Þjóðviljinn - 29.01.1983, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 29. - 30. janúar 1983__
1 nafni sannleikans
ÓlafurGíslason blaðamaðurhefur
skrifað um erlend málefni í
Þjóðviljann að undanförnu og
skilað því allvel. Það var kannski
einmitt vegna þessa, sem okkur
þótti sárt að sjá hann halla mjög
réttu máli varðandi gömul
samskipti sín við Fylkinguna í grein
í Sunnudagsblaði Þjóðviljans 22-
23. jan. s.l. Það gerði illt verra að
þessi grein Ólafs var annars ágætt
svarbréf til Björns Bjarnasonará
Morgunblaðinu. í þessu bréfi benti
Ólafur á margar rangfærslur sem
Björn hefur gert sig sekan um að
undanförnu. Ólafur á fullt hrós
skilið fyrir að hafa varið kúbönsku
byltinguna gegn óhróðri
Morgunblaðsins.
Litlir sannleikar
Vandvirkur blaðamaður gleymir
ekki atriðum sem eru afgerandi
varðandi það viðfangsefni sem
hann er að fást við. Olafur hefur
forðast slík mistök í margri um-
fjöllun um fjarlægustu mál, en í
áður nefndri grein bregst honum
illilega bogalistin. í frásögn sinni af
viðskiptum við Fylkinguna árið
1975 þá gleymir hann að geta þess
að hann var fulltrúi Fylkingarinn-
ar í Víetnamnefndinni (VNÍ), en
sú nefnd var skipuð fulltrúum ein-
stakra samtaka. Þegar Ólafur
neitaði að beita sér innan VNl í
samræmi við vilja meirihluta félaga
í Fylkingunni, var ákveðið að kjósa
nýjan fulltrúa til að fara með um-
boð Fylkingarinnar í VNÍ.
Ólafur greip þá til þess ráðs að fá
Samband íslenskra námsmanna er-
lendis til að kjósa sig sem fulltrúa í
VNÍ. Hann var þannig áfram í VNÍ
og formaður nefndarinnar. Þessa
stöðu notaði hann til að andæfa
stefnu Fylkingarinnar og kom
þannig í veg fyrir að lýðræðislegar
meirhlutaákvarðanir þeirra sam-
taka, sem hann var meðlimur í,
næðu fram að ganga.
Það er vitaskuld matsatriði hve-
nær reka skuli einstakling úr pólit-
ískum samtökum. Allir stjórn-
málaflokkar hafa ákvæði í lögum
sínum sem takmarka rétt manna til
að vera meðlimir. Sá íslenskur
flokkur, sem „frjálslyndastur" hef-
ur verið í beitingu slíkra ákvæða að
undanförnu er augljóslega Sjálf-
stæðisflokkurinn, en hann verður á
engan hátt lýðræðislegri fyrir það.
Lýðræði flokks verður einungis
mælt með því hversu mikla
möguleika einstakir meðlimir hafa
til að hafa áhrif og þeirri virðingu
sem borin er fyrir lýðræðislegri
ákvarðanatekt og lýðræðislegum
samþykktum.
Það er ekki rétt hjá Ólafi að
hann hafi verið rekinn úr Fylking-
unni fyrir að vilja ekki breiða út
óhróður um Ho Chi Minh. Ólafur
var rekinn fyrir þá sök að hann
barðist markvisst gegn stefnu og
málflutningi Fylkingarinnar í VNL
Eina pólitíska starfið sem Ólafur
vann á þessum tíma var starf hans í
VNÍ og því ekki óeðlileg niður-
staða að leiðir hans og Fylkingar-
innar hlytu að skilja.
Annað atriði sem rétt er að geta
er að nokkrir félagar, sem voru
sama sinnis og Ólafur, sögðu sig úr
Fylkingunni strax eftir að Ólafur
var rekinn og sendu yfirlýsingar
Ho Chi Minh: Staiínisti eða ekki
stalínisti?
fram um að reka þetta fólk. Ein-
staka félagar úr þessum hóp hafa
gengið til samstarfs við Fjórða Al-
þjóðasambandið og Fylkinguna
síðar.
