Þjóðviljinn - 20.01.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN F’immtudagur 20. janúar 1983 Steinþór (Þorsteinn Gunnarsson) og Salka (Guðrún S. Gísladóttir). Salka Valka aftur eftir hálfs árs hlé Á fimmtudagskvöidið hefjast að nýju sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á Sölku Völku eftir Iialldór Laxness eftir hálfs árs hlé. Sýningin var frumsýnd á miðju síð- asta leikári í tilefni áttræðisafmælis höfundar og var sýnd 40 sinnum fyrir troðfullu húsi og var síðan boðið á alþjóðlegu leiklistarhátíð- ina. Leikhús þjóðanna, sem haldin var í Búlgaríu í sumar. Var sýnt þar tvívegis og góður rómur gerður að sýningunni. Ástæðan fyrir því, að ekki hefur verið hægt að hefja sýningar fyrr, voru forföll í leikhópnum, en nú hefjast sem sé sýningar að nýju, Eins og kunnugt er, hefur sagan um Sölku Völku verið ein ástsæl- asta bók Nóbelskáldsins. Höfund- ur leikgerðarinnar eru Þorsteinn Gunnarsson og Stefán Baldursson, sem jafnframt er leikstjóri. Lýs- ingu annast Daníel Williamsson, tónlist er eftir Áskel Másson og leikmynd og búninga gerir Þórunn S. Þorgrímsdóttir og hefur hvort- tveggja vakið sérstaka athygli. Með stærstu hlutverk fara Guð- rún Gísladóttir (Salka), Margrét Helga Jóhannsdóttir (Sigurlína), Jóhann Sigurðarson (Arnaldur) Þorsteinn Gunnarsson (Steinþór) og Jón Sigurbjörnsson (Bogesen) en alls koma 16 leikarar fram í sýn- ingunni í hartnær 30 hlutverkum. Hlutverkaskipan er óbreytt frá því í fyrra, en örlitlar styttingar hafa verið gerðar á sýningunni. Sýningin hlaut á sínunr tíma ágætar umsagnir leikgagnrýnenda, sem sögðu meðal annars: „Heilsteypt, markvisst sviðsverk." „Leikfélagsmenn hafa vandað sig mjög í sviðsetningu Sölku og fágað hvert atriði svo unun og virðingu vekur.“ Þá var mikið lof borið á leikarana, ekki síst aðalleikkon- urnar tvær: „Guðrún vinnur glæsi- legan leiksigur í hlutverki sínu...“ „Leikur Margrétar Helgu er í einu orði sagt hetjulegur“. Sem fyrr segir er fyrsta sýningin á fimmtudagskvöld og sú næsta á sunnudagskvöld. tvw Æskilegast væri, að bœði heilsu gæslulœknar og barnalæknar *** gerðu sér grein fyrir því, að beggja er þörf, ef farsœllega á að verða staðið að heilsugœslumálum á Islandi. Hverjir eiga að stunda heilsugœslu? Fyrir nokkru barst mér í hend- ur grein Ólafs Mixa læknis, sem birtist í Morgunblaðinu þ. 7/12 sl. Þar varpar hann fram spurning- unni: Hver á að stunda heilsu- gæzlu? Svarið kemur ekki beint fram í greininni, en af henni má þóengu að síður skilja, að það eigi að vera heilsugæzlulæknar. Þetta virðist ákaflega eðlileg niðurstaða, og ættu flestir að vera henni sam- mála. Það sem menn greinir á'um er, hvort aðrir sérfræðingar eigi einníg að fá að leggja eitthvað til málanna. Það er ekki óeðlilegt, að skoð- anir manna séu skiptar í þessu efni, ekki minnst innan hinna ýmsu sérgreina læknisfræðinnar, þar sem bakgrunnur manna er mjög mism.unandi og oft gengið út frá ólíkum forsendum. Islensk- ir sérfræðingar eru menntaðir í mörgum ólíkum löndum og vita oft lítið um menntun hvors ann- ars. Þetta elur á tortryggni, sem þó oftast er óréttmæt. Það hrygg- ilega við þessa umræðu er, að hún hefur fyrst komizt í hámæli nú, þegar offjölgun fer að verða til- finnanleg í læknastétt. Illar tung- ur gætu spurt, hvort menn beri meira í brjósti hagsmuni neytenda eða veitenda í þessu máli. Mér er Ijós þessi hætta, en get samt ekki látið hjá iíða að fara fáeinum orðum um nokkur atriði í grein Ólafs. Gildir það eingöngu þann hluta hennar, sem snertir áhugasvið mitt, heilsugæzlu barna. Ekki hœgt