Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. febrúar 1983 Saga ellefu alda búsetu í landinu varpar óneitanlega upp þeirri spurningu hvernig íslendingum hefurtekistað nýta auðlindir sínar. Hvaða lærdóma getum við dregið af sögunni? Hvernig höfum við farið með gróðurlendið? Hvernig förum við með lífríki sjávar og fiskistofnana sem eru undirstaða velmegunar okkar? Erum við ekki á góðri leiðmeð að „éta framtíðina"? Og erum við, í Ijósi þessara staðreynda, í stakk búin til þess að nýta þriðju auðlindina, - orkuna, með skynsamlegum hætti? Og hvað með þá fjórðu, - náttúruna sjálfa, sem fólk í landinu vill njóta óspilltrar? Þetta voru meginumræðuefnin í pallborðsumræðum, á ráðstefnu Alþýðubandalagsins um umhverf- ismál, skipulag og náttúruvernd, sem haldin var í Norræna húsinu í desembermánuði. Þátttakendur í pallborðsumræðunum voru Eyþór Einarsson, formaður Náttúru- verndarráðs, Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, Haukur Hafstað, framkvæmda- stóri Landverndar, Ólafur Karvel Pálmason, fiksifræðingur, Sigurð- ur Blöndal, skógræktarstjóri, Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra og Zopanías Pálsson, skipulagsstjóri ríkisins. Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur leiddi umræðurnar. Ráðstefnan sem var fjölsótt hófst kl. 17 á föstudegi og lauk um svipað leyti á laugardegi. Ellefu framsöguerindi voru flutt, og bar nokkur þeirra á góma í pall- borðsumræðunum. Isienskar auð- lindir - nýting og verndun, Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra; Staðarval iðnrekstrar, vægi umhverfíssjónarmiða, Þorsteinn Vilhjálmsson, formaður Staðar- valsnefndar; Mat á áhrifum fram- kvæmda, Gestur Ólafsson, for- stöðumaður Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins; Stjórnun um- hverfismála, Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri; Náttúruverndarráð, áhugamannafélög, Jón Gauti Jóns- son, framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs; Friðun lands, Sigrún Helgadóttir, líffræðingur; Ferða- mennska, náttúruvernd, Tryggvi Jakobsson, landfræðingur; Veiði- mennska, útivist, Finnur Torfi Hjörleifsson, kennari; Umhverfi í þéttbýli, Auður Sveinsdóttir, iandslagsarkitekt; Stjórn skipu- lagsmála, Zophanías Pálsson, skipulagsstjóri og Aðalskipulag í framkvæmd, Hilmar Ingólfsson, skólastjóri. Pallborðsumræðurnar voru teknar upp á segulband og fer út- skrift af því hér á eftir. Það reyndist þó svo, eins og oft vill verða þegar menn treysta á tæknina að segul- bandið bilaði, - ekki þó í miðju kafi, heldur undir lok um- ræðnanna. Gullkorn sem þá féllu eru því glötuð. Guðrún Hallgrímsdóttir hóf um- ræðuna með tilvitnun í framsögu Hjörleifs Guttormssonar og sagði: í framsöguerindum kom greinilega fram hvernig ástand landsins er eftir 11 hundruð ára búsetu, það vöknuðu spurningar um hvernig til hefur tekist við efnahagslögsöguna eftir að við réðum henni allri sjálf og með þessar framsögur í huga er eðlilegt að við veltum þeirri spurn- ingu fyrir okkur hvaða dóma megi draga af sögunni, nú þegar við ætl- um að fara að nýta þriðju auð- lindina, orkuna. Sigrún Helgadótt- Þátttakendur í pallborðsumræðunum: Haukur Hafstað, Zophanías Pálsson, Ólafur K. Pálsson, Eyþór Einarsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Sigurður Blöndal, Finnbogi Jónsson og Svavar Gestsson. Ljósm. - eik. Þjóðin lifði en skógurinn dó Frá umræðum á umhverfisráðstefnu Alþýðubandalagsins ir sagði í erindi sínu: „Stórvirkjanir eru helsta ógnun náttúruverndar og friðunar“, mig langar til að beina fyrstu spurningunni til Finn- boga: Hvaða lærdóma getum við dregið af sögu lands og þjóðar í 11 hundruð ár? Finnbogi: Það var áberandi í umræðunum í gær, sú eyðilegging- arstarfsemi og sú rányrkja sem um margra ára skeið hefur ríkt í land- búnaði og jafnframt var bent á rán- yrkju í fiskveiðum okkar. Það kom fram hjá Hauki Hafstað