Þjóðviljinn - 08.02.1983, Page 8

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. febrúar 1983 Öflug samvinna MFA og verkalýðs- félaganna „Á vegum Menningar- og fræöslusambands alþýöu hafa nú verið haldin 58 trúnaðar- mannanámskeiö frá því trúnaðarmennfengu þau réttindi eftir sólstööu- samningana 1977 að sækja viku námskeið einu sinni á ári á dagvinnulaunum", sagði Lárus S. Guðjónsson tilsjónarmaður trúnaðarmannanámskeiðanna fyrir MFA í samtali við Þjóð- viljann. Hafa skeið í síðustu viku var haldið 58. námskeið fyrir trúnaðarmenn á vegum MFA, og var það haldið í Vestmannaeyjum. StóðMFA fyrir námskeiðinu í samvinnu við verka- kvennafélagið Snót og verkalýðs- félag Vestmannaeyja. Við spurðum Lárus hvað hafi helst ver- ið rætt á þessu námskeiði: „Við tókum að vanda fyrir hið fjölbreyttasta efni tengt starfi trún- aðarmannsins. Auk þess að fjalla beint um hans starf og stöðu á vinnustaðnum, ræddum við rétt- indi verkafólks samkvæmt lögum og samningum, heilbrigðis- og öryggismál á vinnustöðum, lífeyrissjóðsmálin, starfsemi verkalýðsfélaganna í Eyjum, vinn- ustaðafundi og fleira. Þá ræddum við einnig starfsemi og skipulag samtaka atvinnurekenda í 7 I "W ' , . M \Æm „ |i| : .Mi % W»S — * m y wk‘Jk.~ IfSfl y f|l jSptr-H Þátttakendur á trúnaðarmannanámskeiði verkalýðsfélaganna í Eyjum og MFA voru margir og áhuginn fyrir viðfangsefninu mikiil eins og sjá má. Ljósm. Oli Pétur. haldið 58 nám á sl. 6 árum! Vestmannaeyjum svo og skipulag og starf okkar eigin samtaka". Og fyrirlesarar hafa verið marg- ir að vanda? „Já, þarna héldu fyrirlestra um lífeyrismálin þeir Hrafn Magnús- son, Gísli Engilbertsson og Hörður Óskarsson. Arnar Sigmundsson kynnti Vinnuveitendafélag Vest- mannaeyja eins og það heitir. Tryggvi Þór Aðalsteinsson fjallaði um ASÍ og fræðslustarf MFA og ég tók fyrir m.a. starf trúnaðarmanns ins, heilbrigðis- og öryggismál vinnustaða auk þess sem ég hafði stjórn námskeiðsins fyrir hönd MFA á minni könnu“. En hvernig er kostnaðar- skiptingin vegna námskeiða? „Eins og ég sagði áðan kveða kjarasamningar svo á að þátttak- endur halda sínum dagvinnu- launum í þann vikutíma sem nám- skeiðið stendur. Þegar námskeiðin eru haldin úti á landi greiða við- komandi verkalýðsfélög helming ferðakostnaðar, námsgögn og upp- ihald allra þátttakenda og leiðbein- endanna svo og kostnað allan við undirbúning námskeiðsins á okkar skrifstofu. Ef námskeiðin eru hald- in hér á Reykjavíkursvæðinu greiða hins vegar verkalýðsfélögin laun leiðbeinenda og námsgögn.“ Og þið hjá MFA hafið og haldið annars konar námskeið? „Þátttakendur á þessum 58 trúnaðarmannanámskeiðum okk- ar eru nú komnir yfir fyrsta þús- undið í fjölda en auk þess hefur jú MFA haldið um 60 önnur nám- skeið af ýmsu tagi í samvinnu við Alþýðusambandið síðustu 5 árin. Flest hafa þessi námskeið verið sk. félagsmálanámskeið, eða 40, og hafa þátttakendur á þessum nám- skeiðum verið rúmlega 1100 tals- ins. Á þessum námskeiðum hefur verið fjallað um hin margvíslegustu mál eins og stjórnun stéttarfélaga, fjármá! og bókhald stéttarfélaga, útgáfumál og fjölmiðlun, vinnu- vernd, neytendavernd og verðlags- mál, húsnæðismál, námskeið fyrir leiðbeinendur á sviði félagsmála- kennslu svo og fyrir leiðbeinendur um vinnuvernd. Og auk þessa hafa svo verið haldin um 40 félagsmála- námskeið eins og ég sagði áðan“. Hyggist þið gefa fóiki kost á framhaldsmenntun? „Það er einmitt á döfinni núna að halda fyrsta framhaldsnám- skeiðið á Akureyri innan skamms. Þar verða þátttakendur þeir einir sem hafa lokið því námskeiði sem hingað til hefur verið boðið upp á. Á þessu fyrirhugaða framhalds- námskeiði verður farið dýpra í Stefnum á framhalds- námskeið segir Lárus S. Guðjónsson starfsmaður MFA saumana á einstökum þáttum og nemendum gert að starfa mun sjálfstæðar en hingað til. Við ætl- um að leggja áherslu á launamálin svo og heilbrigðis- og öryggismál vinnustaða, atvinnulýðræði og fleira. Allt eru þetta þó hugmyndir en nánara verður síðar ákveðið um námskeiðin", sagði Lárus S. Guð- jónsson hjá MFA. í samningunum 1977 fengust þau réttindi að trúnaðarmönnum var gert kleift að sækja námskeið einu sinni á ári á dagvinnulaunum. Lárus Guðjónsson fræðslufulltrúi MFA afhendir einum nemanda „prófskírteinið“. Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í forgrunni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.