Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN, Fimmtudagur 13. janúar 1983 UtMlUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ’Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hiöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Þegar rökin þrýtur • Það er sagt að þröngt sé í búi hjá smáfuglunum um þessar mundir. En það er víðar þröngt í búi. Svo bágt er ástandið orðið í Morgunblaðshöllinni að þar eru orðréttar tilvitnanir í forystugreinar Morgunblaðsins lýstar „lygar“ þegar henta þykir. • Þjóðviljinn leyfði sér í fyrradag að vekja athygli á merkri yfirlýsingu, sem birst hafði í forystugrein Morgunblaðsins s.l. sunnudag, og varðaði deiluna um orkuverð til álversins. - Við birtum yfirlýsingu Morgunblaðsins orðrétta í fyrradag, en hún var á þessa leið: • „Öllum er ljóst, að miðað við stöðu áliðnaðarins í heimin- um er varanleg verðhækkun á raforku til álversins í Straumsvík óraunhæf nema samþykkt verði að auka megi framleiðslugetu þess.“ • Til samanburðar við þessa afstöðu Morgunblaðsins bent- um við á tvennt. • í fyrsta lagi á þá niðurstöðu í skýrslu Landsvirkjunar frá septembermánuði s.l. að raunhæft virðist „að fara fram á tvö- til þreföldun á núverandi orkuverði til ÍSAL,“ - og að upplýsingar um orkuverð til álvera í Evrópu bendi til þess, að ÍSAL ætti að geta greitt allt að 22 mill á kílówattstund fyrir orkuna í stað 6,5 mill, sem hér eru borguð. • í öðru lagi bentum við á, að í gögnum, sem Ragnar Halldórsson, forstjóri álversins í Straumsvík hefur sent fjölmiðlum fyrirstuttu og dagsett eru þann21. des. s.l. segir orðrétt, að meðalorkuverð til álvera í heiminum og hjá Alu- suisse sérstaklega sé „ekki 22-24 mill, sem ráðherrann vill vera láta, heldur milli 16 og 17 mill“. • Þær staðreyndir, sem Þjóðviljinn vakti þarna athygli á með orðréttum tilvitunum tala sínu skýra máli, en hvert er andsvar Morgunblaðsins? - Það birtist í forystugrein Morg- unblaðsins í gær, og eina svarið þar eru upphrópanir um lygar. Svo fátt er nú um rök í forðabúrum Morgunblaðshall- arinnar. - En var þá eitthvað rangt af því sem fram kom um þessi mál í forystugrein Þjóðviljans í fyrradag? Nei, það var allt rétt, og þótt Morgunblaðið hrópi um lygar, þá láist blaðinu alveg sem von er að gera grein fyrir því í hverju „lygarnar“ felist. • Hins vegar endurtekur ritstjóri Morgunblaðsins í gær fyrri staðhæfingu sína um það, að óraunhæft sé að krefjast hærra orkuverðs af því erlenda álveri, sem nú starfar í Straumsvík, svo þarna hefur greinilega hvorki verið um prentvillu eða misskilning að ræða. • Morgunblaðið þykist hins vegar vilja krefja Alusuisse um hærra orkuverð frá nýrri álverksmiðju. - Sem sagt, við eigum áfram að afhenda Alusuisse um 40% allrar raforku- framleiðslu í landinu á verði, sem er aðeins um þriðjungur þess meðalverðs sem annars staðar er greitt. Og svo eigum við líka að bjóða þessum sama auðhring enn stærri skammt af okkar orku í þeirri von, að fá e.t.v. eitthvað hærra verð fyrir þá viðbót. • Þvílík reisn! - Er nema von að álfurstarnir dáist að flugi ránfuglanna þar í Morgunblaðshöllinni. • Fulltrúar Alusuisse í viðræðum við íslensk stjórnvöld hafa m.a. annars sett fram kröfur um rétt til að kaupa enn meiri orku af okkur íslendingum, en líka kröfu um að þurfa ekki að kaupa orkuna, nema þegar þeim hentar! Þeir hafa hins vegar aldrei fengist til að nefna nokkra tölu um hugsanlega hækkun orkuverðs, hvorki í núverandi verksmiðju né í ný- rri. En Morgunblaðið vill bjóða þeim nýja verksmiðju, án þess neitt liggi fyrir um það, hvaða orkuverð þar sé í boði. Blaðinu þykir víst reynslan svo góð af viðskiptum okkar við Alusuisse. • Þann 5. september s.l. skrikaði Morgunblaðinu fótur á Alusuisselínunni. Þá gerðist það óvænta að blaðið tók undir kröfuna um hækkun orkuverðsins í 15-20 mill. Sú dýrð stóð ekki lengi. Nú eru 6,5, mill það eina raunhæfa. Það hefur verið kippt í spottana og leikbrúðurnar þekkja sitt hlutverk. k. klippt Pólitískt ofstœki Björn Bjarnason ver heilli síðu í Morgunblaði gærdagsins til að svara ummælum sendiherrans í Moskvu, Harald Kröyer, sem hann viðhafði í síðdegisblaðinu fyrir skömmu. Tilvitnuð ummæli eru ekki önnur en þessi: „ „Viðbrögðin við þessum samn- ingi s.l. sumar voru dæmalaust moldviðri, sem að mínum dómi var ástæðulaust, en kom kannski af því að ekki hafði verið nægi- lega snemma greint frá samningn- um af hálfu utanríkisráðuneytis- ins. Fyrstu fréttir í blöðum voru svolítið afbakaðar, byggðar á misskilningi, og það olli skjálfta í sumum þingmönnum, sem mér sýnist hafa stafað af skorti á þekkingu og náttúrlega dálitlu