Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hannibal Valdimarsson áttræður HanniBal Valdimarsson er átt- ræður í dag. í tilefni dagsins óska ég honum og fjölskyldu hans til hamingju. Fáir menn eiga jafn langa sögu í fremstu víglínu jafnt í verka- lýðsbaráttunni sem á vettvangi stjórnmálanna. Saga Hannibals er samofin sögu íslenskrar verkalýðs- hreyfingar og íslenskrar vinstri- hreyfingar. A þeim tímum er Hannibal hóf afskipti af verkalýðsmálum var baráttan hörð og stóð ekki aðeins um bætt kjör og aðbúnað. Það var barist fyrir sjálfri tilveru verkalýðs- samtakanna, fyrir samtakamætti verkafólks. Hlutverkið er að vekja verkafólk til meðvitundar um stéttarlega stöðu sína og fylkja því til baráttu, því samstaða var for- senda árangurs. Verkalýðsbar- áttan var erfið og reyndi á hvern einstakan félagsmann, ekki síst þegar nýstofnuð félög knúðu á um samninga við harðsvíraða atvinn- urekendur. Atvinnumissir, of- sóknir og jafnvel líkamlegt ofbeldi var hlutskipti þeirra sem fremstir gengu. Við þessar aðstæður risu upp djarfhuga, vígreifir menn. Kjarkur til átaka, eldmóður, sannfæringarkraftur til að fylkja liði og sterk hugsjón voru vegar- nesti frumkvöðlanna. Hannibal naut þeira eigjnleika í ríkum mæli. Aiþjóð man enn þegar Hannibal var tekinn með valdi í ströngu verkfalli í Bolungarvík árið 1932 og fluttur til ísafjarðar. Það þurfti dirfsku en ekki síður lagni til þess að snúa til baka og vinna sigra. íslenskt þjóðfélag er annað í dag en það var á þeim tíma er Hannibal hóf sinn feril. Efnahagslegar fram- farir hafa verið stórstígar og um- skipti orðið í félagslegum réttind- um. Vegleg hús, glæsilegir bflar og reglubundnar utanlandsferðir eru talandi tákn um hina efnalegu vel- megun. Almannatryggingar, lífeyrissjóðir, atvinnuleysis- tryggingar, orlof og aukin félagsleg þjónusta á vettvangi hins opinbera veita einstaklingnum öryggi svo ekki er ofsögum sagt að íslensku þjóðfélagi hafi verið umbylt. Við sem í dag njótum afraksturs- ins, en höfum ekki reynt hina hörðu baráttu frumherjanna á eigin kroppi, eigum erfitt með að setja okkur í þeirra spor. Við sem erum af kynslóð eftirstríðsáranna skynjum naumast umkomuleysið og réttindaskortinn, sem var hlut- skipti íslensks verkafólks fyrr á árum. Okkur hættir til að gleyma því sem gerst hefur og taka vel- megun og velferð nútímans sem sjálfsagaðan hlut. Okkur er skylt að muna að félagsleg réttindi eru afrakstur verkalýðsbaráttu og verkalýðsbaráttan hefur verið hreyfiafl hinna efnahagslegu fram- fara. Við sem njótum þessa í dag eigum frumkvöðlum og baráttu- fólki verkalýðshreyfingarinnar skuld að gjalda. Hannibal var í fremstu víglínu verkalýðsbaráttunnar í áratugi og þar af tvo sem forseti Alþýðusam- bands íslands. Hann var einnig pólitískur forystumaður í áratugi, þingmaður og ráðherra. Allt hans starf fléttaðist saman og stefndi að því að bæta kjör og auka réttindi íslensks verkafólks. Hannibal get- ur með stolti litið yfir farinn veg. Leiðin er vörðuð stórum áföngum. Ég vil endurtaka afmæliskveðjur mínar til þín, Hannibal, og fjöl- skyldu þinnar og flytja þér þakkir Alþýðusambands Islands fyrir heilladrjúg störf í þágu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Bandalag