíkurmálinu. En oft hafa leiðir Ólafs Jóhann- essonar og Alþýðubandalagsins líka farið saman. Má þar t.d. minna á vinstri stjórnina 1971-1974 og þingrofið 1974. Hægri öflin munu aldrei fyrirgefa Ólafi þingrofið, en þá hindraði hann á lýðræðislegan hátt framkvæmd refskákar sem áttti að leiða til myndunar nýrrar viðreisnarstjórnar. Hatrammar á- rásir á Ólaf sem dómsmálaráð- herra næstu árin voru ekki síst til- komnar sem hefnd fyrir þingrofið 1974. Það tókst næstum því með ósvífnum fjölmiðlaáróðri að fá stóran hluta íslensku þjóðarinnar til að halda að eiginlega væri dóms- málaráðherrann aðalsökudólgur- inn í Geirfinnsmálinu. Varla voru til þær svívirðingar sem hann fékk ekki að heyra á þeim tíma. Mér hefur lengi fundist að fjöldi vinstri manna skuldi Ólafi Jóhann- essyni afsökun á því að hafa ekki komið honum til aðstoðar í þeim galdraofsóknum sem sum hægri öflin stóðu þá fyrir gegn honum. Ekki síst vegna þess að þær orsök- uðu úrkynjun í stjórnmál- aumræðu, sem að mati mínu hefur skaðað vinstri öflin á íslandi mjög mikið og gera það ennþá, eins og dæmin sanna. Lokaorð Lokaorð mín eru þessi: Að sjálf- sögðu eiga Alþýðubandalagsmenn að gagnrýna Framsóknarflokkinn fyrir allar hægri sveiflur hans. En gerum það af viti og án persónu- níðs. Við skulum gagnrýna sem sósíalistar, en ekki eins og við séum þátttakendur í lítilfjörlegu innan- flokksstríði í Framsóknar- flokknum. Við erum ekki Framsóknarmenn, munum það. 9. janúar 1983 Gísli Gunnarsson Steingrímur Framhald af bls. 5 bestum árangri, svo að úrslitum réði um félagsstofnun. Síðar, vegna kaupa á öðrum togaranum, fékkst svo hlutur bæjarins aukinn upp í 50 til 60% af hlutafénu. Hversu far- sællega þetta upphaf að togar- aútgerðinni gekk og framhaldið oft snurðulaust og stundum gott, svo að sköpum hefur ráðið um atvinnu verkamanna og sjómanna bæjarins og raunar stöðuga þróun atvinnu- lífsins f bænurn, megum við þakka Steingrími Aðalsteinssyni öðrum fremur, og er það ekki of seint, þó að hann sé orðinn áttræður. Steingrímur fluttist til Reykja- víkur 1950 og hefur í seinni tíð látið fara lítið fyrir sér. Er hann áreiðan- lega vel að því kominn að eiga að einhverju leyti hægari daga þegar hann fór að reskjast en þegar mest var að gerast í kringum hann hér á Akureyri. Hann þurfti fyrr að fara að vinna fyrir sér en flestir unglingar, sem ég hef þekkt, eða frá 11 ára aldri, er hann missti föður sinn frá þeim 6 systkinunum ungum. En hann átti eftir duglega og afburða gæða- konu að móður, sem mér er sagt að hann hafi sótt margt til af sínum eiginleikum. Guðmundur Eggerz sýslumaður, sem var nágranni hennar í Glerárþorpi í fjölda ára, gat hennar fallega og með þakklæti í æviminningum sínum. Mér sýnist, að Steingrímur Aðalsteinsson megi vel una sínum hlut, sem af er umsvifamikilli starfs- ævi, og óska ég honum og Sigríði Þóroddsdóttur konu hans og þeirra fólki til hamingju með afmæli hús- bóndans og að þau megi eiga eftir marga ævidaga og góða. Tryggvi Helgason. Hannibal Framhald af 7. si&u. un alþýðu enda stóran hluta starfs- ævi sinnar kennari og skólastjóri, samhliða sínum umfangsmiklu félagsmálastörfum. Og hann var raunar alltaf að kenna. Þeir, sem félagsmálastörfum sinntu í hverju verkalýðsfélagi, gátu sífellt til- einkað sér nýja lærdóma, er frá honum komu sem forustumanni samtakanna. Hann átti stóran þátt og frumkvæði