að taka alvarlega Ólafur vitnar í „Guðrúnu" úr Velvakanda Morgunblaðsins, sem mjög óttast afleiðingar þess, að heilsugæzlulæknar fari að sjá um ungbarnavernd. í framhaldi af þessu spinnur hann á þráðinn og er að lokum kominn með hjartasérfræðing á heilsugæzlu- stöðina til þess að mæla blóð- þrýsting. Svona röksemdarfærslu er varla hægt að taka alvarlega, enda tel ég víst, að Ólafur hafi skrifað þetta mest til þess að skemmta sjálfum sér og ef til vill öðrum. Ég held, að ástæðulaust sé að óttast, að sjúklingnum verði skipt á milli ýmissa sérfræðinga meir en þörf krefur, felstir gera sér grein fyrir því, að slíkt er ó- heppilegt. Börn eru ekki smávax- ið fullorðið fólk í grein sinni deilir Ólafur sér- menntuðum læknum í tvo hópa. Annars vegar eru nýmenntaðir heilsugæzlulæknar og gamli góði heimilislæknirinn (G.g.h.), en hins vegar þrengra-sviðs- Börn eru ekki smávaxnar fullorðnar manneskjur og sérþekking á barnalækningum þarf því að vera til staðar á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. sérfræðingur (þ.s.s). Samkvæmt þessu tilheyra barnttlæknar þ.s.s., en mér er mikið í mun að gera greinarmun á þessu tvennu. Barnalæknirinn hefur fengið breiða og almenna menntun í sjúkdómum, heilbrigði og þroska barna frá fæðingu og fram yfir kynþroskaaldur. Hann hefur jafnframt þekkingu á mörgum þeim vandamálum, sem upp geta komið í fjölskylduna og valdið erf- iðleikum og jafnvel sjúkdóms- einkennum hjá börnunr. Hann hefur einnig innsýn í atvinnulífið, þar sem hann þarf að vera reiðu- búinn að veita unglingum með ýmsa kvilla ráðgjöf varðandi atvinnuval. Ég vií þess vegna halda því fram, að barnalæknir- Birgir Jakobsson skrifar inn hafi „heildræna heilbrigðis- umsjón með einstaklingum og fiölskyldum" svo notuð séu orð Ólafssjálfs. Munurinnereftilvill sá, að þessi heildræna heilbrigðis- umsjón miðast hjá barnalæknin- um fyrst og fremst við þarfir barna, þar sem hún hjá flestum heilsugæzlulæknum gengur út frá sjónarmiðum fullorðinna. Það er nefnilega svo, að börn eru ekki smávaxið fullorðið fólk. Barnalœknar og heilsugœslulœknar þurfa að vinna saman Nú vil ég á engan hátt gera lítið úr heilsugæzlulæknum, sem ég þvert á móti met mikils og tel stórt spor fram á við í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Eins og menntun þeirra er háttað í dag a.m.k. í Svíþjóð, er þó engin trygging fyrir því, að þeir hafi nægjaníega þekkingu í barna- lækningum. Það er heldur engin trygging fyrir því, að heilsugæzlu- læknir á heilsugæzlustöð hafi nokkurn sérstakan áhuga fyrir barnalækningum, nokkuö sem ekki þarf að efast um hjá barna- læknum. Vitaskuld ætti heilsu- gæzlulæknir, sem hefur lagt sig eftir aukinni þekkingu í barna- lækningum, væntanlega af áhuga, að geta sinnt heilsugæzlu barna á viðunandi hátt. Það rétt- lætir þó engan veginn, að heilum hópi sérfræðinga á sviði heilsu- gæzlu barna sé haldið utan við heilsugæzlustöðvarnar. Það er vandséð, hvaða árangur næst í umræðu, þegar menn saka hvorn annan unr atvinnuróg eða nota önnur stór orð. Æskilegast væri, að bæði heilsugæzlulæknar og varnalæknar gerðu sér grein fyrir því, að beggja er þörf, ef farsællega á að verða staðið að heilsugæzlumálum á Islandi. Að þessari niðurstöðu hafa Svíar komizt eftir áralanga umræðu, sem oftast hefur verið málefna- legri en sú umræða, sém fram hefur farið á íslandi urn þetta mál hingað til. Birgir Jakobsson hefur síðast- liðin rúin fjögur ár verið við framhaldsnám í barnalækning- uin í Svíþjóð og býr í Eskilstuna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.