Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 17

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 17
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. - 30. janúar 1983 Helgin 29. - 30. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 ‘Hpi •»*> JWM 1 tó* ^ Rætt við Sverri Egholm landsbókavörð ,Jafnvel heitustu efast íeir Ásdís Skúladóttir skrifar frá Færeyjum Fyrsta bókasafn Færeyja var reist árið 1829 í Quillingsgarði hér í Fórshöf n. Þar er nú íbúðarhúsnæði í einkaeign. Árið 1931 var byggt nýttsafn við Debesartröð. Þar er nú til húsa Þjóðminjasafnið. Landbókasafnið er hins vegar í nýju og veglegu húsnæði sem tekið var í notkunárið 1980. í Þórshöfn eru tvö aðalbókasöfn þ.e.a.s. Landsbókasafnið og Bæjarbókasafnið. Landsbókasafnið er bæði þjóðbókasafn og útlánssafn. Út um byggð eru alls 11 söfn. Sverri Egholm heitir landsbókavörður Færeyja. Sverri talar mjög góða íslensku og skilurenn betur. Þegar við spjöllum saman talar hann sitt móðurmál og ég mitt og fylgja því engin vandkvæði. Sverri Egholm landsbókavörður í Færeyjum. Nýtt Landsbókasafn var tekið í notkun í Færeyjum árið 1980. árið 1823 að við sjáum Guðsorð á færeysku. Það er ekki fyrr en 1920 sem leyft er að kenna í skólum á færeysku og þá einungis yngri börnum. Hinum eldri skyldi kennt á dönsku. Þessi lög voru afnumin 1938. Með heimastjórnarlögunum frá 1948 var færeyska fyrst viðurkennd sem mál þjóðar okkar. Margir góðir menn hafa efast um að það ætti sér framtíð. Jafnvel maður eins og Jak- ob Jakobsen (1864-1918) sem sjálf- ur vann í raun að lífi tungunnar með orðasöfnun, skráningu kvæða og þjóðsagna, taldi að færeyska gæti aldrei orðið bókmenntamál. Það er kannske þessi efi sem orsak- ar það að við erum ekki frjáls þjóð. Jafnvel þeir heitustu efast. Guði sé lof að það voru ekki íslendingar - Hverjar telur þú helstu ástæð- urnar fyrir því að málið lifði af þrátt fyrir allt? - Vitánlega kemur þar margt til greina. Ég held þó að ein meginá- stæðan sé einangrun þjóðarinnar og einangrun hverrar eyjar fyrir sig. Jafnframt það að danskan var fyrst og fremst tunga yfirstéttarinn- ar og þeirra sem tengdust henni. Inn í þetta dæmi kemur líka sú staðreynd að danskir embættis- menn dvöldu hér yfirleitt lengi og sameinuðust fólkinu að vissu marki. En ég segi Guði sé lof að við komumst ekki undir veldi Norð- manna. Þeir hefðu gleypt okkur. Og þá íslendingar. Þeir hefðu líka gleypt okkur. Danir eru í raun og veru blíðir og umburðarlyndir, reyna að skilja aðra. Þeir eru ekki „imperíalistar". - Við hvað áttu þegar þú segir að Norðmenn og íslendingar hefðu gleypt ykkur? - T.d. það að tunga þessara þjóða er líkari færeysku en danska og því verið enn meiri hætta á að sérkenni okkar tungu hyrfu hrein- lega. Að auki get ég sagt þér það að fyrstu „imperíalistarnir" í heimin- um voru Islendingar. Sagan segir nefnilega að kerling nokkur og karl hennar hafi endur fyrir löngu kom- ið frá íslandi til að leggja Færeyjar undir sig og „draga“ til íslands. Kerling lagði fetil utan um nyrsta enda Austureyjar. Karlinn togaði í, landið brotnaði og þau hjú fóru á bólakaf í sjóinn. En upp stóðu þau og ætluðu að gera betur. Þá skein sólin skyndilega og þau urðu að steini. Þar eru þau enn í dag steinrunnin við norðurenda