að stofnun Lista- safns alþýðu, félagsmálaskóla M.F.A. og margskonar ákvörð- unum Alþýðusambandsins, er stefndu að því að gera forustumenn félaga og trúnaðarmenn á vinnu- stöðum færari í að gegna sínum hlutverkum. Hannibal var svipmikill stjórn- málamaður. Harður í horn að taka, þegar á þurfti að halda. Gekk aldrei troðnar slóðir. Tók sjálf- stæðar ákvarðanir og lét hvorki flokka né foringja leggja fyrir sig línurnar. Málstaður erfiðis- fólksins, hins vinnandi manns, hef- ir ávallt hjá honum setið í fyrir- rúmi. Oft fannst mörgum hann tefla djarft, voga miklu, en hann tók óhræddur áhættu og hlaut jafn- an sigur. Hannibal er skemmtilegur maður í viðkynningu, fróður og víðlesinn, gamansamur og hnytt- inn í tilsvörum á góðra vina fundum. Ég minnist með ánægju er þau hjón Sólveig og Hannibal, komu til Stokkseyrar fyrir nokkrum árum og við heimsóttum húmoristann Pál heitinn ísólfsson og hans ágætu konu, Sigrúnu Eiríksdóttur, í sumarbústað þeirra að ísólfsskála á Stokkseyri. Þá var spjallað í léttum dúr um lífið og tilveruna. Ég tel mér mikinn ávinning að hafa kynnst Hannibal Valdimars- syni, notið leiðsagnar hans og heilræða í áratugastarfi mínu í verkalýðshreyfinginni. Ég færi þeim heiðurshjónum, Sólveigu og Hannibal, þakkir og árnaðaróskir við þessi tímamót. Megi þau heil heilsu njóta ánægju- legs ævikvölds. Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri. STAÐA FORSTJÓRA Vinnuhælisins að Litla-Hrauni Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Vinnu- hælisins að Litla-Hrauni, sem auglýst var laust til umsóknar 6. desember 1982 er fram- lengdur til 31. janúar 1983. Dóms og kirkjumálaráðuneytið, 12. janúar 1983. 1X2 1X2 1X2 19. leikvika - leikir 8. janúar 1983 Vinningsröð: 2x2 - 121 — 12 1 -x 1 1 1. vinningur: 12 réttir - kr. 21.465.- 2. vinningur: 11. réttir - kr. 433.- 3731 64142 5500 64749 5671 65308 6746 65690 6878 66104+ 16270 66383 16654 67321 21795 68694 21950 69100+ 23343 69131 24662 69216 60064 70191 60194+ 70993+ 60195+ 70994+ 61463 71453 63816 71468 63877+ 72318+ 72545+ 72549+ 72562 72690 72862 73107+ 73179 73575+ 73589 73909+ 74329+ 74760 75875 76325+ 77211+ 79127 79527+ 79731 80812 80854+ 82119+ 82554+ 82957 83042+ 83293 85694 86451 87256 87482 87692 87700 88209 88469+ 88583+ 88797 94843+ 99986+ 70202(2/11) 90520 95647 100007+ 72173(2/11) 90633 95950+ 1000023+ 74345(2/11) 91656 95954+ 100244 79029(2/11) 91710 95956+ 100250 81882(2/11)+ 91711 96679+ 100308 88712(2/11)+ 91714 97178 100855 90026(2/11) 91761 97455 100862+ 90837(2/11) 91802 97545+ 100868+ 95519(2/11) 92052 97547+ 100885+ 99413(2/11) 92062 98819+ 100886+ 100803(2/11)H 92412+ 99079 100889+ 18.vika: 92836+ 99226 100890+ 90036 92963 99360 100968+ 93019+ 99471 + 4439(2/11) 93151 99476+ 61454(2/11) 93391 + 99980+ 63823(2/11)+ Kærufrestur er til 31. janúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra sela (+) verða að f ramvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Gera má ráð fyrir verulegum töfum á greiðslu vinninga fyrir númer, sem enn verða nafnlaus við lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðin - REYKJAVÍK Getraunir — íþróttamiðstöðinni — Reykjavík Móöir mín, Kristín Lúðvíksdóttir, Skagabraut 26, Akranesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 10.30. Sigrún Magnúsdóttir Holt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.