Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 11
Helgin 29. - 30. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 helgarsyrpa Thor Þegar ég kom úr símanum á sænsku kránni var Haklangur gull- skreytir tanna farinn aftur heim í einsemdina sína, þar sem hann bjargast á því að vera bókavinur- inn, og þar breiða íslenzkar forn- sögur faðminn á móti honum og bjóða honum viðþol einsemdar- innar; þó hann skilji þær ekki. Ég settist með krús mína við annað borð þar sem ég gat haft bakið við vegg, og engin augu í hnakkann. Ég var að hugsa um hina ein- kennilegu reynslu sem Artur Lundkvist varð fyrir í fyrra. Þetta fræga skáld hefur ferðazt mikið um dagana; bæði hefur hann verið í öllum heimsálfum og líka hitt að honum lætur flestum fremur að sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast eins og Jónas orti. Þá á ég við það hve vel hann fylgist með því merkilegasta sem er að gerast í heimsbókmenntunum hverju sinni. Það hefur ósjaldan komið sér vel fyrir sænsku akadem- íuna þar sem hann á sæti, þegar þeir eru að velj a nóbelsskáldin. Oft hefur hann verið á undan tíinanum á langri ævi eins og þegar hann þýddi endur fyrir löngu smásögu eftir William Faulkner sem þá var flestum ókunnur; Frakkar ekki búnir að uppgötva hann, sem varð til þess að hann varð jafnvel frægur heima hjá sér í Bandaríkjunum. Smásöguna eftir Faulkner sendi hann í hið virðulega tímarit BLM sem er á vegum Bonniers forlags- ins. Sigfried Siwertz sem þá var rit- stjórinn endursendi söguna, og hélt nú ekki að þetta væru bók- menntir. Sá var löngu dauður þeg- ar Faulkner fékk nóbelslaunin, og hverfið; kalda hvíta veggi spítalans þar sem allt var gerilsneytt; ekki einu sinni mynd af lausnaranum að ganga á vatni, hvað þá að breyta því í vín. Hann spyr hverju sæti, og segir síðan langa sögu af margþættu ferðalagi og viðburðaríku. Hann hafði þá verið að ferðast allan tímann, og mundi í smæstu atriðum viðburðarásina; landslag, borgir, leiksvið mannlífs; fjölskrúðug kynni af fólki. Ætli þetta hefði ekki verið kallað að fara sálförum á ís- landi? Einkum á þeim tíma þegar hér voru menn sem munaði ekki um það að bregða sér til Singapore eina næturstund; skjótast í haminn á einhverjum öðrurn, og jafnvel gera konu barn. Þetta átti hér einn- ig við um dauða menn eins og þeg- ar Skarphéðinn Njálsson hrökk upp af aldalöngum svefni í gröf sinni, og hljóp í einn frægasta í- þróttamann landsins, þótt sá væri farinn að reskjast; en varð alveg nýr við innrás forndraugsins, lá unga konu og gat við henni barn til að tryggja Skarphéðni afkvæmi með svofelldri nýsköpun. Þetta var einmitt á nýsköpunarárunum. - Var kvenfólk? spyr María. - Já. Það var kvenfólk. Já já. - Jæja. Var þá kvenfólk. - Jú það var kvenfólk. En það gerðist ekki neitt. I þessum hugrenningum sit ég við langborðið og finn að maður horfir á mig. Þegar ég lít til hans Iyftir hann kollu sinni ogsegir skál. Þetta var ungur maður, fölur í andliti og grannur með bieikar brár og sítt gult hár, beint nef eins og sá hellenski Hermes, og ekki há- A ðskota á ölstofu gleymdur flestum. Svipað var með ljóðskáldið St. John Perse frá Franz. Eða Patrick White frá Ástralíu. Jafnvel Laxness. Allir fengu þeir Nóbelslaunin með dygg- um stuðningi frá Lundkvist sem varð einn fyrstur með Svíum að skilja stærð þeirra Og fleiri skáld. Ég þekki ekki aðra sem er betra að fræðast af um forvitnilega höfunda víðsvegar um heimsbyggðina á ó - líkum tungumálum en Artur sem er öðrum fljótari að átta sig á því sem skiptir máli, á vitnisberum