alþýðu - Alþýðuband- alag. Þessum orðum hefur Hanni- bal Valdimarsson vafalaust í eina tíð velt mikið fyrir sér. Hvaða nafn átti að gefa þeim samtökum, sem hann gerði möguleg á sínum tíma ásamt forystumönnum Sósíalista- flokksins, einkum Einari Olgeirs- syni? Hvað eiginleikar þurftu að vera í þessu nafni? Hvaða hljóm þurfti það að hafa? Átti nafnið að taka mið af flokkunum, eins og þeir voru, eða átti að kveða við nýjan tón? Niðurstaðan varð . al- kunn. Alþýðubandalagið, sem hornsteinn var lagður að um miðjan 6. áratug þessarar aldar, er orðið þekkt stærð í íslenskum stjórnmálum. Alþýðubandalagið er sterkur stjómmálaflokkur, en jafnframt víðfemt bandalag íslenskra launa- manna og þeirra sem berjast vilja fyrir félagslegum réttindum verka- lýðsstéttarinnar, þeirra sem vilja berjast fyrir jafnrétti og síðast en ekki síst þeirra sem vilja berjast fyrir sjálfstæði íslensku þjóðar- innar. Hannibal Valdimarsson er átt- ræður í dag og hann hefur verið gæfumaður í sínu lífi. Hann hefur ævinlega staðið við hlið verkalýðs- stéttarinnar í stjórnmálastarfi sínu og oftar en ekki í broddi fylkingar, en hlutur hans í stofnun Al- þýðubandalagsins er sá kafli í stjórnmálasögu Hannibals Vald- imarssonar, sem glæsilegastur er að mínu mati. Fyrir hönd Alþýðubandalagsins þakka ég Hannibal Valdimarssyni fyrir þann hlut sem hann átti í stofnun Alþýðubandalagsins. Hann var fyrsti formaður þess og starfaði sem slíkur formaður kosningasamtakanna og samfylk- ingarinnar allt til ársins 1968. Það samstarf var ánægjulegt og skemmtilegt, og ég var svo gæfu- samur að kynnast Hannibal á síð- ustu árum hans í Alþýðubanda- laginu. Þegar Alþýðubandalagið var stofnað var nauðsyn samfylkingar- innar ákaflega brýn og verkalýðs- hreyfingin, forystumenn í verkalýðshreyfingunni í Sósíalista- flokknum og Alþýðuflokknum gerðu sér ljósa grein fyrir nauðsyn þess að standa saman, einnig á vett- vangi stjórnmálanna. Það er ein- mitt á vettvangi stjórnmálanna þar sem úrslitaatriðin ráðast oft á tíð- um um kjör verkafólksins og þar þarf að fara saman hin faglega og pólitíska barátta. Sú nauðsyn á tví- þættri baráttu var ástæðan fyrir stofnun Alþýðubandalagsins á sín- um tíma - sú nauðsyn hefur ævin- lega verið lykillinn og grunn- forsendan í starfi og stefnu Alþýðubandalagsins. Hannibal Valdimarsson hafði um miðjan 6. áratuginn kjark til þess að taka höndum saman við íslenska sósíalista; ég segi kjark vegna þess að á þeim árum var allt reynt sem unnt var til að einangra íslenska sósíalista en það mistókst. Það var ekki síst verk Hannibals Valdimarssonar að það mistókst og Hannibal hefur vafalaust haft skilning á því sögulega verki sem hann vann þar. Hitt má einnig vera okkur til umhugsunar í dag og mörgum til eftirbreytni, að einmitt nú er nauðsyn samfylkingar, ein- mitt nú er nauðsyn samstöðu gagn- vart afturhaldinu. Einmitt nú er nauðsynlegt að pólitískir forystu- menn í íslensku verkalýðs- hreyfingunni, í Alþýðu- bandalaginu og í hinni faglegu verkalýðshreyfingu, snúi bökum saman og myndi órofa bandalag gegn árásum afturhaldsins, sóknar- bandalag um ný og betri kjör í landi okkar, bjartari framtíð og ríkara menningarlíf. Á afmæli