Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. febrúar 1983 Forval Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra: Þátttakendur í síðari umferð Síðari umferð forvais Alþýðubanda- lagsins um skipan framboðslista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram um næstu helgi - laug- ardaginn 12. og sunnudaginn 13. febrúar. Á kjörseðlinum standa nú nöfn þeirra átta, er flest atkvæði hlutu í fyrri áfanga forvalsins og gáfu kost á sér til síðari umferðar. Kjósandi skal merkja við fjögur nöfn á seðlinum með tölunum 1,2,3, og 4. Þjóðviljinn kynnir hér á opnunni þau átta, sem taka þátt í síðari umferðinni. Við báðum þátttakendur einnig að svara eftirfarandi spurningu: Hvaða mál telur þú að eigi að hafa forgang í stefnu Alþýðu- bandalagsins? Dagný Marinósdóttir Sauðanesi, N- Þingeyjarsýslu. F. 12. maí 1947. For- eldrar: Sr. Marinó Kristinsson og Þór- halla Gísladóttir. Dagný er fædd og uppalin á Héraði, á Valþjófsstað og í Vallanesi. Hún stundaði nám við Al- þýðuskólann á Eiðum og lauk þaðan Stöndum vörð um sjálfstæðið Landsprófi 1964. Nám í Kennaraskóla Islands og próf þaðan 1968. Var kenn- ari á Þórshöfn í nokkur ár en er nú húsmóðir á Sauðanesi. Hún er gift Ág- ústi Guðröðarsyni bónda á Sauðanesi og 5 barna móðir. Minnkum Aðalverkefnin framundan eru þessi: að lækka verðbólgu, draga úr viðskiptahalla og minnka launamisrétti í landinu. Ef stjórn efnahagsmála miðaðist við þá einföldu staðreynd að ekki sé eytt meiru ef aflast myndi margt færast til betri vegar í þjóðfélaginu. Sjálfsagt leiddi slík stefna til minn- kandi atvinnu og vissulega er margt ógert á íslandi sem réttlætir hóf- legar, erlendar lántökur. Hitt er al- gjör nauðsyn að draga úr gengdar- lausum innflutningi sem virðist ásamt með verðbólgu og hávax- tastefnu vera að ganga að mörgum greinum íslensks iðnaðar dauðum. Varðandi misrétti í launamálum sýnist mér tímabært að fara að lög- festa tillögu, sem einu sinni kom fram á Alþingi, þar sem lagt var til að enginn mætti þiggja meira en tvöföld verkamannalaun. Mérsýn- ist að launamisréttið hafi lamað starfsemi launþegasamtakanna í landinu. Mennt er máttur, segir máltækið; það virðist ætla að sann- ast áþreifanlega hér. Hitt er þó staðreynd, að það er ófaglært lág- launafólk, sem vinnur flest þau störf, sem gera ísland að velferðar- þjóðfélagi. Allra síðast tel ég þó, að mál málanna sé: ísland úr NATÓ- her- inn burt. Eysteinn Sigurðsson, Arnarvatni, Mývatnssveit. Fæddur 6. okt. 1931. Foreldrar: Sigurður Jónsson og Hólm- fríður Pétursdóttir. Eysteinn er fæddur og uppalinn á Arn- arvatni. Tók landspróf frá Héraðsskól- anum á Laugum 1950 og var einn vetur við búnaðarnám og störf i Noregi. Hann stundaði öll venjuleg sveitastörf í upp- vextinum, var fjögur ár kennari og bryti að Laugum en síðan 1959 hefur Eysteinn verið bóndi á Arnarvatni og auk þess haft atvinnu af vörubifreiða- akstri. Eysteinn var einn af stofnendum Þjóðvarnarflokksins og starfaði þar og í Samtökum herstöðvaandstæðinga. Kona Eysteins er Halldóra Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. Alþýðubandalagið á að berjast fyrir jafnrétti milli einstaklinga og þjóða, bættum kjörum láglauna- fólks og aukinni félagslegri þjón- ustu við þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Fækka þarf launa- flokkum og minnka bilið á milli þeirra. Jöfnun