manns- sálarinnar. Auk þess hefur Artur skilið eftir sig spor á flestum svið- um sænskra bókmennta Ég var að koma úr símanum frá því að spyrja Maríu Wine um heilsu Arturs. Hún sagði hann næstum jafngóðan, og minnið al- veg að koma til að nýju. Það gerðist nefnilega í fyrra að Artur er staddur í heimsókn í skólastofu, og á að fara að hefja fyrirlestur yfir eftirvæntingarfullu fólki, sem fagnarskáldinu. En áður en hann lyki sundur munni sínum leið hann útaf; og var fluttur í of- boði á sjúkrahús. Dag eftir dag sat María á rúmstokknum hjá honum; og las löngum ljóð í von um að vekja hann aftur til lífsins. Og það var komið á annan mánuð, þá vaknar Artur og undraðist um- leitur, með bjartan svip fremur dapurlegan. Það kom fram að hann væri danskur, og hefði flúið þá miklu blessun frjálshyggjumanna sem er atvinnuleysið, kærkomið þeim sem baða sig í skrumljósi Miltons Friedman. Nei^hann hafði ekki get- að fengið neina vinnu í Ðanmörku en komst í vinnu í Svíþjóð. Stjórnmálamennirnir þekkja okkur ekki sem erum ung. Þeir segja að við viljunt ekki vinna. Viljunt bara vera með sítt hár og slæpast. Það er haugalygi. Það er viðbjóðslegt að fá ekki að vinna þegar maður vill það. Þegar rnaður er ungur og sterkur, og vill takast á við eitthvað. Og þá kemur samfé- lagið og segir, hvað heldurðu að þú sért? Þú ert ekki neitt. Hver held- urðu að þurfi á þér að halda? Eng- inn. Samfélagið gengur sinn gang án þín. Það er hætt við að þú farir að hata. Og viljir brjóta og brjóta. Sprengja. En það er engin þörf fyrir þig, segja þeir; þú freistast til að sýna helvítunum að það munar um þig sarnt. Eða þú sprautar í þig eitri og hverfur inn í frumskóg full- an af forynjum og undrum og draumum sem breytast í martröð. og þú ert fastur í víti, og brýzt um í fjötrunum, og verðurglæpamaður Vilhjálmsson skrifar Frá Stokkhólmi eða skækja til að greiða andskotan- um daggjöldin. Ég hef séð marga vel gerða vini mína fara þannig, breytast, verða óþekkjanlegir; verða annað fólk. Hefur samfé- lagið ráð á því að kasta æskublóma sínum á elda helvítis? Hvers konar þjóðfélag er þetta sem við lifum í; sem lætur allt þetta unga fríska fólk vera iðjulaust, notar sér ekki hug- myndaauðgi þess og styrk. Hendir því frá sér. Það er ekki nóg að láta fólk hafa atvinnuleysisbætur, láta það lifa á sárabótum. Og láta þaö finna að það sé ekki þörf fyrir það. En það má segja að þetta sé okkur að kenna, að rísa ekki af einurö upp og taka völdin. En hvernig ætti það að verða? Hver getur trúað á hugsjónirnar þegar maður sér hvað hefur sprottið upp í staðinn fyrir það sem átti að vera draumaríki mannúðar og réttlætis. Sósíalisminn, hvernig hefur ekki verið farið með hann? Kannski sagði maðurinn ekki allt þetta. En þetta lá þó í því sem fór okkar á milli, í reykkófinu á niðurdrabbaðri krá, í íssúrum daun bjórsins. Nei auðvitað sagði hann ekki þetta svona en þó lá þetta í tali hans. Hann horfði til dyra þegar ein- hver kont inn. Það var dapurleiki í fölum andlitssvipnum, óró undir. - Þú ert að bíða eftir einhverjum? - Já, segir hann fremur píreygður og sökkvir augnalokunum yfir brámána brúna, og slökkvir snöggvast blámann: Það er stúlkan mín. Æ hún lætur mig alltaf bíða svo lengi eftir sér. Hún ætlaði að sækja mig og fara með mig í leikhúsið. Láta mig sjá sýninguna þar sem hún er að leika. Hérna beint á móti. í Vasa-leikhúsinu. - Sænsk? - Já já. Hún kemur alltaf klukku- tíma seinna en hún segist ætla. Og ég verð alltaf dálítið sár. Þó ætti ég að vera orðinn vanur því. Kannski venst