Þjóðviljinn - 20.01.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 20.01.1983, Qupperneq 5
Miðvikudagur 19. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Breiðavík í Rauðasandshreppi Frá Keflavík til Breiðuvíkur - Hér hefur allt verið á kafi í fönn síðan á milli jóla og nýárs, sagði Arnheiður Guðnadóttir í Breiðu- vík í Rauðasandshreppi, er blaðið náði snöggvast tali af henni í fyrra- kvöld. - Eru þeir sólarhringar fáir síðan að ekki hafi eitthvað snjóað. Fönn er því alveg óvenjulega mikil og þó trúlega meiri inni í firð- inum en hér úti í Víkunum. Á bíl- um verður ekkert komist, en póst- ur er fluttur á snjósleða til og frá Patreksfirði. Barnaskólinn er inni í Örlygshöfn og þangað flytjum við krakkana á dráttarvél. Þar eru þau svo eina viku í senn, eldri og yngri börnin til skiptis. Hjónin í Breiðuvík, Arnheiður Guðnadóttir og Jónas Jónsson, fluttu þangað sunnan úr Keflavík fyrir sex árum. Pá sóttu þau um vinnu við Breiðuvíkurheimilið og fengu liana. Þegar svo starfsemin í Breiðuvík var lögð niður, þá vildu þau hjón mjög gjarnan dvelja þarna áfram og keyptu jörðina nú í sumar og stunda nú þar sinn bú- skap. Við spurðum Arnheiði hvort þau hefðu áður þekkt til sveita- starfa. Hún kvað nei við því. Að vísu hefði Jónas bóndi sinn dvalið eitthvað í sveit sem krakki en hún aldrei fyrr en vestur kom. Arnheiður sagði að bústofninn væri hænsni, kálfar og nokkrar kindur. Auk þess stundaði svo Jón- as bílamálun og væri það oft ærið verkefni. Þeim Arnheiði og Jónasi líkar vistin þar vestra mjög vel og hafa engan hug á því að flytja sig aftur í þéttbýlið, - en það væri náttúrlega æskilegt að geta stækkað búið eitthvað, sagði Arnheiður. -mhg Öllum mínum mörgu vinum heima og er- lendis, sem sendu mér heillaóskir og gjafir á 80 ára afmæli mínu 31. desember þakka ég hjartanlega. Jóhann J.E. Kúld. AUGLÝSING um styrki og lán til þýðinga á erlendum bókmenntum. Á Alþingi 1981 voru samþykkt lög um þýöingarsjóð nr. 35/1981. Samkvæmt þessum lögum og reglugerð um þýðingarsjóð nr. 638/1982 er.hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1983 nemur 750 þúsund krónum. Stjórn þýðingarsjóðs skipa þrír menn, einn tilnefnd- ur af Félagi íslenskra bókaútgefenda, einn af Rithöf- undasambandi íslands og formaður af menntamála- ráðherra án tilnefningar. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 18. febrúar 1983. Reykjavík, 17. janúar 1983, Stjórn þýðingarsjóðs. Sigurður Pétursson, prentari Fæddur 30.1. 1955 Dáinn 1.1. 1983 Góður drengur og ljúfur er liðinn. Skömm var hans æfi, en huggun má það vera harrni gegn, að fjölmargt fékk Sigurður að sjá og reyna umfram margan átt- ræðan. Sigurður Pétursson var sonur hjónanna Sigríðar Sveinsdóttur og Péturs Sigurðssonar alþingis- manns. Sendum við þeint og börn- unt þeirra okkar dýpstu samúðar- kveðjur vegna fráfalls elskulegs sonar og bróður. Nám í setningu stundaði Sigurð- ur í Steindórsprenti og starfaði síð- an í Blaðaprenti. Lágu þar leiðir okkar saman og var Siggi Pé, eins og hann var oftast kallaður, litrík- ur, léttur og skemmtilegur starfsfé- lagi með ríka tilfinningu fyrir sínu stéttarfélagi, svo sem hann átti kyn til. Mikinn faglegan áhuga hafði hann til að bera og hugðist öðlast þekkingu og reynslu á því sviði og varð það m.a. til þess að hann fór fyrir rúmum tveimur árum til Suður-Afríku og starfaði þar hjá stærsta blaði í Afríku, The Star í Jóhannesarborg. Paðan lagði hann í hinstu för, er var nokkurra mán- aða ferðalag urn lönd Suður- Ameríku. Nú berast ekki Iengur frásagnir í bréfurn eða á snældum, þrungnar leiftrandi lýsingarorðum, því að góðu sambandi hélt Siggi við okkur félaga, sem oft komum sarnan til að njóta frásagna hans og fróðleiks, og reyndum við að senda honurn ýmsar fréttir héðan, þar sem margs spurði Siggi og ekki síst um gang mála í stéttarfélaginu og um þróun- iná í íslensku prentverki. Ládeyða í listalífi Jóhannesar- borgar var helsti agnúi borgarlífsins að mati Sigga, enda hafði hann orð á því í bréfi, eftir aö hafa séð frá- sagnir um síðustu listahátíð í Reykjavík, að margt væri nú girni- legt heima. Hann var afar opinn fyrir hinum ólíkustu listgreinum og fordómalaus. Erfitt er að sætta sig við þá staðreynd, að fá ei meir að njóta samvista þessa víðförla vinar okk- ar, en allir höfðum við liorft með tilhlökkun til næstu samfunda. Aðeins hljóður söknuöur - og miklar þakkir fyrir ógleymanleg kynni, sem ylja um ókominn tíma. Fyrir hönd fyrrum vaktfélaga í Blaðaprenti, Hallgrímur Tryggvason. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Guömundur Vigfússon fyrrverandi borgarfulltrúi Heiðargerði 6 verðurjarðsunginnfrá Dómkirkjunni í Reykjavíkföstudaginn 21. janúar kl. 3 e.h. Marta Kristmundsdóttir Sigurður Guðmundsson Sólveig Ásgeirsdóttir Hrafnhildur Guðmundsdóttir Gylfi Sigurðsson Kristrún Guðmundsdóttir Daníei Gunnarsson Edda Sigrún Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Takið bömin með Nú höfum við komið okkur upp skemmtilegu leiksvæði með kaf- báti og öllu tilheyrandi þar sem börnin una sér vel meðan þeir fullorðnu sinna sínum áhugamál- um. Opið: þriðjud.— miðvikud. kl. 10—19, fimmtud.-föstud.kl. 10—22 laugard. kl. 10—19. HRMULI 15 3UPl/RlHNnSflfiBur LHUGflRa^^OLL jOg nú geturðu verslað ' út á kreditkortið þitt v~ Verksmiðjuútsalan Blossahúsinu — Ármúla 15. Sími 86101. ^ ||n . ■ i WI 1 i I 1 1 vi2|h 1 | 1 S i I || i 1 'm u

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.