Þjóðviljinn - 20.01.1983, Qupperneq 15
Fimmtudagur 20. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RUV O
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Árna Böðvarssonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir: Morgun-
orð Sigurður Magnússon talar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Líf“ eftir
Else Chappel Gunnvör Braga les
þýðingu sína (11).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.30 Verslun og viðskipti Umsjón: Ingvi
Hrafn Jónsson.
10.45 Ardegis í garðinum með Hafsteini
Hafliðasyni.
11.00 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og
kynnir létta tónlist (RÚVAK).
11.40 Félagsmál og vinna Umsjón: Skúli
Thoroddsen.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Fimmtudagssyrpa Ásta R.
Jóhannsdóttir.
14.30 „Tunglskin í trjánum“, ferðaþættir
frá Indlandi eftir Sigvalda Hjálmarsson
Hjörtur Pálsson les (5)
15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Carl
Maria von Weber Gervase de Peyer og
Cyril Preedy leika „Grand Duo Conc-
ertante" í Es-dúr fyrir klar. og píanó /
Benny Goodman og Sinfóníuhljóm-
sveitin í Chicago leika Klarinettukons-
ert nr. 1 í f-moll; Jean Martinon stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Útvarpssaga barnanna: „Aladdín og
töfralampinn“ Ævintýri úr „Þúsund og
einni nótt“ í þýðingu Steingríms Thor-
steinssonar. Björg Árnadóttir les (5).
16.40 Tónhornið Stjórnandi: Guðrún
Birna Hannesdóttir.
17.00 Djassþáttur Umsjónarmaður: Ger-
ard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómas-
dóttir.
17.45 Neytendamál Umsjónarmenn:
Anna Bjarnason, Jóhannes Gunnarsson
og Jón Ásgeir Sigurðsson.
19.00 Kvöldfréttir.
19.40 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga
fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barða-
son. (RÚVAK).
20.30 Duggugrautur Stefán Jóhann Stef-
ánsson velur og kynnir.
21.05 Samleikur á selló og píanó Erling
Blöndal Bengtson og Árni Kristjánsson
leika Sellósónötu í g-moll op. 65 eftir
Frédéric Chopin.
21.30 Almenntspjall um þjóðfræði Dr. Jón
Hnefill Aðalsteinsson sér um þáttinn.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Lcikrit: „Drakúla“eftir Bram Stokcr
1. þáttur, „Þeir dauðu ferðast hratt“
Leikgerð og leikstjórn: Jill Brook Árna-
son. Leikendur: Benedikt Árnason,
Saga Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sigurður
Skúlason, Borgar Garðarsson og Kle-
menz Jónsson.
23.05 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsvcitar
íslands í Háskólabíói 13. þ.m; síðari hl.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Sinfónía nr.
4 í e-moll op. 98 eftir Johannes Brahms.
- Kynnir: Jón Múli Árnason.
Stöndum
saman
Dagsbrúnarverkamaður
hringdi:
Mér fínnst ekki sitja á Gísla
Gunnarssyni að skrifa grcin
eins og þá sem birtist í Þjóð-
viljanum þann 13. þ.m. og á
víst að vcra svar við ágætri
grein Oskars Guðmunds-
sonar.
Eða hver stóö niðri í
Austurstræti í kosninga-
slagnum 1967 og var þar að
selja sprengiblað ásamt Jóni
Hannibalssyni? Það situr ekki
á þessum mönnum að ávíta
blaðainenn Þjóðviljans. Það
er engin sósíalismi ef menn.
sem starfa við blaðið og skrifa
þar undir eigin nafni, ntega
ekki segja það sem þeim býr i
brjósti.
Ég á svo ekki aðra ósk
heitari nú á þessu nýbyrjaða
ári en að allir sósíalistar standi
saman sem einn maður í kom-
andi kosningum.
f rá lesendum
Síðbúin áramótahugleiðing
Magnús Jóhannsson frá Hafn-
arnesi skrifar:
Jæja, þá erum við búin að
sprengja út árið, éta yfir okk-
ur af allskyns kræsingum og
höfum ckki haft annað upp úr
því en magapínu, a.m.k. und-
irritaður.
Þetta nýliðna ár hefur að
mörgu leyti verið merkilegt og
að mörgu leyti sorglegt. Sjáv-
arvali hefur verið minni en
áður, en samt má kalla að
góðæri hafi verið til lands og
sjávar. En ríkiskassinn gjöktir
samt galtómur. Krytur um
kjör fólksins hafa einkennt
þetta ár engu síður en önnur
ár, utan hjá bóndanum, sem
fær allt á silfurdiski án þess að
beygja kné sín fyrir Heródesi
eða Pílatusi. Við höfum misst
okkar fyrrverandi forseta,
Kristján Eldjárn, þann ágæta
mann, og er hann syrgður af
alþjóð. Bókaflóðið hefur
gengiö yfir með pompi og
pragt, og margt gott hefur þar
rekið á fjörurnar. Annað
einskis nýtt.
INu setjast menningarvitar
senn á rökstola til að vega og
meta hverjir skuli hijóta
listamanna- og starfslaun.
Hætt er við að margir gangi
þar að tómri jötu. Búið er að
úthluta úr rithöfundasjóði og
hlaut skáldkonan Nína Björk
Árnadóttir styrkinn og er hún
vel að honum komin. Nú þarf
ekki lengur að vera að hnýta í
Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli út af listamanna-
launum og enginn nefndur
Magnús hinn margdrepni.
Listamannalaun, úthlutun
eiga að vei a í höndum lista-
manna sjálfra og engra ann-
arra.
Vel mæltist forseta vorum,
Vigdísi Finnbogadóttur nú
um áramótin, eins og von var
og vísa; einnig mæltist forsæt-
isráðherra sæmilega.
Nú fara kosningar senn í
hönd og eru stjórnmálaspek-
úlantar strax farnir að þinga út
um landsbyggðina; er víst
ekki ráð nema í tíma sér tekiö,
nema hvað.
Daginn er strax farið að
lengja og sól að liækka og
bátar og togarar farnir að búa
sig til vertíöar. Tíðarfar er
samt rysjótt, útsynningur og
suðaustanátt skipta með sér
verkum og má búast við
harðri sjósókn
Myndaþraut
Pennavinir
Óska eftir pennavinum, strákum og
stelpum á aldrinum 14-15 ára. Ég er
sjálf 14.
Áhugamál margvísleg. Svara öllum
bréfum.
Sigríður M. Valsdóttir
Djúpavogi 22
233 Hafnir.
Hvaö haldið þiö aö geti verið
á þessari mynd? Ekki hef ég
hugmynd um þaö. Ef þiö drag-
ið línu á milli a-b og b-c og svo
framvegis þá ætti málið að
skýrast.
Ríkharður Arnar hefur lík-
legast litið við í Tívolí á síðasta
sumri, eftir því sem myndin ber
með sér. Allskyns hringekjur,
og svo er líka einhver söluskáli
þar sem menn geta unnið
bangsaog aðrahluti íverðlaun.