Hannibals Valdimars- sonar ber að minnast þess að til samstöðu þarf kjark, á afmæli Hannibals Valdimarssonar ber að leggja áherslu á nauðsyn einingar til þess að skapa forsendur fyrir sigurfylkingu gegn afturhaldinu í landinu. Fyrir hönd Alþýðubandalagsins flyt ég þér, Hannibal Valdimars- son, kveðjur og þakkir. Svavar Gestsson. Mót- taka síðar Vegna sjúkrahúsdvalar þessa dagana getur Hanni- bal ekki veitt viðtöku vin- um og vandamönnum, sem hefðu viljað samfagna hon- um á áttræðisafmælinu. Hann hefur hins vegar fullan hug á að gera það innan skamms. Það verður auglýst sérstaklega síðar. í dag á Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi forseti Alþýðu- sambands íslands, alþingismaður og ráðherra, áttræðisafmæli. Ekki er það ætlun mín að skrifa langa afmælisgrein um Hannibal af þessu tilefni og því síður að rekja þau margþættu störf, sem hann hefur gegnt á langri ævi. Segja má, að Hannibal hafi verið þjóðkunnur maður allt frá þeim tíma er hann ungur að árum ruddi samtökum verkafólks braut í Súðavík og Bolungarvík vestra og lenti þá í frægum átökum við atvinnu- rekendur og hafa þau átök oft verið rakin. Ég hef það fyrir satt að Hannibal hafi verið dugmikill kennari og skólastjóri og vinsæll af nem- endum. Auk kennslustarfanna á Akranesi, Súðavík og ísafirði varð hann fljótt aðalbrimbrjótur verka- lýðssamtakanna á Vestfjörðum, ferðaðist mikið, stofnaði félög og hvatti menn til dáða. Síðar v^arð hann alþingjsmaður, forseti Alþýðusambands íslands ogtvis- var ráðherra, og hafa alla tíð um hann staðið stormar stríðir, enda maðurinn óvenjulega orkumikill og athafnasamur og lítt gefinn fyrir að fara troðnar slóðir. Ég hefi kynnst Hannibal Valdimarssyni bæði sem andstæð- ingi og samherja. Ég á margar góð- ar minningar um samstarf við hann meðan hann starfaði í Alþýðu- bandalaginu 1956-1968 og kynntist þá vel dugnaði hans og sérstakri ósérhlífni. Hann reyndist hinn mesti garpur til fundaferða og taldi ekkert erfiði eftir sér. Með slíkum mönnum er ánægjulegt að starfa að sameiginlegum áhugamálum. Hannibal Valdimarsson á að baki mikið dagsverk í íslenskri verkalýðshreyfingu og væntanlega verða margir til að þakka honum það í dag. Persónulega þakka ég honum góða viðkynningu og sam- starf sem var ánægjulegt og lærdómsríkt. Á þessum tíma- mótum árna ég Hannibal og hans ágætu konu Sólveigu Ólafsdóttur alls hins besta og læt í ljós þá ósk að árin framundan megi reynast þeim björt og hlý. Guðmundur Vigfússon. Einn af forustumönnum ís- lenskrar verkalýðshreyfingar um áratugaskeið, Hannibal Valdim- arsson, er áttræður í dag. Forustustörf í verkalýðsfélögum í landi okkar gegnum árin hafa ekki verið nein rólegheitastörf. Þeir, sem þeim störfum gegna, mega jafnan vera við því búnir að hafa svala mótvinda í fangið. Þó hafa þar á orðið veruleg umskipti frá því fyrir rúmlega hálfri öld, er Hanni- bal hlaut eldskírn sína, er hann barg lífi verkalýðsfélagsins á Súða- vík árið 1930 með því að taka að sér formennsku í félaginu, þegar atvinnurekendur ætluðu að svelta forustumenn þess til uppgjafar. Eftir það er Hannibal í forustu verkalýðshreyfingarinnar á Vest- fjörðum um árabil, formaður Bald- urs á ísafirði og ritstjóri Skutuls