orkuverðs er mikið réttlætismál og að því verður að vinna. Alþýðubandalagið á að standa vörð um iíf og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, krefjast þess að við segjum okkur úr NATÖ og að her- inn verði látinn fara úr landi, svo að við getum talist hlutlaust ríki. Það á að efla friðarhreyfingar og vinna gegn kjarnorkuvopnum hér og í öðrum löndum. Þar er efst á blaði að Norðurlöndin verði laus við kjarnorkuvopn. Alþýðubandalagið á að berjast Erlingur Sigurðarson, Vanabyggð 10c, Akureyri. Fæddur26.6.1958. For- eldrar: Sigurður Þórisson og Þorgerður Benediktsdóttir. Fæddur og uppalinn að Grænavatni í Mývatnssveit. Stúdentspróf 1969, B. A.. próf í íslensku og sögu frá H. í. 1976, próf í uppeldis- og kennslufræði 1981. fyrir íslenskri atvinnustefnu um allt land, en gegn erlendri stóriðju, - fyrir því að full atvinna haldist en gegn fordómum og hvers konar misskilningi milli stétta í þjóðfé- laginu, eins og t.d. þeirri undarlegu umræðu, sem iðkuð hefur verið á síðustu árum og beinist gegn ís- lenskum Iandbúnaði. Vinna þarf að betri nýtingu á því sem landið og sjórinn gefa af sér og koma í veg fyrir þá sóun verðmæta, sem hér viðgengst. Meiri áherslu verður að leggja á náttúruvernd. Við verðum að hætta að sökkva stórum gróður- löndum vegna stórvirkjana og koma í veg fyrir ofbeit og ofveiði og óhóflegan árgang erlendra sem innlendra ferðamanna. Við eigum ekki landið ein. Við verðum að skila því með gögnum og gæðuni til afkomenda okkar. Vinnur nú að kandídaisritgerð í sögu. Erlingur kenndi við M. A. 1969-70 og síðan 1978. Hann hefur unniö ýmis störf á vegum Abl. og herstöðvaand- stæðinga. Hann á sæti í miðstjórn Abl. og stjórn kjördæmisráðs. Giftur Sigríði Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn. Aldrei álver í Eyjafirði Skipa ber manninum og um- hverfi hans í öndvegi, og sókn sína til fagurra mannlífs hlýtur Abl. að byggja á Sósíalismanum. Vissulega öðlumst við aldrei hið fullkomna þjóðskipulag en hvar stæðum við án vonarinnar um betra líf, án draumsýnarinnar um óskalandið, þar sem samhjálp og jöfnuður ríkja? Á meðan við eigum mark að stefna að hlýtur okkur að~ skila nokkuð áleiðis, og Abl. er sóknar- fylking okkar í þátt átt. . Stundum blöskrar mér hin þrönga krónuhyggja, þegar miklar félagslegar umbætur eru einskis metnar vegna þess að þær koma ekki beint upp úr launaumsiögun- um. Abl, er hinn pólitíski baráttu- vettvangur launafólks og ber að efla samstöðu þess í stað þeirrar sundrungar og innbyrðis átaka, sem nú ríkja, um hinn skarða hlut þess af þjóðarkökunni margum- ræddu. Pann hlut á að stækka, m.ö.o. að breyta tekjuskiptingunni í stað þess að slást innbyrðis um hann. Jafnrétti er stórt orð og að því hlýtur Abl. að keppa. Þrátt fyrir augljóst misrétti kynjanna má það ekki gleymast að jafnrétti er fleira en jöfn staða þeirra. Ég nefni efna- hagslegt misrétti eða búsetulegt misrétti til náms og starfa eða til þess að njóta ávaxta menningar- innar. Því hlýtur Abl. að stefna að jafnrétti í víðari skilningi þess orðs en nú tíð.kast mest að nota. Um ömurleik erlendrár stóriðju og arðrán af hennar völdum þarf ekki að hugleiða, en ísl. mengun- arvaldandi stóriðja með félagslegri röskun er engu betri. Því ber að gjalda varhug við hvers konar á- formum í þá átt, og álver við Eyja- Tryggja ber öllum fulla Málsvari verkalýösins Helgi Guðmundsson, Hraunholti 2, Akureyri. Fæddur9. okt. 1943. Foreldr- ar: Sr. Guðmundur Helgason (d. 6.7. 