Þjóðviljinn - 29.01.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Blaðsíða 24
•'A Aftfr- ~ WflÓW •sr.únfii, «0R - ,tii ri^ti 24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. - 30. janúar 1983 Elsti vettlingurinn á Islandi, og einnig elsti prjónaði hluturinn á landinu, fannst nýlega í rústum bæjarhúsa á Stóruborg undir Eyja- - fjöllum, en þar hefur í nokkur sumur verið grafið í gamlar bæjar- rústir. Ljósmynd þessi birtist í nýj- asta hefti „Hugar og handar“, en vettlinginn hafa Þjóðminjasafns- verðir undir höndum (ekki á!). Hugur og hönd komið Ritið „Hugur og hönd“ 1982 er nýkomið út. Rit þetta gefur Heimilisiðnaðarfélag Islands út ár- lega, og kennir þar margra grasa. Meðal efnis í þessu hefti má nefna minningarorð Huldu Á. Stefáns- dóttur um Halldóru Bjarnadóttur; kennt að prjóna hnésokka með bandhæl og bandúrtöku - og með frönskum hæl og stjörnuúrtöku; sýndur útsaumur frá liðinni öld; sýnt ýmislegt prjón; ljósmyndir úr kapellu Kvennadeildar Landspí- tala íslands; íslenskt glit; lítið eitt um lín og línrækt og kynning á Heimilisiðnaðarskólanum. -ast Vísir menn segja aö sjóveiki sé aö stórumhluta ímyndunarveiki. Þegar viö þrír blaöamenn vorum komnir um borð í varöskipið Tý s.l. mánudagskvöld og skipverjar sögöu okkur að stormur væri út af Vestfjörðum fann ég strax einhverja óþægindatilfinningu í hálsinum þó að skipið haggaöist ekki við bryggju á Patreksfiröi. Maginn á mér vareitthvað undarlegur. Ólafur Valur Sigurðsson skipherra hafði verið svo elskulegur að leyfa okkur að fljóta með til Reykjavíkur vegna þess að ekki hafði verið flogið um daginn. Við fengum góðan fjögurra manna farþegaklefa og ég sá okkur alla þrjá í anda raða okkur við vaskinn og engjast sundur og saman í 14 klukkutíma. Fljótlega eftir að skipið lagði frá bryggju ákvað ég að fara niður og leggja mig í þeirri von að sjóveikin kæmi síður yfir mig. Þar sem ég lá með kökkinn í hálsinum og gat ekki um annað hugsað en magann minn verður mér þreifað niður með dýnunni í kojunni og hvað verður þá fyrir mér annað en piliuglas. A miðanum stóð að þar væru sjóveikipillur frá Patreksapóteki og bæri að taka þær klukkutíma fyrir brottför. Ég losaði skjálfhentur um tappann, hellti tveimur litlum pillum í lófa mér og gleypti þær umsvifalaust. Ætli þetta geri ekki bara illt verra, hugsaði ég með mér, úr því að ég tók þær ekki klukkutíma fyrir brottför. Svo flýtti ég mér upp í messann og laumaði pillunum tveimur sem eftir voru að Friðriki á Tímanum. Hann var fljótur að skella þeim í sig. Nú vorum við komnir út fyrir Straumnesið og skipið tekið að velta allmikið. Ég reyndi að gleyma tilhugsuninni um sjóveikina og einbeita mér að uppbyggilegum samræðum við skipverja og horfa á sjónvarp. Samt var maginn á mér alltaf í undirmeðvitundinni og satt að segja gat ég ekki um annað hugsað. Sjóveiki er hræðilegasta veiki sem um getur. Sagt er að það sé tvenns konar veiki sem menn óski sér frekar dauða en lifa áfram við. Það er annars vegar sjóveiki og hins vegar tannpína. Svo ákvað ég að fara bara niður og reyna að sofna. Ef það tækist gæti svo farið að ég vaícnaði ekki á ný fyrr en við bryggju í Reykjavík. Én nú tók sjógangur að aukast að mun og maður kastaðist til og frá