Þjóðviljinn - 29.01.1983, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. - 30. janúar 1983
shráargatið
Kftjjir
Eggert: Hjálmar: Salóme:
Atti ekki Með Háskólakórinn A undir högg
að krossa? til Rússíá að sækja
Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi hefur vakið
nokkra athygli, ekki síst fyrir
hina miklu þátttöku í því. Á
Selfossi var t.d. smalað og kusu
þar margir úr öðrum flokkum,
bæði til að gera óskunda eða
hjálpa kunningjum eins og
gengur og gerist. Þar munu um
helmingi fleiri hafa kosið en
kusu Sjálfstæðisflokkinn s.l.
vor eða 1300 á móti um 600 þá.
Það vakti einnig athygli að um
450 atkvæði voru ógild. Eitt af
hinum ógildu segir sagan að
hafi verið atkvæði Eggerts
Haukdal. Hann er sagður hafa
komið út úr kjörklefanum og
spurt: „Átti ekki að krossa?“
Þess skal getið að 3 atkvæðum
munaði á honum og Árna John-
sen sem lenti í 2. sæti.
Háskólakórinn
hefur vakið athygli undanfarin
misseri fyrir þróttmikla starf-
semi undir stjórn Hjálmars H.
Ragnarssonar. Nú í vetur voru
m.a. hljómleikar þar sem ein-
göngu voru flutt ný verk eftir
stjórnandann þ.á m. Canto,
margbrotið verk við texta úr
Biblíunni, samið undir áhrifum
frá hinum ógnvekjandi fréttum
frá Líbanon s.I. ár. Nú hefur
Háskólakórnum verið boðið í
hljómleikaför til Sovétríkjanna
á næstunni og verður sungið í
Riga, Leningrad, Moskvu og
Kiev.
Búist
er við miklum látum í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
neskjördæmi og er reiknað með
að Salóme Þorkelsdóttir eigi
einkum undir högg að sækja.
Hún er úr Mosfellssveit sem
ekki vegur svo ýkja þungt á
móti atkvæðum t.d. í Kópavogi,
Hafnarfirði og Suðurnesjum.
Veðurlagið
hefur farið í taugarnar á mörg-
um undanfarið. Einn maður
kom inn í sjoppu þegar kófið
var sem mest í Reykjavík fyrir
skemmstu og dæsti miícið.
Hann sagði: „Ef þessi afbrot-
amaður, Ingólfur Arnarson,
hefði ekki hrökklast til landsins
á sínum tíma þá væri ekki nokk-
ur maður á þessu útskeri, kann-
ski þó rússnesk veðurathugun-
arstöð.“
Skíðasamband
íslands sér um norræna fjöl-
skyldulandskeppni á skíðum
1938 fyrir fslands hönd, en svo
óbjörgulega hefur tekist til að
fjöldi manns sem annars hefði
tekið þátt í keppninni getur nú
með engu móti látið það eftir
sér. Forystumenn Skíðasam-
bandsins hafa nefnilega látið
prenta skráningarspjöld sem
fólk á að merkja inn á skíða-
ferðir sínar og lítur það út eins
og forsíða af Morgunblaðinu:
Morgunblaðshausinn er efst og
keppnin virðist ekki auglýst í
öðrum blöðum. Að bendla svo
stórpólitískan aðila sem Morg-
unblaðið er við almennings-
samtök á borð við Skíðasam-
bandið er gróf misnotkun. Mál-
ið skýrist kannski þegar haft er í
huga að formaður Skíðasam-
bandsins er Hreggviður Jóns-
son, einn af VL-mönnum og
þekktur fyrir pólitískt ofstæki.
Annars
virðast VL-menn vera að færa
sig upp á skaftið á nýjan leik. í
vikunni voru kynnt Samtök
áhugamanna um jafnan kosn-
ingarétt sem vilja gera landið að
einu kjördæmi og afmá með
öllu sérstöðu hinna einstöku
kjördæma. Meðal þeirra sem
þar ganga fram má þekkja ýmsa
sem koma kunnuglega fyrir úr
röðum Varins lands á sínum
tíma, þ.á m. sjálfan höfuðpaur-
inn, Þorstein Sæmundsson
stjarnfræðing.
Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins
var formaður stjórnar Reykja-
víkurviku á síðasta kjörtíma-
bili. Nú á að kjósa nýja þriggja
manna stjórn, og lagði Davíð
Oddsson til að stjórnin yrði
óbreytt, - og að Sjöfn yrði for-
maður áfram, enda væri hún fús
til verksins. Á þetta gat flokks-
bróðir Sjafnar, Sigurður E.
Guðmundsson, og aðrir í
miðjubandalaginu hins vegar
ekki fallist, og er þeirra kandí-
dat Gerður Steinþórsdóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn fær því
formann í nefndinni eins og í
öðrum nefndum borgarinnar.
Hlutkesti verður varpað milli
kandídats miðjubandalagsins
og Alþýðubandalagsins.
Staða
aðstoðarbankastjóra í Alþýðu-
bankanum er nú laus og mun
verið lagt hart að Jóhannesi Sig-
geirssyni hagfræðingi ASÍ að
taka við henni.
Veisla Eiríks rauða, eftir Eggert Magnússon
Sýning á málverkum
Eggerts Magnússonar
I anddyri Háskólabíós hefur ver-
ið opnuð sýning á myndverkum
Eggerts Magnússonar, og stendur
hún tií loka febrúarmánaðar. Eru
allar myndirnar til sölu.
