Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. febrúar 1983 ÞJÓÐVJLJINN - SÍÐA 13 Geðlæknar og friðar- barátta Óttinn við að mannkynið deyi út er kvíðafyrirbæri sem verður æ almennara, bæði meðal þeirra sem teljast heilbrigðir og sjúkir á geðsmunum. Þessi tegund kvíða var meginviðfangsefni ársfundar þýska sálgreiningar- félagsins, sem nýlega var haldinn í Berlín. Þessi kvíði stafar af stöðugri notkun eiturefna í landbúnaði og matvælaiðnaði, umhverfismeng- / Ég kalla hana „friðarvörðinn“. En verði henni sleppt verður ekkert eftir sem er þess virði að varið sé. Teikning eftir Vsevolod Arsenyev. Ottiim við endalok mannkyns á dagskrá geðlæknaþings un, vaxandi notkun kjarnorku til orkuframleiðslu, óleystum vand- amálum er varða losun geislavirkra úrgangsefna og eyðingarmætti k j arnorku vopnanna. Ársfundinn sóttu 900 fulltrúar frá þýskumælandi löndum. Forseti fundarins, prófessor Ulrich Ruger frá Berlín, sagði við setningu fund- arins að hvers konar kvíði gegndi mikilvægu hlutverki við meðhöndl- un geðrænna truflana. Sagði hann að kvíðinn gæti bæði verið orsök eða afleiðing líkamlegra og tilfinn- ingalegra truflana. En kvíðinn er ekki eingöngu sjúklegur, sagði prófessorinn. í hinum heilbrigðu gegnir hann því mikilvæga hlutverki að vara við hættu. Kvíðinn og óttinn verða þá fyrst að sjúklegum fyrirbærum, þegar hann beinist að hættum sem ekki eru til staðar eða eru lítil- vægar. Tvenns konar viðbrögð Friedrich Beese, formaður þýska sálgreiningafélagsins skil- greindi viðbrögð manna á eftirfar- andi hátt: „Annars vegar höfum við þá sem leita út fyrir okkar þjóðfélag, fylg- ismenn friðarhreyfingarinnar, um- hverfisverndarmenn og náttúru- lækningafólk, - hins vegar höfum við hinn breiða fjölda sem lifir í nábýli við kjarnorkuvopnaforða- búrin, þá sem vita að hundruðum sovéskra SS-20 eldflauga er beint að heimabæjum þeirra og þá sem vita um afleiðingarnar af eld- flaugauppbyggingu Nato, en halda engu að síður áfram að lifa sínu daglega lífi eins og þessar ógnir væru ekki til. Bees sagði að eitt einkenni hins nýja kvíða væri að fólk óttaðist ekki einungis um eigið líf, heldur liti það á sjálft sig sem „hlekk í mannkynskeðjunni", og það ótt- aðist að ef hlekkurinn bresti muni það þýða endalok mannkyns. Bæling óttans Karl Köning, prófessor í geðlækningum frá Göttingen leitaði í erindi sínu skýringa á þeirri öflugu viðleitni sem uppi væri í þá átt að bæla niður óttann. „Ég gæti vel ímyndað mér að ef okkur yrðu allar hliðar hættunnar ljósar, þá yrði það okkur um megn að bregð- ast við þeim, því óttinn verkar lam- andi“, sagði hann. Því sagði hann að manninum hefði til þessa reynst nauðsynlegt að bæla óttann innra með sér á meðan hættan væri að líða hjá (til dæmis heimsendaspá eða halastjarna). Hins vegar liði sú hætta, sem okkur stafar af um- hverfismengun, eiturefnum í mat og kjarnorkuvopnabúrum stór- veldanna ekki hjá af sjálfu sér. Því gagni það ekki lengur að birgja ótt- ann inni. Geðlækningar og stjórnmál Hingað til hefur það verið við- tekin regla þeirra sem leggja stund á sálgreiningu sem lækningarað- ferð að halda sig utan við stjórn- mál, og er það í samræmi við skoð- anir Freuds. Hvað hann varðaði, þá gilti þetta sérstaklega um atriði er vörðuðu stríð og frið. Freud setti fram kenningu sína um dauðahvötina árið 1920, en samkvæmt henni hefur maðurinn óhjákvæmilega innbyggða árásar- hvöt og sjálfstortímingarhvöt, og því væri stríðið eðlilegur þáttur í mannlegri tilveru. Þessari kenningu hefur hins veg- ar verið hafnað á síðari árum af æ fleiri yngri manna af Freud- skólanum. Talsmaður þeirra á fundinum, Hort Petri, sagði að ekkert hefði í rauninni staðfest kenninguna um sjálfstortímingarhvötina. Því bæri geðlæknum að taka opinbera af- stöðu með allri friðarviðleitni. Hann sagði að geðlæknunum bæri að taka upp samstarf við friðar- hreyfinguna og standa upp til varn- ar henni á opinberum vettvangi. Petri sagði að geðlæknar yrðu einn- ig að snúa sér til þess fólks sem er fráhverft því að taka pólitíska af- stöðu, fólksins sem flýr frá ógnurn kjarnorkustríðsins inn í sinn einka- heim og segir: „Stjórnmál eru ekk- ert fyrir mig“. Verksvið geðlækninga Hann sagði að almenningur mætti ekki breiða yfir