Austureyjar, Risinn og Kerlingin, sem ævarandi minning um þessar tilhneigingar fslendinga. Ég minnist nú gamansögu sem sögð er af þessum klettum. Sagt er að eitt sinn er Friðrik konungur og Ingiríð drottning voru hér í opin- berri heimsókn hafi Kjartan Mohr, bæjarstjóri í Þórshöfn, verið að sýna þeim þessa klettadranga og hafi þá Ingiríð spurt: „Hvor þeirra er Kerlingin?" Kjartan Mohr svar- ar og segir „Það er þessi með hol- unni í gegn“. Segir þá konungur: „Þetta gastu nú sagt þér sjálf, Ingi- ríð mín“. Færeyingar eru fæddir leikarar - Svo viS víkjum að öðru þá átt þú sæti í Bandalagi leikfélaga í Fær- eyjum. Eruð þið mikil leiklist- arþjóð? - Færeyingar eru fæddir leikar- ar. Það liggur í lyndinu og sést hvað skýrast í kvæða- og danshefð okk- ar. Það er ekki einungis að um sé að ræða í dansinum ákveðið lát- bragð heldur og koma fram í mörg- um dönsum persónur með skýrum einkennum og milli þeirra eiga sér stað orðaskipti. Svo eru þess dæmi úr sögunni að leikið var í rökkur- stofunni. Sem dæmi má nefna þann sið að „spæla Karl Hans“. Karl Hans var hjálparmaður dansks fógeta í dansk-norskri tíð. Sagan segir að hann hafi ferðast um eyjarnar og innheimt skatta af leigujörðum. Hann var mjög illa þokkaður enda beitti hann vægðar- lausu harðræði ef menn greiddu ekki skatta sína eða vanræktu jarðirnar. Svo mjög var hann hat- aður um síðir að bændur tóku hann og drápu, brytjuðu í stykki, sölt- uðu hann síðan niður í tunnu og sendu til Noregs. Þar til fyrir fimm- tíu árum er vitað til þess að Karl Hans væri leikinn t.d. þegar fólk dansaði. Kom þá Karl Hans inn og þóttist vera kominn til að hafa eftirlit með jörðum manna. Hegðaði hann sér undarlega, klæddur jakka og með herðakistil. Allt var þetta „improviserað". Leiknum lauk með því að áhorf- endur tóku Karl Hans, börðu hann rækilega og fleygðu á dyr. Fyrir kom að fógeti sjálfur var í för með Karli Hans. Því miður er í raun lítið vitað um þennan sið nema í Fugla- ey. Það virðist vera erfitt að afla upplýsinga um hann. Trúlega er það vegna þess að honum er bund- in einhvers konar „erótik". Að sögn bar Karl Hans gríðarstórt „phallusartákn". Við eigum fleiri dæmi um slíka leiki. „Til gaman og álvara“ - Hvenær farið þið að leika „dönsku gamanleikina“? - Elstu heimildir um þá eru frá árinu 1779 og er að finna í skrifum Gregers Múllers, rektors, við Lat- Sverri Egholm: Þaö er kannski þessi efl um tunguna sem orsakar það að við erum ekki frjáls þjóð ínuskólann í Þórshöfn. Svabo segir og í frásögn sinni af Færeyjaferð 1781-82 að í Höfn hafi ungt fólk sem verið hafi í Kaupmannahöfn leikið tvo gamanleiki og segir um það m.a. „Aktion, Musik, Dekor- ationer og andre Anstalter, skulle efter det Steds bedste Skonnere hava langt overgaaet Formodn- ing“. Við höfum litlar heimildir um leiklist frá þessum tíma. En í dag- bókarheimild frá 1846 er þess getið að yfirvöldin hafi verið beðin leyfis þess efnis hvort selja mætti inn á tiltekinn sjónleik. Þetta sýnir okk- ur að sjónleikir hafa þá verið orðnir algeng skemmtun hér í Þórs- höfn. Árið 1855 er „Torshavn Sku- espillersselskab" stofnað og segja má með vissu að hér hafi verið leikið óslitið síðan. Á þessum tíma var leikið á ýmsum stöðum, það var leikið í þinghúsinu, Stokka- stofu, gamalli