Eggert Magnússon er fæddur í
Reykjavík árið 1915 og hefur hann
haldið 2 málverkasýningar áður og
að auki tekið þátt í tveim samsýn-
ingum.
Eggert Magnússon er frístund-
amálari, var fyrrum sjómaður og
hefur starfað sem vélstjóri síðan
1938 á línuveiðurum, bátum og
togurum.
Fjórir ungir
sýna í Gallerí
Austurstræti 8
Fjórir ungir myndlistarmenn
opna í dag samsýningu í Gallerí
Austurstræti 8. A sýningunni er
fjöldi grafíkmynda og teikninga.
Þeir sem sýna eru Kristbergur
Pétursson, Haukur Friðþjófsson,
Harpa Björnsdóttir og Pétur Stef-
ánsson.
Jass í
Stúdenta-
kjallaranum
Síðan á fyrri hluta síðasta árs
hefur jafnan verið leikinn jazz í
Stúdentakjallaranum (við Hringb-
raut), á sunnudagskvöidum.
Sunnudagsjassinn hefur gefist
prýðilega og verður áframhald á
þessari sveiflurækt. Mannaskipan
hefur verið nokkuð breytileg, en
n.k.sunnudagskvöld leikur Djass-
flokkur ungra sveifluvina. Þann
flokk fylla þeir Eyþór Gunnarsson
píanó, Friðrik Karlsson gítar,
Gunnlaugur Briem trommur, Sig-
urður Flosason altsaxófón og Tóm-
as R. Einarsson. Eins og venjulega
verður spilað frá klukkan 21 til
23.30.
120 ungir listamenn með uppákomu
Gullströnd-
in andar
Um 120 listamenn, tónlistar-
menn, myndlistarmenn, rithöfund-
ar og fl. hafa ákveðið að stilla
saman strengi sína og efna til lista -
samkomu sem opnar aðHringbraut
119 í dag lauga'rdag kl. 16.00 og
mun síðan standa með litlum hléum
fram til 12. febrúar n.k.
Flestir þeir sem fram koma á list-
asamkomu þessari eru ungir að
árum, margir hverjir lítt þekktir,
en innan um aðrir sem getið hafa
sér gott orð, hver á sínu sviði.
„Mig rekur satt að segja ekki
minni til að það hafi gerst áður að
listamenn í svo mörgum greinum
hafi komið saman og einsett sér að
hrinda af stað listaviðburði sem
tekið verður eftir. Við sem stönd-
um að þessu förumekki í launkofa
með að hér er á ferðinni andóf gegn
þeim listamönnum sem troða upp í
fáguðum sölum Norræna hússins,
svo dæmi sé tekið, og umlykja sig
Listasafn íslands:
Nú stendur yfir í Listasafni Is-
lands sýning á íslenskri og danskri
myndlist. Kjarni sýningarinnar er
nýkeypt verk og gjafir sem ekki
hafa verið sýndar.
Sérstaklega má nefna olíumál-
verk og grafíkmyndir eftir danska
listamanninn Egil Jacobsen sem
listamaðurinn gaf safninu nýverið
en olíumálverkin tileinkar hann
Svavari Guðnasyni listmálara, en
þeir Egill voru félagar í Cobra-
hópnum.
kertum og blómaangan. Við höf-
um ekki fengið neinn styrk frá ein-
um né neinum, leggjum aðeins til
okkar eigið framlag og í því felst
styrkur góður”, sagði Þorlákur
Morthens einn af aðstandendum
listahátíðarinnar.
Margt verður á boðstólum á há-
tíðinni. 18 rithöfundar verða með
upplestur. Hljómleikar verðahaldn-
ir og einnig er gert ráð fyrir svo-
kölluðum „spontant“ upptroðsl-
um.
Listahátíðin hefst með opnun
myndlistarsýningar kl. 16.00 í dag
en kl. 18.00 verða Performance,
upplestrar og hljómleikar.
Á sunnudag verður sýningin op-
in frá kl. 16.00 og um kvöldið verð-
ur ýmislegt um að vera í Uppákom-
usal. Sýningin verður opin alla vik-
una frá kl. 16.00-22.00 en alls mun
hátíðin standa fram til 12. febrúar
n.k. hól.
Annað olíumálverkið eftir Egil Jac-
obsen.
Gjafir og
nýkeypt verk
Grafík og póst-
list í Skruggubúð
I dag, laugardaginn 29. jan. kl.
15 opnar sýning á grafík og póstlist
eftir tékkneska listamanninn La-
dislav Guderna, í Skruggubúð
Suðurgötu 3a.
Ladislav Guderna fæddist árið
1921 í Tékkóslóvakíu. Þar tók
hann þátt í störfum tékkneskra
súrrealista á árunum 1945-1968 og
sýndi á fjölda einka- og samsýn-
inga. T.d. 24. Feneyjartvíæringn-
um og 4. Sao Paolo-tvíæringnum.
Síðan 1968 hefur Guderna búið og
starfað í Kanada.
Sýningin verður opin þriðjudaga
- föstudaga frá kl. 17-21 en kl. 15-
21 um helgar.
Öllum starfsmönnum póstsins er
boðin ókeypis aðgangur að sýning-
unni.
Grafíkmynd eftir tékkneska súrre-
alistann Ladislav Guderna.