Þjóðviljinn - 20.01.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN
Upplausn í
stjórnarherbúðum
Reagans
Sjá 9
janúar 1983
fímmtudagur
48. árgangur
14. tölublað
Fargjöld með strætó lækka í dag:
Lögbaim á leíftursókn Davíðs
Davíð Oddsson, borgarstjóri,var í gær rekinn til baka
með sína 50% hækkun á strætisvagnafargjöldum. Með
úrskurði borgarfógeta var löbann lagt á hækkunina
samkvæmt kröfu Verðlagsstofnunar, en borgarstjórinn
hafði ekki einu sinni haft fyrir því að sækja um hækkun.
Davíð Oddsson og borgarstjórnarmeirihluti íhaldsins
hafa í verk sýnt hug sinn til þess lágtekjufólks sem
aðallega notar strætisvagnana, og þeir hafa sýnt hvern-
ig þeir telja vænlegast að berjast við verðbólguna.
Með lögbanni hefur þessi leiftursókn hins vegar verið
stöðvuð, a.m.k. um sinn.
Fargjöld með SVR verða frá
og með deginum í dag þau hin
sömu og giltu fyrir 7. janúar s.l.
en þá tók gildi hin umdeilda
50% hækkun. Fargjald fyrir
fullorðna er nú aftur 8 krónur í
stað 12 og barnafargjald 2 krón-
ur í stað 3ja.
Lögbann var lagt á hækkun-
ina eftir kröfu Verðlagsstofn-
unar í gærmorgun með úrskurði
Ólafs Sigurgeirssonar, fógeta,
gegn 10 miljón króna trygg-
ingu, sem fjármálaráðuneytið
hefur ábyrgst greiðslu á, tapi
Verðlagsstofnun málinu fyrir
dómi.
Friðrik Ólafsson
vann Hollendinginn
Sheeren í 5. umferð
á skákmótinu í Wijk
Ann Zee í gær-
kvöldi. Hann cr nú í
2.-3. sæti á mótinu
með Ungverjanum
Ribli.
Leynileg skýrsla frá
Pentagon upplýsir
að Bandaríkin ætla
sérað sigrajörðina
íkjarnorkustríði
utan úr geimnum.
Hætt að selja
afsláttarmiða!
Ber vott um hefnigimi, segir Sigurjón Pétursson
Borgarstjóri ákvað í gær að hætta sölu farmiöaspjalda SVR með
afslætti, nema til aldraðra. Stóru kortiri verða ekki lengur til sölu,
lítil kort með 10 farmiðum fullorðinna kosta 80 krónur og spjöld
með 25 barnamiðum kosta 50 krónur. Þessi ákvörðun var ekki
borin undir stjórn SVR, borgarráð eða borgarstjórn og lcitaði
Þjóðviljinn álits Sigurjóns Péturssonar á henni.
„Það er greinilegt, að núverandi
stjórnvöld Reykjavíkur eiga erfitt
með að ná samkomulagi við nokk-
urn aðila, heldur er vaðið fram
með hornin á undan og allt á að
víkja“, sagði Sigurjón. „Þegar
embættismannakerfi borgarinnar
var breytt s.l. haust m.a. á þann
veg að borgarlögmaður á nú ein-
göngu að standa í málarekstri fyrir
borgina, en öðrum aðila hefur ver-
ið falið að semja lögfræðilegar á-
lyktanir fyrir borgarstofnanir, þá
sagði ég eitthvað á þá leið, að til
þess að borgarlögmaður hefði fullt
starf yröi borgin að lenda oftar í
málaferlum en hún hefur gert til
þessa. Eins og mál standa nú sýnist
mér hins vegar full þörf fyrir mann í
fullu starfi til að gegna málflutn-
ingsstörfum fyrir borgina."
„I borgarstjórn gagnrýndum við
Alþýðubandalagsmenn mjög þá
gífurlegu hækkun sem boðuð var í
fjárhagsáætluninni. Nú virðist
leika vafi á því að þessi hækkun
hafi verið löglega sett og því hefur
verið lagt lögbann við henni.
Það verður að flokkast undir
Sigurjón Pétursson
hefnigirni þegar um slíkan
ágreining er að r;eða, sem dómstól-
ar eiga að skera úr um, að borgar-
stjóri skuli einhliða hætta að selja
alrnenn afsláttarfargjöld sem flestir
reglulegir farþegar SVR hafa notið
til þessa. Þetta var gert án þess að
það sé borið undir stjórn SVR eða
borgarráð og er að því leyti alveg í
takt við önnur vinnubrögð borgar-
stjóra", sagði Sigurjón. _ \\
Tillaga félagsmálaráðherra
til ríkisstjómar:
Skipuð verði stjórnar-
nefnd umhverfismála
Frumvarp svipaðs efnis komið í tímaþröng,
segir Svavar Gestsson
Bráðabirgðalögin
í neðri deild:
Umræðu
frestað
Gunnar Thoroddsen mælti fýrir
bráðabirgðalögunum frá því í sum-
ar við fyrstu umræðu í neðri deild í
gær, en þangað var málið komið
frá efri deild eftir skjóta afgrciðslu
þar síðustu daga.
Áður en forsætisráðherra mælti
fyrir bráðabirgðalögunum urðu
langar umræður utan dagskrár um
þingsköp, m.a. vegna þess að
óformlegt samkomulag hafði verið
gert milli þingflokksformanna um
að doka við þar til á mánudag með
umræðuna um bráðabirgðalögin.
Stjórnarandstöðuflokkarnir virð-
ast eins og fyrri daginn ekki áfjáðir
í að afgreiðsla bráðabirgðalaganna
Siggeir Björnsson, varaþingmaður
fyrir Eggert Haukdal: Þótt Eggert
segi nei, þá segi ég já. Myndin var
tekin á Alþingi í gær. (Ljósm. eik.)
etgi sér stað. Lyktir urðu þær í gær
að forsætisráðherra mælti fyrir
bráðabirgðalögunum, en umræðu
var síðan frestað til mánudags.
-óg-
Svavar Gestsson, félagsmálaráð-
herra, hefur lagt fyrir ríkisstjórn-
ina tillögu um að skipa stjórnar-
nefnd um unihverfísmál. Skal nefn-
din m.a. vinna að stefnumótun og
samræmingu á sviði umhverfis-
mála, vinna að lausn ágreiningsat-
riða, sem upp kunna að koma, gera
tillögur til ráðuneyta um samný-
tingu þeirra starfskrafta sem að
þessum málum vinna og vera ríkis-
stjórn og alþingi til ráðuneytis um
umhvcrfismál.
Nefndina skipi 10 fulltrúar: sex
frá þeim ráðuneytum, sem um-
hverfismál í víðri merkingu nú
heyra undir; heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneyti, landbúnaðarráðu-
neyti, samgönguráðuneyti, iðnað-
arráðuneyti, menntamálaráðu-
neyti og félagsmálaráðuneyti, sem
tilnefnir formann. Einnig skulu
eiga sæti í nefndinni fulltrúar frá
Náttúruverndarráði, Hollustu-
vernd ríkisins, Landvernd og Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga.-A.I.
Sjá 16