Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. janúar 1983 .WÓÐVILJINN SÍÐA 5 Steingrímur Aðalsteinsson áttræður Þegar ég sest við borðið mitt með blað og blýant í þeim tilgangi að senda gömlum baráttufélaga orð með heillaóskum á hans átt- ræðisafmæli, verður mér fyrst fyrir að minnast þeirra baráttumála verklýðshreyfingarinnar við Eyja- fjörð sem efst voru á baugi á okkar yngri árum. Það var á árunum fyrir 1930 sem viðskiptakreppan alræmda seig að og var komin inn yfir landið eins og hendi væri veifað (vestanvindurinn frægi), kreppunni fylgdi atvinnu- leysi og þar af leiðandi sárasta fá- tækt og örbirgð sem lagðist með miklum þunga á herðar allrar al- þýðu og ekki sfst þeirra sem fremsdr stóðu í samtökum verkafólksins og gegndu þar trúnaðarstörfum. Til þeirra voru gerðar miklar kröfur, og það var við ramman reip að draga, þar sem annarsvegar var atvinnuleysið og á hinn bógjnn há- launaðir embættismenn sem neyttu færis hvar og hvenær sem þeir töldu sig eiga leik á borði við að lækka kaupið og þrengja sem mest hag vinnandi manna. Á þessum erfiðu tímum var Steingrímur formaður Verklýðsfélagsins í Glerárþorpi og hlaut því að axla miklar byrðar. Áður hafði reynt á þolrifin í framá- mönnum félagsins og það staðið í allströngu gagnvart svo til eina vinnustaðnum í þorpinu, Síldar- verksmiðjunni í Krossanesi, þegar sviknu sfldarmálin risu hæst mála þar á staðnum. Sumarið 1930 gerðust þeir atburðir í byrjun síld- arbræðslunnar að forstjóri verk- smiðjunnar gekk á gefin loforð og neitaði að greiða gildandi kaup- taxta við verksmiðjuna og aftók með öllu að semja við verklýðsfé- lagið á staðnum þrátt fyrir marg- ítrekaðar áskoranir. Þá var það sem stjórn og félagsfundur í Verk- lýðsfélagi Glerárþorps ákvað að lýsa yfir vinnustöðvun við síldar- bræðsluna. Ég var búsettur í Glerárþorpi þetta ár og var því mættur á síld- armölinni þegar formaður verk- lýðsfélagsins, Steingrímur Aðal- steinsson, lýsti yfir vinnustöðvun- inni eftir að hafa skýrt tilefnið, sem var, að forstjórinn neitaði að greiða gildandi kauptaxta, Akur- eyrartaxta. Áður hafði stjórn verk- lýðsfélagsins leitað eftir stuðningi Verklýðssambands Norðurlands og það brugðist vel við og því voru mættir á staðnum forseti sam- bandsins, Erlingur Friðjónsson frá Sandi, og ritari þess Einar Olgeirs- son, auk allmargra heimamanna og nokkurra annarra forystumanna Verklýðssamtakanna sem mættir voru málstaðarins vegna og þeirra átaka sem framundan voru. Steingrímur gekk fram úr þessum hópi og lýsti yfir vinnustöðvuninni eins og fyrr segir, hann hafði styrka rödd og mjög ákveðinn framgangs- máta og leyndi sér ekki sú viljafeta sem innifyrir bjó. En það mættu fleiri á síldarmöl- inni en verkamenn og forustumenn verklýðssamtakanna. Auðvalds- armurinn lét ekki á sér standa, Holdö hafði safnað liði og kom aðvífandi með nokkra „betri borg- ara“ af Akureyri undir forustu bæjarfógetans sem gekk fram og lýsti verkfall ólöglegt og skipaði aðkomumönnum að yfirgefa stað- inn, þessu upphlaupi var svarað meðþví að sunginn var alþjóðasöng- urinn