þar um í Þjóðviljann. Þótt þessir
félagar aðhylltust sömu skoðanir
og Olafur, þá kóm engin tillaga
Ho Chi Minh
og Stalínisminn
Ólafi er mikið niðri fyrir þegar
hann ræðir um það hversu óþokka-
legar ákærur við trotskýistar höf-
um sett fram gegn Ho Chi Minh og
víetnamska kommúnistaflokkn-
um. Hann gengur m.a.s. svo langt
að draga það í efa að Ho Chi Minh
hafi verið stalínisti. Það er að vísu
rétt að Ho Chi Minh var enginn
venjulegur stalínisti, en það er
auðvitað hrein fásinna að neita því
að víetnamski kommúnista-
flokkurinn og Ho Chi Minh voru
stalínískir. (Við getum vitaskuld
ekki vitað um allt það sem Fylk-
ingarfélagar hafa sagt um þeta mál,
en við drögum í efa að nokkur
þeirra - þ.m.t. Guðmundur Magn-
ússon - hafi sagt að Ho Chi Minh
hafi ekkert verið annað en „ótínd-
ur morðingi og gagnbyltingarsinni
og stalínisti“). Það var vegna þess
að víetnamski kommúnistaflokkur-
inn var stalínískur að hann tók
breskum hersveitum opnum örm-
um 1945. Stalín hafði samið um
það í Postdam, við Churchill og
Roosevelt. Það var einnig í sam-
ræmi við þá stefnu að vopnaðar
sveitir víetnamskra kommúnista
réðustgegn sveitum trotskýista og
myrtu marga helstu forystumenn
þeirra. Bretarnir vopnuðu síðan
franskar hersveitir sem gerðu landið
aftur að franskri nýlendu eins og
Stalín hafi samið um.
Þrátt fyrir Stalín, þá reis víet-
namski kommúnistaflokkurinn og
víetnömsk alþýða upp aftur og
barðist til sigurs. Það breytir ekki
því samningar Stah'ns við
Churchill og Roosevelt og hlýðni
víetnamska kommúnistaflokksins
|við hann, voru svik við víetnömsku
byltinguna eins og víetnamskir
trotskýistar héldu fram. Ólafur
hefur aldrei, svo við vitum, fært
nein skynsamleg rök gegn þessum
fullyrðingum.
Gagnrýni
og stuðningur
Deilurnar innan VNÍ á sínum
tíma stóðu m.a. um það hvort það
samrýmdist stuðningi við baráttu
Þjóðfrelsisfylkingarinnar í Víet-
nam, að benda á að víetnamska
kommúnistaflokknum hefðu orðið
á mörg mistök og að halda fram
sjálfstæðum skoðunum á því sem
var að gerast í Víetnam. Við
trotskyistar neituðum því, að á milli
þessa væri mótsögn, en það fannst
mörgum félögum okkar í VNÍ. I
þeirra svart-hvítu veröld þýddi
stuðningur við baráttu víet-
namskrar alþýðu, að við bentum
aðeins á „hvítu“ atriðin í því sem
Þjóðfrelsisfylkingin var að gera og
styddum þeirra málflutning í einu
og öllu. Að efast um réttmæti þess
sem Þjóðfrelsisfylkingin var að
gera og segja jafngilti í raun svikum
við málstað víetnamskrar alþýðu
og stuðning heimsvaldasinna. Það
er auðvitað gleðilegt að Ólafur hef-
ur nú hafnað svart-hvítum mynd-
um af raunveruleikanum.
Már Gutmundsson
Ásgeir Daníelsson
ritstjornargrcin
Fyrir hálfri öld
Um þessar mundir eru liðin
fimmtíu ár síðan Adolf Hitler
varð kanslari Þýskalands í ríkis-
stjórn sem í fyrstu var að meiri-
hluta skipuð ýmsum herskáum
hægrisinnum, sem ekki voru nas-
istar. En þar með var opnuð leið
þeirri „endurreisn" sem nasistar
stefndu að: það tók þá ekki nema
um tvo mánuði að koma því svo
fyrir með grímulausu ofbeldi í
bland við hótanir, svik og fláráð
loforð um þjóðareiningu að
drepa, handtaka eða flæma úr
landi helstu andstæðinga sína,
forystusveitir verkalýðsflokk-
anna, kúga til hlýðni reikult
kraðak borgaralegra flokka og
samtaka nálægt miðju stjórnmála
og innlima að mestu þá hægri-
sinna sem höfðu opnað Hitler
dyrnar að sölum valdsins. Og
þaðan lá leiðin til óskerts alræðis
með afnámi verkalýðshreyfingar,
stjórnmálaflokka, frjálsrar
menningarsköpunar, með kyn-
þáttaofsóknum sem fyrst og
fremst beindust gegn Gyðingum
og leiddu til mestu fjölamorða
sögunnar, sem landvinningapóli-
tík þeirri sem leiddi til heims-
styrjaldarinnar síðari og síðan
hruns Þriðja ríkisins svonefnda.
