Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. janúar 1983! ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 busyslan í Leiðbeiningarstöð húsmæðra ríkum mæli kannski og konur, en margir samt. Nú, þá eru utan- bæjarsímtölin mörg, ætli þau séu ekki um þriðjungur símtalanna yfir árið.“ - Hvernig greiðið þið fyrir fólki? „Pað er í rauninni ekki svo ýkja mikið, sem ein manneskja gtur gert í hálfu starfi. Og neytendaþjónusta er hér á landi langt að baki því sem gerist hjá grannþjóðunum. Hér fara t.d. takmarkaðar kannanir fram. Ég leita hér í blöðum frá norrænum neytendasamtökum, þýskum og breskum og reyni að finna þær upplýsingar sem gætu orðið íslenskum heimilum að gagni. Oft eru kannanir þeirra þó orðnar nokkurra ára gamlar, en þetta er það eina sem við höfum. Öllum kvörtunum vísum við hins vegar til Neytendasamtakanna, því þau sinna slíkum málum, en við höfum engin tök á því, og Leiðbeiningarstöðinni er heldur ekki ætlað slíkt hlutverk.“ - Leita margir til ykkar? „Já, það má segja að það stansi ekki síminn þessa stuttu dagsstund, sem opið er hér. Hér hefðu svo sannarlega margar manneskjur nóg að gera í fullu starfi. Á síðasta ári hringdu 250-300 manns að meðaltali í mánuði, en þó öllu fleiri í desember eða um 350 manns. Fjárveitingavaldið skammtar okk- ur svo naumt, að við getum ekki rekið umfangsmeiri starfsemi en hér er nú.“ - Og hvað er svo helst spurt um? „Það er spurt um allt milli himins og jarðar, en í meginatriðum má segja, að spurningarnar snúist um heimilisstörf, kaup á heimilistækj- um, hreinsun híbýla og fatnaðar. Þetta eru svona meginatriðin. - Og þú getur leyst úr þessu öllu? „Ekki segi ég það nú - ég geri mitt besta og get ekki betur. Eg get reynt að leiðbeina fólki með val á þvottavélum t.d. - gefið upp dóm- ana, sem einhver einstök tegund hefur fengið hjá erlendum neytendasamtökum, en alls ekki gefið afdráttarlausar yfirlýsingar um hvað sé besta þvottavélin, svo dæmi sé tekið. Og með sumt stend ég alveg ráðþrota. Fyrir jólin var til að mynda mikið liringt út af fóta- nuddtækjum og spurt hvaða gerð værinúbest. Umþettaáttiégengin svör nema vísa á Rafmagnseftir- litið en það hafði samþykkt a.m.k. tvær tegundir. Að hvaða gagni þessi tæki kæmu gat ég engu svarað - nema þá helst eins og ein kona sagði við mig: Það er alltaf gott að fara í heitt fótabað!" Kvenfélagasamband íslands er með stærstu samtökum landsins - félagsmenn eru ríflega tuttugu þús- und. Um sögu sambandsins má fræðast í bókinni Margar hlýjar hendur sem Sigríður Thorlacíus skráði og út kom árið 1981. Hún fæst á skrifstofu sambandsins. Eftirtaldir bæklingar fást einnig á skrifstofu Kvenfélagasambands íslands: „Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott“, Matur og hreinlæti, Nútíma mataræði, Matar- æði barna 1-7 ára, Glóðarsteiking, Gerbakstur, Frysting matvæla og Blettahreinsun. Bæklingarnir kosta lítinn skilding og eru sjálf- sagðir hlutir á hverju heimili. Þá á einnig fá á skrifstofunni leiðbeiningar um íslenska þjóð- búninga og bæklinginn Félagsmál og fundarstjórn. - ast Húsfreyja í 34 ár Tímaritið Húsfreyjan er elsta kvennablað á landinu, sem gef- ið er út. Það hóf göngu sína árið 1949 og er þvi að heíja sinn þrí- tugasta og fjórða árgang. Það er Kvenfélagasamband lslands, sem gefur Húsfreyjuna út, en hún kemur út fjórum sinnuni á ári. Útbreiðslan er umtalsverð: tímaritið er gefið út í sexþúsund og tlmmhundruð eintökum og fastir áskrifendur eru um sex- þúsund. í Húsfreyjunni kennir margra grasa, en seni dæmi má taka síðasta tölublað frá því í desember 1982: Þar er dagbók blindrar konu, Elís- abetar Kristinsdóttur, grein eftir Iletty Friedan: Kveðjum krafta- vcrkakonuna, Jólahandavinna eftir Stefaníu Magnúsdóttur, Úr Bandaríkjaför forseta