Fram þjáðir menn. Þessi heimsókn valdsmanna sýndi hvers af þeim mátti vænta og hvaðan vindurinn blés, kauplækkunin í Krossanesi skyldi verða alrnenn kauplækkun. Verkfailið stóð í hálfan mánuð og lauk með fullum sigri verkfalls- manna, svo örugg og traust var stjórn verkfallsins og samstaða þeirra verkamanna sem þarna lögðu niður vinnu og stóðu verk- fallsvörð, þrátt fyrir örfátækt heimilanna. Og það skal sagt Steingrími og félögum hans til ævarandi heiðurs að sú stéttar- eining sem þarna var grundvölluð á vinnustaðnum átti eftir að bera ríkulegan ávöxt í þeim stéttaá- tökum sem á næstu tímum voru svo til árlegur viðburður. í nóvembermánuði 1930 var Kommúnistaflokkur íslands stofn- aður og var Steingrímur Aðal- steinsson meðal fremstu forustu- manna þess flokks. Kommúnista- flokkurinn lagði megináherslu á samfylkingu verkalýðsins í barátt- unni miklu fyrir mannsæmandi lífs- kjörum og alhliða þjóðfélags- umbótum og tók hiklaust forust- tunaí verklýðsbaráttunni. „Lýður bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur," var hið raunverulega kjörorð flokksins. Kommúnistarnir settu sér það markmið að leiða íslenska alþýðu út úr ógöngum kreppu og atvinnuleysis og voru því þátttak- endur og leiðbeinendur í stjórnum verklýðsfélaga hvar sem því var við komið og unnu heilshugar að hin- um fjölþættu verkefnum verka- lýðssamtakanna í daglegri baráttu gegn atvinnuleysisbölinu og þeirri kaupkúgun sem reynt var að beita. Steingrímur Aðalsteinsson naut þess við öll þau ábyrgðarstörf sem á hann hlóðust að hann hafði á ung- um árum brotist fram til skóla- menntunar og útskrifast úr Gagn- fræðaskólanum á Akureyri 1924, sú menntun var honum gullinn lyk- ill til sjálfsmenntunar og þá sér- staklega í þeim yfirgripsmiklu fræðum sem nema varð til þess að vera hæfur leiðtogi í kommúnista- flokki og jafnframt í verklýðs- hreyfingunni. „Brýnið ykkur með þekkingu", sagði formaður flokks- ms Einar Olgeirsson í einni af sín- um alþekktu ræðum og fólkið lagði sig fram um að hlýða því kalli. Á árinu 1932 gekk Steingrímur í hjónaband með sinni fyrri konu Ingibjörgu Eiríksdóttur kennara á Akureyri og flutti sig þá um set úr Glerárþorpinu til Akureyrar. Það sama ár var hann kosinn formaður Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar. Á Akueyri átti hann því fyrir höndum að gegna forustu- hlutverki í öllum þeim hörðu vinn- udeilum sem háðar voru þar á fjórða áratugnum svo sem Nóvu- deilunni 1933, og væri oflangt mál að rekja þá sögu alla í þessari af- mælisgrein. Það var gæfa verklýðs- hreyfingarinnar að njóta krafta og forustu Steingríms Aðalsteins- sonar í þeim átökum sem þar voru sviðsett í þeim tilgangi að reyna til þess ýtrasta þolrifin í verka- lýðnum, snauðum mönnum og oft atvinnulausum tímunum saman. Ekki sé ég mér annað fært en minn- ast í örfáum orðum Nóvudeilunnar sem háð var fyrir hálfri öld, svo samofin var verklýðsbaráttan lífi Steingríms Aðalsteinssonar sem í dag á áttræðisafmæli. Nóvudeilan var í raun framhald Krossanesdeilunnar sumarið 1930, hún stóð um brauð fátæka