Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 9
Helgin 29. - 30. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Fyrirsögnin hér að ofan er
fengin að láni frá blaðinu
Lögrjettu hinn 6. mars á því
herransári 1912.
Undirfyrirsögnin hjá blaðinu var
þessi:
„Kvenfólk í Hafnarf irði hættir
vinnu og heimtar kaup sitt
hækkað.“
Fréttin af þessu verkfalli, sem
Lögrjetta kallar hið fyrsta á ís-
landi, var ekki löng - nákvæmlega
7 línur. Þessar 7 línur hljóðuðu svo:
„í Hafnarfirði berst mjög
mikið af fiski á land, úr
skútum og togurum. Fjöldi
kvenna vinnur þar að fisk-
þvotti. Þær hafa fengið tíma-
kaup, 15 aura um tímann. Það
þótti þeimof lítiðog heimtuðu
18 aura. Vinnurekendur vildu
ekki svara kröfum þeirra. En
þá tóku þær það til bragðs að
hætta vinnunni og urðu vel
samtaka, hættu allar í einu.
Verkfallið hófst 1. þ.m. og er
enn óútkljáð."
Lögrjetta rekur síðan gang mála
hinn 13. mars 1912 á þennan veg:
„Verkfallið í Hafnarfirði
stendur enn. Verkafólkið hef-
ur valið 3 fulltrúa til þess að
semja við vinnuveitendur, en
samningar eru ekki komnir á.
Vinnuveitendur segja, að ef
þeir færi lágmark tímakaups
kvenfólksins upp í 18 aura, þá
sje gamalt kvenfólk útilokað
frá vinnu og eins unglingar.
Auk þess stendur þræta um
kaup fyrir aukavinnu og sunn-
udagavinnu, og þar eru karl-
mennirnir líka með í kröfun-
um. En vinnu hafa þeir ekki
lagt niður.“
Nú má lengi deila um það hvað
telst verkfall og hvað ekki. Á að
telja það verkfall ef nokkrir menn,
2-3, leggja niður vinnu part úr degi
eða dagstund? Eða skal viðhafa
þrengri skilgreiningu og telja verk-
fall eiga að ná til nokkurs fjölda
fólks, standa yfir í nokkurn tíma og
vera að einhvérju leyti að undir-
boði verkalýðsfélags?
Nú er ljóst. að verkafólk hafði
uppi kröfugerðir og mótmæli fyrir
Guðmundur Georgsson prófessor
Þriðjudagsfundir
herstöðva-
andstœðinga
Þriðjudaginn 1. febrúar n.k.
verður fjórði þriðjudagsfundur
herstöðvaandstæðinga um vígbún-
aðarkapphlaupið haldinn að Hótel
Heklu og hefst hann kl. 20.30. Á
fundinum mun Guðmundur Ge-
orgsson prófessor flytja erindi, sem
hann nefnir Um afleiðingar kjarn-
orkustyrjaldar. Verður þar fjallað
um áhrif hugsanlegrar kjarnork-
ustyrkjaldar á lífríkið, andrúms-
loftið, hafið, matvæli og ferskvatn.
Þá verður fjallað um hugsanleg til-
drög og afleiðingar af kjarnorkus-
prengingu á Keflavíkurflugvelli,
um almannavarnir í kjarnorku-
styrjöld og um hugsanlegt samfélag
manna eftir kjarnorkustyrjöld. Á
eftir erindi Guðmundar verða um-
ræður og fyrirspurnir.
Fiskverkumrkonur í Hqfnarfiröi
gerðu fyrstar almenrn „skrúfu”
Magnús Olafsson tók þessa mynd árið 1912, en ekki er vitað hvar á landinu hún er tekin. Myndin sýnir
saltflskverkun innanhúss og getur því verið táknræn fyrir fyrsta almenna verkfallið á íslandi, sem konur
efndu til í Hafnarfirði 1912.
árið 1912. Heimildir um þessi mál
eru af afar skornum skammti og
áreiðanlega á margt eftir að upp-
lýsast þegar sagnfræðingar okkar
fara að fást við sögu annarra en
stjórnmálakarla. En fyrir liggur
greinargerð um aðgerð verkafólks,
sem uppfyllir öll skilyrði þess að
kalla'st verkfall. Sú aðgerð er skjal-
fest í ritinu: „Upphaf íslenskrar
verkalýðshreyfingar“ eftir Ólaf R.