Dapurleg saga
Hér er ekki stund né staður til
að rekja þær ástæður sem rann-
sakendur þessa myrka tímabils
hafa gert grein fyrir um niður-
stöður margra fróðlegra athug-
ana á forsendum þess að nasism-
inn komst til valda í Þýskalandi.
Margar þeirra eru vel kunnar:
beiskja miðstéttanna eftir
verðhrunið upp úr fyrri heims-
styrjöld, heimskreppan með gíf-
urlegu atvinnuleysi sem kom sér-
staklega illa við Þýskaland, m.a.
vegna stríðsskaðabóta sem
landinu var gert að greiða, fjand-
skapur stórs hluta yfirstéttanna
við lýðveldi og lýðræði, tíðar
stjórnarkreppur og ráðleysi þing-
ræðis, einnig sú staðreynd að fas-
isminn hafði þegar unnið sína
fyrstu sigra á Ítalíu og fleiri lönd
Evrópu sýndust á sömu braut.
Einhver dapurlegasta forsenda
þess að Hitler gat komist til valda
var hinn mikli fjandskapur sem
ríkti milli tveggja öflugra og um
margt vel skipulagðra verkalýðs-
flokka Þýskalands, sósíaldemó-
krata og kommúnista. Þótt þessi
öflugu samtök væru að berjast
fyrir lífi sínu um þessar mundir
gátu leiðtogar þeirra ekki komið
sér saman um það hvernig bregð-
ast skyldi við hinni brúnu hættu.
Það voru dýrkeyptar lezíur of-
sókna, pyntinga og fangabúða
sem kenndu vinstrimönnum
Evrópu að reyna fyrir sér með
samfylkingu - sem þó dugði
skammt bæði vegna þess að seint
var af stað farið og vegna eigin
ávirðinga sósíaldemókratískra og
kommúnískra flokka þess tíma.
Ábyrgð yfirstétta
Verkalýðsflokkarnir þýsku
eiga sína sök á því hvernig fór. En
þeir voru ekki samábyrgir nasist-
um eins og sú klíka íhaldssamra
stjórnmálamanna, auðjöfra og
hernaðarsinna, sem kom Hitler
til valda í þeirri von, að storm-
sveit hans mætti nota til að berja
niður verkalýðshreyfingu og
sósíalískar hreyfingar - en losna
síðan við hann þegar hann hefði
gegnt því hlutverki. Það má sjá
hér og þar í greinum sem skrif-
aðar eru um þessar mundir, að
talað er um yfirsjónir Hugen-
bergs og annarra íhaldsmanna
þýskra, sem lyftu Hitler til valda,
um vanmat þeirra á ófreskjunni
og þar fram eftir götum. Þetta er
Arni_______________
Bergmann
skrifar
að vissu leyti rétt. En athuga-
semdir af þessu tagi mega ekki
breiða yfir þá staðreynd, að
flokkur Hitlers, sem kenndi sig
bæði við þjóðerni og sósíalisma,
samkvæmt þeirri hugkvæmni
áróðursmeistara að hafa það á
lofti sem jákvæðastan hljóm-
grunn vekur, þessi flokkur
launaði kapítalistum og óðals-
eigendum Þýskalands vel liðveisl-
una. Auðjöfrar Þýskalands sem
„höfðu reytt í flokkinn fjármagn-
ið á úrslitastundum“ eins og Ein-
ar Laxness minnir á í grein sem
birtist hér í blaðinu í dag, áttu hér
eftir alls kostar við verkalýð
landsins og „kapítalískt hagkerfi
varð sú undirstaða sem þýska ríkið
byggði á í atvinnu- og efnahags-
málurn" eins og segir í sömu
grein. Borgaraleg öfl Þýskalands
vissu ekki alveg hvað þau voru að
gera, þegar þau tóku flokk Hitl-
ers upp á arma sína eða beygðu
sig fyrir honum mótspyrnulítið.
En þau vissu nóg um það til hvers
þau sjálf ætluðust af Hitler til að
þeim verður ekki fyrirgefið.
Þá og nú
Fasismi í þeirri herfilegu mynd
sem Hitlers-Þýskaland var hefur
ekki risið síðan. En fasískar og
hálffasískar stjórnir hafa verið
við lýði í lengri eða skemmri
tíma. Og enn sem fyrr er fasista-
hættan tengd því, að yfirstéttir
óttist svo mjög um eignir og
fríðindi, að þær séu reiðubúnar til
að semja við andskotann um að
hann gefi þeim lengra líf. Sú saga
er að gerast enn í dag hér og þar í
heiminum, því miður. En það er
bót í máli, að það tókst að evða
veldi Hitlers - og ekki ástæða til
ð ætla að sporgöngumenn hans
verði langlífir í sínum löndum.