Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 30
30 SÍÐA - ÞjÓÐVILJÍNN Helgin 29. - 30. janúar 1983
ALÞÝÐUBAN DALAGIÐ
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Blaðamennskunámskeið
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði hefurfengið þau Vilborgu Harðardótt-
ur útgáfustjóra og blaðamann og Jón Ásgeir Sigurðsson blaðamann, til að
hafa umsjón með blaðamannanámskeiði á vegum félagsins.
Námskeiðið verður í tveim hlutum og hefst fyrri hlutinn á laugardaginn
29. janúar n.k. kl. 14.00. Síðari hluti verður haldinn fimmtudagskvöldið
3. febrúar n.k. Námskeiðið verður haldið í Skálanum Strandgötu 41.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa að útgáfu Vegamóta, málgagns ABH,
og taka þátt í námskeiðinu, hafi sem fyrst samband við Hallgrím, sími:
51734, eða Lúðvík, s: 81333 (vinnutími).
Athugið, að þátttökufjöldi er takmarkaður.
Stjórnin.
Iðnvæðing þjóðarinnar -
Umhverfismálastefna
Alþýðubandalagsins
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra og Þorleifur Einarsson
jarðfræðingur koma á rabbfund
Æskulýðsnefndar Alþýðubanda-
lagsins um iðnaðar- og umhverfis-
mál þriðjudagskvöldið 2. febrúar
kl. 20.30 að Grettisgöti' 3.
Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins
Umræðufundur
Alþýðubandalagið í Kópavogi
heldur umræðufund mánudaginn
31. janúar kl. 20.30 í Þinghóli,
Hamraborg 11.
Fundarefni: Vinstri stjórn,
hægri stjórn - núverandi stjórn.
Frummælendur eru Ragnar Arn-
alds fjármálaráðherra og Óskar
Guðmundsson blaðamaður.
Alþýðubandaiagið í Kópavogi
Hjörleifur
Þorleifur
Ragnar
Óskar
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum
Forvali lýkur 6. febrúar
Síðari umferð forvals vegna skipunar framboðslista Alþýðubandalagsins á
Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum stendur ytir og lýkur að kvöldi
sunnudagsins 6. febrúar n.k.
í síðari umferð forvalsins á að vclja í þrjú efstu sæli listans úr hópi þeirra
sjö einstaklinga, sem í kjöri eru. Kjósandi merkir mcð viðeigandi tölustaf
viðnöfn þeirra þriggja, sem hann vill aðskipi 1., 2. og3. sæti framboðslist-
ans. Sé merkt við fleiri eða færri en þrjá telst seðill ógildur.
Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjöröum sent taka vilja þátt í forvalinu
geta snúið sér til eftirtalinna kjörstjóra:
Tndriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS.
Ástþór Ágústsson, Múla Nautcyrarhreppi, N-ÍS.
Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS.
Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík.
Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði.
Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík.
Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði.
Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði.
Davíð H. Kristjánsson Aðalstræti 39, Þingeyri.
Halldór G. Jónsson, Lönghlíð 22, Bíldudal.
Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði.
Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði.
Gisella Halidórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit.
Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu .
Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík.
Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu.
Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sent dvelja í Reykjavík eða
grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýöubandalagsins að Grettis-
götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu.
Akranes - nærsveitir
Árshátíð AB á Akranesi verður haldin í Rein
laugardaginn 29. janúar næstkomandi og hefst
með borðhaldi kl. 20.30. Húsið verður opnað kl.
20. Helgi Seljan verður gestur okkar.
Skemmtiatriði:
Fjöldasöngur
Daris
Miðasala og borðapantanir í Rein fimmtudaginn
27. janúar kl. 18-20 s. 1630.
Mætum öll stundvíslega.
Skemmtinefndin.
Helgi Seljan
Alþýðubandalagið á Húsavík
Árshátíð
Árshátíð Alþýðubandalagsins á Húsavík verður haldin laugardaginn 29.
janúar n.k. í Félagsheimili Húsavíkur og hefst með boröhaldi kl. 20.
Húsið opnað kl. 19.30
Dagskrá:
Ávarp, samkoman sett: Freyr Bjarnason.
Kvöldverður.
Fjöldasöngur.
Blandað efni: Sigurður Hallmarsson
Helgi og Villi.
Dans, hljómsveit Illuga leikur.