katólskri kirkju og víðar. Síðar eða árið 1893 fékk leiklist- in inni í húsnæði Hafnarklúbbsins og þar var leikið þar til Sjónleikar- ahúsið reis af grunni en Sjónleika- rafélagið var stofnað árið 1917. - Var leikið á færeysku á þessum tíma? - Nei, allt var leikið á dönsku og leikritin dönsk. Ludvig Holberg skrifaði sín fyrstu leikrit að eigin sögn til að „indfore Skuespil paa Modersmaalet hos os“. Við Færey- ingar urðum hins vegar að bíða þar til á lönguföstu árið 1889 eftir að færeysk leikrit væru Ieikin. Og það var í sjálfu þinghúsinu. Þá var það myndarlega gert og tvö leikrit frumsýnd. Þau hétu „Veðurföst" eftir Helenu Patursson frá Kirkju- bæ og „Gunnar havreki“ eftir R.C. Effersoe. Yfir leikpallinum stóð stórum stöfum „Til gaman og ál- vara“. Sagt er að það hafi verið orð að sönnu á þessum sýningum þar sem fólk annars vegar veltist um af hlátri af gamanmáli Helenu og hins vegar féll í öngvit vegna ógnþrung- inna örlaga í verki Effersöe. Frá þessum tíma eru til skiptis leiknir danskir og færeyskir leikir. Á jól- um 1889 er fyrsti þýddi danskj sjón- leikurinn frumsýndur. ÞíjÖ var „Kelduferðin“ eftir Holbefg í þýð- ingu Efferspe. Leiklist út um byggð byrjaði að blómstra um þetta leyti. Nú eru starfandi u.þ.b. tólf leikfélög í landinu. Við stofnuðum bandalag leikfélaganna árið 1979. Nú er svo komið að við eigum líka atvinnu- leikhóp. Hann sýnir hér í Sjónleik- arahúsinu, ásamt „Havnarsjón- leikarafelagi", en leggur einnig áherslu á að fara með sýningar sín- ar út á byggð. Einstaklingshyggja og minnimáttar- kennd - Erum við líkar þjóðir, Færey- ingar og íslendingar? - Meginmunurinn á okkur er að 45% Færeyinga eru tandurhreinir einstaklingshyggjumenn sem aldrei geta orðið sanrmála. Talandi dæmi er að á íslandi fór kristni- takan friðsamlega fram og menn beygðu sig fyrir spekingnum Úlf- ljóti. Hér var sverðinu einfaldlega þrýst að brjósti manna og spurt: „Viltu taka kristni?“. Ef svarið var „nei“ voru menn umsvifalaust reknir á hol. Þannig beygði Sig- mundur Brestisson hinn heiðna höfðingja Þránd á Götu. Svo ég haldi áfram nreð þetta þá ólst sonur Þrándar upp hjá Sig- mundi og eitt sinn er Þrándur kom í heimsókn heyrir hann að sonur hans fer með bæn nokkra. Honunr líkaði ekki bænin og kvartar við Sigmund. Segir þá Sigmundur: „Margar eru bænirnar en þetta er mín“. Jafnvel hver og einn á sér sína bæn. Allar smáar þjóðir eru þjáðar af vissri minnimáttarkennd gagnvart hinum stærri þjóðum nema Islend- ingar. Við erum hins vegar sárt þjáðir af minnimáttarkennd. Sérðu t.d. fslendinga á ráðstefnum er- lendis; þarna breiða þeir úr sér og tala eins og það séu þeir sem valdið hafi á meðan Færeyingar láta sem minnst fyrir sér fara. í raun og veru er þetta mjög jákvætt. Ég held að þessi munur eigi rætur sínar að rekja til þess að þið sækið öryggi og fullvissu um tilverurétt ykkar í ykk- ar merku og skráðu sögu. Sagan og tungan er dýrmætasta eign hverrar þjóðar og þar standið þið vel. Við Færeyingar höfum t.d. löngum lifað við þær aðstæður að efast um ágæti okkar tungu og lifað í landi þar sem tvö tungumál hafa verið jafnrétthá. Eins og ég sagði áðan, jafnvel þeir heitustu hafa ef- ast um tungu okkar og hvort við ættum að slíta sambandi við Dani. En við erum miklir