manns- ins, það átti enn og aftur að lækka kaupið og lama þar með samtök verkafólksins. Sem kunnugt ér flutti Nóva tunnuefni til Tunnu- verksmiðjunnar á Akureyri, sem bæjarstjórn Akureyrar rak þá og starfrækti. Umsamið kaup Verka- mannafélags Akureyrarkaupstaðar við atvinnurekendur og þar með Akureyrarkaupstað var kr. 1,25 í dagvinnu, það kaup hugðist meiri- hluti bæjarstjórnar lækka í 70 aura á tímann, svo átti þá að ganga langt í kaupkúguninni. Og þar sem bæjarstjórnin stóð fast á sínu kauptilboði um sjötíu aura á tímann við vinnu í Tunnuverk- smiðjunni og var ekki til viðtals um gildandi umsaminn kauptaxta, þá lýsti Verkamannafélag Akur- eyrarkaupstaðar yfir vinnustöðvun og stöðvaði uppskipun á tunnuefn- inu úr Nóvu, sem mörgum góðborg- ara þótti þá hart á barið. Það kom í hlut Steingríms Aðalsteinssonar að lýsa yfir vinnustöðvuninni í heyranda hljóði og hafa forustu um verkfallsaðgerðir fyrir hönd verk- lýðsfélaganna áAkureyri sem öll studdu verkfallsmenn með ráðum og dáð. Valdhafar Akureyrarkaupstað- ar og landsins ráku Nóvudeiluna af fádæma hörku og vörðu til þess miklum fjármunum, og þurfti þá hvorki að spara krónurnar eða eyr- inn. Það átti að brjóta verklýðs- hreyfinguna á bak aftur og koma á almennri kauplækkun. En svo var samstaða verkafólksins sterk, að fullur sigur vannst. Nóvudeilan var stéttastríð, og þó sú barátta væri háð á litlum stað þá stóðu eftir þeir ávinningar sem við búum lengi að. Steingrímur Aðalsteinsson er fæddur 13. janúar 1903 að Mýrar- lóni í Kræklingahlíð, foreldrar hans voru hjónin Aðalsteinn Hall- grímsson bónda á Myrkárdal í Skriðuhreppi Manasessonar og kona hans Kristbjörg Þor- steinsdóttir bónda á Mýrarlóni í Kræklingahlíð Þorsteinssonar. Steingrímur er tvígiftur, fyrri kona hans var Ingibjörg sem fyrr er nefnd, þau skildu. Seinni kona Steingríms er Sigríður Jensína Þór- oddsdóttir bónda í Alviðru í Dýra- firði Davíðssonar og konu hans Maríu Bjarnadóttur. Steingrímur bjó í Lyngholti í Glerárþorrpi frá 1922-1932 með móður sinni sem misst hafði mann- inn sinn 1914, og með systkinum sínum, hann var elstur þeirra syst- kina. Steingrímur stundaði al- menna verkamannavinnu, var daglaunamaður, og bjó á Akureyri frá 1932 þar til hann flutti alfarinn til Reykjavíkur. Hann var bæjar- fulltrúi á Akureyri 1934 og þar til að hann hvarf suður til annarra starfa, og landskjörinn alþingis- maður frá 1942-1953, forseti efri deildar Alþingis 1942-1945. í bæjarstjórn og á Alþingi var Steingrímur fulltr. Sósíalistaflokks- ins og þar með íslenskrar alþýðu og ávann sér þar sem annars staðar traust og trúnað. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur stundaði hann þar alllengi leigubílstjórn og var öll þau ár virkur félagi í sam- tökum bílstjóra, Hreyfli. í dag, á þessum tímamótum í lífi míns gamla félaga Steingríms Aðalsteinssonar, er mér efst í hug . og hjarta að óska honum og fjöl- skyldu hans hamingju og heilla. Þér, kæri Steingrímur, sendi ég sér- staklega heitar baráttukveðjur. Tryggvi Emilsson Traustur og góður baráttufélagi, Steingrímur