og beitir af hörku orðsins brandi að falsrökum atvinnurekenda, er þá, sem raunar enn, töldu verkalýðs- félög bölvalda í þjóðfélaginu og verkafólkið ómaga á framfæri góð- hjartaðra atvinnurekenda. Árið 1936 sat ég í fyrsta sinn þing Alþýðusambands íslands í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Þá var Hannibal 2. varaforseti þings- ins. Það var í fyrsta skipti, er ég sá þennan vígreifa kappa í ræðustóli. Síðan eru mörg ár liðin. Verkalýðs- hreyfingin orðin stórveldi í þjóðfé- laginu, hefur unnið marga og stóra sigra, en líka stundum orðið að slá undan í vissum tilvikum. En þó Hanniba! væri frábær fundamaður og hafi sem slíkur unnið marga og verðuga sigra, var hann ekki síður í daglegri við- kynningu maður sterkra áhrifa til að laða til samstarfs um áhuga- málin og fylkja samstarfsfólki í órofa samstöðu með sínum miklu persónutöfrum og djarfmannlegu framkomu, er verkaði.við sig í sam- tökunum. Árið 1954 verður Hannibal for- seti A.S.Í..Bjarmi á Stokkseyri hafði þá á annað ár staðið í erfiðri deilu við Reykjavíkurbæ um kaup og kjör starfsfólks við barnaheim- ili, er Reykjavíkurbær rak að Kumbaravogi á Stokkseyri. Félagið leitaði til Hannibals um að Alþýðu- sambandið gengi í málið. Hannibal brást af röskleika við og innan lítils tíma hafði hann fengið undirritað- an samning af þáverandi borgar- stjóra, Gunnari Thoroddsen, samning, sem innihélt verulegar kjarabætur starfsfólkinu til handa og Bjarmi samþykkti einróma. Er þetta aðeins lítið dæmi um það hve rösklega Hannibal gekk til verks fyrir málstað verkafólks. Hannibal hefur oft á starfsferli sínum í verkalýðshreyfingunni þurft að fást við samningsgerð. Mér er vel kunnugt um hversu oft hann leysti mál, sem í hnút voru komin. Þá kom í ljós að þessi harði og skapstóri maður átti líka eigin- leika sáttfýsi og hæfni til að leysa erfið úrlausnarefni á þann hátt að báðir aðilar gátu við unað. Það er vissulega margs að minn- ast frá liðnum baráttuárum. Ég minnist þess hve Hannibal var aðsópsmikill og skeleggur þing- forseti á 24. þingi AlþýðusamBand- sins, sem sett var í Reykjavík hinn 18. nóvember 1954. Þetta þing var mikið átakaþing. Umræður um kjörbréf tóku nær tvo sólarhringa. Á þessu þingi var Hannibal í lok þingsins kosinn for- seti sambandsins með 174 atkv. gegn 146. Mér er þetta þing minnis- stætt, bæði vegna þeirra hörðu átaka, er þar urðu milli þingfull- trúa, er skiptust að mestu í tvo hópa og virtust stundum svo jafnir að verulegur spenningur var í at- kvæðagreiðslum eins og best mátti sjá á því, að við kjör varaforseta Sambandsins munaði aðeins tveimur atkvæðum milli þeirra tveggja, er í kjöri voru, og eins vegna þess hve Hannibal var frá- bær þingforseti við að stjórna þessu óróasama þingi og gefa ákveðna úrskurði til að skera úr deilu- málum. Hannibal hefur flestum öðrum fremur mótað meginþætti margra málefna í baráttusögu íslenskrar verkalýðshreyfingar þann tíma sem hann var í forustu samtak- anna, og raunar allt frá þeim tíma, er hann hóf þar störf, strax sem virkur liðsmaður. Hann setti mark- ið hátt fyrir íslenskt erfiðisfólk og átti stóra drauma um aukna mennt- Framhald á bls. 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.