íslands, sagt frá þingi Húsmæðrasambands Norðurlands og birtar ályktanir frá þinginu, grein eftir Onnu Sigurðar- dóttur: Heimanfvlgja og kvánar- mundur, og birt ávarp Friðarhóps kvenna, svo nokkuð sé nefnt. Þarna er því um hið fróðlegasta efni að ræða. Ritstjórn Húsfreyjunnar er til Elsta útgeflö kvennablað á landinu húsa í kjallara Hallvcigarstaða og þar er nokkuð rúmt um mann- skapinn. Aður hafði ritstjórnin verið inni hjá Sigríði í Leiðbeining- arstöðinni, og þá var þröngt á þingi. „En það sýndi bara frábær- an samstarfshæfilcika kvenna að aldrei skyldu verða árckstrar, segja konurnar í ritstjórninni. Við fengum góðfúslegt leyft rit- stjórnarinnar til að birta upp úr Húsfreyjunni það sem viðkemur ncytendamálum og búsýslu, en rit- stjórnina skipa: Sigríður Thorlaci- us og Ingibjörg Bergsveinsdóttir, ritstjórar, Guðbjörg Petersen, gjaldkeri, Sigríður Ingimarsdóttir, Stefanía Magnúsdóttir og Jenný Sigurðardóttir, meðritstjórar. Til að sýna að búsýsla i éina tíð var talsvert frábrugðin því, sem við crum að dedúa við á heimilum okk- Guðbjörg Petersen og Ingibjörg Bergsveinsdóttir á skrifstofu Hús- freyjunnar. (Ljósm. Atli) ar nú, birti ég hér kafla úr grein sem kont í Húsfreyjunni 1979, 4. tbl. Greinin hét „Kjör kvenna fyrr á tíð“. „Árni og Guðbjörg bjuggu á Bæ á Bæjarnesi um og eftir miðja 19. öld... einu sinni unt vortíma Itöfðu þau hjón verið að vitja selabanda, og kenndi þá Guðbjörg sín um leið og þau lentu. Skundaði hún heim til bæjar, en komst ekki alla leið, held- ur varð hún að leggast fyrir í túninu og ól þar barnið. Náði hún í sjálf- skciðung í vasa sínum, skildi á inilli, skar lokk úr hári sínu og batt fyrir naflastrenginn. Arni gekk frá bátnum á meðan. Var það injög jafnsnemma, að hann kom ncðan frá naustinu og hún reis upp. Bar Árni kópana í bæinn og GuðbjöOrg barnið. ....Aldrei eignaðist hún léreft í skyrtu né önnur föt á ungbörn sín, hcldur prjónaði hún á þau sntokka úr mjúku vorullarbandi, vafði þau ullarflókuni og stakk þeim ofan í Sigríður Thorlacíus er önnur af tveimur ritstýrum Húsfreyjunnar. Hún er fyrrum formaður Kvenfé- lagasambands íslands og tók saman sögu þess í bókinni „Margar hlýjar hendur“. (Ljósm. Atli) smokkana, cn dró að hálsinum og fótunum mcð leynitygli. „Nýmjólk- urdropann er ég vön að gefa þeim óntengaðan," sagði hún, „og þegar ég á nýtt selspik, sýð ég það og gef þeim bita í dúsuna, og á því hefur mér sýnst þau dafna best.“ (Birtisl ádur í Gráskinnu, VI. Iiefti) „Kvenfélagasamband íslands setti Leiðbeiningarstöð hús- mæðra á fót árið 1962 og til- gangur hennar er að leiðbcina fólki - ekki aðeins húsmæðrum - um alls konar hluti varðandi heimilishald. Ég held, að það fari vaxandi að fólk leiti hingað - þjóðfélagsbreytingarnar hafa verið það miklar, og t.d. eru tjölmargar ungar stúlkur allsó- vitandi um heimilishald þar til þær flytja að heiman og standa þá uppi kunnáttulausar. Nú, og svo er alltaf verið að flytja inn nýjar og nýjar tegundir af heimilistækjum og um þær vill fólk eitthvað vita.“ Sú sem þetta mælir heitir Sigríð- ur Kristjánsdóttir og hún starfar hálfan daginn, eftir hádegi, hjá Leiðbeinningarstöð húsmæðra að Hallveigarstöðum í Reykjavík. Þangað litum við inn einn óveðurs- daginn í síðustu viku til þess að fræðast um stöðina og kynna hana fyrir lesendum Þjóðviljans. - Hvaða fólk er það, sem helst leitar hingað? „Það er allskonar fólk,“ segir Sigríður. „Hingað leitar fjöldinn allur af karlmönnum - ekki í jafn- Spurt „Ég get alis ekki greitt úr öllu sem spurt er um, en geri mitt besta,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, sem hefur meira en nóg að gera á Leiðbeiningarstöð húsmæðra að Hallveigarstöðum í Reykjavík. (Ljósm. Atli)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.