Aðalsteinson fyrrver- andi alþingismaður, er 80 ára 13. janúar. Steingrímur var óumdeU- anlega aðalforustumaður hinnar róttæku vekalýðshreyfingar á Ak- ureyri um nær aldarfjórðungsskeið eftir 1930. Tímabil þetta var um margt sérstætt og eftirminnilegt. Steingrím bar fyrst upp yfir sjóndeildarhring almennings, er hann rúmlega tvítugur hafði verið valinn til forustu í ungu verka- lýðsfélagi í Glerárþorpi, þar sem hann var barnfæddur. Einmitt þá bar að höndum hið eftirminnilega Krossanesverkfall, undir forustu hins unga formanns. Félagið var þannig að brjótast til viðurkenn- ingar á tilveru sinni og samnings- :rétti við eina atvinnurekandann í Glerárþorpi, norskt gróðafélag, sem átti Krossanesverksmiðjuna. Glerárþorpið var í þá daga sér- stætt að allri gerð. Dreifð smábýli um ásana, öll með sínum sérstaka svip og gömlum, fallegum nöfnum en íbúarnir einskonar sambland af sveitamönnum, verkamönnum og sjómönnum. Flestir höfðu smábú- skap með daglaunavinnunni eða sjóróðrum. Sumaratvinna flestra var í Krossanesverksmiðjunni. Táknrænt um festuna í stjórn þessa eftirminnilega verkfalls var það, að risastór reykháfur, sem verið var að reisa, þegar verkfallið hófst, hékk hálfreistur á skakk, í talíunum, þar til yfir lauk og samið hafði verið við félagið. Þegar Einar Olgeirsson, sem með sínum eldlega áhuga og for- ustuhæfileikum hafði safnað saman miklu fylgi við hina róttæku verkalýðsbaráttu og sósíálisma hér á Akureyri, fór héðan um 1930, féll það í hlut Steingríms Aðalsteins- sonar að verða forustumaður þess- arar hreyfingar. Gegndi Steingrím- ur því hlutverki óslitið í nær aldar- fjórðung, eða þar til hann fluttist til Reykjavíkur skömmu eftir 1950. Þetta tímabil, sem Steingrímur var aðalforustumaðurinn, var á marg- ann hátt sérstætt og lærdómsríkt fyrir okkur, sem vorum þá með í spilinu. Atvinnuleysi var landlægt og fá- tækt mikil hér um árabil, og var Akureyri um þær mundir talin eitthvert mesta fátætktarbæli hér- lendis, a.m.k. hvað verkamenn og sjómenn áhrærði. Verkalýðsfé- lögin á Akureyri, Siglufirði og í Vestmannaeyjum — sem valið höfðu sér róttæka forustumenn — höfðu nýlega ver- ið hrakin úr Alþýðusambandinu og ný félög stofnuð undir „rólegri for- ustu“ og tekin í sambandið í stað þeirra útskúfuðu. Jafnframt hlutu hin nýju félög viðurkenningu at- vinnurekenda. Það var því sjaldan til setunnar boðið fyrir þá, sem for- ustu höfðu í hinum gömlu en bar- áttusinnuðu félögum á þessum árum, þegar heimskreppan hvíldi eins og mara á öllurn bjargræðis- vegum almennings. Forustan í þessum samtökum hvfldi því á herðum Steingríms, þegar hin landskunnu átök urðu hér á Akureyri til að verjast stór- kostlegri kauplækkunarherferð atvinnurekenda, svo sem Novu- deilan og litlu síðar Borðeyrar- deilan, vegna nýstofnaðs félags á Borðeyri við Hrútafjörð. í þessum deilum var safnað liði undir forustu fógetans til að brjóta samtökin nið- ur. En hin gamalreyndu samtök verkamanna voru föst fyrir undir forustu Steingríms, sem aldrei var þó hávaðamaður í athöfnum sín- um, en þeim mun gjörhugulli og