Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 1
MÚÐVHMN Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens á þriggja ára afmæli í dagogermeðelstu rikisstjórnum í álfunni. Sjá 5 febrú&r 1983 þriðjudagur 31. tölublað 48. árgangur Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur: „Foriunin jar í stórhættu vegna gróða- siónarmiða” Deilur hafa risið milli forn- Ieifafræðinga á Þjóðminjasafni og aðstandenda björgunarfél- agsins „Gullskipið“ h/f hvernig standa beri að uppgreftri á flaki Gullskipsins á Skeiðarársandi. Gullskipsmenn telja víst að skipið sé svo til óskemmt djúpt í sandinum og varningur þess sé enn að mestu óhreyfður í skips- skrokknum. Fornleifafræðingar telja hins vegar að verðmæti liggi eingöngu í skrokknum sjálfum en ekki varn- ingnum, honum hafi verið bjargað úr skipinu á strandstað á sínum tíma. Fornleifafræðingar telja að merkar fornminjar séu í stórhættu, þar sem gróðasjónarmið björgun- armanna virðist ein ráða ferðinni í áætlun þeirra varðandi uppgrcft „Gullskipsins". -Ig- Sjá 20 Kvennaframboðið í Reykjavík: Býður ekki fram Nýting íslenskra auðlinda í fortíð og framtíð voru meginumræðuefni í pallborðsumræðum sem Alþýðubandalagið gekkst fyrir í desember. Braut Byggung í Reykjavík útboðsskilmála? Frestaði opnun tilboða Á fundi sem haldinn var í Kvennaframboðinu í Reykjavík á laugardag var samþykkt með aðeins 2ja atkvæða mun að fara ekki í framboð til Alþingis nú. 60- 70 manns voru á fundinum. Miklar umræður hafa staðið yfir undanfarnar vikur á meðal Kvennaframboðsfélaga um það hvort ástæða væri til að bjóða fram til Alþingis. M.a. var efnt til um- ræðuhópa sem tóku málið fyrir og það rætt ofan í kjölinn. Strax fyrir síðustu áramót kom fram á- greiningur um hvort efna skyldi til framboðs og hafa málin verið í um- ræðu síðan. Fundurinn á laugardag var lok- aður og var að honum loknum gengið til leynilegrar atkvæða- greiðslu þar sem úrslit urðu eins og að framan greinir. „Það eina sem liggur fyrir eftir þennan fund er að félagsfundur Kvennaframboðsins í Reykjavík hefur samþykkt að efna ekki til Alþingisframboðs. Hvað svo á eftir að gerast verður tíminn að leiða í ljós“, sagði Kristín Astgeirsdóttir starfsmaður samtakanna í samtali við Þjóðviljann í gær. -v. í þessari holu, - sem er milli húss Kristjáns augnlæknis Sveinssonar og Hótel Borgar, verða umdeild bílastæði. Hvert þeirra kostar borgina nær 500 þúsund krónur, en Reykjavíkurborg fær til afnota 13 stæði í kjallara hússins sem þarna á að rísa. - Ljósm -eik. 900 sálfræðingar þinguðu um „óttann við endalok mannkyns“ i Berlín ídesember s.l. svo 5 innflutningsaðilar gætu gert tilboð í innréttingar í 215 íbúðir Á föstudag voru opnuð tilboð í smíði eldhúsinnréttinga og skápasamstæða í 215 íbúðir sem Byggingasamvinnufélag ungs fólks í Reykjavík, Bygg- ung, er að reisa á Eiðsgranda og Seltjarnarnesi. 4 íslensk fyrirtæki gerðu tilboð í verkið og 5 innflutningsaðiiar. Upp- haflega átti að opna tilboðin 1. febrúar sl. en þá höfðu einungis íslensku aðilarnir sent inn til- boð. Ákvað þá framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, Þorvaldur Mawby að verða við óskum nokkurra innflutningsaðila um að framlengja tilboðsfrestinn til 4. febrúar svo þeir gætu boðið í verkið. Hafa tvö íslensku fyrir- tækjanna mótmælt þeirri máls- meðferð. íslensku fyrirtækin sem gerðu tilboð eru þessi: Trésmiðjan Víðir, Axel Eyjólfsson, 3-K og Hagi hf. Þessir aðilar voru sem áður segir tiibúnir með sín tilboð 1. febrúar eins og kvað á um í útboðsgögnum. Þegar tilboðin voru svo opnuð á föstudag höfðu 5 innflutningsfyrir- tæki bæst í hópinn þ.e. IKEA, Inn- réttingaval, Þýsk-íslenska verslun- arfélagið, Penninn og Kalmar- innréttingar. Samkvæmt heimild- um Þjóðviljans var Hagi hf. með lægsta tilboðið í krónutölu en síðan á eftir að taka tillit til margvíslegra fyrirvara áður en hægt er að meta endanlega hvaða aðili hefur verið með hagstæðasta tilboðið. Samkvæmt almennum útboðs- og samningsskilmálum um verk- framkvæmdir frá Iðntæknistofnun íslands skal opna tilboð samtímis á þeim stað og tíma sem til var tekinn í útboðslýsingu. Er jafnframt tekið fram að verkkaupa er óheimilt að semja við aðra aðila en þá sem skiluðu fullgildu tilboði á til- skyldum tíma, nema öllum sem til- boð gerðu á réttum tíma sé tilkynnt að útboðið sé úr gildi fellt. íslensu aðilunum sem mættir voru til leiks 1. febrúar hafði ekki verið tilkynnt um að útlendum aðilum hefði verið gefinn lengri frestur en þeim til að skila inn tilboðum eins og þó kom í ljós síðar. Ekki mun langt að bíða þess hvaða tilboði Byggung tekur í smíði og uppsetningar á innrétting- um í hinar 215 íbúðir sínar. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.