Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN : Þriðjudagur 8. febrúar 1983 Diplomötum vísað frá íran Tveim starfsmönnum austur- ríska sendiráðsins í íran hefur verið vísað úr landi fyrir að hafa „hvatt innlendar konur til að fremja lögbrot" eða þannig var altént sú opinbera skýring sem gefin var á brottvikningu þeirra. Málavextir eru þeir, að fyrir skömmu komu tvær íranskar konur í sendiráð Austurríkis í fr- an til að sækja um vegabréfs- áritun til Ástralíu, en sendiráðs- mennirnir móðguðu konurnar gróflega með því að æskja þess að þær sviptu hulunni frá andliti sínu. Samkvæmt írönskum lögum eiga konur að hylja andlit sitt með andlitsblæjum og mega ekki fyrir nokkurn mun sýna óvið- komandi andlit sitt. Þetta ákvæði gildir einnig um myndatökur á vegabréf. - hól. Gætum tungunnar Sést hefur: í dag er framleiddur mikill fjöldi atómsprengja og eldflaugna. Rétt væri: Nú á dögum er fram- leiddur mikill fjöldi atóm- sprengja og eldflauga. Betra væri þó: Nú er framleitt mjög mikið af atómsprengjum og eldflaugum. Skák Karpov að tafli - 92 Karpov mætti Ulf Anderson í annað sinn á skákmótinu í Madrid. Skákin var tefld í 3. umferð og þá voru 4 ár síðan Karpov mal- aði úlfinn í heimsmeistaramóti unglinga í Stokkhólmi. Sjálfsagt hefur Ulf gert sér vonir um að ná fram hefndum, en því var nú alls ekki til að dreifa. Eftir mikla pressu Karpovs, sem hafði hvítt, varð Anderson að láta peð af hendi og örvæntingarfullum tilraunum hans til að ná gagnfærum var auðveldlega hrundið aftur: 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh Karpov - Anderson Siðasti leikur Anderson var 33. - h4. Hvít- um steðjar ákveðin hætta af þessu peði svo hann tekur það til bragðs að fjarlægja það... 34. gxh4! Df4 35. Hgl Dxh4 36. a6! g6 37. a7 Kg7 38. Bxg6! - Óvæntur leikur. Hvitur svarar 38. - fxg6 með 39. Db7+ ogsíðan 40. a8(D). Svartur tapar því skiptamun ofan á aðrar hörmung- ar og staöan verður gjörsamlega vonlaus. Hann sá þvi ekki ástæðu til að halda barátt- unni áfram og gafst upp. Geimálfurinn góði fellur vel í kramið hjá Ameríkumönnum - en miður hjá Svíum. Á meðfylgjandi mynd er E.T. bann Svía veldur úlfúð í Bandaríkjunum Svíþjóð og sænska þjóðin er ;kki ofarlega á vinsældalistanum Bandaríkjunum um þessar nundir. Ástæðan er ein lítil bíó- nynd sem hefur fallið Ameríku- nönnum þó einkum börnum bet- jr í geð en flestar aðrar myndir, E.T. í Ameríku stendur heil- nikið apparat á bak við E.T. - xúður, E.T. - vídeóspil, E.T. - jskubakka o.s.frv. M.ö.o., jeimálfurinn góði virðist vera einskonar Andrés önd níunda áratugarins hjá þeim í Ameríku. Þar hafa flest börn, sem orðin eru meira en 3 ára, séð myndina. Það kemur því mönnum þar í landi því spánskt fyrir sjónir þeg- ar Svíar taka uppá því að banna myndina börnum innan við 11 ára aldur. Bandarískar sjónvarps- stöðvar hafa fjallað mikið um þetta bann og flestir fréttaskýr- endur leggja dæmið þannig upp, að bannið hljóti að skaða nafn Svíþjóðar og þá um leið hafa á- hrif á milliríkjaviðskipi þjóð- anna. Sumir fréttaskýrendur og , umsjónarmenn þátta þar sem E.T. - bannið hefur borið á góma, hafa endað tölu sína á því að þegar öllu væri á botninn hvolft, þá gætu menn verið ánægðir með hversu Svíþjóð væri í mikilli fjarlægð frá guðseiein- landinu. _ héi- Sjálfs- morö fátíð í Noregi Norðmenn virðast ekki vera jafn lífsleiðir og nágrannar þeirra í Svíþjóð, Danmörku og Finn- landi. Samkvæmt opinberum