Þjóðviljinn - 29.01.1983, Síða 20
20 SÍÐA - ÞjÓftVlÍ’jlNN Hefgih 29; - >A. janúa'rf&ft
Minning,
Kristvin Kristinsson
Fæddur 13. júní 1926 — Dáinn 23. janúar 1983
Nokkur orð um látinn vin.
Það voru döpur tíðindi er mér
bárust að kvöldi 23. jan. s.l. Einn
nánasti vinur minn og félagi hafði
orðið bráðkvaddur fyrr um daginn,
og nóttin sem fylgdi var dimm og
döpur. Vinátta okkar hafði staðið í
um 30 ár og stóran hluta þess tíma
vorum við nánir samverkamenn.
Kristvin var fæddur hér í
Reykjavík. Fyrstu árin var hann
með móður sinni Dagmar Friðriks-
dóttur, en síðan að mestu hjá
móðurömmu sinni Jónínu Jóns-
dóttur frá Bræðraborg, Seyðisfirði,
sem annaðist hann til 7 ára aldurs
hér í Reykjavík. Þá fluttist hann til
móður sinnar vestur í Bæjarhrepp í
Hrútafirði að býlinu Laxárdal. En
þar bjó Dagmar með eiginmanni
sínum Guðmundi Benónýssyni.
Guðmundur reyndist Kristvin eins
og besti faðir, ólst hann þar upp
með börnum þeirra hjón_ Ingva,
Björgvin, Friðbirni og Rakel. Þau
hjón Dagmar og Guðmundur eru
nú bæði látin. Auk fyrrnefndra
hálfsystkina átti Kristvin hálfsystur
Auðbjörgu Brynjólfsdóttur.
Þau Dagmar og Guðmundur
fluttust suður til Kópavogs árið
1940 með börnin. Strax um ferm-
ingaraldur fór Kristvin að vinna al-
menna verkamannavinnu og gerði
það allt til dauðadags. Það var ailt-
af ákaflega kært á milli Kristvins og
móður hans og ekki sfður fóstra
hans.
Árið 1946 gekk Kristvin að eiga
eftirlifandi konu sína Þórdísi
Eiríksdóttur frá Bakkafirði. Þeim
varð 12 barna auðið. Guðmundur
bifreiðastjóri 1947, Dagmar
sjúkraliði 1949 (lést af slysförum
1970), Ómar kjötiðnaðarmaður
1950, Auðbjörg sjúkraliði 1954,
Vignir rafvirki 1957, Stefán verka-
maður 1958, Þórhallur sjómaður
1960, Svanur verkamaður 1962.
Þessi 8 börn ólust upp í foreldra-
húsum, en fjögur börn sín eftirlétu
þau góðum fósturforeldrum: Þóra
húsmóðir 1951, Jón Ingi póst-
maður 1952, Guðni stýrimaður
1954, Þorsteinn nemi 1963.
í dag er kvartað réttilega undan
húsnæðisleysi ungs fólks en lítið
hefur verið um þá sögu fyrstu eftir-
stríðsáranna, þegar verkafólk bjó
hundruðum saman í yfirgefnum
hermannabröggum í Reykjavík.
Fyrstu þrjú búskaparár sín bjuggu
Þórdís og Kristvin í svokölluðum
Múlakamp við Suðurlandsbraut,
síðan munu þau hafa búið í sumar-
bústað fyrir ofan Rauðavatn og
enn síðar a.m.k. 8 ár í Lauganes-
kamp út á Lauganestanga. Fyrstu
12-15 árin bjuggu þau með barna-
fjöld í braggahverfum Reykjavíkur
eða í sumarbústöðum óupphit-
uðum fyrir utan bæinn. Saga þessa
fólks í þessum húsnæðishrakning-
um hefur aldrei verið skráð, né
heilsutjón og aðrar afleiðingar
þessa húsnæðis og áttu þó hundruð
jafnvel þúsundir manna í hlut.
Jafnvel er farið að slá á þetta róm-
antískum bjarma. í nokkur ár áttu
þau heima í Grjótaþorpinu í lítilli
leiguíbúð, en síðustu 14 árin hafa
þau búið í einbýlishúsi að Lamba-
stekk 4. Eitt af þeim húsum sem
Framkvæmdanefnd byggingará-
ætlunar byggði, en Kristvin átti
drjúgan þátt í að þeim framkvæmd-
um var hrundið að stað. Þar áttu
þau hjónin fallegt heimili. Þangað
var elskulegt að koma, mikið af
ungu fólki, unglingum og fallegum
litlum barnabörnum. Enda eru
nokkur börn þeirra hjóna gift og
barnabörnin orðin átta.
