Þjóðviljinn - 29.01.1983, Síða 18

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Síða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. - 30. janúar 1983 Einar Laxness cand. mag: Valdataka Hitlers fyrir fimmtíu árum Hitler með Hindenburg forseta; eftir skamma stund lék ófreskjan lausum hala. Sú saga, sem hér verður að nokkru frá greint, hefst fyrir réttum 50 árum, - 30. janúar 1933. A þeim degi tók við í þýzka Weimarlýðveldinu ríkisstjórn undir for- ystu hins nýja kanzlara (forsætisráð- herra) Adolfs Hitlers, leiðtoga nazista eða Þjóðlega sósíalistíska þýzka verkamannaflokksins, en hann hafði orðið stærsti flokkurinn í síðustu kosn- ingum á undan, 6. nóvember 1932, hlotið 196 þingsæti (11,7 milj. atkvæða, 33%). Hafði þessum andlýðveldissinn- aða flokki skotið upp á pólitískan himin Weimarlýðveldisins með furðulegum hraða undanfarin 2 ár í kjölfar mikilla efnahagsþrenginga, sem að ríkinu steðjuðu af völdum kreppunnar miklu. Þá fengu þjóðernissinnuð öfl slíka útrás að með eindæmum mátti teljast, - fylgi nazista óx úr 800 þús. atkv. 1928 uþþ í 13’A milj. sumarið 1932. Baráttan um tilveru Weimarlýðveldisins, - þessa frjálslegasta stjórnskipulags þýzkrar sögu, - komst þar með í algleyming. Nú gafst tækifæri til að láta til skarar skríða gegn öllum þeim aðilum, sem nazistar töldu eiga sök á „niðurlægingu" Þýzka- lands: Sósíalistum, kommúnistum (sem þeir kölluðu „nóvemberglæpamennina" frá 1918), Gyðingum, lýðræðissinnum, friðarsinnum o.s.frv.. Stjórn Hitlers Öfl þau, er að baki hinni nýju ríkisstjórn stóðu, auk nazista, voru Þýzki þjóðernis- flokkurinn, íhaldssamur, keisarasinnaður og andlýðræðislegur flokkur, sem aldrei duldi hatur sitt á ríkjandi skipulagi, flokkur stór- iðjuhölda og landeigenda af hinum gamla sveitaaðli (junkara); hann var um skeið næst- stærsti flokkur Þýzkalands, en átti er hér var komið sögu 52 þingmenn (tæplega 3. milj. atkvæða, 7,2%). Foringi flokksins var Alfred Hugenberg, fyrrum forstjóri hjá Kruppverk- smiðjunum, en síðar umfangsmikill athafn- amaður á sviði blaðaútgáfu og kvikmynda- iðnaðar og sameinaði í svonefndum „Hugenberg-Konzern“ ýmis fyrirtæki, þ.á.m. Ufa-kvikmyndafélagið. Hann varð efnahagsráðherra í stjórn Hitlers, auk þess sem flokkurinn átti annan ráðherra. Aðrir flokkar áttu ekki ráðherra í stjórn Hitiers, en utanflokkamenn voru þar nokkr- ir, þ.á m. aðalsmaðurinn Franz von Pap- en, sem viðskila hafði orðið við flokk hinna kaþólsku manna, Pýzka miðflokkinn, er hann varð kanzlari í fullkominni óþökk flokksins júní-desember 1932. Von Papen varð varakanzlari og ríkisfulltrúi fyrir Prúss- land í stjórn Hilers og naut sérstaks trúnaðar Hindenburgs, hins háaldraða ríkisforseta. Ennfremur áttu þjóðernissinnuð samtök fyrrverandi hermanna, Stálhjálmurinn, einn ráðherra, Franz Seldte, atvinnumálaráðherra. Herinn, svonefnt Ríkisvarðlið, átti sinn full- trúa, von Blomberg hermálaráðherra. Ein- ungis tveir aðrir nazistar áttu sæti í stjórninni auk Hitlers, þ.e. Hermann Göring ríkis- þingsforseti, ráðherra án stjórnardeildar og innanríkisráðherra í’rússlandi, og dr. Wil- helm Frick innanríkisráðherra; með embætti sínu voru Göríng tryggð yfirráðin yfir lög- reglunni í Prússlandi og þar með Berlín. Þessi öfl höfðu yfir að ráða a.m.k. 248 þing- mönnum (af 584) og 14,7 milj. atkvæða eða 40,2% kjósenda. * Stjórnar- andstaðan Stjórnarandsi; .r Þýzki miðflokkur- inn með 70 þirr og 4,2 milj. atkvæða (11,9%); Hitlerh í í viðræðum við leið- toga flokksins um stjórnaraðild, án þess samningar tækjust. Náinn samstarfsaðili Miðflokksins í Bæjaralandi var Bœverski þjóðarflokkurinn, með 20 þingmenn og 1,1 milj. atkvæða (2,9%); Þýski þjóðarflokkur- inn, hinn gamli flokkur Stresemanns, fyrrv. utanríkisráðherra, hafði 11 þingmenn og 0,7 milj. atkvæða (1,7%); Þýzki lýðrœðisflokkur- inn, síðar nefndur Ríkisflokkurinn, hafði 2 þingmenn og 0,3 milj. atkvæða (0,9%); drjúgan hluta fylgis tveggja síðastnefndu flokka höfðu nazistar hreinlega gleypt. Hinir tveir stóru verkalýðflokkar sósíalista voru Sósíaldemókrataflokkur Þýzkalands, með 121 þingmann og 7,2 milj. atkvæða (20,4% ) og Kommúnistaflokkur Þýzkalands, með 100 þingmenn og 6,0 milj. atkvæða (16,8%). Auk þess voru ýmsir smáflokkar, sem sumir kunna að hafa stutt stjórn Hitlers. Nokkrir endurskoðaðir kaflar úr ritgerðinni „Fjörbrot lýðræðis — Svipmyndir frá endalokum Weimarlýðveldis” úr Söguslóðum, afmælisriti Ólafs Hanssonar 18. september 1979 Þannig hafði stjórnarandstaðan 324 þing- menn, 19,5 milj. atkvæða (54,6%) eða meirihluta ríkisþings. Það var því ógerlegt fyrir Hitler að stjórna til lengdar, ef ekki kæmi annað til. Hann hafði líka í hyggju að rjúfa samstundis þingið, en það var raunar í þriðja sinn á tæpu ári. Þrátt fyrir tregðu Hug- enbergs gagnvart þeirri ráðagerð, tókst Hitl- er með klókindum að knýja fram þingrof og kosningar 5. marz 1933 með loforði um það, að stjórnin héldist óbreytt eftir kosningamar, og um frekara þingrof yrði síðan ekki að ræða að sinni. Yfirbragð og veruleiki Efnahagsástandið í Þýzkalandi, markaðist af því, að heimskreppan hafði riðið yfir landið með slíkum ofurþunga, að um 6 milj. manna voru atvinnulausar. Starfhæfa ríkis- stjórn hafði ekki verið unnt að mynda um langt skeið, og síðasta þingræðisstjórn (1930- 32) undir forystu Heinrich Brúnings, eins for- ingja Þýzka miðflokksins, hafði ríkt með neyðartilskipunum á grundvelli 48. gr. stjórnarskrár, en aldrei verið felld með van- trausti. Þetta leiddi til þess að ákveðin öfl að tjaldabaki undir forystu Franz von Papens, Óscars von Hindenburgs, sonar hins háaldr- aða ríkisforseta („sonarins, sem ekki var gert ráð fyrir í stjórnarskránni“ eins og sagt var!), og stóriðjuhölda, komu þessari ríkis- stjórn í kring. Var litið svo á, að með sam- setningu hennar hefði foringi hins stóra flokks, sem svo skyndilega hafði fylkt undir merki sitt miljónum þýzkra kjósenda, verið knúinn til þingræðislegs og ábyrgs stjórnar- samstarfs, og hann væri í raun bandingi hinna hægrisinnuðu afla, sem áttu meirihluta í stjórninni. Þó læddist jafnvel sá grunur að hinum áhrifamikla hægrimanni, Hugenberg ráðherra, að ekki væri allt sem sýndist í þess- um efnum, ef marka má þau kaldhæðnislegu, en hreinskilnislegu ummæli, sem eftir honum eru höfð í samtali við Goerdeler, borgar- stjóra í Leipzig, daginn eftir myndun stjórn- arinnar: „í gær framdi ég mestu heimskupör, sem mér hafa nokkru sinni orðið á. Ég hef bundið trúss mitt við mesta lýðskrumara ver- aldarsögunnar." Þýzka ríkið hafði nú loks hlotið stjórn, sem mátti kallast allstyrk, enda þótt hún væri að nafninu til undir leiðsögn þess flokks, er ekki aðeins vildi skipulag lýðveldisins feigt, held- ur Iýsti sí og æ fyrirlitningu sinni á lýðræði og þingræði. En miljónum Þjóðverja hafði orð- ið að ósk sinni. Hinn „sterki" maður, sem þessi fjöldi hafði mænt vonaraugum til í neyð sinni, var nú orðinn ríkiskanzlari lýðveldisins. Út úr atvinnu- og stjórnmálakreppu höfðu ráðandi stéttir auðs og hægri afla séð þá einu útgönguleið til að sporna við því, að bylting- aralda sósíalista og kommúnista flæddi yfir þjóðina, að lyfta Adolf Hitler og flokki hans til valda. Stjórn Hitlers kallaði sig „ríkisstjórn þjóðlegrar vakningar". Um leið og Hitler boðaði kosningar í ræðu til þjóðarinnar 1. febrúar talaði hann í hinum „þjóðlega" anda og lofaði öllu fögru, m.a. endurskipulagn- ingu efnahagslífsins skv. tveimur 4 ára áætl- unum og að vinna að jafnrétti Þýzkalands gagnvart öðrum þjóðum að nýju, en það fól í sér m.a. jafnrétti til hervæðingar. Verkalýðs- flokkarnir Hvernig tóku nú verkalýðshreyfingin og flokkar hennar sem og hinir borgaralegu lýðveldisflokkar þessari nýju stjórn? Við því var að búast, að hinir síðarnefndu létu sér sæmilega líka fyrst um sinn, þótt sumir