pólitískú ofstæki í garð Sovétríkj- anna,“ segir Haraldur Kröyer." Embœttismenn og deilumál „Það er ekki oft sem embættis- menn blanda sér inn í deilumál með þessum hætti“, skrifar Björn, og mega menn minnast þess þegar einhver kerfismaður- inn er dreginn upp á síður Morg- unblaðsins til að vitna fyrir Sjálf- stæðisflokkinn eins og gerist svo oft og iðulega. Það er undarlegur tvískinnung- ur að kveinka sér undan því þegar embættismenn eru á annarri skoðun en Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið, en glenna síð- an með flennifyrirsögnum og stolti skoðanir þeirra þegar þær fara saman við skoðanir blaðsins. Dýr leiftursókn Þegar talað er um „báknið“, „kerfið“ og að það þurfi að rýra það, hefur það yfirleitt haft á- róðursgildi. Leiftursóknarmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu að kjörorði sínu „Báknið burt“, og frjálshyggjumennirnir klifa á þessu ennþá. Vinstri menn hafa og gagnrýnt „kerfið“ og „bákn- ið“, en þá á gjörólíkum grund- velli. Sósíalistar vilja rýra það til þess að koma ýmsum þáttum rík- isvaldsins undir forræði fólksins sjálfs, en frjálshyggjupostularnir vilja taka ýmsa þætti þess og setja þá í hendurnar á sjálfum sér - til þess eins að græða á þeim. Þeir halda því meðal annars fram, að með því lagi minnki skrifræðið og hægt sé að veita ódýrari og áhrif- aríkari þjónustu. Reynslan er á annan veg. Víðast þar sem leiftursóknaraðferðir af þessu tagi hafa verið teknar upp, hefur skrifræðið raunverulega aukist og þjónustan orðið minni og dýr- ari. Samt halda þeir áfram í sí- bylju með þennan áróður. Leiftursókn Davíðs Það er og ljóst, að þegar stutt- buxnadeild Sjálfstæðisflokksins hrópaði Báknið burt, vísaði hún m.a. til þess gerræðis sem alltof oft fylgir valdamiklum mönnum í kerfinu. Og í því ljósi er býsna skemmti- legt að skoða embættisfærslu Davíðs Oddssonar borgarstjóra í Reykjavík. Eftir fárra mánaða stjórnartíð er þessi leiftursókn- • armaður og andstæðingur bákns- ins ekki kallaður annað manna á millum en Davíð fyrsti. Og æ fleiri líta á embættisfærslu hans með sama hrolli og einræðsherra. Gerræðið er slíkt og offorsið í embættisstörfunum, að meira að segja flokkshollir Sjálfstæðis- menn blygðuðust sín fyrir borgar- stjórann. Þetta er sá forsmekkur sem menn hafa af stjórnarathöfn- um Sjálfstæðisflokksins, fari svo illa að hann fái fylgi til stjórnar- myndunar á íslandi. Ríkisvaldið gegn Reykjavík Davíð borgarstjóri hefur lag á því að skella allri skuld á ríkis- valdið. Nú er það svo, að lög og reglur kveða á um samskipti ríkisvalds og sveitarfélaga. Ríkisvaldið verður ævinlega undirrót hins illa í Reykjavík í orðræðum Davíðs Oddssonar. Og svo er að skilja, að ríkisvaldið gæti hagsmuna landsbyggðarinn- ar á móti hagsmunum Reykjavík- ur. Varla er það staðfesting yfir- byggingar ríkisvaldsins sem ræður þessum málflutningi. Og svo ber að hafa í huga, að það á áð beita ríkisvaldinu í þágu allra Iandsmanna. Reykvíkingar eru um helmingur þjóðarinnar og eiga áreiðanlega tilsvarandi hlut í athöfnum ríkisvaldsins. í munni borgarstjórans verða landsmenn stríðandi fylkingar Reykvíkinga og annarra landsmanna en ætli það séu ekki stærri andstæður. sem skipta þjóðinni í fylkingar? ^ -óg og skorið Endurskoðun sálmabókar DV birtir í gær viðtal við Jónas Guðmundsson fyrrverandi blaðamann á Tímanum en hann hefur nú lokið störfum við blað- ið. Við birtum sýnishorn úr við- talinu: Ég var nú rekinn, eins og það heitir á gullaldarmáli. Svo einfalt er það nú. - Voru einhverjar sérstakar ástæður fyrir brottrekstrinum? - Já, vafalaust hafa þær nú verið margar, en líklega hefur það veg- ið einna þyngst að núna er verið að endurskoða sálmabók flokks- ins, eða pólitíkina í blaðinu. Og ég hafði hætt mér inn á miðjuna og var skotinn þar, en eins og allir vita þá er Framsóknarflokkurinn miðjuflokkur, eða var það. Svo hafði ég líka skrifað ógæti- lega um sauðkindina. Hitt verða menn líka að hafa í huga að Tíminn er flokksblað, og auðvitað verður blaðið að ráða því undir hvaða sendingar það vill borga og hvað ekki.“ Helgigripir flokksins „...Nú, ég þekkti orðið viðbrögðin þegar mér varð á að segja eitthvað um sauðkindina og aðra helgigripi flokksins, að ekki sé nú talað um greinar um undan- rennumusterið, sem verið er að reisa í Reykjavík, og um slátur- kostnaðinn. - Er þetta þá skoðanakúgun? - Ekki vil ég nú meina það. En það er athyglisvert að í blaðstjórn sátu að þessu uppsagnarbréfi fjórir starfsmenn Sambandsins og framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins."

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.