Kristvin stundaði alla almenna
verkamannavinnu, lengst var hann
við höfnina hjá Eimskip og var
trúnaðarmaður Dagsbrúnar þar
um árabil. Síðustu áratugina vann
hann hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur
og sá um fiskmóttöku. Á þessum
stöðum og fjölda annarra var hann
trúnaðarmaður Dagsbrúnar. Vinn-
udagurinn var oft langur, en það
sem háði honum einna mest var að
hann var ekki heilsuhraustur og
átti oft við þrálát veikindi að stríða.
En hann stundaði þó alltaf vinnu,
það hefðu ekki allir gert eins og
heilsu hans var háttað oft á tíðum.
En Kristvin var ekki einn, þrátt
fyrir þetta stóra heimili þá vann
Þórdís í fjölda mörg ár við ræsting-
ar á kvöldin. Reykvísk verkamann-
ahjón með barnahóp hafa svo
sannarlega orðið að hafa fyrir
lífinu.
Ég hef hér að framan getið nokk-
urra æviatriða vinar míns Krist-
vins, við Kristvin áttum 30 ára
samfylgd, mig minnir að leiðir okk-
ar hafi fyrst legið saman 1952 í
harðvítugu Dagsbrúnarverkfalli í
desember. í sex vikna verkfalli
1955 stóðum við hlið við hlið nótt
og dag - í 5 vikna verkfalli 1961 var
hann mín stoð og stytta sem alltaf
var hægt að reiða sig á og skiptumst
við á um stjórn og framkvæmd
verkfallsins. í þessum störfum
sýndi Kristvin fádæma hæfni, hann
var ákveðinn og fylginn sér og
hafði ótrúlega lagni í umgengni við
fólk og forðast illdeilur og jafnvel
blóðsúthellingar sem orðið hefðu,
ef hann hefði ekki verið til staðar.
Ég dáðist oft að Kristvin á þess-
um árum, hvernig hann með stóran
barnahóp lengst af í óhæfu hús-
næði, hvað hann var djarfur og á-
kveðinn í baráttunni. En kannski
var það einmitt þess vegna.
Hann var í trúnaðarráði Dags-
brúnar á þriðja áratug og í stjórn
félagsins mörg síðustu árin til
dauðadags. Á vinnustöðum beitti
hann sér mjög í verkalýðsbarátt-
unni og var oft ómetanlegur sem
slíkur. Og einmitt þess vegna var
oft setið um hann af verkstjórum
og atvinnurekendum, og ef
eitthvað bar út af var reynt að bola
honum úr vinnu - einstaka sinnum
tókst það. Ég held að yfir 20 ár hafi
við Kristvin verið samferða á Dags-
brúnarfundi og mörg kvöldin og
helgar fórum við saman í eftirlits-
ferðir á vinnusvæði Dagsbrúnar.
Og þau eru óteljandi kvöldin sem
við sátum saman og ræddum um
félag okkar, framgang þess og líf
verkafólks í Reykjavík. Ég veit
ekki hvor okkar var þiggjandinn,
nánir félagar og vinir vaxa báðir af
slíkum samverustundum...
Við hjónin munum sakna sárt
þeirra samverustunda sem við átt-
um með honum, og fáum aldrei
fullþakkað hve hann var fljótur að
bregðast við ef hann hélt að
eitthvað amaði að og hann gæti
orðið að liði hvort heldur að það
væri annað hvort okkar eða börn
okkar. Vitanlega má telja upp ýms
trúnaðarstörf sem honum voru fal-
in, fulltrúi Dagsbrúnar á óteljandi
A.S.f. þingum og þingum Verka-
mannasambandsins, fyrir mín orð
tók hann sæti í varastjórn Verka-
mannasambandsins, hann var full-
trúi Alþbl. í útgerðarráði B.Ú.R. í
fjögur ár og sat í ótal samninga-
nefndum Dagsbrúnar. Hann var
ekki stærstur í mínum augum af
þessu, mér fannst hann stærstur
þegar upp risu deilur á vinnustöð-
um og hann þurfti að rétta hlut ein-
hvers félaga síns, þá tefldi hann í
tvísýnu atvinnu sinni og öryggi með
barnahópinn stóra, réttlætiskennd-
in var svo rík að hann gat ekki
þolað að vinnufélagar sínir væru
misrétti beittir. Vinnudeilurnar
löngu og hörðu þegar hann skeytti
ekkert um heilsu sína. Vináttan
sem reyndist traustust og best þeg-
ar mest á móti blés.
Mikið verða dagarnir daufari
þegar hann er fallinn frá eða kvöld-
in þegar hann veitti manni uppörv-
un í símanum með sínum áhuga.
Og ekki síður þegar hann á sinn
vinalega hátt benti á að við yrðum
að gera betur. Kristvin þurfti ekk-
ert að lesa um líf verkamanna,
hann hafði sjálfur lifað því með
góða konu og stóran barnahóp.
