Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 8. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Soffía Guðmundsdottir, Þórunnar-
stræti 128, Akureyri. Fædd 25. jan.
1927. Foreldrar: Guðmundur S. Guð-
mundsson og Lára Jóhannesdóttir.
Soffía er fædd og uppalin í Reykjavík.
Lauk stúdentsprófi frá MR og prófi frá
Konunglega Tónlistarháskólanum í
Khöfn með píanóleik sem aðalnáms-
grein. Fluttist til Akureyrar og hefur
kennt við Tónlistarskólann á Akureyri
frá þeim tíma að undanskildu einu ári er
hún var við framhaldsnám í píanóleik
og tónlistarfræðum við Karl Marx há-
skólann í Leipzig.
Soffía var bæjarfulltrúi á Akureyri
1970-1982. Hún var formaður félags-
málaráðs og átti sæti í bæjarráði 1974-
1982. Varaþingmaður Abl. frá 1974.
Hún á sæti í miðstjórn Abl. og er for-
maður Abl.félagsins á Akureyri. Soffía
er gift Jóni Hafsteini Jónssyni og eiga
þau fjögur börn.
Svanfriður Jónasdóttir, Sognstúni 4,
Dalvík. Fædd 10. nóv. 1951. Foreldrar:
Jónas Sigurbjörnsson og Elín Jakobs-
dóttir.
Svanfríður fæddist í Keflavík en er upp-
alin í Kópavogi og á Dalvík. Hún lauk
kennaraprófi frá K. í. 1972 og stú-
dentsprófi 1973. Hefur verið við
kennslu frá 1974. Var í félagsmálaráði
Dalvíkur á síðasta kjörtímabili og er nú
bæjarfulltrúi og formaður bókasafns-
stjórnar. Svanfríður á sæti I miðstjórn
Ab. Gift Jóhanni Antonssyni og á þrjú
börn.
Sókn
tll
félagslegra
framfara
Alþýðubandalagið er sá flokkur
sem stendur vörð um sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar - efnahagslegt,
pólitískt og menningarlegt - vill
tryggja yfirráð íslendinga yfir auð-
lindum lans og sjávar, skynsamlega
nýtingu þeirra og íslenskt forræði í
atvinnulífi. Alþýðubandalagið
berst gegn erlendri ásælni í hvers
konar mynd, gegn þátttöku í hern-
aðarbandalagi og dvöl erlends
herliðs á íslandi. Málefni friðar og
afvopnunar er stærsta baráttumál
allra þeirra, er vilja að heimur
standi, en hrikalegt vígbúnaðar-
kapphlaup stórvelda er sú mesta
ógn við mannlegt líf sem sagan
kann frá að greina. Friðarhreyfing-
ar hafa góðu heilli látið æ meir til
sín taka í seinni tíð, og hér á okkar
landi ber Alþýðubandalaginu, hér
eftir sem hingað til, að vera í foryst-
usveit þeirra sem berjast fyrir friði
og afvopnun.
Til þess að samfélag okkar fái
staðið sem efnaleg og menningar-
leg heild verðum við að framleiða
verðmæti, og við verðum með rétt-
látum hætti að deila með okkur
afrakstri þeirra verðmæta með
efnalegan og félagslegan jöfnuð
landsmanna að leiðarljósi. Traust
atvinnulíf er sá grunnur sem hagur
okkar byggist á og er forsenda allra
framfara. Það er eitt stærsta verk-
efni Abl. að fylgja eftir öflugri ís-
lenskri atvinnustefnu, efla atvinnu-
líf um allt land, tryggja atvinnuör-
yggi og verja þjóðina þeirri kreppu
og því atvinnuleysi, sem nú herja á
önnur lönd í Evrópu.
Sá umfangsmikli málaflokkur,
sem við nefnum félagsmál, er
veigamikill þáttur þeirra lífskjara
er við búum við, og það er verkefni
Abl. að tryggja aukna samneyslu á
fjölmörgum sviðum, jöfnun lífs-
kjara og félagslegt réttlæti. Abl.
ber að hafa forgöngu um að hraðað
verði lagasetningu um félagslega
þjónustu á vegum sveitarfélaga;,
hennar hefur lengi verið þörf.
Það er tvímælalaust eitt megin-
verkefni Abl. að hefja nýja sókn til
félagslegra framfara. Margt hefur
áunnist á liðinni tíð og áfangar
náðst. Það hefur einkum gerst fyrir
baráttu og frumkvæði Abl. þar sem
áhrifa þess hefur náð að gæta. í
seinni tíð hafa Reykvíkingar fengið
af því forsmekkinn hvernig aftur-
haldið hyggst standa að málum sem
varða félagslegt öryggi og félags-
lega þjónustu, fái það til þess næg
völd.
