Þjóðviljinn - 20.01.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.01.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. janúar 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Neskaupsstað - þorrablót Hið árlega þorrablót Alþýðu- bandalagsins í Neskaupsstað verð- ur haldið í Egilsbúð laugardaginn 29. janúar og hefst kl. 20.00. Heiðursgestur verður Stefán Jóns- son alþingismaður. Blótsstjóri verður Stefán Þorleifsson. Að afloknu borðhaldi leikur hljómsveit fyrir dansi. Miðasala verður fimmtudaginn 27. janúar frá kl. 18.00 - 21.00 að Egilsbraut 11. Hver skuldlaus félagi á rétt á fjór- um miðum. Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Forval 22. - 30. janúar Síðari umferð forvals vegna skipunar framboðslista Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum fer fram dagana 22. - 30. janúar. í síðari umferð forvalsins á að vclja í þrjú efstu sæti listans úr hópi þeirra sjö einstaklinga, sem í kjöri eru. Kjósandi merkir með viðeigandi tölustaf viðnöfn þeirraþriggja, sem hann vill aðskipi 1.,2. og3. sæti framboðslist- ans. Sé merkt við fleiri eða færri en þrjá telst seðill ógildur. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjöröum sem taka vilja þátt í forvalinu geta snúið sér til eftirtalinna kjörstjóra: Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS. Ástþór Ágústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N-ÍS. Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS. Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík. Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, Isafirði. Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík. Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafiröi. Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði. Davíð H. Kristjánsson Aðalstræti 39, Þingeyri. Halldór G. Jónsson, Lönghlíð 22, Bíldudal. Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði. Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði. Gisella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit. Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu . Jón Olafsson, kennari, Hólmavík. Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu. Þeir Alþýöubandalagsmenn á Vestfjörðum sem dvelja í Reykjavík eða grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýöubandalagsins að Grettis- götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu. Alþýðubandalagið í Stykkishólmi Aðalfundur Alþýðubandalagið í Stykkishólmi boðar til aðalfundar laugardaginn 22. janúar kl. 16 í Verkalýðshúsinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Nýir félagar velkomnir! Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akranesi veröur í Rein laugardaginn 29. janúar. Nú þegar getum við tilkynnt að Helgi Seljan og kona hans verða gestir okkar. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið á Akureyri: Árshátíð Árshátíð Alþýöubandalagsins á Akureyri veröur haldin í Alþýðuhús- inu laugardaginn 22. janúar n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Húsið verður opnað kl. 19. Dagskrá: Ávarp: Soffía Guðmundsdóttir, formaður ABA. Ræða: Helgi Guðmundsson, bæjarfulltrúi. Gítarleikur: Gunnar H. Jónsson, tónlistarkennari. Gamanþáttur: leikararnir Bjarni Ingvarsson og Kjartan Bjargmundsson flytja . Utanflokksmaður fer með spé um Alþýðubandalagið og fleira. Leynigestur verður á staðnum. Erlingur Sigurðsson stjórnar fjöldasöng og Hljómsveit Steingríms Sig- urðssonar leikur fyrir dansi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Ragnheiðar í síma 22820 (eða 23397) eða Soffíu í síma 24270. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfírði Opinn fundur um húsnæöismál Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til opins fundar um húsnæðismál fimmtudag- inn 20. ianúar að Strandgötu 41, kl. 20.30. Framsaga: Ólafur Jónsson stjórnarfor- maður Húsnæðismálastofnunar. Almennar umræður á eftir. Alþýðubandalagið AB Seifossi og nágrenni Félagsfundur verður haldinn 23. jan. kl. 15 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Fréttir af starfi herstöðvaandstæðinga. 