Veislustjóri: Freyr Bjarnason, fjöldasöngur: Sigurður Hallmarsson.
Miðapantanir í sínum 41761 og 41882 kl. 20-22 alla daga Sala aðgöngu-
miða frá kl. 17 laugardaginn 29. í Félagsheimilinu. Miðaverð kr. 350.
Undirbúningsnefndin.
Gunnar Thoroddsen um stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins:
Misbeita valdi sínu
og beita málþófi
Sitja enn á bráðabirgðalögunum
Einstaka þingmcnn Sjálfstæðis-
flokksins hafa misbeitt valdi sínu og
haft í frammi málþóf til að tefja
fyrir afgreiðslu þessa máls, sagði
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra við umræðu um bráða-
birgðalög ríkisstjórnarinnar í neðri
deild alþingis í gær.
Stofna samtök um jafnan kosningarétt
Vilja fá könnun
um kjördæmamálið
Landið verði eitt kjördæmi
Hinn 28. okt. var stjórnarskrár-
nefnd afhent áskorun þar sem þess
var m.a. óskað, að nefndin léti fara
framt víðtæka skoðanakönnun
meðal landsmanna um kjördæm-
amálið. Var áskorun þessi undirrit-
uð af þeim Ágústi Valfells, verkfr.,
Valdimar Kristinssyni, viðsk.fr.,
Guðjóni Lárussyni, lækni, Valdi-
mar J. Magnússyni, framkvæmda-
stjóra, Pálma Jónssyni, kaup-
manni, Þorsteini Sæmundssyni,
stjarnfr., Ragnari Ingimarssyni,
prófessor, Þorvaldi Búasyni,
eðlisfr., Sveini Jónssyni, lögg.
endurskoðanda og Þorvarði Elías-
syni, skólastjóra.
Þar sem stjórnarskrárnefnd hef-
ur hvorki svarað áskoruninni né
orðið við þessum tilmælum hafa nú
verið stofnuð í Reykjavík Samtök
áhugamanna um jafnan kosninga-
rétt. Samtökin boðuðu til blaða-
mannafundar sl. fimmtudag, þar
sem þau sögðu markmið þeirra
vera að berjast fyrir því að leiðrétt
verði til fulls það misrétti, sem nú
ríki hér á landi um atkvæðavægi
eftir búsetu manna. Samtökin
leggja til að þetta verði gert með
því að gera landið allt að einu kjör-
dæmi. Formaður Samtaka áhuga-
manna um jafnan kosningarétt er
Valdimar Kristinsson viðskipta-
fræðingur. Aðrir í framkvæmda-
nefnd eru Þorvarður Elíasson
skólastjóri, Ragnar Ingimarsson
prófessor og Valdimar J. Magnús-
son framkvæmdastjóri.
- mhg.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Forval - Vesturland
Fyrri umferð forvalsins í Vesturlandskjördæmi er lokið. Vegna ófærðar
og anna hefur uppstillinganefnd ekki getað komið saman’ennþá. Fundur
verður haldinn nú um helgina.
Síðari umferð forvaldins verður því nokkru síðar en ætlað var, eða að
líkindum helgina 12. og 13. febrúar. Nánar auglýst síðar. Nefndin
Alþýðubandalagið í Neskaupsstað
- þorrablót
Hið árlega þorrablót Alþýðu-
bandalagsins íNeskaupsstað verð-
ur haldið í Egilsbúð laugardaginn
29. janúar og hefst kl. 20.00.
Heiðursgestur verður Stefán Jóns-
son alþingismaður. Blótsstjóri
verður Stefán Þorleifsson.
Að afloknu borðhaldi leikur
hljómsveit fyrir dansi. Miðasala
verður fimmtudaginn 27. janúar
frá kl. 18.00 - 21.00 að Egilsbraut
11.
Hver skuldlaus félagi á rétt á fjór-
um miðum.
Stefán Jónsson
A
Stefán Þorleifsson
Stjórnin.
Alþýðubandalagið Sauðárkróki
Alþýðubandalagsfólk! Munið fundinn mánudaginn 31. janúar kl. 20.30-
Bæjarmálaráð
Árshátíð og
þorrablót ABR
Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík
verða haldin í Snorrabæ við Snorrabraut (Austurbæj-
arbíóhúsið), föstudaginn 4. febrúar. Húsið opnað
klukkan átta - borðhald hefst klukkan hálfníu.