Ég nefndi jöfnun lífskjara og
réttláta skiptingu þjóðartekna. Þar
bera konur skarðan hlut frá borði,
með tilliti til atvinnuöryggis og
efnalegrar afkomu. Þær eru enn
sem fyrr í lægstu launaflokkunum,
bera ábyrgð á fjölskyldu, börnum
og heimilislífi, eru fyrst og fremst
frjálsar að því að vinna tvöfalda
vinnu en hafa ekki áhrif þar sem
vandamálum samfélagsins er ráðið
til lykta. Það er vissulega horft til
þess hvernig Abl. framfylgir eigin
yfirlýsingum og samþykktum varð-
andi jöfnuð og jafnrétti. Sú krafa
er uppi á hendur flokki okkar, Al-
þýðubandalaginu, að hann sýni í
verki að jafnréttishugsjónin eigi
sér þar öruggt vígi.
Öflugt og samhent Alþýðu-
bandalag er þjóðinni nauðsyn.
Atvinnu
hafi
forgang
Forgangsmál dagsins í dag ættu
að mínu mati að vera atvinnumál.
Það þarf að treysta okkar íslensku
atvinnuvegi, bæði sjávarútveg og
landbúnað. Það vonleysi, sem sett
hefur mark sitt á þessi mál undan-
farið er til þess eins fallið að draga
kjark úr mönnum og snúa ásjónu
þeirra að erlendum fjármunum og
stóriðju. í mínum augum er sjávar-
útvegur sú stóriðja, sem við ættum
að hafa hugann við. Með aukinni
stjórnun veiðanna og fjölbreyttari
og tæknivæddari vinnslu getum við
stóraukið arðsemi þess afla, sem á
land berst. Til þess þarf aukið fjár-
magn, bæði til rannsókna og inark-
aðsleitar. Við þurfum að hverfa frá
þeim happa- og glappa-aðferðum
sem hingað til hafa alltof oft sett
Steingrímur J. Sigfússon, Gunnars-
stöðum, Þistilfirði. Fæddur 4. ágúst
1955. Foreldrar: Sigfús A. Jóhannsson
og Sigríður Jóhannesdóttir.
Uppalinn á Gunnarsstöðum. Tók stú-
dentspróf frá M. A. 1976. Lauk B.Sc.
prófi frá H. í. í jarðfræði 1981 og prófi í
uppeldis- og kennslufræði 1982.
Steingrímur hefur stundað ýmis störf til
sjávar og sveita og er nú íþróttafrétta-
maöur hjá sjónvarpinu í hlutastarfi.
Steingrímur hefur unnið ýmis félags-
málastörf innan íþróttahreyfingarinnar
og á vegum Stúdentaráðs H. í. Hann á
nú sæti I miðstjórn Abl. og laga- og
skipulagsnefnd flokksins. Kona Stein-
gríms er Bergný Marvinsdóttir.
Samelnlng
Stundum eru til einföld svör við
stórum spurningum. Alþýðu-
bandalagið hlýtur að láta sig varða
öll þau mál, sem snerta manneskj-
una og umhverfi hennar.
Efnahags- og atvinnumál þjóðar-
innar eru auðvitað forgangsverk-
efni á hverjum tíma og Sósíalism-
inn - félagslegur rekstur, kjara-
jöfnun og réttlátari skipting
þjóðarauðsins er sem fyrr svar
okkar.
Utanríkis- og þjóðfrelsismál
verða að líkindum fyrirferðarmikil
á næstunni. Sú vonarbylgja, sem
friðarhreyfingarnar eru, hlýtur að
hvetja herstöðvaandstæðinga og
alla friðarsinna til dáða. Mál er að
undanhaldinu linni og í þessum
efnum mun sem annars staðar sókn
reynast besta vörnin.
Þá má nefna umhverfismál og í
tengslum við þau skipulagsmál og
atvinnuuppbyggingu. Abl. á að
mínum dómi að hasla sér völl sem
pólitískur málsvari umhverfis-
vinstri manna til sigurs
verndar og vera mjög á varðbergi
gagnvart hverskyns umhverfisspil-
landi athöfnum. Takmark okkar er
öflugt atvinnulíf og mannlíf í nán-
um tengslum - og í fullri sátt - við
náttúruna.
Jafnvægi í byggð landsins er mér
sem dreifbýlingi ofarlega í huga og
á ég þar ekki aðeins við að byggð
haldist í sveitum, heldur og að þétt-
býliskjarnar úti á landsbyggðinni
eflist til mótvægis við höfuðborgar-
svæðið. Umfram allt ber að forðast
skaðlegan hagsmunaríg milli íbúa
dreifbýlis og þéttbýlis, - öll eigum
við þegar til kastanna kemur sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta.
Og enn eitt mál vil ég nefna sem
sumum finnst e.t.v. lítið, en erstórt
fyrir mér. Þar á ég við aðstoð okkar
við bágstadda meðbræður í öðrum
löndum og heimshlutum. Okkur
hlýtur að vera það kappsmál að
standa við skuldbindingar okkar
um aðstoð sem við höfum tekið á
okkur rneð aðild að alþjóðlegum
samþykktum. Helst ættum við að
gera betur. Ríkidæmi núlifandi
kynslóðar á íslandi, en jafnframt
nálægð við fátækt feðranna, ætti að
gera okkur málið skylt.
