Þjóðviljinn - 13.01.1983, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. janúar 1983
Gísli Gunnarsson:
Það á að klippa og skera
á sómasamlegan hátt
Allt er þegar
þrennt er
í þrjá daga í röð, fimmta, sjötta
og sjöunda janúar, var í „Klippt og
skorið" hér í Þjóðviljanum aðeins
fjallað um Framsóknarflokkinn og
var það gert á ómálefnalegan og
yfirborðslegan hátt. Öllu heldur,
það var fjallað um ákveðna Vonda
Menn í Framsóknarflokknum. Til-
efni þessara skrifa var athyglisvert:
Guðmundur G. Þórarinsson, alþ-
ingismaður, hafði ákveðið að gefa
ekki kost á sér í prófkjöri Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík, að
því er virðist helst vegna þess að
hann taldi ekki öruggt að hann yrði
valinn í tvö efstu sætin. Það er rétt
að endurtaka orðin að því er
virðist, því að í áðurgreindum pistl-
um var hvergi að finna alvarlega
skilgreiningu á liðinni atburðarás,
en hins vegar jós höfundur úr
skálum reiði sinnar yfir ákveðna
forystumenn Framsóknarflokksins
í Reykjavík og sparaði þar hvergi
persónusvívirðingar.
Það er sannfæring mín að mál-
flutningur af þessu tagi geti aðeins
verið Alþýðubandalaginu til
skaða. Pistlarnir, sem merktir eru
ÓG, bera af einhverjum ástæðum
helst einkenni persónulegs sárs-
auka fyrrverandi Framsóknar-
manna útaf gömlum erjum í gamla
flokknum. Þegar ég sá þriðju lot-
una í þessum skrifum sl. föstudag,
ákvað ég að mótmæla þeim.
Voðaverk
braskaraklíkunnar
Við skulum aðeins athuga tilefn-
ið. Samkvæmt „Klippt og skorið“
5. janúar framkvæmdi braskara-
klíkan í Framsóknarflokknum það
voðaverk að safna áskorunum til
Ólafs Jóhannessonar að hann gæfi
kost á sér til framboðs í prófkjöri
Framsóknarflokksins. Og Ólafur,
sem í pistlunum er að jafnaði
nefndur Helguvíkur-Ólafur eða,
svona til tilbreytingar, Ólafur Jó-
hannesson frá Helguvík, sýndi
hefndarþorsta sinn (Þjv. 5. janúar)
og hægrimennsku (Þjv. 7. janúar)
með því að verða við þessari
áskorun.
Það virðist aldrei hvarfla að
greinarhöfundi (ÓG) að áskorun
þessi á Ólaf Jóhannesson hafi kom-
ið fram einfaldlega vegna þess að
sumir Framsóknarmenn hafi talið
hann vera sigurstranglegasta fram-
bjóðanda flokksins í Reykjavík og
líklegastan til að ná atkvæðum frá
öðrum flokkum, ekki síst núver-
andi stjórnarandstöðu.
Fórnarlambið
Guðmundur Þórarinsson
Með því að gefa kost á sér í próf-
kjörinu var Ólafur Jóhannesson að
sögn að bola Guðmundi G. Þórar-
inssyni frá. ÓG hefur skýringu á
þessu: „Guðmundur Þórarinsson
hefur aldrei átt uppá pallborðið hjá
þessari voldugu Framsóknarklíku
(þ.e. braskaraklíkunni)... Afstaða
hans til hermála og þokkaleg mál-
afylgja í friðarmálum hefur mjög
farið fyrir brjóstið á þessu liði.
Hins vegar var Guðmundur svo
klaufalegur og taktlaus í Alusuisse
málinu nú utan fyrir allt annað....“
(Þjv. 5. janúar).
Við þessa klausu er margt að at-
huga. Ef ég man rétt var Guð-
mundur Þórarinsson til skamms
tíma talinn vera sérstakur fulltrúi
margnefndrar ljótrar klíku og þess
var getið fyrir tæpu ári að hún hefði
hafið til framboðs, vegs og virðing-
ar hálfbróður hans, Jóstein Krist-
jánsson. (Jósteinn þessi hefur ný-
íega öðlast landsfrægð fyrir sér-
stakar hugmyndir um hvernig leysa
megi pólitísk vandamál bróður síns
með þverpólitísku óánægju-
framboði).
Ekki veit ég hvort margir sann-
færast um að Guðmundur hafi
orðið óvinsæll í Framsóknar-
flokknum vegna afskipta hans af
friðarmálum. En hins vegar er það
rétt hjá ÓG að frammistaða þing-
mannsins í álmálinu hafi veikt
stöðu hans. Ég veit að margir
flokksbræður Guðmundar
reiknuðu með því þegar hann hóf
herför á hendur Hjörleifi
Guttormssyni hefði þingmaðurinn
eitthvað bitastæðara gegn ráðherr-
anum en gamlar Morgunblaðslum-
mur. En Guðmundur G. Þórarins-
son hafði ekkert nýtt til málanna að
leggja nema brandarann um rúss-
neska hænsnahúsið. Síðan hefur
áhrifaríkasti stjórnmálaskribent
Morgunblaðsins, Sigmund, ávallt
teiknað Guðmund sem hænu. Slíkt
er að mati kosningafræðinga Fram-
sóknarflokksins ekki vænlegt til at-
kvæðasmölunar.