Hljómsveitin Asar leikur fyrir dansi til klukkan þrjú.
Veislustjóri verður Sigurdor Sigur-
dórsson, blaðamaður á Þjóðviljanum.
Stefán Jónsson, alþingismaður,
veður elginn.
Margskonar skemmtiatriði og samkvæmisleikir verða
á staðnum.
Vegna húsrýmis kemst takmarkaður fjöldi gesta að.
Áhugafólki er bent á að panta miða sem fyrst að
Grettisgötu 3, sími 17500.
Skemmtinefndin
Sagði Gunnar að hluti Sjálfstæð-
isflokksins á þingi hefði hvað eftir
annað tafið fyrir afgreiðslu máls-
ins, meðan Álþýðuflokkurinn og
Sverrir Hermannsson forseti neðri
deildar hefðu sýnt fullan dreng-
skap og ekki lagt stein í götu af-
greiðslu málsins.
Á fundinum í gær gerðu þeir
Halldór Ásgrímsson, Sighvatur
Björgvinsson og Matthías Á.
Mathiesen allir grein fyrir nefndar-
áliti hinna ýmsu hluta fjárhags- og
viðskiptanefndar neðri deildar.
Forseti deildarinnar sagði í upp-
hafði fundar að ljóst væri að málið
næði ekki fram að ganga á föstudag
og væri því ekki um annað að ræða
en boða framhaldsumræðu á
mánudag um bráðabirgðalögin.
Á mánudaginn mætir Eggert
Haukdal til starfa á þingi á nýjan
leik, í stað Siggeirs Björnssonar.
-óg.
Kennaraháskólinn:
lónas Pálsson
kjörinn rektor
Jónas Pálsson var í gær kjörinn
rektor Kennaraháskóla íslands frá
1. ágúst n.k.. Tekur hann við af
Baldri Jónssyni. -
35 kennarar við skólann og 9
fulltrúar nemenda hafa atkvæðis-
rétt við rektorskjör. 42 greiddu at-
kvæði og hlaut Jónas 24 en Stefán
Bergmann 17. 1 seðill var auður.
Afsökun vegna
lesendabréfs
Vegna lesendabréfs, sem birtist í
Þjóðviljaunum í gær og varðaði
forval Alþýðubandalagsins í
Reykjavík skal eftirfarandi tekið
fram:
Ritstjórar Þjóðviljans ákváðu
fyrir nokkru að í síðustu vikunni
fyrir síðari umferð forvals Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík skyldu
ekki birtast í blaðinu greinar til lofs
eða lasts einstökum frambjóðend-
um í forvalinu.
í umræddu lesendabréfi eru kon-
um, sem gáfu kost á sér til þátttöku
í forvalinu valdar ýmsar nafngiftir
og þær m.a. kallaðar „lögfræðings-
frúr og forstjóradætur“. - Birting'
slíkrar greinar á fyrsta degi forvals-
ins er ekki í samræmi við þær regl-
ur, sem settar höfðu verið í þessum
efnum, og átti sér stað fyrir mistök.
Þjóðviljinn biður hlutaðeigandi
afsökunar á þeim mistökum.
Ritstjórar
Myndbrengl í
forvalskynningu
Þau leiðu mistök urðu í kynn-
ingu á frambjóðendum í síðari um-
ferð forvals Alþýðubandalagsins í
Reykjavík að myndir af Guðrúnu
Helgadóttur og Guðrúnar Hall-
grímsdóttur víxluðust. Með svör-
um Guðrúnar Helgadóttur við
spurningum Þjóðviljans kom mynd
af Guðrúnu Hallgrímsdóttir og
með svörum Guðrúnar Hallgríms-
dóttur kom mynd af nöfnu hennar
Helgadóttur. Þjóðviljinn biður þær
og lesendur velvirðingar á þessari
myndvíxlun. - ritstj.
Leiðrétting
Eitt orð misritaðist í texta Gunn-
ars H. Gunnarssonar í blaðinu í
gær. í blaðinu stóð: „Ég tek þátt í
forvalinu til þess að vinna að ýms-
um málum, sem mér finnast mikil-
væg og ég finn að eiga sér mikinn
hljómgrunn meðal landsmanna og
kjósenda Abl. í Reykjavík..." I
stað landsmanna átti að standa
flokksmanna. Er hér með beðist
velvirðingar á þessari misritun.