töl-, um frömdu 500 Norðmenn sjálfs- morð á árinu 1982 sem gerir 13 sjáifsmorð á hverja 100 þús. íbúa. í Danmörku og Finnlandi frömdu 30 sjálfsmorð á hverja 100 þús. íbúa og í Svíþjóð frömdu 20 sjálfsmorð á hverja 100 þús. íbúa. Ef tölur frá Islandi eru bornar saman við þessar, þá liggja sjálfsmorðstölur ekki fyrir þ.a.s. ekki árið 1982. í hinni ný- útkomnu skýrslu landlæknis er getið um að á árinu 1962-’73 hafi 261 íslendingur svipt sig lífi, þar af 209 karlmenn og 52 konur. Hvað varðar sjálfsmorð á hin- um Norðurlöndunum, þá eru sjálfsmorð tíðust í stórum borg- um og bæjum. í Noregi virðist dreifingin vera jöfn milli þéttbýlissvæða og landsbyggðar- innar. Skýringar á færri sjálf- smorðum í Noregi eru helst tald- ar þær, að samskipti fjólks séu betri og nánari en í grann- löndunum. - hól. Ameríka — þýsk vinátta í þýsku vikublaði birtist þessi »Ég vcit það elskan, að vináttan skopteikning um Reaganvináttu við Bandaríkin er þér mjög hjart- Kohls, kanslara Vestur- fólgin, en þurftu þeir endilega að Þýskalands. Kanslarafrúin segir koma fyrstu Pershingeldflauginni við mann sinn: fyrir hér?“ Hvað skrifa lands- hluta- blöðin? Hlédrœgir framsóknarmenn Veistu að það hefur vakið al- menna undrun víða að enginn úr fjölmennasta sveitarfélaginu á Áusturlandi, Neskaupstað, skuli taka þátt í prófkjöri Framsóknar- flokksins hér eystra, skrifar Austurland blað Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi en það er eins og allir vita gefið út Neskaupstað. Og blaðið heldur áfram: Þeir sem til þekkja og þá sérstaklega Norðfirðingar sjálfir eru hinsveg- ar ekki hissa á þessari staðreynd.. Hávaði frá Vellinum ....Nú hefur komið í ljós að há- vaði er yfir þeim mörkum sem talin eru æskileg að sögn Jóhanns Sveinssonar heilbrigðisfulltrúa og er því von til þess að þegar málið verður tekið upp aftur í framhaldi af þessum niðurstöð- um, verði reynt að haga málum eftir þeim, er skrifa í Víkurfréttir hið óháða blað Suðurnesja- manna. Hérna er að sjálfsögðu átt við þá hávaðamengun sem stafar af flugi orrustuvéla banda- ríska setuliðsins á Keflavíkur- flugvelli og í þvf tilefni er birt mynd af einni slíkri.... Frœðslustjóri situr enn ....AII langt er nú liðið síðan rannsóknarlögregla ríkisins hóf rannsókn á fjárreiðum Fræðsluskrifstofu Vestfjarða. Hafa fjölmiðlar ætíð fengið þau svör, að verið væri að vinna í mál- inu, en fræðslustjóri situr enn í embætti enda þótt rannsókn standi yfir, skrifar Vestfirðingur þann 17. janúar. Og blaðið held- ur áfram... Þegar Vestfirðingur hafði samband við Erlu Jónsdótt- ur, deildarstjóra hjá rannsóknar- lögreglunni, þá tjáði hún blaðinu, að enn væri unnið að málinu, en rannsókn mundi þó líklega ljúka eftir miðjan mánuð. Innt eftir hvort málið væri mjög veigamikið, svaraði Erla, að öll mál af þessu tagi væru sein- unnin.... Eigi er Karvel öruggur ....Ekki mun Karvel Pálmason vera sérlega öruggur um sig í næstu þingkosningum sem annar maður á lista krata hér vestra, skrifar Vestfirðingur. Vitnar blaðið síðan í spá seiðskratta Þjóðviljans frá því í fyrra þar sem því var spáð að Karvel hefði fata- skipti á árinu. Karvel er þó enn í Citydressinu og á söndulum þeg- ar hann gerði grein fyrir van- trausti sínu á dögunum. Ekki þykir trúlegt að hann bindi trúss við Vimma svo gjörólíkur sem stfll þeirra er, en þar í flokki er það stíllinn sem skiptir máli, skrifar blaðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.