Einarsson.
Ólafur vitnar í Prentarann, 1.
árg. 1. tbl. 1910, en þar segir svo:
„Er í einni prentsmiðju gert
verkfall þá um sumarið, en
varir eigi lengur en einn dag,
með því að prensmiðju-
eigandi sá, er í hlut átti, lét að
kröfum, er settar voru."
Og Olafur R. Einarsson bætir
því við, að þetta sé að líkindum
fyrsta verkfall, sem stéttarfélag
stóð fyrir á íslandi - það var háð í
júní árið 1899 í Aldarprent-
smiðjunni (sjá bók Ólafs R. Ein-
arssonar, bls. 82).
Það er ljóst, að fyrirsögn Lög-
rjettu hinn 6. mars 1912 um kon-
urnar í Hafnarfirði, á ekki alveg við
rök að styðjast. Hitt er hins vegar
einnig ljóst, að í Aldarprent-
smiðjunni hafa vart unnið margir
menn og því hefur verkfallið þar
ekki verið víðtækt. Verkfallið í
Hafnarfirði náði hins vegar til um
100 kvenna. Það verkfall uppíyllir
einnig flest skilyrði skilgreiningar á
verkfalli; það er víðtækt, það
stendur nokkurn tíma og stéttarfé-
lag kemur þar við sögu. Verka-
mannafélagið Hlíf var stofnað í
Hafnarfirði árið 1907 og það var
eitt örfárra þeirra verkalýðsfeálga,
sem hafði konur innan sinna vé-
banda á þessum árum. Samkvæmt
einni heimild minni voru konurnar
að vísu ekki í Hlíf (það voru fæstir í
verkalýðsfélögum á þessum árum)
og félagið átti ekki frumkvæði að
verkfallinu. Konurnar nutu hins
vegar stuðnings félagsins og gengu
í það margar hverjar.
Þessi heimild er Kvennablaðið,
sem kvenréttindakempan Bríet
Bjarnhéðinsdóttir gaf út. Þar segir
hinn 11. apríl, að ekki sé annað
vitað en þetta verkfall í Hafnarfirði
sé fyrsta verkfallið á íslandi.
Kvennablaðið rekur síðan kröfur
kvennanna: þær vilja fá 18 aura
fyrir hversdagsvinnu, 23 aura fyrir
eftirvinnu frá 7-11, 28 aura fyrir
vinnu eftir kl. 11 á kvöldin, 30 aura
á sunnudögum og40 aura eftir kl. 7
á sunnudögum. Við skulum minn-
ast þess, að þeim voru ávallt
greiddir 15 aurarum tímann-jafnt
í dagvinnu, eftir- og næturvinnu.
Síðan segir Kvennablaðið:
„Konurnar gengu inn í Verka-
mannafélag Hafnarfjarðar,
sem hefur stutt þær með
ráðum og dáð. Jafnvel styrkt
þær með peningaframlagi frá
sjálfu sér. Það eru að sögn um
100 konur við fiskvinnu í
Hafnarfirði, og hefur engin
þeirra snert á fiskvinnu síðan.
Nú í dag, þ. 11. apríl, eru
samningar komnir á milii
kvennanna og verktakend-
anna, með góðum árangri
fyrir konurnar. Kröfur þeirra
hafa verið uppfylltar að mestu
eða öllu leyti.“
Þess má geta að ég leitaði í
Reykjavíkurblöðum öðrum, en
aðeins þessi tvö geta verkfallsins og
svo Ingólfur, sem sagði hinn 7.
mars 1912:
„Verkfail hafa fiskverkun-
arkonur í Hafnarfirði gert ný-
lega, og heimtuðu kaup sitt
fært upp í 18 aura, úr 15 au-
rum um tímann. Mun þetta
vera fyrsta verkfall á íslandi."
Mér þykir nokkuð ljóst, að bæði
Kvennablaðið og Ingólfur hafa
tekið það upp eftir Lögrjettu að
nefna þetta fyrsta verkfall á ís-
landi. Óg lái þeim það hver sem vill
- það er nokkuð mikill munur á
verkfalli sem nokkrir gera eða
hundrað.
Við ættum öll að geta verið ásátt
um að kalla verkfall kvennanna í
Hafnarfirði 1912 fyrsta almenna
verkfallið á íslandi, a.m.k. þar til
annaö kemur í ljós.
ast