í ofanálag brást Guðmundi sá
styrkur í Alþýðubandalaginu gegn
Hjörleifi sem hann hafði reiknað
með. Þvert á móti urðu árásir hans
á Hjörleif til að styrkja stöðu þess
síðarnefnda í Alþýðubandalaginu
og það aftur jók óánægju vinstri-
Framsóknarmanna með liðhlaup
Guðmundar í álmálinu.
„Utan fyrir allt annað“
Þá erum við komnir að því atriði
sem skiptir mestu máli fyrir
Alþýðubandalagið í þessu sam-
bandi og ÓG nefnir „utan fyrir allt
annað“. Guðmundur Þórarinsson
gerðist vissulega stuðningsmaður
Alusuisse gegn iðanaðrráðun-
eytinu með upphlaupi sínu sl. de-
sember. En verra er að Guðmund-
ur var óheiðarlegur og lék tveim
skjöldum. Fram að fundinum með
Alusuisse 6.-7. desember sl. hafði
Guðmundur ekkert sagt eða gert
sem gaf til kynna að hann ætlaði að
efna til opinbers ágreinings við
iðnaðarráðherra. Þess vegna var
upphlaup hans í þjónustu Alusu-
isse áðurnefnda daga allt annars
eðlis en t.d. gagnrýni stjórnar-
andstöðu Sjálfstæðisflokksins á
iðnaðarráðherra í álmálinu. Á
þetta hefur t.d. Ingi R. Helgason
bent í Morgunblaðsgrein 15. de-
sember sl. I ljósi þessara atburða
verður óbein vörn ÓG fyrir Guð-
mund Þórarinsson vægast sagt
kyndug.
Það skrítnasta
af öllu
Enn þá óskiljanlegra er að ÓG
skuli telja það vera eitthvað voða-
legt að möguleikar þingmannsins
Guðmundar Þórarinssonar til að
komast í öruggt sæti í prófkjöri
minnki eitthvað. Eiga núverandi
Gísli Gunnarsson
þingmenn að hafa forgangsrétt á
öruggum sætum út á núverandi
stöðu sína?
Um orðgnótt
íslenskrar tungu
Þá er best að snúa sér að fúk-
yrðasafninu í pistlunum þremur.
Það nær hápunkti þegar fjallað er
um einhvern Kristin Finnbogason,
sem ég persónulega hef engan
áhuga á að lesa um, en smekkur
manna er misjafn. Eftirfarandi
heiti fær áðurnefndur Kristinn
meðal annars í pistlunum þremur:
1. Konungurinn af Iscargo.
2. Óformlegur sendiherra Búlgar-
íu á íslandi.
3. Sérlegur sendimaður næstu
hægri stjórnar.
4. Brúðarmeyja næstu ríkis-
stjórnar.
Vitnað er óspart í tímaritið
Frjálsa verslun á gagnrýnislausan
hát't til sönnunar á því hve Vondur
Maður margnefndur Kristinn er.
En ljóst er að meðal viðskiptajöfra
er Kristinn mjög umdeildur vegna
deilna milli fyrirtækja um bitana í
flugmálum.
Aðrir Vondir Menn en Kristinn
Finnbogason fá sína skammta, þótt
Tramhald %-bls. 12
hófstímorgun
Herraskyrta 1^-=^ 99.95 Bastblómapottur 1*9^ 69.95
Herrajakki 6,89^= 499.— Bastlampaskermar £79^= 159.—
Herrapeysa 339.— Handklæði 70X135 t38-=* 89.95
Herradúnúlpa “L5B9,—r 989.—
Herrarússkinnsskór 2$S.—- 199.— ^kea]
HerraieoursKor 4jxyv— 359.—
Fiauelsbuxur herra 299.— Furusófaborð 130 X 70 1^540^- 1.295.—
Bómullarbuxur herra 34S—^ 249.— Furuhornborð 70X70 14^==^ 995.—
Borðstofustólar
Dömuvattkápa 1489t*= 889.— fura og brúnbæsuð fura 880^= 759.—
Dömuúlpa 989,— 789.— Dyramottur 40X68 £39^ 99.95
Dömupils 3Z9í— 199.—
Dömupeysa 499í=- 299.— Coca Cola IV2 I. 3805- 29.90
Gallabuxur dömu 499,—' 349.— Niðursoðnir tómatar 415 g 18.5ÍT 14.90
Pillsbury heilhveiti 5 Ibs. 3505- 29.90
Barnaúlpa 599,— 399.— Beachnut barnadjús orange 124 ml 6.20 4.90
Barnasmekkbuxur 69.95 Beachnut barnadjús apple 124 ml 7JD5" 5.40
Barnafrottegalli 5508 39.95
íþróttagalli stærðir nr. 2, 3 og 4 1^9, 49.95
Barnaæfingaskór 1J9S—- 149.—
Strigaskór 1£9v«= 79.95 Simi postverslunar er 30980
II A flIT ATTP Reykjavík
nAuIiAU r Akureyri