einstaklings- hyggjumenn, Færeyingar. Það hef- ur líka bjargað okkur í gegnum tíðina. Gamla Landsbókasafnið í Quillingsgarði í Færeyjum. - Hefur Landsbókasafnið mikið samstarf við Landsbókasafn ís- lands? - Við höfum alltaf haft mjög gott og náið samband við Lands- bókasafn fslands og Háskólabóka- safnið. Eigum þar af leiðandi mjög gott safn íslenskra bóka. Almennt séð teldi ég æskilegt að við hefðum meira samband við ísland. Þjóð- irnar eiga það sameiginlegt að vera fámennar. Sú menntun sem t.d. bókasafnsfræðingar fá á íslandi fellur þannig í raun betur að fær- eysku samfélagi en sú sem veitt er í Danmörku. I litlu landi verður maður að gera „allt“ og sérhæfing getur aldrei orðið eins mikil og hjá fjölmennari þjóðum. Við höfum og getum margt gott af ykkur lært í þessum fræðum. Svona til gamans get ég sagt þér að orðin bókasafn og bókavörður tókum við beint úr ykkar máli. - Eru gefnar út margar bækur hér á ári hverju? - Já, það held ég megi fullyrða a.m.k. miðað við mannfjölda! Hér koma út um það bil 70-100 bækur árlega. Á síðustu árum hefur mjög aukist útgáfa á barnabókum á fær- eysku. Hér áður var lítið um barna- bækur á færeysku. Börnin voru fljót að lesa það allt upp til agna og byrjuðu þá að lesa danskar barna- bækur. Þær dönsku voru meira spennandi, sögðu þau, og auk þess fullar af fallegum myndum sem vægast sagt var lítið af í þeim fær- eysku. Þetta varð m.a. til þess að börnin litu vart við þeim færeysku bókum sem þó voru til. Þá var haf- inn áróður fyrir því að skrifa meira fyrir börn og jafnframt þýða hinar dönsku. Þetta bar árangur. Því hafa orðið gleðilegar breytingar í þessu efni í bókaútgáfu. - Þú kemur þarna inn á dönsk áhrif á tungu ykkar. Hvernig geng- ur ykkur að verjast þeim? - Því miður stöndum við ekki eins góðan vörð um tungu okkar Qg íslendingar hafa gert. Erum ekki eins miklir málhreinsunarmenn. Tunga okkar er undir sterkum dönskum áhrifum. Enda er það engin furða ef við lítum til sögunn- ar og tengsla okkar við Dani nú til dags. Færeyskan hefur sannarlega lifað tímana tvenna. Efinn um tunguna - Hvenær var fyrst byrjað að skrifa á færeysku máli? Elsta skrifaða handritið er kvæðasafn Jens Christian Svabo (1746-1824). Hans markmið var ekki að skapa ritmál. Hann skrifaði niður eftir framburði. Markmið hans var að skrá merkilegar menjar deyjandi menningar á' tungu sem hann taldi fyrir bestu að ekki væri notuð. Hann trúði ekki á að málið myndi lifa, vildi að við töluðum dönsku. Hann áleit heppilegt að allir þegnar Danaveldis töluðu sömu tungu. En í raun stuðlaði hann óafvitandi að því, með starfi sínu, að málið lifði áfram. Það rit- mál sem við byggjum á í dag er hins vegar byggt á stafsetningarmáta V.U. Hammershaimb (1819- 1909). Hann stafsetti orðin eftir uppruna þeirra og gaf út fyrstu fær- eysku málfræðibókina árið 1854. Danskan hefur vissulega ógnað máli okkar. Hún var tunga valdha- fanna og kirkjunnar. Lúther var þeirrar skoðunar að orð Guðs skyldi flutt á tungu hverrar og einn- ar þjóðar. Hér var Biblían hins vegar á dönsku fram eftir öldum og messað á dönsku. Það er ekki fyrr en Johan Hendrik Schrpter (1771- 1851) þýðir Mattheusarguðspjall Þjóðminjasafnið í Færeyjum, áður Landsbókasafn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.