í klefanum ef maður gætti sín ekki. Ég lagðist í neðri koju þar sem var hliðarveltingur. Mér hafði verið sagt að það væri betra fyrir magann. Lengi vel lá ég á hlið og gat ekki sofnað, leið satt að segja ekki vel þó að ekki væri ég beint sjóveikur. Svo velti ég mér á bakið og það var mun þægilegra, sérstaklega þegar þeir fóru að leika Wagner í ríkisútvarpiö. Hugurinn fór á reik við drynjandi tónlistina og veltinginn. Nú voru félagar mínir komnir í sínar kojur, útvarpið búið og sjógangur jókst. Öðru hverju var slegið af. Það var ekki með nokkru móti hægt að sofna. Maður átti fullt í fangi með að skorða sig fastan. Skyndlega rann dýnan undan mér og sporðreistist og ég datt ofan í glufu. Allt var slökkt í klefanum og ég reyndi að finna rofa til að tendra ljós. Félagarnir, sem ekki hafði orðið svefnsamt heldur, gáfu mér góð ráð þar sem ég endasentist um klefann og ruddi til stólum og öllu lauslegu. Loks gat ég kveikt og tókst við illan leik að komast í þá einu koju sem var laus, það var önnur efri kojan. En nú tók ekki betra við. Ég hafði verið búinn að komast nokkurn veginn í rytma í hliðarveltingi en þessi koja var langsum með nýjum rytma. Ýmist var ég nú keyrður ofan í hausinn eða togað var í lappirnar á mér. Stundum kom líka titringur í vélar skipsins og þá kom enn einn hristingur í keppina mína Einhvern tíma um nóttina fór ég upp til að gá hvað klukkan væri og pissa. Skipverjar voru að horfa á Whiskey galop í vídeói. Guð, hvernig geta þeir horft á þetta í þessum líka veltingi, hugsaði ég með mér óstyrkur og úrvinda. Þegar ég fór niður stigann á ný kom djúp dýfa og ég sveif um tíma í lausu lofti og greip andann á lofti. Mikið var ég feginn þegar skipið sigldi inn Faxaflóa í morgunskímunni. Eitt verður þó um mig sagt. Ég varð ekki sjóveikur. Það var kraftaverkið.En svona er að vera landkrabbi. - Guðjón. sunnudagskrosssátan Nr. 356 / 2 3 K- r & 8 99 9 lo II 92 /2 /3 92 z )« )o /s 92 2 )(e> 92 /8 (? /9 10 20 2/ 92 /6 )0 u /S 92 J? IS 24 (o /sr 92 )S ZZ & /0 V /sr 25' 2o 9 2 /3 20 /s 92 2$ 2C> 22 J~ 0> 9? /0 2/ & / /f K 2sr V 20 2.& /5' /0 u 92 27 5' $ 92 2o 2¥ 9? )íT 2& 22 2ó~ (p /S Z9 92 u~ U 2o M 30 w 1- CV) 22 L, ■ ? Z 2 )S' 9? )0 2<f & 2S 3f )o 9? 22 )¥■ U 92 21 2Z & )¥ 2*7 JS' 92 (e /0 /r )€ 2G f 92 21 JO V 92 JO /4 0 // ry" 92 u 2* r // /5" (p y 20 2? /s 92 (, i( U 92 /0 ZC /s 2$ ? )S 92 K- zy & 4/ 3- 9? 10 /8 /s~ 0 §2 /5* & 20 9 ? /<r Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kven- mannsnafn. Sendið þetta sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 356“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 22 30 2/ ? 30 V b 22 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- éða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðunr, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verðlaunin m v VÉREXAUNABfX NORDURLANDARAÐS 1982 SVEN DELBLANC Verðlaun fyrir krossgátu nr. 352 hlaut Sigurjón Bjarnason, Selási | 9, Egilsstöðum. Þau eru afmælis- rit Sigurðar Þórarinssonar: Eldur í norðri. Lausnarorðið var Honduras. Verðiaunin að þessu sinni eru Samúelsbók eftir Sven Delblanc, verðlaunabók Norðurlandaráðs 1982 sem Almenna bókafélagið gefur út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.