Ég var að vona að nú ætti Krist-
vin léttara líf fyrir höndum. Gæti
veitt sér og Þórdísi einhvern þann
munað sem hann hafði barist svo
fyrir öðrum til handa. Að vísu sótti
að mér nokkur uggur þegar ég varð
var við að tíðari hjartaköst sóttu að
honum en hann bað mig að halda
því leyndu og stundaði ótrauður
vinnu sína, en mig grunaði aldrei
að við ættum eftir að missa hann
svona fljótt.
Þórdísi og bömum þeirra vottum
við hjónin samúð. Hann verður
jarðsunginn mánudaginn 31. janú-
ar kl. 3 frá Fossvogskapellu.
I aftanskini hnígandi vetrarsólar
verður hann lagður til moldar,
megi hugsjónir hans og réttlætis-
kennd fylgja okkur Dagsbrúnar-
mönnum. Dagsbrún þakkar hon-
um störfin og baráttuna og óskar
konu hans og börnum blessunar.
Reykvískum verkamannafjöl-
skyldum óska ég velfarnaðar og
aukins réttlætis, það hefði verið
ósk Kristvins heitins Kristinssonar.
Slfkar voru hugsjónir hans og til
þess var barátta hans.
Guðmundur J. Guðmundsson.
Kveðja til
Kristvins Kristinssonar.
Á stjórnarfundi í Dagsbrún, en
Dagsbrúnvar þér allt,þriðjudaginn
18. janúar s.l. snæddum við sam-
lokur og drukkum kaffi og þú
gerðir að gamni þínu. Eldhress og
skemmtilegur. Svo var fundur sett-
ur og alvaran tók við. Verkfall á
vinnustað, löglegt eða „ólöglegt".
Málin voru rædd. Verkfallsmenn
sátu fundinn. Þú hélst ræðu og
miðlaðir af langri og strangri
reynslu þinni sem verkfallsvörður
og baráttumaður í löglegum og
„ólöglegum" verkföllum.
Við trúnaðarmaður verkfalls-
manna hlustuðum báðir vel og
þóttumst skilja betur alvöru
þeirrar baráttu sem þú og þínir lík-
ar hafa háð, sér og sínum til fram-
færis og frelsis. Vit þitt og reynsla
var mér a.m.k. gjöf.
Miðvikudaginn 19. hittumst við í
Bakkaskemmu og ræddum m.a. al-
vöru atvinnuleysis og hörku lífsins.
Þú skammaðist útí útgerðina fyrir
að láta togarana sigla meðan eng-
inn fiskur væri í húsunumog sagðir
mér, reyndar ekki í fyrsta skiptið,
að „þessír herrar“ hugsi yfirleitt
síðast um fólkið. Ég vissi hins vegar
að þú hugsaðir yfirleitt fyrst um
fólkið, alla aðra en sjálfan þig og
þú hlífðir þér hvergi. Þú vildir alltaf
hjálpa, gefa og gleðja.
Ég gleymi því sennilega aldrei er
ég átti við þig einhver erindi í
Bakkaskemmunni og þú baðst mig
um að ganga með þér út í bíl. Þar
dregurðu uppa.m.k. 3kgaftómöt-
um og einar 5 stórar agúrkur og
segist vera grasekkill og hafir ekk-
ert með þetta að gera. Ellefu barna
faðirinn og afinn sagði að ég yrði að
þiggja þetta. Ef ég gæti ekki étið
það sem sér hefði verið gefið skyldi
ég bara gefa það einhverjum öðr-
um. Og við svo sat.
Er þetta ekki dæmigerð afstaða
erfiðisvinnumannsins, þess sem
þekkti kreppu og fádæma harða
lífsbaráttu? Þar hjálpar hver öðr-
um og allir eru bræður. Þannig
varst þú. Sannur sósíalisti.
Föstudaginn 21. ræddum við
flokkinn, þitt áhugamál. Væntan-
legt forval hans og möguleika
verkafólks og þeirra sjónarmiða og
Dagsbrúnarí komandi kosningum.
Þér var mikið niðri fyrir og vildir
segja og sagðir margt sem mér varð
mikils virði. Við skyldum hittast
um eða upp úr helgi og ræða málin
betur en af því varð aldrei. Þú varst
allur sunnudaginn 23. janúar 1983.
Félagi Kristvin. Að hafa kynnst
þér og lífsafstöðu þinni og einlægni
og orðið vinur þinn á aðeins hálfu
öðru ári er mér ómetanleg reynsla
og dýrmætur skóli. Fyrir það er ég
þakklátur. Fyrir þér og þínum lík-
um ber ég virðingu. Ég kveð þig nú
vinur og votta ástvinum þínum
dýpstu samúð mína.
Skúli Thoroddsen.