þær hættur sem að honum stafa, því augljóst væri að andspyrna almennings væri það eina sem komið gæti í veg fyrir helför mannkyns. Þá sagði Hort Petri að það væri í verkahring þeirra er legðu stund á sálgreiningu að upplýsa almenning um fyrirbæri kvíðans og óttans og þau varnarviðbrögð sem maðurinn býr yfir gagnvart honum, og verða virk um leið og fólki verður ljóst í hverju ógnin er fólgin. Það er í senn eðlilegt og'athyglis- vert að hugmyndir sem þessar innan geðlæknisfræðinnar skuli koma upp í Þýskalandi, sem er klofið í tvennt og pakkað með vopnum beggja vegna landamær- anna í slíku mæli, að augljóst er að Þjóðverjar munu ekki lifa ann- að stríð. Umræðan um vígbúnaðar- kapphlaupið í Þýskalandi hefur líka gert það að verkum að líklega er almenningur hvergi betur upp- lýstur um þessi mál en einmitt þar. ólg./Hannoversche Allgemeine Heimilisbölið þyngra en tárin Ewing-fjölskyldan afar slæmt fordæmi fyrir hina þýsku fjölskyldu Mala domestica majora sunt lacrimis, - heimilisbölið er þyngra en tárin - er haft eftir Bryi\jólfi biskupi. Nú hefur þetta máltæki enn einu sinni sannast á hinni margmæddu Ewing-fjölskyldu, sem flestum ís- lendingum er nú kunn úr sjón- varpsþáttunum Dallas. í þetta sinn kom áfallið þó úr óvæntri átt, eða frá ríkisstjórn Helmut Kohl í Bonn. Það var flokkssystir kansla- rans og ráðherra fjölskyldumála í Sambandslýðveldinu, Irmgard Karwatzki, sem lýsti því yfir úr ræðustól sambandsþingsins í Bonn, að Ewing-fjölskyldan væri afar slæmt fordæmi fyrir hina þýsku fjölskyldu. Tilefni yfirlýsingarinnar var fyrirspurn frá jafnaðarmanninum Hans Wallow á þinginu, en hann hafði spurt ráðherrann hvernig hægt væri að boða fornar dyggðir eins og ást, trygglyndi, trúnaðar- traust, umburðarlyndi og ábyrgð- artilfinningu á meðan 92 Dallas- þáttum um Ewing-fjölskylduna væii troðið inná hvers manns heim- ili í Þýskalandi. Hvers eiga Ew- ingarnir að gjalda? ólg Dallas-fjölskyldan - að henni er nú vegið á sambandsþinginu í Bonn. Afstaða Kvennaframboðs til Leig j endasamtakanna í borgarráði: Hroðaleg mistök sagði Magdalena Schram um mótatkvæði sitt Það verður að viðurkennast að ég gerði hroðaleg mistök, sagði Magdalena Schram m.a. á borgar- stjómarfundi sl. fimmtudag við um- ræðu um tillögu frá Sigurjóni Pét- urssyni um að Leigjendasamtökun- um yrði veittur styrkur til að koma upp húsaleigumiðlun. Þegar erindi Leigjendasamtakanna var til af- greiðslu í borgarráði fyrir viku síð- an, greiddi hún atkvæði gegn því og hlaut það aðeins atkvæði Sigurjóns Péturssonar. Orðum sínum til áréttingar flutti Magdalena svofellda bókun frá Kvennaframboðinu: „Kvennafram- boðið hefur tvisvar flutt tillögur í borgarstjórn um að komið verði á fót leigumiðlun í Reykjavík. Báðar þær tillögur voru felldar. Kvenn- aframboðið stendur eftir sem áður einhuga að þessu máli og mun halda áfram að vinna samhuga að því marki að leigumiðlun verði stofnsett í höfuðborginni". Tillagan um styrkinn hlaut aðeins 8 atkvæði; Kristján Bene- diktsson og allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. -ÁI Stjórn Starfsmanna- félags BÚR: Harmar blaðaskrif um fyrir- tækið Starfsmannafélag Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur hefur nú sent frá sér ályktun þar sem hörmuð er sú umfjöllun sem átt hefur sér stað í dagblöðum að undanförnu. Telur stjórn Starfsmannafélagsins að skrifin skaði fyrirtækið inn á við sem út á við og gefi ekki rétta mynd af starfsemi BUR Björn Guðbjörnsson, sem sæti á í stjórninni sagði að áberandi mikið hefði að undanförnu verið skrifað um taprekstur á Bæjarútgerðinni. Aldrei væri í þeim skrifum minnst á að hagnaður væri af fiskvinnslunni og skreiðarverkuninni. Sagði hann að sú mynd sem með þessu væri dregin upp af BÚR væri röng og hefðu starfsmenn fyrirtækisins greinilega orðið þess varir að þessi skrif hefðu áhrif á almenning. Væri tæpast að menn þyrðu að viður- kenna að þeir ynnu hjá BÚR! húsbysgjendur ylurmn er ~ göður Afgreiðum einangrunarplasl á Stór-ReykjavikursvsðiA frá mánudegi — föstudags. Afhendum vóruna á byygingarstað, viðskiptamonnum að kostnaðar lausu. Hagkvaemt verð og greiðsluskilmalar vtð flestra haefi. Borgarptatt hl TWÓ mt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.