3. Stutt erindi um sósíalismann. 4. Önnur mál - umræður. Þátttakendur í seinni umferð forvals AB á Suöurlandi eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn. Stefán Jónsson Stefán Þorleifsson Bridgehátíð 1983 Bridgehátíð 1983 Dagana 29.-31. janúar halda Bridgefélag Reykjavíkur, Flug- leiðir og Bridgesamband íslands bridgehátíð 1983. Hátíðin skiptist í stórmót Bridgefélags Reykjavíkur, sem er tvímenningur með þátttöku 44 para; og keppni um Flugleiða- bikarinn, sem er opin sveita- keppni. Framkvæmdaaðilar mótsins hafa boðið 3 erlendum sveitum á hátíðina. Frá Ameríku og Kanada koma: Alan Sontag, Kyle Larsen, Georg Mittleman og Mark Mol- son; frá Bretlandi koma: Tony Sowter, Steve Lodge, Tony Forr- ester og Raymond Brock og frá Danmörku: Steen Möller, Lars Blakset, Jens Auken og Stig Wer- delin. Alan Sontag kemur nú í annað skipti á bridgehátíð en hann vann stórmót B.R. í fyrra með Peter Weichsel. Þótt Sontag sé aðeins rúmlega þrítugur hefur hann unnið öll stórmót í Ameríku oftar en einu sinni og er talinn með bestu spilu- rum heims. Hann er einnig vinsæll bridgehöfundur og útfærsla hans á Precisionkerfinu hefur náð mikilli útbreiðslu. I þetta skipti mun Son- tag spila við Kyle Larsen. Larsen er í hópi bestu spilara Ameríku. Hans fyrsti stórsigur var í Reisingermót- inu 1968, þegar Larsen var aðeins 18 ára, og síðan hafa margir titlar bæst við, meðal annars Spingold- titillinn 1980 en þá spilaði Larsen í sveit með Sontag. Georg Mittleman er nýbakaður heimsmeistari í blönduðum tví- menningsflokki. Hann hefur tvis- var orðið Kanadameistari, 1980 og 1981 og hann spilaði fyrir Kanada á Ólympíumótinu 1980. Spilafélagi hans á Bridgehátíð, Mark Molson er minna þekktur þó hann sé í fremstu röð í Kanada. I sumar komst sveit hans þó í úrslitaleik Spingoldmótsins í Ameríku, en tapaði honum fyrir Dallasásunum þarsem Alan Sontag er einn liðs- manna. Tony Sowter og Steve Lodge mynda nú eitt besta bridgepar Breta. Sowter er doktor í hagfræði en fyrir 10 árum snéri hann sér al- farið að bridge og er núna ritstjóri Popular Bridge Monthly. Lodge var hálfgert undrabarn í bridge og hann vann aðal sveita- keppni Breta The Gold Cup, innan við tvítugt en þá voru þeir Sowter sveitarfélagar. Síðan hefur hann meðal annars unnið Evrópumót yngri spilara 1978 og var í öðru sæti í sama móti 1982. Sowter og Lodge byrjuðu að spila saman 1980 og komust strax í breska Evrópuliðið sem varð í öðru sæti í Evrópumót- inu 1981 og spilaði síöan í Heims- meistaramótinu í Rye sama ár. Lodge er mikill sagnkerfaspekúl- ant og þeir Sowter spila skemmti- legt kerfi sem er einskonar blanda af Bláa laufinu og passkerfi. Tony Forrestcr er einn harðasti keppnisspilari Breta og það eru fá mót á Bretlandseyjum sem hann tekur ekki þátt í. ÍJann hefur oft spilað í breskum landsliðum með góðum árangri: hann var í liðinu sem vann Evrópumót yngri spilara 1978 og síðan hefur hann spilað í Ólympíumótinu 1979 og í Efna- hagsbandalagsmótinu 1981 sem Bretland vann. Hann hefur einnig spilað fjölda leikja fyrir England í Camrosemótinu, en það er keppni milli Englands Skotlands, Wales og N-írlands sem er haldin árlega. Forrester byrjaði að spila við Ray- mond Brock í byrjun síðasta árs og þeir voru strax valdir í Camrose- liðið fyrir 1982. Brock hefur verið í eldlínunni í mörg ár þó honum hafi ekki tekist að komast í allra fremstu röð spilara á Bretlandi. Forrester og Brock spila Acol- sagnkerfið einsog það gerist nú- tímalegast og það er hætt við að gömlu bresku meistararnir myndu lítið rata í þeim sagnvenjufrum- skógi sem einkennirsagnkerfið nú. Það þarf varla að kynna Steen Möller og Stig Werdelin fyrir ís- lendingum því þeir hafa oft sótt okkur heim. Steen Möller spilaði sinn fyrsta landsleik á Norðurlanda- mótinu í Reykjavík 1966. Síðan hefur hann spilað rúmlega 300 landsleiki og er nú landsleikjahæsti íþróttamaður Dana. Þeir