Húsvörður
Staða húsvarðar við Félagsheimilið á Blönd-
uósi er laus til umsóknar. Um getur verið að
ræða hlutastarf eða fullt starf. Umsóknir
sendist fyrir 15. febrúar nk. formanni rekstr-
arstjórnar Sturlu Þórðarsyni, Hlíðarvegi 24
Blönduósi, sem gefur nánari upplýsingar í
símum 4356 og 4357.
BORGARSPITALINN
LAUSAR STÖÐUR
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Lausar stööur á eftirtöldum deildum:
Á sótthreinsunardeild, afleysingastaöa, vinnutími 4
klst. virka daga.
Á gjörgæsludeild, full vinna, hlutavinna.
Á skurðlækningadeild, full vinna, hlutavinna kl.
8.00-14.00 virka daga.
Á svæfingadeild, full vinna, hlutavinna.
Á skurðlækningadeild A-5, full vinna, hlutavinna.
Á lyflækningadeild, A-6, full vinna, hlutavinna.
Á geðdeild A-2, full vinna, hlutavinna.
Á hjúkrunar- og endurhæfingadeild Grensás, full
vinna og hlutavinna, næturvakt.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliöa til
vetrarafleysinga á spítalann.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf send-
ist hjúkrunarforstjóra. Nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 81200.
Reykjavík, 28. janúar 1983.
Borgarspítalinn.
Okkur systurnar setti hljóðar er
við fengum að heyra að vinur okk-
ar Kristvin Kristinsson væri látinn.
Hann hefur fylgt okkur frá barn-
æsku, verið hluti af tilveru okkar á
uppvaxtarárunum. Ekki munum
við hvenær við kynntumst honum
fyrst, hann var mikið inni á heimili
foreldra okkar, alltaf glaður og
hress, fullur af baráttuvilja fyrir
kjörum starfsfélaga sinna. Hann
hreif okkur með sér, er hann sat í
stofunni heima og lýsti því hvað
betur mætti fara innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og hvað hann gæti
lagt af mörkum til að bæta. Þrátt
fyrir mikinn áhuga á kjörum félaga
sinna og fjölskyldu hafði hann tíma
fyrir okkur, spurði hvernig gengi í
skólanum; ef svarið var jákvætt frá
okkur þá fengum við hrós og jafn-
vel viðurkenningu næst er hann
kom við, en ef svarið frá okkur var
neikvætt þá stóð ekki á uppörvun.
Hann var vinur okkar.
Mörg kvæði hafa verið samin um
hinn trausta verkamann, kjör hans
og baráttu fyrir sig og sína. Margar
ljóðlínur úr þessum kvæðum gætu
átt við Kristvin.
Söknuðurinn er mikill er við
kveðjum kæran vin, en minning-
arnar lifa.
Við vottum aðstandendum hans
okkar dýpstu samúð.
Sólveig og
Elín Helena Guðmundsdætur.
Á mánudag verður gerð fráFoss-
vogskirkju, útför Kristvins Krist-
inssonar, verkstjora hjá Bæjarút-
gerð Reykjavíkur.
Kristvin starfaði lengst af sem
verkamaður og réðist sem slíkur til
Bæjarútgerðarinnar árið 1971. En
árið 1978 var hann ráðinn verk-
stjóri í Bakkaskemmu og stjórnaði
þar til dauðádags móttöku á fiski úr
togurum BÚR. Þrátt fyrir það
ábyrgðarstarf leit Kristvin þó alltaf
á sig sem verkamann. Starfaði
hann mikið í Verkamannafélaginu
Dagsbrún og valdist þar til trún-
aðarstarfa.
Leiðir okkar lágu saman árið
1978, er Kristvin tók sæti í út-
gerðarráði Reykjavíkurborgar.
Tókst þar með okkur mjög gott
samstarf er leiddi síðar til vináttu.
Ég varð þess strax var, að Kristvin
hafði mikinn áhuga á félagsmálum.
Sá áhugi hans beindist einkum að
tvennu: verkalýðsmálum og upp-
byggingu Bæjarútgerðar Reykaj-
víkur.
Kristvin var einlægur verka-
lýðssinni. Hann var ávallt að hugsa
um það hvernig bæta mætti kjör
verkalýðsins og alltaf tók hann af-
stöðu með þeim er minna máttu
sín. Áhugi hans á uppbyggingu og
velgengni Bæjarútgerðar Reykja-
víkur var brennandi. Þau ár er hann
sat í útgerðarráði BÚR lagði hann
margt gott til málanna og ávann
hann sér þar traust og virðingu fyrir
góð störf.
Ég þakka Kristvin góða
viðkynningu og samstarfið þau fáu
ár, er við unnum saman. Börnum
hans og eftirlifandi eiginkonu votta
ég samúð mína.
Guð blessi minningu hans.
Björgvin Guðmundsson