Víst eru verkefnin ntörg, hvort
sem til lengri eða skemmri tíma er
litið. A næstu mánuðum þarf að
vinna gegn því af alefli að kreppan,
sem herjar á vesturlöndin, skelli
hér á af fullum þunga. Kjör launa-
ilks verður að verja, tryggja fulla
tvinnu og berjast gegn niður-
turði á félagslegri þjónustu og
oðrum hefðbundnum kreppuráð-
stöfunum íhaldsins. Eitt er víst, að
vinstra fólki á íslandi mun ekki
veita af samtakamætti sínum gegn
því afturhaldi og erkiíhaldi, sem
við er að glíma. Svarið við spurn-
ingunni hér að ofan er því e.t.v.
öðru fremur: „Sameining til sig-
urs“ - látum samhæfingu kraftanna
verða verkefnj númer eitt.
svip sinn á framkvæmdir og jafn-
frarnt gæta að skynsamlegri nýt-
ingu þeirra gæða, sem hingað til
hafa reynst þessari þjóð happa-
drýgst. Við erum vonandi ekki að
lifa hinu síðustu daga og í trausti
þess verðum við að stilla okkur í
sóun þeirra verðmæta, sem land og
haf búa yfir.
Og þar er ég komin að öðru stór-
máli, sem er baráttan fyrir friði og
afvopnun. í nafni barnanna okkar
og alls þess sem okkur er heilagt
verðum við að berjast gegn hei-
stefnu risaveldanna og reyna að
efla fylgi við friðarbaráttu eftir
þeim leiðum sem færar eru, hvar og
hvenær sem er.
Ég vil gjarnan, að aukin sjálfs-
stjórn sveitarfélaga verði forgangs-
mál í stefnu Abl. með það að mark-
miði að ákvarðanataka sé í sem
flestum tilfellum í nánum tengslum
við þá, sem hún snertir. Okkar
verkefni, bæði í nútíð og framtíð, á
að vera að stuðla markvisst að
auknum möguleikum manna til
þess að hafa áhrif. Sú tilfinning að
fá litlu eða engu ráðið, hvort sem er
á vinnustað eða í nánasta um-
hverfi, er síst til þess fallin að efla
þá lýðræðisvitund og það frum-
kvæði, sern þó ættu að vera burðar-
ás í þjóðfélagi framtíðarinnar.
Alþýðubandalag og verkalýðs-
hreyfing hafa varið mikilli orku til
þess að leiðrétta það efnahagslega
misrétti, sem er til staðar í okkar
þjóðfélagi. Sú barátta verður
áfram eitt af forgangsverkefnunum
og ásamt því verður að vinna gegn
þeirri menningarlegu lagaskipt-
ingu, sem mér finnst vera að yfir-
skyggja þá efnalegu. { þeirri við-
leitni þurfum við að stefna að enn
aukinni samneyslu og samhjálp og
öflugri byggðastefnu.
Að lokum vil ég geta þess, sem
ekki síst ætti að setja svip sinn á
stefnu Ab. bæði nú og framvegis,
en það er barátta fyrir raunveru-
legu jafnrétti kynjanna, því þar
eigum við langt í land, þrátt fyrir
ágætar lagasetningar.
atvinnu
Núrner eitt finnst mér að þjóðfé-
lagið eigi að nýta þann mannafla
sem fyrir hendi er, sem þýðir fulla
atvinnu. Síðan að tekjuskipting sé
jöfn og kaupmáttur tryggður, og að
allir hafi jöfn félagsleg réttindi.
Allar meiriháttar náttúruauð-
lindir þarf að þjóðnýta, svo sem
jarðhita og vatnsorku.
Þá finnst mér mikilvægt, að
tollalöggjöfin verði endurskoðuð
með það í huga að draga úr inn-
flutningi á ónauðsynlegum varn-
ingi og bæta þannig gjaldeyrisstöðu
þjóðarinnar. Stuðlað verði að
framþróun í íslenskum sjávarút-
vegi og iðnaði og endurnýjun fiski-
skipaflotans verði tryggð með tilliti
til afrakstursgetu fiskistofna. Öll
endurnýjun og viðhald fiskiskipa
verði framkvæmd af innlendum
skipasmíðastöðvum.
Þá finnst mér einnig umhugsun-
arefni, að þegar markaðskerfið
leiðir af sér mismunun á þjóðfél-
agsþegnunum, efnahagslegt eða
félagslegt, þá er alltaf treyst á
samfélagið til að jafna þann mis-
mun. Þetta ber okkur Alþýðu-
blaðsmönnum að hafa fast í huga.
Upplýsingar
um kjörstaði
og
kjörtíma
má fá
í auglýsingu
í flokksdálki
á síðu 16
í blaðinu.