Werdelin spiluðu lengi saman og urðu meðal annars tvisvar í öðru sæti í Sunday Times tvímenningnum sem var tal- ið sterkasta tvímenningsmót heims meðan það var og hét (það má geta þess í framhjáhlaupi að Alan Son- tag hefur unnið það mót tvisvar). Þeir voru líka í danska liðinu sem náði öðru sæti á Evrópumótinu 1979. Þeir hættu að spila sarnan 1980 en eru þó enn saman í sveit og á síðasta ári vann sveitin þeirra bæði Danmerkurmótið og Bikar- keppnina aukþess sem Steen Möller vann Danmerkurmótið í tvímenn- ing með Peter Schaltz. Möller og Werdelin fengu sér báðir nýja spilafélaga í haust. Möller spilar nú við Lars Blakset. Blakset er ungur og efnilegur spil- ari og hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í yngra liði Dana með bróður sínum, Knut. Þeir bræður unnu Danmerkurmótið í tvímenning 1981 og í sumar spiluðu þeir á Norðurlandamótinu í opnum flokki, einsog reyndar Möller og Werdelin. Werdelin spilar við Jens Auken. Auken spilaði á Evrópumótinu 1981 en auk þess hefur hann spilað á Norðurlandamótum bæði í opn- um og yngri flokki. Danirnir spila allir það sem má kalla Danmerkurstandard: eðlilegt kerfi með Treldespurnarsögnum og ótal öðrum sagnvenjum. Að lokum má geta þess að kona Steen Möller, Kirsten, tekureinnig þátt í mótinu. Hún er einn af bestu kvenspilurum Evrópu en danska kvennalandsliðið er þar í fremstu röð. Hún er meðal annars bæði Evrópu- og Norðurlandameistari í yngri flokki og auðvitað margfald- ur Danmerkurmeistari í kvenna- flokki. Frá Bridgefélagi Kópavogs Sl. fimmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur, með þátt- töku 16 para. Úrslit urðu: Jóhannes Árnason - Þórir Sigursteinss. 252 Ármann J. Lárusson - Ragnar Björnsson 239 Þórir Sveinsson - Guðmundur Pálsson 236 Á morgun hefst svo aðalsveita- keppni félagsins. Spilaðir verða 2x16 spila leikir á kvöldi, allir v/ alla. Stjórn B.K. mun aðstoða menn við myndun sveita, sé þess óskað. Spilamennska hefst í síðasta lagi kl. 20.00. Spilað er í Þinghól, Kópavogi. Allir velkomnir. Reykjavíkurmótið Reykjavíkurmótinu í sveita- keppni, undanrásum, verður fram- haldið í kvöld í Domus. Spilaðar verða 10. og 11. umferð af 17 um- ferðum. Mikil spenna ríkir nú í mótinu, enda úrslit með óvenjulegra móti í einstökum leikjum. 4 efstu sveitirnar komast í úrslit Reykja- víkurmótsins, en 11 efstu öðlast rétt til þátttöku í ísl.-mótinu. Lausar stöður deildarstjóra í ® heilbrigöis- og tryggingamálaráðu- neytinu Lausar eru til umsóknar stööur deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu sem hér segir: 1. Staða deildarstjóra til þess að annast málefni aldraðra, sbr. lög nr. 91/1982, um málefni aldraðra. Krafist er menntunar og starfsreynslu er nýtist við úrlausn verkefna á þessu sviði. 2. Staða deildarstjóra lyfjamáladeildar ráðuneytisins, skv. lögum nr. 76/1982 um lyfjadreifingu. Krafist er lyfjafræðimennt- unar og að umsækjandi uppfylli að öðru leyti skilyrði laga til þess að öðlast lyfsölu- leyfi, sbr. áðurtilvitnuð lög. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, fyrir 16. febrúar 1983. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 19. janúar 1983. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist - þriggja kvöld keppni Spilin verða.tekin upp að nýju þriðjudagskvöldið 25. janúar n.k. í Sóknar- salnum, Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu) og byrjað kl. 20. Gestur kvöldsins í kaffihléi verður Guðrún Helgadóttir alþingismaður og segir fréttir úr pólitíkinni. Efnt er til þriggja kvölda keppni, annan hvern þriðjudag,25. janúar, 8. febrúar og 22. febrúar, og veitt heildarðverðlaun í lokin. Þeir sem ekki komast öll kvöldin geta þó líka komið eitt og eitt skipti, hitt félagana og keppt um sérstök verðlaun kvöldsins. Fundur með ungu stuðningsfólki Fundur með ungu stuðningsfólki Alþýðubandalagsins (16-25 ára) verður laugardaginn 22. janúar kl. 14.00 að Egilsbraut 11. Umræður um Alþýðubandalagið. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.