Þjóðviljinn - 13.01.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. janúar 1983
Búið að
leggja 10%
heimsflotans
Mikið kreppuástand ríkir nú á
alþjóðaskipamarkaðnum, sem
og svo víða annars staðar í
heiminum. Þegar er búið að
leggja yfir 1000 skipum, eða um
10% af heildartonnafjölda
heimsflotans.
Hlutfallslega hefur flestum ol-
íuskipum verið lagt, eða um 16%
af tonnatölu þeirra, en minnst af
almennum vöruflutningaskipum,
eða um 40%.
Skipafloti Dana hefur orðið
einna verst úti, en alls er búið að
leggja um þriðjungi, 33% af skip-
astólnum þar í landi. Fast á eftir
fylgja Noregur og Grikkland.
Japanir eru hins vegar í sérflokki í
þessum efnum sem svo víða,
aðeins 1% af japanska skipaflot-
anum hefur verið lagt enn sem
komið er.
Gætum
tungunnar
Ýmist er sagt: láta í ljós eða láta í
ljósi. Hvorttveggjá er rétt.
Skák
Karpov aö tafli - 80
Lokastaöan á millisvæöamótinu í Lenin-
grad varö þessi: 1 .-2. Karpov og Kortsnoj
13'/2 v. 3. Byrne 12V2 v. 4. Smejkal 11 v.
5.-6. Larsen og Htibner 10 v. 7. Kusmin
9’/2V. 8.-10. Tai,GligoricogTaimanov81/2
v. o.s.frv. Þeir þrír hinir fyrstnefndu komust
því áfram í Áskorendakeppnina og áttu þaö
vel inni fyrir sakir frábærrar taflmennsku.
Karpov tefldi af gífurlegu öryggi og tapaöi
ekki skák, komst aðeins einu sinni í veru-
lega taphættu- gegn Tal. Kortsnoj baröist
eins og grimmur hundur alit mótiö út í gegn
og vann marga fallega sigra. Frammistaöa
Robert Byrne kom mjög á óvart. Fyrir mótiö
var hann almennt talinn einn af minni
spámönnunum, en hann harðnaöi viö
hverja raun og raöaði inn vinningunum.
Larsen missti dampinn eftir glæsilega byrj-
un, en aörir keppendur áttu aldrei veruiega
möguleika nema ef vera skyldi Smejkal
sem vann 7 skákir í röð á einu tímabili.
I síðustu umferð vann Karpov Filipsseying-
inn Eugunio Torre auöveldlega:
abcdefgh
Karpov - Torre
21. b3! Rd7
22. Ba3! Hf7
23. g4! De4
24. Rg5!
- Svartur gafst upp.
Á hinu millisvæðamótinu sem haldiö var
í Brasilíu sigraöí heimamaöur, Henrique
Costa Mecking, hlaut 12 vinninga af 17
mögulegum. Portisch og Polugajevski
kræktu sér í hin tvö sætin eftir aukakeppni
meö Efim Geller. Fischer heimsmeistari
gat því farið að gefa eftirtöldum skák-
mönnum auga. Feitletraðir eru þeir sem
hugsanlega gátu átt möguleika í einvígi við
hann: Spasskí, Petrosjan, Polugajevskí,
Portisch, Kortsnoj, Karpov, Byrne og
Mecking.
Helgi Felixson kennari í leikrænni
tjáningu við lýðháskólann í
Kungálv.
Frá götuleikhúsi Friðarvagnsins á s.l. sumri (Ljósm. Leifur Rögnvaldsson).
Friðarvagninn
kemur tíl íslands
Friðarvagninn er hópur frískra
leikara frá lýðháskólanum í
Kungálv í Svíþjóð, sem sýndi í
Danmörku og S-Svíþjóð við
miklar vinsældir í fyrrasumar og
hefur áhuga á að koma hingað til
íslands á komandi sumri, sagði
Helgi Felixson kennari í Kung-
álv, er hann Ieit inn á blaðið til
okkar nýlega.
Leikstarfsemin er þáttur í nám-
inu, og við byggjum sýningar
okkar mikið upp á fimleikum og
látbragðsleik, meðal annars til að
yfirstíga þær hindranir sem tung-
umálin eru í norrænu samstarfi
sem þessu.
í friðarvagninum er 40 manna
leikhópur, þar af nokkrir íslend-
ingar, og hyggjast þeir fara frá
Kungélv til Noregs n.k. sumar og
taka þaðan Smyril til Færeyja og
fslands. Ef áætlanir standast mun
hópurinn verða hér á landi
seinnipartinn í júlí n.k.
Við sýndum m.a. á Ullevi-
íþróttaleikvanginum í fyrra en
þar voru þá saman komnir 50
þúsund manns að taka þátt í
friðarhátíðinni. Við höfum haft
samstarf við friðarhreyfingarnar í
Svíþjóð og lagt okkur fram um að
setja litríkari blæ á baráttuna
fyrir friði og afvopnun.