bæru f fyrstu ríkisstjórn Hitlers voru aðeins þrír nasistaráðherrar; allt leit virðulega út. þar nokkurn ugg í brjósti. Hins vegar mátti vænta harðari andstöðu frá sósíalísku flokk- unum. Því ber ekki að neita, að mikill órói og' kvíði gagntók fylgjendur sósíaldemókrata og kommúnista. Þeir bjuggust við öllu illu frá þessum andlýðræðissinnaða flokki, sem var vís til þess að láta til skarar skríða gegn „hin- um marxistísku flokkum nóvemberglæpa- mannanna frá 1918“, eins og þeir nefndust í munni nazistaleiðtoganna, og mundi til þess nota vopnaðar sveitir sínar, brúnstakka og svartstakka (SA og SS), sem af fenginni reynslu mundu ekki víla fyrir sér að beita hinu hrottalegasta ofbeldi. Þegar ríkisvaldið var komið í hendur slíkra manna, var ekki þaðan að vænta neinnar verndar gegn þess- um villimannlegu sveitum eins og áður hafði verið. Kommúnistaflokkurinn mátti auðvit- að fyrst og fremst vænta hlífðarlausra of- sókna gegn starfsemi sinni, enda reyndi hann að grípa síðasta hálmstráið með því að hvetja til allsherjarverkfalls til að steypa stjórninni. En Sósíaldemókrataflokkurinn og verka- lýðssambandið treystu sér ekki til að leggja út í þær aðgerðir, þrátt fyrir góða reynslu áður fyrr af slíku (t.d. í Kapp-uppreisninni 1920) og þrátt fyrir allsterkar baráttusveitir: Ríkis- fánann, Járnfylkinguna og baráttusveitir kommúnista, Rauðu framvarðasveitina. Sós- íaldemókratar voru fullir ótta við Iborgara- styrjöld og margra ára harðvítug barátta við kommúnista gerði þá deiga að eiga með þeim nokkurt samstarf, enda má segja, að það hafi verið gagnkvæmt. Kommúnistum var þó loks farið að skiljast, að þeir höfðu hagað sér heimskulega í baráttu sinni gegn sósíaldem- ókrötum, þegar þeir stimpluðu þá í áróðri sínum sem „sósíalfasista“, og að til einhvers gagns hlaut að vera að verja Weimarlýðveld- ið falli; þar voru þrátt fyrir allt fólgin hin mikilvægustu lýðræðislegu réttindi, sem til nokkurs var unnið að halda í. Hitt er á að líta, að alltof margir í þeim hópi og víðar töldu jafnvel, að stjórn nazista mundi ekki halda velli nema skamma hríð, en síðan kæmi óhjá- kvæmilega hin langþráða sósíalistíska bylt- ing. Svo hryggilegt er vanmatið á eðli nazism- ans. Á einstaka stað hófust mótmælaverkföll og hópgöngur gegn stjórninni, en það rann fljótlega út í sandinn. Þannig var því komið þennan vetur í þýzka lýðveldinu, að verkalýðshreyfingin lét erki- fjanda sinn ná völdum, án þess að hreyfa legg né lið. Lögregluríki Það kom fljótt í ljós, að ótti vinstrimanna var á rökum reistur. Tala ráðherra nazista skipti engu máli, forystuaðstaða þeirra varð óyggjandi með hverjum deginum sem Ieið, og þeir höfðu tögl og hagldir í stjórninni með- an samstarfsmenn þeirra reyndust veiklund- aðir og auðblekktir. Og með kosningunum 5. marz vildu nazistar sýna fram á, að meirihluti þjóðarinnar fylkti sér um flokkinn. Áróðurs- meistari þeirra, Joseph Göebbels, sagði um þetta leyti: „Þetta er auðveld barátta nú, þar sem við getum óhindrað hagnýtt okkur öll tæki ríkisins. Utvarpið og blöðin standa okkur til um- ráða. Við munum reka meistaralega áróðursher- ferð. Okkur skortir ekki einu sinni peninga í þetta sinn.“ Að tilhlutan Hjalmars Schacht, fýrrv. ríkis- bankastjóra, var stofnað til kosningasjóðs með framlögum iðjuhölda að upphæð 3 milj. marka til að standa straum af kosningabar- áttu Nazistaflokksins og Þjóðernisflokksins. Hér við bættist að ekki var einskisvert fyrir nazista að ráða yfir prússnesku lögreglunni ög geta um leið veitt ofbeldissveitum sínum fullt svigrúm til athafna gegn pólitískum andstæðingum. Það var ekki út í bláinn, sem Hitler hafði sett fram kröfu sína árið áður, þegar Brúning kanzlari lét banna storm- sveitir nazista, að þær fengju að leika lausum hala á strætunum („die Strasse frei den braunen Bataillonen", eins og segir í bar-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.