1952) og Hulda Sveinsdóttir. Fæddur á Staðastað á Snæfellsnesi en fluttist með foreldrum sínum til Nesk- aupstaðar 1943 og ólst þar upp. Sveinsþréf í húsasmíði 1967. Hefur tekið virkan þátt í störfum verkalýðs- hreyfingarinnar og sömuleiðis gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Ab. Er nú for- maður MFA. Gegnir starfi formanns stjórnar verkamannabústaða á Akur: eyri og jafnframt starfsmaöur hennar. í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Ab. frá 1978 og í bæjarráði frá 1982. Helgi er kvænt- ur Ragnheiði Benediktsdóttur og eiga þau tvö börn. Alþýðubandalagið er og verður að vera málsvari verkalýðsins í landinu til sóknar og varnar í Iífs- kjarabaráttu hans í víðustu merk- ingu. Einn málaflokkur verður ekki tekinn út úr umræðunni um stefnu Alþýðubandalagsins án samhengis við þá baráttu. Alþýðubandalagið berst fyrir jöfnuði, ekki aðeins efnahags- legum, heldur og jöfnuði í mennta- málum, menningarmálum og öll- um þeim málaflokkum, sem mynda stjórnmálastarfið í einu þjóðfélagi. Ég hef sjálfur starfað það lengi í verkalýðshreyfingunni, að ýmis réttindamál verkafólks eru mér efst í huga. Ég tel brýna nauðsyn á því að verkalýðshreyfingin eflist á pólitíska sviðinu. Þannig getur hún best fylgt þeim málum eftir sem hún berst fyrir. Auk þess að vera þetta baráttu- tæki verkafólks verður Abl. einnig, og ekki síður, að leggja áherslu á sjálfstæðisbaráttu í samfélagi þjóð- anna. Þar skipta utanríkismál höf- uðmáli, bæði mál er varða sam- skipti Islands við umheiminn og ekki síður mál þar sem íslendingar geta lagt lóð sín á vogarskálar smælingjanna í baráttu þeirra fyrir betra lífi. Alþýðubandalagið berst fyrir friði, fyrir úrsögn íslands úr Atl- antshafsbandalaginu og brottför bandaríska hersins. Á þessi mál vil ég leggja áherslu, og ekki aðeins sem áhugamál mitt, heldur tel ég að hver einasti vinstri sinni í landinu verði að gera sér ljóst, að það er aðeins með eflingu Alþýðu- bandalagsins sem þessi mál komast í þann brennidepil, sem þau þurfa sífellt að vera í. fjörð, eins og æ heyrist klifað um, kemur ekki til greina að reisa. Atvinnu okkar hljótum við að byggja á innlendum hráefnum og gæðum lands og sjávar. Öll viljum við frið, en látum ekki umræðuna um þau mál byrgja okk- ur svo sýn að við sjáum ekki bjálk- ann í eigin auga. Okkar lóð á vog- arskálina til friðar í heiminum er að kippa honum á brott. ísland úr NATÓ - herinn burt. Kristján Ásgeirsson, Álfhóli 1, Húsa- vík. Fæddur 26. júlí 1932. Foreldrar: Ásgeir Kristjánsson og Sigríður Þórðar- dóttir. Kristján er fæddur og uppalinn á Húsa- vík og lauk þar gagnfræðaprófi 1949. Stundaði sjómennsku frá unglingsár- um og vann við eigin útgerð á Húsavík frá 1953-1976 að hann gerðist út- gerðarstjóri Höfða hf. Kristján hefur lengi setið í stjórn Verka- lýðsfélags Húsavíkur og I stjórn Sam- vinnufélags útgerðarmanna og sjó- manna. Stjórnarformaður saumastof- unnar Prýði hf. á Húsavík. Á sæti í sam- bandsstjórn ASÍ og VMSÍ og hefur unn- ið fleiri félagsstörf á vegum sjómanna og verkamanna. Kristján hefur setið í bæjarstjórn Húsa- víkur frá 1974 og í bæjarráði frá sama tíma. Hann er giftur Erlu Helgadóttur og er þriggja barna faðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.