ég því aldrei. En þegar hún kemur, þá verð ég svo glaður að ég fyrirgef henni strax. Loks kom hún og sótti hann. Þá kemur dökkur maður yfir- litum. Sezt, ekur bjórkollunni sinni hægt í nokkra hringi; áður en við fórum að tala saman. Hvaðan? Frá Bangladesh. Tuttugu og sex ára gamall, að læra hagfræði við Stokkhólmsháskóla. Þótti hún anzi þurr. Hann segir mér frá eymdinni heima, hafsjó eymdar. Systkini hans voru mörg, engin tækifæri þar. Kannski hafði hann dagað uppi í Svíþjóð. Hann ætlaði lengra. En komst í góða vinnu hér sem veitti honum tækifæri til náms. Og hafði verið nokkur ár hérna; og tók námið föstum tökum þótt honum leiddist hvað það var þurrt, kalt í kennisetningunum. Öll kenning er grá, segir í Fást eftir Goethe. Sjálf- ur hafði hann fyrst og fremst áhuga á manneskjunni, og að nota fræði sín til að hjálpa fólki. Sínu fólki helzt, sinni þjóð. En hvernig? Það er ekki hægt nema í gegnum pólit- íkina. Og spillingin er svo hrikaleg. Þegar ég er að ræða við skólafélaga rnína finnst mér oft þeir ekkert vita hvað þeir eru að tala um. Þeir ausa úr sér fræðisetningum, salla þig niður með glæsilegum setningum upp úr bókum og það er svo einfalt að lækna meinin, uppræta meinsemdirnarog byggja upp fag- urt mannlíf frá grunni, útrýma hungri og neyð heima hjá mér; en þeir hafa bara ekki hugmynd um þá veröld og forsendur lífsins þar, manneskjurnar; þeir athuga ekki einu sinni loftslagið. Og stundum þyrmir yfir mig, mér finnst ræðurn- ar rista svo grunnt; talið oft svo gelt, og langt frá lífinu sjálfu. Þeir hafa allt á hreinu, ogþaðergott; en þetta er bara svo langt frá mínum heimi. Hjá mér þarf að byrja á að kenna fólkinu að lesa. Og líka forða því að allir menntamennirnir verði viðskila við fólkið sem þeir eiga að leysa. Heldurðu að það sé ekki auðvelt að falla fyrir freisting- unum eftir langa keðju vonbrigða, og sökkva sér í einhver trúarbrögð sem segja þér að þetta eigi allt að vcra svona, það sé fínt að þjást, ókei. Kannski ennþá sniðugra ef þú getur komizt hjá því, og keypt þér sælu hérna megin grafar. Hvernig eiga Evrópumenn að skilja þjóðfélag þar sem hendur eru höggnar af þeim sem gerast fingralangir, og fólk er hálshöggvið fyrir hórdóm? Hvernig ætlarðu að fara að frelsa þjóðina þar sem bóndinn verður hoppandi vondur og tekur sér bjúgsverð í hönd ef það á að fara að senda dætur hans í skóla og einhver læðir því að kell- ingunni að taka af sér blæjuna, og fara þannig á markaðinn með óvar- ið andlitið, sem var hans einkarétt- ur að baða augum, heilagur réttur? Þó hún væri orðin ljót og honum leið. Hann sagði mér að hann kæmi á fimnt daga fresti til að drekka öl og drekkja sorginni. Eða drekkja sæl- unni ef það hleypur eitthvað á snærið sem kemurmérúr jafnvægi. Ég verð að paufast í gegnum þetta nám, og það sem fylgir því, og má ekki láta andlegar freistingar glepja fyrir mér á meðan. Éinn bróðir minn er í Ameríku einhvers staðar í miðríkjunum, segir hann: og systir mín er gift í Kaliforníu. Eg held hún sé að verða amerískur smáborgari. Við skiljum ekki hvort annað lengur. Ég vona að ég komist í gegnum þetta án þess að verða sænskur tæknikrati. Núna held ég að ég fari einhvern tíma heim. Þrátt fyrir vonleysið sem grípur ntig. Nú var mál fyrir mig að ljúka ölstofuskriftum á kránni Klaustrið við Vasatorg í Stokkhólmi, og ganga út í hráslagalegt nóvember- kvöldið, og rölta í-áttina til Gamla Stan, gamla bæjarhlutans með skældu húsununt og þröngu og snúnu strætunum. o^(

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.