þrautseigur með afbrigðum, enda hafði hann þá áunnið sér ósvikið traust allra róttækra verkamanna, sem og raunar annarra, sem hann átti skipti við. Þegar svolítið hægðist um eftir átökin á áratugnum 1930 - 40, var hafist handa um að sameina verka- lýðsfélögin að nýju. Reyndi þá mikið á hæfileika og þrautseigju Steingríms við að leita leiða, er að gagni kæmu til að sameina félögin. Þetta virtist lengi óvinnandi verk, en Steingrímur var óþreytandi í leit að nýjum og nýjum mönnum, sem gætu og vildu eiga hlut að þessu starfi. I þessu kom hin mikla tiltrú, sem hann hafði áunnið sér, að því gagni sem dugði til að ljúka þvi að sameina félögin í eitt verkamann- afélag snemma á árinu 1943, eftir 10 ára illskeytt bræðravíg, ef svo mætti segja. Árinu áður var Steinrímur kosinn á þing sem landskjörinn þingmaður, og var þá strax kjörinn forseti efri deildar Alþingis. Eins og í félagsmálum hér heima gat Steingrímur sér gott orð sem þingmaður og sem rétt- sýnn og sanngjarn þingforseti. Strax eftir að stríðinu lauk og. setuliðsvinnan féll niður, sótti í sama horf og áður á kreppuárun- um Atvinnuleysi varð strax mik- ið á Akureyri og margir tóku þann kost að flýja bæinn fyrir fullt og allt, svo að fækkun varð hér a.m.k. tvö til þrjú ár. Enda hafði ekkert verið gert til að örva atvinnu- starfsemina. Framtak einstak- linganna, sem öllu átti að bjarga um atvinnu almennings, brást eins og fyrr og var raunar aldrei nema lítið brot af því, sem þurfti til að atvinnulíf væri viðunandi. Barátt- an fyrir atvinnubótavinnu á veg- um bæjarins hafði aldrei borið ver- ulegan árángur fyrir verkamenn og sjómenn bæjarins, gat heldur aldrei orðið nein lausn til fram- búðar. En nú var Nýsköpunarstjórn í landinu og hafði ákveðið að endur- nýja togaraflota landsins með kaupum á 30 nýjum togurum. Hið nýja, sameinaða, verkamannafé- lag og Sjómannafélag Akureyrar tóku nú upp þráðinn, þar sem frá var horfið fyrir stríð, og sendu bæjarstjórn áskoranir um að bæjarfélagið tæki forustuna við atvinnuuppbyggingu í bænum með því að sækja um eitthvað af hinum nýju skipum, sem í bygg- ingu voru erlendis. Steingrímur, sem var þá bæjarfulltrúi, sótti þetta mál fast í bæjarstjórn. Okkar hug- mynd, sem með Steingrími störf- uðum, var sú, að stofnuð yrði bæjarútgerð á Akureyri, en þá var hvergi starfrækt bæjarútgerð nema í Hafnarfirði, en þar hafði hún starfað frá því um 1932 og bjargað mörgum bæjarbúum þar frá atvinnuleysi. Ekki reyndist vinn- andi vegur að fá samþykkt í bæjar- stjórn, að bæjarútgerð yrði komið á fót, en hinsvegar fékkst sam- þykkt, að bæjarsjóður legði fram 25% af hlutafé í útgerðarfélag, og um sama leyti ákvað KEA að leggja fram verulegt hlutafé. Hvorttveggja var þetta því skilyrði bundið, að nægileg þátttaka fengist frá bæjarmönnum. Var þá ekki um annað að gera en freista þess, hvort tækist að safna nægilegu hlutafé meðal bæjarbúa. Allmargir menn frá stéttarfélögunum lögðu sig vel fram um söfnun hlutafjár, en þó mun Steingrímur hafa skilað þar Framhaldá bls. 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.