Þá fórum við í leikferð um
Danmörku og lékum víða, m.a. á
Grábræðratorgi í Kaupmanna-
höfn þar sem um 3000 manns
komu. Þá lékum við einnig í Ár-
ósum, Odense, Nyköbing, Vor-
denborg og á hinni árlegu rokk-
hátíð í Hróarskeldu.
Friðarvagninn á sér sögu allt
aftur til ársins 1974 þegar vor-
námskeiðin í leiklist byrjuðu í
virkinu við Kungálv. Sýninga-
ferðalögin byrjuðu hins vegar
fyrir 2 árum, og er það von okkar
að þessi starfsemi muni vaxa og
dafna í framtíðinni.
Leikstjórn og leiðbeining er
kostuð af skólanum, en að öðru
leyti er þetta byggt upp af áhuga-
mannastarfi. Við höfum sýningar
okkar yfirleitt undir beru lofti og
byggjast þær þá annars vegar á
skrúðgöngu um bæinn og hins
vegar leiksýningu. Þar sem við
höfum sýnt hafa bæjarfélögin
greitt fyrir sýningarnar, og kostar
hver sýning 8000 krónur sænskar.
Við erum að vonast eftir góðum
móttökum einnig hér á Hlandi,
því án fjárhagslegs stuðnings frá
bæjarfélögunum verður þetta
ekki hægt.
Hvað hefur þú starfað lengi
með Friðarvagninum?
Ég byrjaði að kenna leikræna
tjáningu við Kungálv í haust.
Ánnars var ég nemandi í skól-
anum veturinn 1977-78. í
leikhópnum okkar eru líka
nokkrir eldri nemendur skólans.
Við óskum friðarvagninum
góðs gengis í leik og starfi og
hlökkum til að sjá hann lífga upp
á bæjarlíf á íslandi á komandi
sumri.
ólg.
r
Islensk málnefnd ályktar:
Tölvuprent veröi
stafsett rétt
Um langt árabil hefur tíðkast
að tölvuprenta ýmis konar eyðu-
blöð opinberra stofnana á þann
veg, að ekki samræmist opinber-
um reglum eða almennum venj-
um um íslenska stafsetningu.
Algengast hefur verið að nota
hástafi eingöngu, en hitt er þó
verra þegar ekki er gerður grein-
armunur á o og ó, u og ú o.s.frv.
Slíkt brýtur í bága við venjur og
reglur, gefur fordæmi sem tor-
veldar störf íslenskukennara og
getur jafnvel boðið misskilningi
heim.
íslensk málnefnd hefur nýlega
ályktað um þessi mál og beint því
til opinberra stofnana og ann-
arra, sem senda frá sér tölvurituð
eyðublöð og annað tölvuprent,
að kosta kapps um að stafsetja
nöfn og annað lesmál í samræmi
við þær reglur, sem kenndar eru í
skólum landsins, og koma sér
upp tækjum til slíkrar prentunar.
Þá bendir málnefndin á, að í
hinni tölvuprentuðu þjóðskrá eru
engir lágstafir og ekki notaðir
stafirnir í, ó, ú og ý. Af því leiðir,
að nöfn flestra eru rangrituð í
þjóðskránni, þar á meðal nöfn
allra kvenna, sem kenna sig til
föður eða með því að skeyta orð-
inu dóttir við nafn hans.
Einnig er á ýmsum þeim
plöggum sem hið opinbera sendir
frá sér misbrestur hvað varðar
notkun þágufalls í heimilisföng-
um. Heimilisfang svarar spurn-
ingunni um það, hvar einhver eða
eitthvað er eða á heima, og er þá
nokkurn veginn sama og nafn
heimila í þágufalli: Dæmi: Jón
Jónsson, Skógum, Fnjóskadal,
Suður-Þingeyj arsýslu.
Staðarnafn í þágufalli svarar
einnig spurningunni um það,
hvar eitthvað gerist eða er gert.
Þess vegna er þágufall notað við
dagsetningu bréfa, skjala, for-
mála bóka o.s.frv. Dæmi: Þing-
völlum 17. júní 1944.
íslensk málnefnd vill að lokum
benda á, „að hætt er við að lang-
vinn vanhirða í þessum efnum
hafi þegar haft sljóvgandi áhrif“.
Fisksnyrting í Kóreu
í tilefni umræðna um hert gæðaeftirlit í fiskvinnslu hérlendis, birtum
við þessa mynd úr fiskverkunarstöð á austurströnd Kóreu. Eins og
hérlendis eru það nær eingöngu konur sem sjá um að snyrta fiskinn,
sem í þessu tilfelli er Alaskaufsi.