að samtök hans, Landvernd, fá nú árlega um 250 þúsund krónur til ráðstöfunar frá ríkinu. Ég vil aðeins setja þessa upphæð í samhengi við þá upphæð sem við verjum árlega til útflutn- ingsuppbóta en hún er nákvæm- lega þúsund sinnum hærri á þessu ári, eða 262,5 miljónir króna. Þess- ar útflutningsuppbætur, hafa aðeins meiri eyðileggingu á landinu í för með sér. Á sama tíma verjum við 20 miljónum króna til þess að græða upp landið, útflutn- ingsuppbæturnar eru 13 sinnum hærri upphæð en það sem við verj- um til landgræðslu- og landvernd- aráætlunar. Þú nefnir orkuna og óstjórnina og það að virkjun fallvatna sé kannski mesta ógnunin í dag, eins og Sigrún taldi vera í erindi sínu. Ég held að það sé ekki alveg rétt mat. Ég held að sú stefna sem hefur ríkt í landbúnaði og sú stefna sem hefur ríkt í sjávarútvegi til skamms tíma sé í rauninni miklu stærra vandamál. Guðrún: Ólafur Karvel, þið haf- ið reynsluna, - smáfiskadráp og veiði ókynþroska fisks, þetta voru hlutir sem við um 1960 gátum gagn- rýnt útlendinga fyrir í okkar eigin lögsögu og við vorum ákaflega dugleg við það. Nú hefur þessi sömu atriði borið mjög hátt í frétt- um undanfarið en þar hafa ekki verið útlendingar að verki, heldur við sjálf. Munum við geta stýrt þessu? Ólafur: Já, ég held að við höfum nú alla von til þess. Lengi vel var talið að auðlindir hafs og sjávar væru ótakmarkandi og að okkar burðir væru ekki slíkir að við megnuðum nokkru sinni að ausa svo miklu úr auðlindum hafsins að við gætum tæmt það. Á síðustu árum og áratugum höfum við nátt- úrlega orðið vör við það að svo er ekki og ég held að reynslan sé sú, að skynsamleg nýting og skyn- samleg verndun og jafnvægi þar á milli sé óhugsandi án markvissrar stjórnunar. Það má nefna sem dæmi, að ef við hefðum vitað meira um síldar- stofninn á sínum tíma, þá hefði ver- ið hægt að sýna fram á að það bæri ✓ Utflutningsbætur eru 13 sinnum hærri en það sem veitt er til landgræðslu og landverndar að stjórna veiðunum öðru vísi en við gerðum, en segja má að vísind- in á þeim tíma hafi ekki verið lengra komin en svo að þau hafi ekki megnað að segja fyrir um þró- unina í tíma. Ég held nú að í sam- bandi við það sem komið hefur upp nú síðustu daga um smáfiskadráp og þvíumlíkt, þá held ég að það sé nú fremur um að ræða skipulagt fjölmiðlakapphlaup hagsmuna- aðila í sjávarútvegi, en hitt að hér sé eitthvert splunkunýtt vandamál á ferðinni. Það þarf ekki að fara nema fimm ár aftur í tímann, þegar við veiddum enn með miklu smá- riðnari togveiðarfærum, þá var það venjan að undirmálsfiskur væri svona 20% af aflanum en þá var undirmálsfiskurinn undir 43 senti- metrum í þroski. Nú þykja það sem sé stórtíðindi ef eitthvað verulegt er af fiski undir 50 sentimetrum. í allri okkar stjórnun á fiskveiðum hefur orðið gífurleg breyting en það er hins vegar ekki þar með sagt að allt sé það eins og best verður á kosið. En ég held að reynslan sýni okkur að stjórnunin er eina leiðin til þess að ná frekari árangri á sviði skynsamlegrar nýtingar, og ekki aðeins í sambandi við sjávarútveg- inn, heldur einnig í sambandi við þriðju auðlindina, orkuna, og al- veg á sama hátt gagnvart því sem kannski mætti kalla fjórðu auð- lindina, sem er náttúran sem slík í heild sinni, og það að fólkið sem byggir landið, geti notið hennar. Guðrún:.. .Eyþór, þá berast böndin að þér. Óneitanlega eru miklar kröfur gerðar til náttúrverndarráðs enda þótt hér hafi greinilega komið fram að lögin séu takmörkuð og veiti náttúruverndarráði sjaldan annað heldur en umsagnarrétt í reynd. Hvað getur náttúruverndarráð gert í sambandi við nýtingu, ekki bara fjórðu auðlindarinnar, sem Ólafur minntist á, náttúruna sjálfá, heldur hinna þriggja?. Væri t.d. hugsan- legt að náttúruverndarráð gæti gef- ið út tilskipanir, ekki ósvipað því sem Hafrannsóknastofnun gerir varðandi lokun svæða, t.d. vegna illrar meðferðar? Eyþór: Þá þyrfti nú að byrja á því að breyta náttúruverndarlögunum því þau fela okkur ekkert sem nálg- ast það vald. Við höfum reyndar bent á ýmislegt sem betur mætti fara í náttúruverndarlögunum. Þau eru frá því vorið 1971 og það hefur ekkert verið hróflað við þeim síð- an. Náttúruverndarráð vildi mjög gjarnan fá að hafa meira að segja á sviði landnýtingarmála almennt og hvernig farið er með þessar auð- lindir. I lögunum er okkur lítið vald þar falið. Við vorum t.d. ekki hafðir með í ráðum við endur- skoðun nýju landgræðsluáætlunar, það voru að vísu menn í tengslum við ráðið sem voru þar með í ráðum, en náttúruverndarráð sem stofnun var ekki spurt þar álits. í sambandi við þessa þrjá þætti auðlinda sem hér hefur mest verið talað um, - auðlindir sjávar, landið sjálft og svo orkuna, þá er það al- veg rétt sem Finnbogi sagði - það hefur kannski borið mest á umræð- um hér um ofnýtingu lands. Skýr- ingin er kannski sú að þar er um að ræða hluti sem allir hafa fyrir augunum dags daglega. Menn sjá ekki fiskinn í sjónum, menn finna fyrir því ef afli minnkar, en land- nýtinguna hafa menn fyrir augun- um. Það er kannski ástæðan fyrir því að hún er mjög oft tekin sem dæmi um, - ég vil segja, óstjórn. Því að auðvitað þarf að stjórna því hvernig gróið land er nýtt í land- búnaði til beitar og þar álít ég að ítala eigi að vera meginreglá á öll- um afréttum en ekki bara neyðar- úrræði sem gripið er til þegar allt er komið í óefni. Það á að meta hvern afrétt í því ástandi sem hann er og gera sér grein fyrir því hvað hann þolir á álagi og miða búfjárfjölda við það. Sama gildir um sjóinn. Sjómennirnir gera sér kannski ekki grein fyrir því þó þeir eigi að vita það hvað tæknin hefur aukist, hvað tækin, sem þeir hafa í höndum eru miklu stórtækari en áður var. Sama gildir um landbúnaðinn. Þar hefur með stórtækari tækjum verið rækt- að gífurlega mikið land og það er af sem áður var, að vetrarfóður bú- fjár sé það sem takmarkar bústofn- inn. Nú er ræktað land það mikið að á mögum svæðum eru það sumarhagarnir sem takmarka bú- fjárstofninn. Þessu hafa menn ekki almennilega gert sér grein fyrir. En þarna þarf miklu meiri stjórnun. En í sambandi við orkuna, þá er það augljóst líka að við verðum að nýta vatnsföllin og jarðhitann til orkuvinnslu, en innan ákveðinna marka. Við eigum verðmæt vatna- svæði og jarðhitasvæði sem ég tel að séu betur nýtt á annan hátt held- ur en til orkuvinnslu. Það eru mörg vatnasvæði sem við eigum að geyma ósnert og nota þau sem yndisauka fyrir almenning, nota þau til að fræðast um ýmislegt í búskap náttúrunnar, nota þau til fiskveiða fyrir almenning. Guðrún: Sigurður, nú þurfið þið skógræktarmenn kannski ekki að óttast svo mjög að ykkar skógum verði eytt eða drekkt í uppistöðu- lónum. Ykkur hefur tekist að koma málstað ykkar vel á fram- færi, en þið eruð einnig gagnrýndir fyrir að sjást ekki alltaf fyrir. Sig- rún Helgadóttir sagði í sínu erindi að ,tofaní náttúruna er troðið er- lendum trjám og sjoppum“. Sigurður: Sigrún hefur nú senni- lega verið að tala um að troða er- lendum trjám á Þingvöll, sérstak- lega í þjóðgarðinn á Þingvöllum. Það er nú liðin tíð. Það var gert fyrst og fremst á tíma ungmenna- félagsskaparins í byrjun aldarinnar og við eigum gamla furulundinn í Almannagjárfallinu, sem er sögu- legur minjagripur og tákn um á- kveðinn hugsunarhátt og ákveðinn tíma. Hann hefur það sögulega gildi líka að þar hófst það sem við gætum kallað skipuleg skógrækt 1899 á íslandi. En ég er í sjálfu sér sammála því að við tökum frá á- kveðin svæði, þar sem við viljum fyrst og fremst hafa þann gróður sem íslensk náttúra getur látið þríf- ast þar af sjálfsdáðum. Hins vegar gleyma menn því oft að náttúran er ekki statískt fyrirbæri, þar er allt á ferð og flugi. Til dæmis ef við lítum í flóru íslands núna, þá eru þar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.